Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 2006næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA þeirrar vakningar sem hefur átt sér stað gagnvart arfleið okkar, náttúru og menningu, tel ég mig knúna til að beina ljósi að fyrirhugaðri mannvirkjagerð sem Mosfellsbær og land- eigendur að Helga- fellslandi standa að. Í deiliskipulagi sem er til umfjöll- unar hjá Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar liggur fyrir að samþykkja tengibraut sem á að liggja frá Helgafells- landi að Vesturlands- vegi, í þeim tilgangi að þjóna fyrirhugaðri 1.021 íbúa byggð á Helgafellslandinu. Staðsetning tengi- brautarinnar er ætl- uð í gegnum íbúa- byggð og gengur nærri Álafossi, gömlu verksmiðjubygging- unum sem eru einar af helstu minjum okkar um iðn- og menningarsögu landsins. Álafoss hefur á undanförnum 10 ár- um tekið miklum breytingum og upp- bygging hefur átt sér stað á svæðinu öllu. Hér hefur ólíkur hóp- ur manna séð um að gera upp húsin, fegra umhverfið og á allan hátt haft hag svæð- isins að leiðarljósi. Í dag er hér rekin stærsta ullarvöru- verslun á landinu, hér er áningarstaður þúsunda ferðamanna á hverju ári í þeim tilgangi að kaupa ullarvörur og njóta umhverfisins. Hér starfa handverksfólk og myndlistarmenn, myndlistarskóli er starfræktur í kvosinni, eitt virt- asta upptökustúdió landsins er í Sundlauginni, Ásgarður er hér með verndaðan vinnustað og lista- smiðju. Ullarþvottahúsið var rifið um áramótin til að auka aðgengi að Álafossi og mikil bjartsýni ríkti fyrir hönd svæðisins þar sem Ála- fosskvosin býður upp á óteljandi möguleika í að njóta samtímis menningar og útivistar. Mosfellsbær hefur áætlað tengi- brautina í 7 metra hæð þar sem hún mun rísa við Álafosskvos með tilheyrandi landfyllingu og stoð- vegg. Mannvirki þetta á að koma fyrir á landsvæði sem spannar innan við 50 metra frá bökkum Varmár við húsgafl Álafoss-verksmiðju- hússins og að lóðamörkum Brekkulands 4. Landslög kveða á um að ekki megi koma fyrir veg eða annars konar mannvirki innan við 100 metra belti frá á, árfarvegi eða vötnum sem eru á nátt- úruminjaskrá. Varmáin sem rennur við gamla verksmiðjuhúsnæðið, á fyrr- greindri landspildu, er á nátt- úruminjaskrá. Þar sem landið er í miklum halla þurfa framkvæmdaraðilarnir að byggja fyrrgreint mannvirki undir veginn til að koma honum í gegnum landskikann og út á Ála- fossveg. Landspildan sem áætlað mann- virki á að standa á er það knöpp að stærð að ekki er möguleiki á að koma upp hljóðmön fyrir þeim megin er snýr að Álafosskvos. Sem felur í sér að ekki er mögu- leiki á að uppfylla kröfur er lands- lög gera ráð fyrir gagnvart há- vaðamengun í nýju skipulagi og mun því bíladynur skella á hús- veggjum og flæða yfir næsta ná- grenni. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun varðandi fyr- irhugaðar framkvæmdir hafa eng- ar fyrirspurnir borist um mat á umhverfisáhrifum frá bæjaryf- irvöldum né landeigendum. Það hlýtur að teljast ámælisvert að þegar bæjaryfirvöld tilkynna að framkvæmdir vegna tengibraut- arinnar eigi að hefjast eftir þrjá mánuði hafi engar tilkynningar borist til Umhverf- isstofnunar né gögn borist inn á borð til Skipulagsstofnunar Ríkisins varðandi svo viðkvæmt deiliskipu- lag. Bæjaryfirvöld hafa staðhæft að þessi tengibraut muni verða þrátt fyrir mótmæli bæjarbúa, sem hlýtur að fela í sér að ekki er ætlunin að taka tillit til innsendra at- hugasemda eða mót- mæla gegn deiliskipu- lagi fyrirhugaðrar tengibrautar né fara eftir landslögum. Ef sveitarfélagið og land- eigendur hefðu unnið heimavinnu sína og kynnt sér landslög væri þessi tengibraut ekki í nýju deiliskipu- lagi. Samkvæmt lands- lögum þarf að leggja tengibraut í þéttbýli í umhverfismat, það á einnig við ef þeim er ætlað að liggja nálægt svæðum sem hafa menningarsögulegt gildi. Varmá er á nátt- úruminjaskrá, Álafoss er menning- arsögulegt fyrirbæri, svæðið er útivistarsvæði bæjarbúa. Allir þessir þættir gefa til kynna að það er algjör rökleysa að ætla sér að troða mannvirki og tengibraut af ofangreindri stærð- argráðu inn á fyrirhugaða land- spildu þegar aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Ekki hefur verið sýnt fram á nein skynsamleg rök fyrir því af hverju möguleikinn á að tengja Helgafellshverfið við Vest- urlandsveg, við Þingvallaafleggj- ara, var útilokaður. Þar er engin byggð og mun það því ekki ganga nærri menningar- sögulegum minjum, nátt- úruminjum, gróinni íbúðabyggð né útivistarsvæði bæjarbúa. Landeigendur hafa notað ímynd kvosarinnar til að auka aðdrátt- arafl að lóðum til sölu á Helga- fellslandinu. Á vefsíðu landeigenda eru myndir af kvosinni og nátt- urusvæðinu í kring, frábærar ljós- myndir og þrívíddarmyndir en hvergi má sjá á myndum þessum fyrirhugaðar tengibrautir til og frá hverfinu. Því eru allar ljósmyndir sem sýna Álafosskvos og útivist- arsvæðið í kring misvísandi. Bæjaryfirvöld hafa einnig notað ímynd Álafosskvosarinar til að auka aðdráttarafl sveitarfélagsins. Í flestöllum kynningarritum um Mosfellsbæ eru myndir af bygg- ingum og umhverfi Álafoss. Í vinnslu eru ný rit og leyfi ég mér að fullyrða að Álafosskvos, Álafoss og náttúran í kring verði í for- grunni (en án tengibrauta). Vil ég krefjast þess að opinber- ar rökfærslur um réttlætingu fyr- irhugaðra framkvæmda muni eiga sér stað, svo og að landslög verði virt. Malbikað yfir raunveruleikann Hildur Margrétardóttir fjallar um umhverfis- og skipulagsmál Hildur Margrétardóttir ’Samkvæmtupplýsingum frá Umhverf- isstofnun varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir hafa engar fyrirspurnir borist um mat á umhverfis- áhrifum frá bæjaryfirvöldum né landeig- endum.‘ Greinarhöfundur er myndlistarkona sem búið hefur og starfað í Álafoss- kvos sl. 9 ár. ÉG SÉ ástæðu til að þakka Al- freð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavík- ur, fyrir að leggja okkur Suðurnesja- mönnum lið við að mæta miklum breyt- ingum vegna brott- hvarfs varnarliðsins frá Keflavíkur- flugvelli. Hans útspil til að brúa orkuþörf álvers í Helguvík er mjög mikilvægt fyrir allan framgang máls- ins. Allt er nú að verða til reiðu hér til að framkvæmdir við álver í Helguvík geti hafist og hefur bæj- arstjórn Reykjanesbæjar með bæjarstjórann Árna Sigfússon í broddi fylkingar unnið þar af mikl- um dugnaði. Okkar ágæti um- hverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, hefur látið reikna út að þessi framkvæmd rúmast innan Kyoto samningsins sem við höfum undirritað. Margir fjargviðrast yfir álverum og fullyrða að ekki sé hugsað um annað en að byggja álver. Þetta er mikill misskilningur og ber vitni um fáfræði um atvinnulífið í land- inu. Við rekum í dag tvö álver og þar vinna samtals um 1000 manns eða undir einu prósenti af vinnu- færum mönnum þjóð- arinnar. Það voru um 600 starfsmenn varn- arliðsins að fá upp- sagnarbréf nú í vik- unni. Umhverfi og maður Ferðaþjónustan á Suðurnesjum hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og fólk í þeim geira lagt á sig óeigingjarna vinnu og að mörgu leyti frum- kvöðlastarf til að þróa þessa atvinnugrein. Eitt af því markverða sem gerst hefur á því sviði er bygging Bláa Lónsins en starfsemi þess byggist á afrennsli frá Hitaveitu Suðurnesja. Heilsutengd ferðaþjónusta hefur risið síðustu árin í tengslum við Bláa Lónið á hljóðlátan hátt og er nú orðin atvinnugrein. Bláa Lónið hefur þar þróað meðferðarúrræði við húðsjúkdómum sem nú eru orðin viðurkennd af sérfræðingum. Tækifærin í þessari atvinnu- grein eru mikil og tengjast öll virkjun Hitaveitu Suðurnesja á gufu og vatni hér á Suðurnesjum. Bláa Lónið hefur undanfarin ár skoðað að reisa við Svartsengi stórt heilsuhótel á heimsmæli- kvarða. Umhverfið við Bláa Lónið er einstakt og tækifærin stór. Það er von mín að fjármálamenn og aðrir háhugamenn um uppbygg- ingu ferðamennskunnar í þessu landi snúi nú bökum saman með Bláa Lóninu og reisi stórt heilsu- hótel við Bláa Lónið. Með því yrði brotið blað í ferðaþjónustu lands- manna. Ekki er ástæða til að ótt- ast umhverfisþætti af slíkri fram- kvæmd enda öllum orðið ljóst að Bláa Lónið og Hitaveita Suður- nesja hafa með miklum ágætum náð að tengja saman mannlega starfsemi og umhverfisvernd svo sómi er að. Takk, Alfreð Kritján Pálsson fjallar um álver í Helguvík og ferðaþjónustu á Suðurnesjum Kristján Pálsson ’Tækifærin í þessari at-vinnugrein eru mikil og tengjast öll virkjun Hita- veitu Suðurnesja á gufu og vatni hér á Suður- nesjum.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður. ANDSTÆÐINGAR Reykjavík- urflugvallar hafa haldið því fram, að hundraða milljarða gróði verði af því að byggja á Reykjavík- urflugvelli. Mér finnst minna rætt um þau umhverfis- og umferð- armál sem myndu fylgja aukningu íbúða- byggðar á þessum stað. Ég hef saknað þess að þeir skuli ekki reikna út viðbótar- tekjur af því að fylla upp í Tjörnina og byggja íbúðir þar og í Hljómskálagarðinum. Engin varplönd verða til fyrir fuglana hvort sem er. Svo má rífa lágu húsin við Lækj- argötu, Fjólugötu og í Þingholtunum og byggja enn meira af þéttri og háreistri byggð. Skipta út núverandi náttúru á móti nýju malbiki og nýrri stein- steypu. Og þá skyldu menn ekki gleyma gamla kirkjugarðinum heldur þar sem menn hvíla nú væntanlega á milljörðum í lóða- verðmætum. Krossferðin gegn Reykjavík- urflugvelli finnst mér vera farin að bera svip eineltis. Flugvöll- urinn sjálfur virðist opinberlega eiga sér formælendur fáa, þó stuðningur við hann sé meiri en margur nú hyggur. Það er mark- visst verið að reyna að leiða fólk frá þeirri staðreynd, að Reykja- víkurflugvöllur er bestur þar sem hann er. Landfræðilega, veð- urfarslega og skipulagslega, hvað sem pöntuð og aðkeypt sérfræði- álit segja. Reykjavíkurflugvöllur er nauðsynlegt samgöngu- mannvirki, sem þarf að efla og hlúa að. Það ætti að nýta hann mun meira til millilandaflugs en nú er til ómældra þæginda fyrir almenning. Borgir og samgöngur eru fyrir fólk. Flugvélar og bílar eru und- irstaða frelsis og lífsgæða fólks. Sífelldar prédikanir um fegurð reiðhjóla og almenningsvagna ná ekki eyrum fólks. Fólkið má því ekki láta einhverja sjálfskipaða beturvitendur segja sér fyrir verkum eða spilla framtíðarhögum sínum andvaraleysi. Fólkið, að múslímum kannske frátöldum, vill frelsi skoðana, einkabílsins og flugsins. Gamli miðbær Reykjavíkur var í Kvosinni. Þar er ekki til neinn slíkur miðbær lengur. Flest gamla starfsemin er farin þaðan og kemur aldr- ei aftur. Margt, sem er þar enn, mun líka fara þaðan vegna þess að fólkið er far- ið annað. Þetta er og verður túrista- og skemmtihverfi þar sem barnlaust fólk kann vel við sig. Þarna er næg vídd í kring, sem flugvöll- urinn í Vatnsmýrinni skapar, til að halda þjóðhátíðir og menn- ingarnætur. Staður þar sem fólk kemur saman að skemmta sér. En fáir vilja endilega vill búa með börnin sín á Reperbahn, Central Park eða við Times Square. Allsstaðar í heiminum vill barnafólk búa notalega í út- hverfum, þar sem skólar og íþróttamannvirki eru í næsta ná- grenni, hverfum sem eru langt frá skarkala verksmiðjuhverfa, fjár- mála- og ferðamannahverfa og hættulegs næturlífs. Fólk velur sér búsetu eftir þessum for- sendum. Dugleysi sveitarstjórn- armanna á höfuðborgarsvæðinu í lóðaúthlutunum hefur leitt til þess að fólk leggur á sig aukin ferðalög til vinnu til þess að fá óskir sínar uppfylltar. Samanber uppbygg- inguna í Vogum, Hveragerði, Sel- fossi og Akranesi. Þarna er að finna fyrri grund- vallarmisskilning flugvallarfjenda á hinu alþjóðlega mannlega eðli. Hinn misskilningur þeirra er sá, að íbúðabyggð standist ein og sér eins og umræður um sjálfbært þekkingarþorp í Vatnsmýri bera með sér. Mannlífið byggist einu sinni á samgöngum og viðskiptum. Bílar, flugvélar og skip eru tækin sem nútíma efnahagslíf byggist á. Viðskiptin og framleiðslan eru það sem máli skiptir til þess að fólk hafi atvinnutekjur fyrir sig og sína. Peningarnir eru það sem málið snýst um, restin er blúndu- verk eins og Iacocca var sagt strax. Fólk, sem lifir við efni, kýs að búa með börnin sín í sérbýlum úthverfum fremur en blokk- aríbúðum í sovétstíl. Hvar og hvernig búa líka háværustu and- stæðingar flugvallarins? Ekki praktísera þeir allir það sem þeir prédika fyrir öðrum. Þessvegna er Reykjavík- urflugvöllur á sínum stað eitt það verðmætasta sem Reykjavík- urborg á. Reykvíkingum ber að hlúa að honum og vernda á allan hátt. Hann verndar svo okkur til baka og um leið alla náttúruna í kring um sig. Hann er varpstaður og griðland fuglanna, hann geislar frá sér mikilfengleik kyrrðarinnar í Öskjuhlíð og víddarinnar þar á síðkvöldum. Hann er forsenda rómantíkurinnar við Tjörnina, sem skáldin Tómas og Davíð (Oddsson) yrkja um, og forsenda höfuðborg- arhlutverksins og öllum lands- mönnum til halds og trausts. Án hans væri hátæknisjúkrahús betur komið annarsstaðar. Nú eru Bandaríkjamenn að yf- irgefa Keflavíkurflugvöllinn sinn og 600 störf eru þar í hættu. Ber þeim ekki réttur til að taka öll sín flugtæki með sér? Skipta 400 störf á Reykjavíkurflugvellinum okkar eitthvað minna máli? Þurfum við bara ekki að sjá Reykjavíkurflugvöll í réttu ljósi? Sjá það, að hann er eitt það besta, sem Reykjavíkurborg hefur eign- ast síðan öndvegissúlur Ingólfs flutu þar á land. Ég held að meiri- hluti landsmanna vilji eindregið hafa völlinn þar sem hann er. Hann er líka þjóðareign af því að það var Ísland sem var hernumið 1940, ekki bara Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur er og verður perla höfuðstaðarins. Reykjavíkurflugvöllur er perla höfuðstaðarins Halldór Jónsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll Halldór Jónsson ’Ég held að meirihlutilandsmanna vilji eindreg- ið hafa völlinn þar sem hann er.‘ Höfundur er verkfræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 90. tölublað (01.04.2006)
https://timarit.is/issue/284299

Link til denne side: 44
https://timarit.is/page/4126853

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

90. tölublað (01.04.2006)

Gongd: