Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐRÆÐUR UM VARNARMÁL Viðræður um varnarmál hóf-ust á milli Íslands ogBandaríkjamanna í gær. Ef marka má fjölda manna í banda- rísku sendinefndinni og þá fjöl- þættu sérþekkingu, sem þar var til staðar má ætla, að Bandaríkja- menn leggi nokkra áherzlu á að komast að niðurstöðu í þessu máli, sem við Íslendingar getum unað við. Því ber að fagna. Það væri leið- inlegt að meira en 60 ára samstarf á sviði öryggismála yrði að engu. Það er auðvitað sjálfsagt að láta á það reyna, hvað Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að gera af sinni hálfu til þess að tryggja varnir Ís- lands. Og sjálfsagt er það rétt að marg- ir aðrir þættir geta komið inn í það mál en beinar varnir. Hernaðar- starfsemi nú á tímum byggist ekki sízt á upplýsingum og auðvitað þurfum við á upplýsingum að halda um það, sem er að gerast í kringum okkur eða er ekki að gerast. Þá er líka ljóst að öryggisstarf- semi fer fram á breiðara sviði en tíðkaðist, þegar varnarsamningur- inn var gerður og varnarliðið kom hingað til lands. Vel má vera að hægt sé að breikka samstarf Bandaríkjanna og Íslands að ör- yggismálum. Það er því hægt að skoða þetta mál allt út frá breiðara sjónarhorni en við höfum kannski gert. Þótt okkur hafi mislíkað mjög hvernig Bandaríkjamenn gengu til verks fyrir nokkrum vikum er engu að síður ástæða til að fagna því að þeir fást við þetta nýja verkefni af mikilli alvöru. Ætla má, að þessar viðræður taki nokkurn tíma en miðað við þær tímasetningar, sem Bandaríkja- menn sjálfir hafa miðað við varð- andi brottflutning mannafla og tækja er ljóst að niðurstaða fæst á þessu ári. Það er bezti kosturinn fyrir okk- ur Íslendinga úr því, sem komið er að eiga áframhaldandi samstarf við Bandaríkjamenn um varnarmál okkar. Ella væru þau algerlega í lausu lofti og mundi taka langan tíma að koma þeim í nýjan farveg. Eftir þennan fyrsta samninga- fund er því ástæða til að binda nokkrar vonir við þessar viðræður. BREYTT STAÐA Í ÍSRAEL Kosningaúrslitin í Ísrael skiljaeftir nokkra óvissu. Kadima, hinn nýi flokkur, sem Ariel Sharon stofnaði og Ehud Olmert leiðir, er nú sá stærsti á þingi með 28 þing- sæti af 120 og er það sigur fyrir nýtt stjórnmálaafl þótt skoðana- kannanir hafi um tíma bent til að hann fengi mun meira fylgi og fleiri þingsæti. Athygli vekur hins vegar að fylgi Likud-bandalagsins hefur hrunið. Fyrir tveimur árum var flokkurinn með 40 sæti á þingi en nú fékk hann aðeins 11 sæti og er fimmti stærsti flokkurinn á þingi. Þótt allir harðlínuflokkarnir í ísraelskum stjórnmálum tækju höndum saman næðu þeir ekki meirihluta þingsæta. Þegar Sharon klauf sig út úr Likud-bandalaginu og stofnaði Kadima leit út fyrir að mörkuð yrðu þáttaskil í ísraelskum stjórn- málum. Veikindi Sharons, sem liggur nú í dái á sjúkrahúsi, settu hins vegar strik í reikninginn. Olmert, staðgengill hans í for- sætisráðherrastóli og forustu flokksins, þykir sneyddur allri út- geislun. Hann er jarðbundinn stjórnmálamaður fremur en hug- sjónamaður. Hann þótti skera sig úr í kosningabaráttunni að því leyti að hann lét ekki mynda sig með fjölskyldu sinni, sem er honum andvíg í stjórnmálaskoðunum. Eig- inkona hans er í friðarhreyfingu, dóttir hans fylgist með því hvernig farið er með Palestínumenn á varð- stöðvum Ísraela, annar sonur hans gegndi herþjónustu, en er vinstri sinnaður, og hinn fór ekki í herinn. Það má því ætla að mikið gangi á í fjölskyldulífinu hjá honum og hefur hann sagt að fjölskyldan hafi áhrif á sig, en vonandi hafi hann áhrif á hana. Olmert hefur á stefnuskrá sinni að ákveða endanleg landamæri Ísraels og vill innlima fjölmenn- ustu byggðir gyðinga á Vestur- bakkanum inn í Ísrael og leggja aðrar niður. Verkamannaflokkurinn er nú næststærstur á ísraelska þinginu og er líklegt að Olmert myndi stjórn með honum. Það mun hins vegar ekki duga til að ná meiri- hluta og munu flokkarnir því þurfa að treysta á smærri flokka til að mynda starfhæfa stjórn. Kjósendur höfnuðu Likud- bandalaginu undir forustu Benjam- ins Netanyahus. En í raun verður það að teljast merkilegt að rót- grónu flokkarnir tveir, Likud- bandalagið og Verkamannaflokkur- inn, ásamt Kadima næðu ekki meirihluta. Hins vegar hefur ýms- um smáflokkum, sem gæta þröngra hagsmuna fremur en að marka allsherjarstefnu, vaxið fiskur um hrygg, þar á meðal flokki lífeyr- isþega, Gil, sem fékk sjö sæti án þess að hafa mikið til málanna að leggja. Úrslit kosninganna í Ísrael ein- falda ekki það verk, sem fram und- an er. Samskiptin við Palestínu- menn eiga eftir að verða erfið. Ísraelar þurfa að brjótast út úr gömlu fari tortryggni, en forusta Palestínumanna þarf að leggja sitt af mörkum. Tortryggni verður ekki eytt með einhliða ákvörðunum Ísr- aela – framtíð Ísraels og Palestínu verður að ráðast með samningum þar sem alþjóðasamfélagið með Bandaríkjamenn í forystu ábyrgist að samningar verði haldnir. ÁHYGGJUEFNI er að eftirlits-stofnanir á fjármálamarkaði,Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,hafa ekki styrkst í takt við hratt stækkandi fjármála- og bankavið- skipti hér á landi, að mati Davíðs Odds- sonar, formanns bankastjórnar Seðla- banka Íslands. Í erindi sínu á ársfundi Seðlabankans sagði Davíð að tryggja þyrfti að eftirlitsstofnanirnar gætu keppt um hæfan mannskap til að sinna þeim verkefnum sem lög kvæðu á um. Þá vék hann í máli sínu að verðbólguhorfum og viðskiptahalla og hvatti til aðhalds í útlán- um viðskiptabankanna. „Við megum ekki á þessum vettvangi láta við það sitja að predika bara yfir bankastofnunum. Við þurfum að horfa í eigin barm og þeirra stofnana sem eiga að setja ramma og skilyrði, fylgjast með að reglum sé sinnt og skapa trausta umgjörð um fjármálamyndina. Tryggja þarf að þær stofnanir, sem í hlut eiga, geti keppt um hæfan mannskap sem fengist getur fljótt við vandmeðfarin viðfangsefni og notið trausts og virðingar markaðarins.“ Sagði Davíð ríkisvaldið, Seðlabanka og Fjármálaeftirlit hafa þegar gert með sér formlegt samkomulag um hvernig eigi að fylgjast sameiginlega með vísbendingum um veikleika í fjármálastofnunum og hvernig við eigi að bregðast. „Þrátt fyrir mikla og vaxandi starfsemi utan landsteina teljast allar íslenskar fjár- málastofnanir til íslenskra fyrirtækja. Umræður erlendis eru nú í gagnstæða átt við þá sem við tókum mið af þegar Fjár- málaeftirlit var flutt frá Seðlabanka. Ís- land er lítið land með hratt stækkandi fjármála- og bankaviðskipti. Áhyggjuefni er að eftirlits- og aðhaldsstofnanir hafa ekki styrkst að sama skapi þótt þær hafi sinnt hlutverki sínu vel. Íslensku bankarn- ir hafa góðan skilning á því, að það hefur grundvallarþýðingu fyrir álit matsfyrir- tækja og erlendra greiningardeilda, að stofnanir á borð við Seðlabanka og Fjár- málaeftirlit séu taldar öflugar og trúverð- ugar.“ Aukinnar varfærni þörf Sagði Davíð það hafa vakið athygli þeg- ar forveri hans, Birgir Ísleifur Gunnars- son, sagði á ársfundi bankans í fyrra að mikill vöxtur útlána bankanna sýndi að þeir hefðu farið offari. „Í því sambandi var hann að ræða um áhrif á vöxt, hita og loks verðþenslu í efnahagslífinu. En orðrétt sagði hann einnig: „Útlánaþenslan undan- farin tvö ár er áhyggjuefni, bæði fyrir fjár- málalegan stöðugleika og verðbólgumark- mið Seðlabankans. Útlán lánakerfisins í heild jukust um 16% að raungildi á síðasta ári.“ Því miður virtust þessi varnaðarorð hafa minni en engin áhrif, því til viðbótar 16% raunútlánaaukningu hér innanlands á árinu 2004 bættist við 25% raunútlána- aukning á árinu 2005. Þessu verður að breyta.“ Sagði Davíð bankastjórn Seðlabankans hafa átt góða fundi með forráðamönnum bankakerfisins og meðal annars rætt um þetta atriði. „Á þessum fundum hafa verið gefnar yfirlýsingar um að aukin varfærni verði sýnd á komandi tíð. Bankastjórnin telur sig ekki hafa neinar ástæður til að efast um að full heilindi búi að baki þeim fyrirheitum. Enn sem komið er heldur þó útlánaaukningin áfram á fyrstu mánuðum þessa árs og það á meiri hraða en árið 2004. Þær skýringar eru gefnar á þessu misræmi orða og athafna, að það taki tíma að tæma loforðin í útlánapípunum. Seðla- bankinn treystir því enn að áform um breytingar til hins betra gangi eftir, enda er mikið í húfi.“ Í ræðu sinni minnti Davíð einnig á að forveri hans hefði sagt að breytingar á starfsemi og stefnu bankanna leiddu til þess að þeir yrðu næmari fyrir áföllum sem ættu upptök sín á erlendum mörk- uðum. „Við höfum að undanförnu fengið smjörþefinn af slíku. Vissulega er margt af því sem fram hefur komið í margfræg- um skýringum erlendra greiningardeilda missagt og annað byggt á misskilningi, röngum upplýsingum og í undantekning- artilfellum á augljósri andúð á íslenskum bönkum og sta verður að harm sem tilefni eru ti ekki um þessi a bankakerfið í he hafi þá stöðu að ekki hægt að k fangi. Alvaran sn ar stofnanir séu fyrir breytingum erlendum bank aði,“ sagði Davíð Staða ban „Af hálfu Seðl á þessum fundi bankakerfisins e fyllir ströngustu þess, og hefur áhættupróf sem skiptir auðvitað á að taka þá at upplifað síðan í n Sníða þarf af í annmarka sem e aftur og aftur u markar séu iðule Hægja þarf á v hefur verið. Bæ ingagjöf einstak álita kemur sam þeim efnum. Fo hvers konar skru Sagði Davíð þ vörunarmerki, s góðs, þegar til l tækni- og tölvuö að það eru aðv sem eru bilaðar o en laga þær. Þa um einhverjar þ undanförnu. En allar alvarlega o því sem réttileg sem smávægileg Bæta þarf up einstakra fjár Á ársfundi Seðlabanka Íslands, sem haldinn var í gær, vék formaður banka- stjórnar Seðlabankans, Davíð Oddsson, að nauðsyn þess að eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði hefðu burði til að sinna lögbundn- um skyldum sínum. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, Halldór Ásgrímsson Seðlabanka Íslands á ársfundi bankans sem haldinn var í g BÚAST má við verðbólguskotivegna lækkunar gengis krón-unnar síðustu vikur, og munþað væntanlega draga úr eyðslu heimilanna. Kom þetta meðal annars fram í máli Halldórs Ásgríms- sonar, forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Segir hann að líklega muni lítil sem engin hækkun íbúðaverðs, og jafnvel hugsanleg lækkun þess, vega upp á móti þessari hækkun. Sagði Halldór að búist hefði verið við aukinni verðbólgu og miklum við- skiptahalla 2005 og 2006. Á óvart hefði komið hve viðskiptahallinn hefði aukist mikið og segir hann það að hluta til skýr- ast af innkomu viðskiptabankanna inn á íbúðalánamarkaðinn haustið 2004. Neysluflug „Sú staðreynd að bankarnir fóru að bjóða upp á hærri lán og meiri veðsetn- ingarmöguleika en Íbúðalánasjóður, auk þess sem ekki var gerð krafa um að lán- takan væri bundin við íbúðakaup ein- göngu ýtti óhjákvæmilega einnig undir neysluútgjöld. Þjóðin fór því á mikið neyslu- og fjárfestingarflug.“ Halldór sagði innkomu bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn einnig hafa vakið spurningar um hvert hlutverk Íbúða- lánasjóðs ætti að vera á íbúðalánamark- aði og hvernig því hlutverki yrði best sinnt. Sagði hann að stýrihópur á vegum félagsmálaráðuneytis hefði efnt til víð- tæks samráðs um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaði. „Lögð hefur verið áhersla á það í vinnu hópsins að við þær breytingar verði í engu fórn- að þeim pólitísku markmiðum sem stjórnvöld hafa gert Íbúðalánasjóði að starfa eftir. Með því er átt við hvernig hið opinbera geti áfram tryggt aðgang landsmanna allra, sem á annað borð upp- fylla tiltekin lág lánum á hagstæ búsetu.“ Sagði H hópsins mundu og yrðu þá kynn Bætt upplýsin Lækkun gengis hins vegar hafa helstu raunstær þegar hefði dreg flutningsvörum brunni: Að það d ilanna á næstun skiptahalla hafa irsjáanlegt að ha og næsta ári en Sagði Halldór hagslífs hefði ve misseri og öflug sér stað. Þess ve að fylgjast með Útlit fyrir minnkandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.