Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 1940 voru Reykvíkingar 38 þúsund og bjuggu flestir innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Faðir minn var veggfóðrari og var að flytja í bæinn um þetta leyti. Hann fór allra sinna ferða á reiðhjóli með verkfæri á bögglaber- anum. Borgin var sem eitt sjálfbært hverfi og íbúarnir komust flestra sinna ferða gangandi eða á hjóli. Þá voru að með- altali um 170 manns á hvern hektara, bjuggu þröngt og voru margir í hverri íbúð. En borgin stækkaði og dreifði úr sér; Ár- bær, Breiðholt, Selás, Grafarvogur og Grafarholt. Ýmsir hafa bent á óhagkvæmni þess að höfuðborgin skuli vera jafn dreifbýl og raun ber vitni. Samtök um betri byggð hafa til dæmis verið dugleg við að benda á leiðir til úrbóta sem fyrst og fremst byggjast á tillögum um þéttingu byggðar. Samtökin segja að þétting stytti vegalengdir, lengi frítíma, minnki mengun og streitu, auki félagslíf, bæti samgöngur, auki tekjur og samveru og skapi vistvænna umhverfi. Ef rétt reyn- ist er ekki eftir litlu að slægjast. Þétting byggðar? Það ber að varast að skjóta yfir markið. Þegar betur er að gáð standast ekki fullyrðingar á borð við að Reykjavík sé strjálbýlasta borg Evrópu og jafnist á við byggðir Norður-Ameríku hvað þéttleika varðar. Í nýútkominni skýrslu skipulagssviðs um skipu- lag samgöngumála í borginni kem- ur fram, að þrátt fyrir að þéttleiki hennar sé nánast helmingi minni en meðaltal v-evrópskra borga sem mið er tekið af, er hann nán- ast sá sami og þéttleiki Kaup- mannahafnar og Stokkhólms og meiri en í Osló. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að þéttleiki byggðar í Reykjavík er þrefalt meiri en í bandarísku bílaborg- unum Atlanta og Houston. Það virðist ekki alltaf ljóst að rök fyrir þéttingu byggðar séu sett fram með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Togstreita skipu- lagsyfirvalda annars vegar og verktaka og fjárfesta hinsvegar er alþekkt fyrirbæri og eðlilegt í sjálfu sér. Sjálfum sér trú sækj- ast verktakafyr- irtækin, sem mörg hver eru samvaxin fjármálafáveldinu, eft- ir hagkvæmum bygg- ingamöguleikum þar sem hámarksgróði er hafður að leiðarljósi og beita þá fyrir sig rökum um þéttingu byggðar. Af þessum sökum er meiri áhugi fyrir „þétt- ingu“ í miðbænum en í úthverf- unum. Því ræður fasteignaverðið. Háu lóðaverði þar er mætt með því að byggja hátt og gjörnýta reitina. Í þessu þéttingaræði eru menningarverðmæti í hættu eins og ný dæmi af Laugaveginum virðast því miður vera á góðri leið með að sanna. Borg er eins og hún er Af ýmsum ástæðum, aðallega landfræðilegum, er borgin línulaga og byggð frá vestri til austurs. Hún er vissulega gisin, sér- staklega þegar austar dregur. Þau skipulagsvandkvæði sem þetta leiðir af sér þarf að leysa með já- kvæðum hætti og í samráði við íbúa; þeim verður ekki sagt að leysa sín mál með því að flytja í þétta byggð vestan Elliðaáa. Í Árbæ, Breiðholti og Grafarvogi er önnur og þriðja kynslóð að búa um sig í hverfinu sínu og vill hvergi annarstaðar vera. Þar er verkefni skipulagsyfirvalda, stjórnmálamanna og embættis- manna, að tengja hverfin betur saman og gera borgina að sam- felldri heild. Þegar rætt er um að þétta byggð þarf að hugsa um alla byggð í borginni en ekki bara miðbæinn og næsta umhverfi hans. Og það má kannski hugsa hlutina upp á nýtt. Hringbrautin er dæmi um fram- kvæmd sem var ákveðin fyrir ára- tugum síðan. Það var búið að festa hana svo rækilega í gamla skipu- lagið að eftir að hafist var handa varð engu þokað. Þó mátti nútím- anum vera ljóst að um mistök var að ræða. Þetta ætti að verða stjórnmálamönnum í Reykjavík víti til varnaðar og hvatning til að endurskoða mosavaxnar ákvarð- anir. Í því sambandi mætti spyrja, hvort áætlanir um sjúkrahúsþorp við Landspítalann séu ef til vill úr takt við tímann? Væri mögulega betra að byggja við (gamla) Borg- arspítalann í Fossvogi og nýta Landspítalalóðina á annan hátt? Eru hugmyndir um Sundabraut kannski vanhugsaðar; finnst ef til vill þriðja leiðin í stað hina tveggja? Borgarskipulagið hefur oft á tíð- um orðið að pólitísku deiluefni. Það er ágætt; oft hjálpa deilur til við skýra mál. Umræðan hefur leitt til þess að tillögur sjálfstæð- ismanna um bílaborgir í amerísk- um stíl eiga undir högg að sækja á sama tíma og hugmyndum um sjálfbærni borgarhverfa með vist- vænum samgöngum vex ásmegin. Sjálfbærni leiðir af sér blandaða byggð þar sem íbúar geta sem mest stundað atvinnu, menntun, og tómstundir í sínu hverfi. Hnýtum saman gamalt og nýtt Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um skipulagsmál ’...sækjast verktaka-fyrirtækin, sem mörg hver eru samvaxin fjármálafáveldinu, eftir hagkvæmum byggingamöguleikum þar sem hámarksgróði er hafður að leiðarljósi og beita þá fyrir sig rökum um þéttingu byggðar.‘ Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er í þriðja sæti á V- listanum til borgarstjórnarkosning- anna í vor og formaður Vinstri grænna í Reykjavík „SIGGI var úti með ærnar í haga.“ Hann byrjar í léttri heiðríkju þessi söngtexti Jónasar Jónassonar en verður síðan einkennilega drungalegur. Sama má segja um kaffispjall okkar félaganna sem gekk aðallega út á gam- ansögur eins og vant er. En allar stukku þær suður í mó þegar sam- ræðan barst að frétta- flutningi af fundum andstæðinga Íraks- stríðsins laugardaginn 18. mars síðastliðinn. Þá voru þrjú ár liðin síðan Bandaríkjamenn, Bretar og bandamenn þeirra, þ.m.t. Íslend- ingar, gerðu árás á Írak. Þessa atburðar var minnst um víða ver- öld, þar á meðal hér á Íslandi með mótmæla- aðgerðum á Ingólfs- torgi og fundi í Há- skólabíói. Eins og vera ber var fjallað um þessa atburði í fjölmiðlum landsins. Lítið er um fréttaflutning af atburð- unum að segja, en þó vekur framganga Glúms Baldvinssonar, fréttamanns NFS, at- hygli. Hann tók annars vegar viðtal við Stefán Pálsson, formann Sam- taka herstöðvaandstæð- inga, og hins vegar Hans Kristján Árnason, einn aðstandenda Þjóð- arhreyfingarinnar. Eft- ir nokkuð eðlilegar spurningar fengu þeir Stefán og Hans Krist- ján báðir furðulega spurningu frá frétta- manninum en svona var hún orðuð til þess síð- arnefnda: „Nú réðust hryðjuverkamenn á New York og felldu turnana tvo, hvernig á að bregðast við slíku, hvernig á að bregðast við hryðjuverkamönn- um?“ Hvað vakti fyrir fréttamanninum með þessari spurningu? Er hann að halda því fram að innrásin í Írak hafi verið eðlileg vegna árása á Bandaríkin hinn 11. september 2001? Ef svo er væri athyglisvert að fá útskýringu frá fréttamanninum á þessum tengslum. Þekkir hann tengsl hryðjuverkanna 11. september og Íraksstríðsins, önn- ur en þau að innrásaraðilar notuðu þau sem afsökun? Lævís málflutningur Málflutningur Glúms er sem berg- mál af málflutningi hægri öfgastöðv- arinnar Fox í Bandaríkjunum. Með því að spyrða innrásina í Írak og 11. september saman í myndum og máli – og oft með jafn „sakleysislegum“ spurningum og fréttamaður NFS bar fram – tókst, a.m.k. til skamms tíma, að telja meirihluta Bandaríkjamanna trú um að innrásin hefði átt rétt á sér. Enginn veit neitt um meint gereyð- ingarvopn, sem voru ástæða innrás- arinnar, og vitað er að allt tal um tengsl Íraks við hryðjuverkamenn var byggt á sandi, enda blómstra hryðjuverk þar sem aldrei fyrr. Í því ljósi verður að skoða fréttaflutning Fox-stöðvarinnar í aðdraganda og í kjölfar innrásarinnar. Með slíkri framsetningu er skákað í skjóli þjóð- ernistilfinninga Bandaríkjamanna og höfðað til þeirrar samstöðu sem hinar hryllilegu árásir á New York ólu af sér. Það að taka undir þessar fáránlegu tengingar er hins vegar meira en lítið furðulegt. Ekki einu sinni ráðamenn íslensku þjóðarinnar voga sér að bera slíkt á borð fyrir landsmenn og þó eiga þeir nokkuð undir því að stuðningur þeirra byggist ekki ein- göngu á blekkingum. Bandaríkjamenn not- uðu ýmsar tylliástæður til að koma vilja sínum fram, m.a.s. Hallór Ás- grímsson segist ekki hefðu stutt innrásina hefði hann vitað það þá sem hann veit í dag. En Glúmur Baldvins- son, fréttamaður NFS, virðist vita betur. Væntanlega megum við eiga von á því næst þeg- ar stríði er mótmælt að hann spyrji fólk um gereyðingarvopn Sadd- ams Husseins. Að spyrja, í þessu sam- hengi, mótmælendur gegn Íraksstríði hvað þeim finnist um 11. september jafngildir áróðri fyrir lygum Bandaríkjastjórnar. Eins væri hægt að spyrja hvað þeim finnist um árásir bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöldinni – báðir atburðirnir eru jafnótengdir Íraksstríð- inu. Leiksvið fáránleikans Og hvernig á að svara svona spurningu? Að vísu var svar Stefáns aldrei flutt í fréttatím- anum og Hans Kristján sjálfsagt of dannaður til að benda á fáránleika spurningarinnar. Er okkur ætlað að svara svona spurningum með skynsemi? Það væri kannski eðlilegast að hleypa þessu öllu upp í vitleysu eins og gert er í skemmtifréttaþáttum vestra og svara bara: „Jú, ég hefði viljað ráð- ast á Holland. Þar er al- veg fullt af múslimum og stutt að fara.“ Kannski ættum við að gefa okkur fá- ránleikanum algjörlega á vald og svara: „Siggi var úti með ærnar í haga.“ Skyldi nokkur taka eftir því? Erum við ekki hvort sem er svo firrt öllum veruleika og sannfærð um að okkar lóð séu svo létt að litlu skipti þó á vogarskálarnar séu látin? Slíkur er eflaust skilningur margra sem að for- spurðu eru taldir til hinna „viljugu“ þjóða, en þá spyr maður: Hvar liggur ábyrgðin í lýðræðisríkjum? Nú vitum við sem sagt að lágfóta smýgur dældirnar og gýtur gráleit- um augum á okkur auðtrúa æruleys- ingjana. Það væri svo sem ekkert skrýtið ef stríðsvargarnir litu slíkum augum á okkur. Við sem búum við það að tveir æðstu ráðamenn þjóð- arinnar gera okkur fyrirhafnarlaust samsek að ólöglegri innrás ef það skyldi verða til þess að halda í nokkr- ar atvinnuskapandi herþotur. Okkur verður bara hugsað til þessara aum- ingjans ráðamanna sem nú vaga smeykir um holtin og skúmaskot Atl- antshafsbandalagsins eða bíða þess skjálfandi á beinunum að „nýjar til- lögur“ komi að vestan. Og við spyrj- um: Þora þeir heim? Lágfóta dældirnar smó – Fox-frétta- mennska á NFS Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins Kristinn Schram ’Með því aðspyrða innrásina í Írak og 11. september sam- an í myndum og máli, og oft með jafn „sakleys- islegum“ spurn- ingum og frétta- maður NFS bar fram, tókst, a.m.k. til skamms tíma, að telja meirihluta Bandaríkja- manna trú um að innrásin hefði átt rétt á sér.‘ Kolbeinn Óttarsson Proppé er sagnfræðingur, Kristinn Schram er þjóðfræðingur. Kolbeinn Óttarsson Proppé FYRIR rúmu ári ofhitnaði síma- kerfi Tryggingastofnunar ríkisins þegar forstjóri þar skrifaði í blöð- in hverjar væru bætur öryrkja og eldri borgara. Þar voru nefndar tölur – bætur væru um 150.000 kr. á mánuði. Að auki kom fram í umræddri grein að það væri algjör mis- skilningur að þetta fólk mætti ekki hafa neinar tekjur – það væri ekki hróflað við því innan vissra marka. Það hefur löngum verið þannig að fólk tekur mark á tölum frá ráðandi mönnum – en því miður er allt- af að koma betur og betur í ljós að þar er stólað á fá- fræði almennings annars vegar og að þurfa aldrei að bera ábyrgð á neinu sem sagt er hins vegar. Þegar örþreytt starfsfólk TR var búið að sansa alla sem hlut áttu að máli og útskýra að þessar 150.000 krónur væru ekki greidd laun heldur eitthvað annað fóru þeir sem eitthvað gátu bjargað sér að reyna að vinna smávegis í trausti þess að það stæði þó að minnsta kosti að það væri í lagi að vinna fyrir fasteignagjöldunum eða húsaleigunni. En viti menn – nú riðar TR á barmi vandamála við að ná þess- um krónum af öreigunum og til þess þarf að fá mannskap sem þarf kaup – nokkra tugi milljóna sem mun vera margföld sú upphæð sem er verið að innkalla af fátæk- um öreigalýð. Það er lögð áhersla fyrir næstu kosningar á sjúkrarými fyrir aldraða sem ekki er vanþörf á þar sem þeir fá ekki inni á spí- tulum og eru flestir orðnir veikir af af- skiptaleysi og pen- ingaáhyggjum. Stefnan er ennþá að stýra því hvar í klefa þessi úr- gangur þjóðfélagsins á að vera í stað þess að fólkið fái úr útbólgn- um lífeyrissjóðum sínum sína eigin peninga og geti lifað með reisn síðustu árin. Skattpíningin á þetta fólk er lát- in viðgangast – það eina sem er aðhafst er að einhverjir sam- viskulausir eiginhagsmunaseggir senda frá sér tölur sem þeir laga að þörfum stjórnarinnar. Það er svo umhugsunarefni hvers þeir eiga að gjalda sem búa einir og hafa aðeins einar tekjur til að lifa á því í öllum útreikn- ingum kemur út betri tala þegar talað er um tvenn laun. Það er þó staðreynd að ekki eru allir í sambúð. Það er gaman að koma á staði eins og til Þýskalands þar sem eldri borgarar eru vel klæddir, kátir og áhyggjulausir – á ferða- lögum og á fínum veitingahúsum að loknu ævistarfi. Ferðamenn frá mörgum löndum eru eldra fólk sem hefur nóga peninga til að hafa það gott í ell- inni. Vissulega eru margir hér sem geta það líka. En hinir eru of margir sem ekki eiga fyrir mat eða fötum. Er græðgi og samviskuleysi að verða aðalsmerki þessarar þjóðar? Vandamál við að leysa vandamál Erla Magna Alexandersdóttir fjallar um skort ’Er græðgi og samviskuleysi að verða aðalsmerki þessarar þjóðar?‘ Erla Magna Alexandersdóttir Höfundur er spámiðill.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.