Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 47
ÞAÐ var í febrúarmánuði árið 1966 að
við Pétur Guðjónsson gengum á fund
prófessors Tómasar Helgasonar, yf-
irlæknis á Kleppi, til að kynna honum
hugmynd okkar að félagslegu sjálfboða-
starfi á spítalanum. Við höfðum báðir ný-
verið snúið heim eftir ársdvöl sem skipti-
nemar í Bandaríkjunum og áttum það
sameiginlega áhugamál að virkja ungt
fólk til samfélagslegrar ábyrgðar í slíku
starfi.
Við bárum niður á Kleppspítalanum
vegna tilfinningar okkar fyrir því að þar
væri fólk hvað verst sett í samfélaginu.
Fordómar og einangrun voru einatt hlut-
skipti þeirra sem þar dvöldu.
Tómas tók okkur fjarska vel og fól
Gylfa Ásmundssyni sálfræðingi að hafa
umsjón með starfi okkar innan veggja
Kleppspítalans. Undirritaður var skipu-
leggjandi starfsins frá upp-
hafi.
Við hófumst fljótlega
handa með 12 manna til-
raunahóp, völdum hópi
nema í MR, bæði í ein-
staklings- og hópstarfi. Þar
sem vel tókst til á fyrstu
mánuðunum var fjölgað í
rúmlega 50 manna hóp um
haustið, þannig að einn 4–5
manna hópur tengdist
hverri deild sjúkrahússins.
Þá komu einnig til liðs við
okkur nemendur úr Kenn-
araskólanum. Um var að ræða reglu-
bundnar heimsóknir hvers hóps á sína
deild, en jafnframt heimsóknir til ein-
staklinga. Í upphafi bar talsvert á því að
slegið væri upp dansleik á deildunum og
var þá gjarnan harmonikuleikari með í
för, en síðar var fengið leyfi til að nota
salinn og var þá komið á kvöldum unga
fólksins á þriðjudögum og almennum
kvöldvökum á fimmtudögum. Fjöldi vin-
sælla skemmtikrafta, söngvara og hljóm-
sveita slóst í lið með okkur.
Þess var að vænta að það orð kæmist á
starf TENGLA að við værum komin til
að skemmta sjúklingum. Við reyndum að
malda í móinn, ef eitthvað þá værum við
komin til að skemmta okkur sjálfum með
sjúklingum en aðalatriðið var að koma á
mannlegum tengslum. Hugmyndafræðin
varð smám saman til og við fundum orð
til að lýsa hugsjónum okkar.
Markmið TENGLA var að rjúfa fé-
lagslega einangrun þeirra sem lokaðir
voru á stofnunum, að slá á fordóma gagn-
vart geðsjúkum og að efla manngildi
þeirra og virðingu.
Frá haustinu 1966 átti starfið eftir að
breiðast út til fleiri stofnana. Má þar
nefna geðdeild Borgarspítalans, Arn-
arholt og stofnanir fyrir þroskahefta.
Vorið 1968 tókust TENGLAR á hend-
ur viðamikið verkefni sem tengdist H-
deginum 26. maí er breytt var yfir í
hægri umferð. Það var Pétur Sveinbjarn-
arson hjá Umferðarráði sem leitaði til
okkar og var Helgi heitinn Kristbjarn-
arson, einn af frumherjunum úr okkar
hópi, ráðinn til að stjórna verkefninu.
Það fólst í því að ná til fólks sem vistað
var á stofnunum, þar á meðal fanga, til
aldraðra, blindra, heyrnaskertra og til
annarra hópa í samfélaginu sem hin al-
menna umferðarfræðsla var ekki talin ná
til. Ljóst má vera að hér þurfti mikinn
mannafla til. Fram að þessu höfðu
TENGLAR einkum sótt liðstyrk sinn til
nemenda MR og Kennaraskólans en nú
voru mörg okkar komin í Háskóla. Í
millitíðinni var nýr menntaskóli kominn
til sögunnar. Þar blésu ferskir vindar og
gekk vel að safna liði í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Samhliða verkefninu fyrir Umferð-
arráð skipulagði Helgi könnun á högum
aldraðra, sem framkvæmd var um leið og
aldraðir fengu heimsókn vegna fræðslu
fyrir hægri umferð. Þetta mun hafa verið
fyrsta könnunin hérlendis á högum aldr-
aðra.
8 daga geðheilbrigðisvika
Sumarið 1968 var unnið að undirbún-
ingi víðtækrar fræðsluherferðar sem
naut stuðnings Styrktarfélags vangef-
inna og Geðverndarfélags Íslands. Heiti
hennar var 8 daga geðheilbrigðisvika –
Verk að vinna: Byggjum geðdeildir –
menntum starfsfólk. Gefinn var út
fræðslubæklingur til almennings sem
nefndist Ég? með spurningum og svörum
um geðsjúkdóma, og var honum dreift í
hús. Fyrirlestrar voru í Háskólanum og
greinar í blöðum. Sýning var opnuð á
verkum vangefinna, eins og það hét þá.
Farið var með starfsfræðslu í alla fram-
haldsskóla og þannig mætti lengi telja.
Segja má að starf TENGLA hafi náð
hámarki á þessu ári en grunnstarfið á
stofnunum átti eftir að halda áfram í
nokkur ár enn. Hópurinn sem hélt því
uppi hefur sennilega ekki verið nema um
eitt hundrað manns en þeg-
ar allt er talið voru það
fleiri hundruð ungmenni
sem komu að starfi
TENGLA.
Virðing fyrir manngildi
og mannréttindum
TENGLUM var yfirleitt
vel tekið á deildunum, sér-
staklega af hjúkrunarfræð-
ingum. Gott starfsfólk sem
var starfi sínu vaxið tók
okkur líka vel, en vera kann
að sumum hafi þótt
TENGLAR horfa óþægilega og gagn-
rýnið yfir öxlina á sér í samskiptum við
sjúklinga. Í augnatilliti okkar fólst krafa
um virðingu fyrir manngildi og mann-
réttindum sjúklinga. En TENGLAR
voru ávallt boðnir velkomnir af sjúkling-
um og það skipti mestu.
Starf TENGLA færðist einnig út fyrir
stofnanir og um tíma höfðum við aðstöðu
hjá ÍTR á Fríkirkjuvegi. Þar var vet-
urinn 1968–69 komið á laggirnar Klúbbi
á mánudagskvöldum, þar sem sjúklingar,
fyrrverandi sjúklingar og TENGLAR
áttu góðar stundir saman. Einnig voru
stærri hátíðir haldnar í veislusölum út í
bæ með kaffiveitingum, skemmtiatriðum,
hljómsveit og dans. Árið 1969 var hafist
handa um útvarpssendingar fyrir sjúk-
linga Borgarspítalans sem TENGLAR
stóðu fyrir.
Undirritaður eyddi töluverðu af tíma
sínum á Kleppi á þessum árum. Þegar að
því kom að hann var lagður inn sem sjúk-
lingur í ársbyrjun 1971 kom það ekki af
sjálfu sér að fá viðurkenningu af sjúk-
lingum sem slíkur. Sumir þeirra voru
sannfærðir um að hér væri starf
TENGLA einungis að færast á nýtt stig.
Nú voru þeir að flytja inn á spítalann!
Spyrja má hvað starf TENGLA hafi
skilið eftir sig. Þau verða seint í bókhald
færð brosin og vináttuböndin sem urðu
til, né þýðing þeirra fyrir þá sem teknir
höfðu verið úr umferð og óbeint dæmdir
til ævilangrar vistar á lokaðri stofnun
eins og Kleppur var í hugum margra. Í
þá daga var litið á geðklofa sem ólækn-
andi sjúkdóm og iðulega einangruðust
slíkir sjúklingar algerlega. Með tilkomu
TENGLA varð breyting á þessu og við
sáum fólk útskrifast sem enginn hefði
gert ráð fyrir að ætti afturkvæmt til fjöl-
skyldu sinnar eða út í samfélagið.
Þegar félagið Geðhjálp var stofnað ár-
ið 1979 voru ýmsir hvatamenn þess á því
að hér væri verið að taka upp þráðinn
þar sem TENGLAR slepptu. Eitt er víst
að þótt starf TENGLA hafi lognast út af
um 1972 lifðu hugsjónirnar áfram, bæði í
því fólki sem þar tók þátt, sem og meðal
notenda geðheilbrigðisþjónustu og í sam-
félaginu almennt.
Stór hópur TENGLA átti eftir að
hasla sér völl á sviði geðheilbrigðis-
þjónustu og starfsfræðslan sem hófst
1968 skilaði sínu. Þess má að lokum til
gamans geta að við erum tvö úr hópi
TENGLA sem sitjum í stjórn Geð-
hjálpar, undirritaður sem varaformaður
Geðhjálpar og Svandís Sigurðardóttir
ritari félagsins. Hugsjón TENGLA um
að rjúfa félagslega einangrun geðsjúkra
á enn erindi. Sömu sögu er að segja um
baráttu gegn fordómum og fyrir mann-
réttindum. Þótt margt hafi áunnist er
meira ógert. Það er verk að vinna.
Fyrrverandi félagar í starfi TENGLA
halda upp á 40 ára afmæli TENGLA með
kaffisamsæti hjá Geðhjálp á Túngötu 7 í
dag, 1. apríl, kl. 16.
Tenglar 40 ára
’Markmið TENGLA varað rjúfa félagslega ein-
angrun þeirra sem lokaðir
voru á stofnunum, að slá á
fordóma gagnvart geð-
sjúkum og efla manngildi
þeirra og virðingu.‘
Eftir Svein Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir.
Sveinn Rúnar Hauksson
arfsemi þeirra. Allt slíkt
a og jafnvel fordæma þar
il. En alvara málsins snýst
atriði. Hún snýr að því, að
eild eða einstakir bankar,
umfjöllun af þessu tagi sé
kveða í kútinn í einu vet-
nýr einnig að því, að þess-
á tilteknum tíma of veikar
m á framboði eða trausti á
ka- og skuldabréfamark-
ð.
nkakerfisins traust
labanka Íslands er ítrekað
i að innri staða íslenska
er mjög traust og það upp-
u kröfur sem gerðar eru til
staðist með ágætum öll
m gerð hafa verið. Þetta
meginmáli. Á hinn bóginn
tburðarás sem við höfum
nóvember mjög alvarlega.
íslenska bankakerfinu þá
erlendir álitsgjafar hnjóta
um, jafnvel þótt þeir ann-
ega miklaðir og oftúlkaðir.
vexti útlána eins og lofað
æta þarf verulega upplýs-
kra fjármálastofnana og til
meiginlegt átak allra aðila í
orðast þarf í því sambandi
um sem lítið skilur eftir.“
það fullvissu sína að þau að-
sem hefðu blikkað yrðu til
lengri tíma væri horft. „Á
öld upplifum við stundum
vörunarbjöllurnar sjálfar
og ekki þarf annað að gera
að má vera að það eigi við
þeirra sem hringt hafa að
við skulum samt taka þær
og bæta úr hverju og einu
ga er fundið að, jafnvel því
gast þykir. Þá stöndum við
með tímanum ennþá sterkari eftir. Traust
og öflugt banka- og fjármálakerfi er for-
senda öflugs þjóðlífs.“
Stóraukin einkaneysla
Davíð rifjaði upp að spá Seðlabankans
fyrir árið 2005 hefði gert ráð fyrir því að
viðskiptahalli yrði 12% af vergri lands-
framleiðslu og að verðbólga yrði um 2,5%.
Raunin hefði hins vegar orðið sú að við-
skiptahalli hefði numið 16,6% og verð-
bólga væri nú 4,4%.
„Það er vissulega ekki venja stofnana að
vekja sérstaka athygli á því ef spár þeirra
ganga ekki fullkomlega eftir. En hverjar
eru skýringarnar?
Nú er komið á daginn að hagvöxtur var
meiri á síðastliðnu ári en spár gerðu ráð
fyrir og uppgjör sýna einnig, að árið 2004
var stórlega vanmetið. Þá varð hagvöxtur
8,2% og hafði ekki verið meiri hér á landi
síðan 1987 á hinu svokallaða skattleysis-
ári. Síðastliðið ár var viðburðaríkt í hag-
rænu tilliti. Einkaneyslan jókst hraðar en
á nokkru ári frá 1987 og fjármunamyndun
hraðar en á nokkru ári frá 1971. Innflutn-
ingur hefur ekki aukist jafnmikið á einu
ári frá 1953 og viðskiptahallinn sló öll fyrri
met, þótt nauðsynlegt sé að geta þess að
mikil aukning erlendra eigna Íslendinga
sem gefa góðan arð, verður til þess að
hrein erlend staða þjóðarbúsins versnar
lítið.“ Davíð sagði kaupmátt í hámarki, at-
vinnuleysi í lágmarki og erlenda fjárfest-
ingu stórfellda. Þessa bólgnu mynd yrði
hins vegar að skoða í ljósi hins mikla hag-
vaxtar ársins á undan, ársins 2004, og
ágæts vaxtar árið 2003. Við þessar miklu
hræringar bættist uppstokkun á innlend-
um lánamarkaði, með stórauknum að-
gangi landsmanna að fé gegn fasteigna-
veði. Vöxtur ráðstöfunartekna og hreins
auðs bætist við og gerði þetta tímabil ein-
stakt í íslenskri hagsögu.
„Þegar til alls þessa er horft er líklega
meira undur en hitt að frávikin frá spám
um verðbólgu og viðskiptahalla séu ekki
meiri en að framan er vikið. Enn sem kom-
ið er veldur húsnæðisverð mestu um of há-
ar verðbólgutölur. Ef sá eini liður er skor-
inn frá er verðbólga hér á landi í góðu
horfi, einnig í alþjóðlegum samanburði
t.a.m. við önnur Evrópulönd.“
Davíð sagði einkaneyslu hafa aukist um
tæp 12% í fyrra. Slíkur vöxtur væri fáséð-
ur og gæti ekki varað nema skamman
tíma. „Ráðstöfunartekjur hafa hækkað
vegna launahækkana, aukinnar atvinnu
og lækkunar skatta. Auður heimilanna
hefur einnig vaxið með verðhækkun fast-
eigna og verðbréfa. En flest bendir til að
vöxtur eignaverðs eigi mestan þátt í vexti
einkaneyslu. Fasteignaverð á höfuðborg-
arsvæðinu hækkaði um 45% síðastliðið
hálft annað ár og hlutabréfaverð hækkaði
um tæp 96% á sama tíma. Seðlabankinn
telur að á næstunni hægi mjög á fast-
eignamarkaðnum og vöxtur einkaneyslu
muni á næsta ári færast í eðlilegt horf.“
Aðhald nauðsynlegt
Davíð sagði að þá mætti spyrja hvort
verðbólguáhyggjur bankans muni ekki
hverfa þar sem fasteignaverðsbreytingar
hafa einar að undanförnu haldið uppi verð-
bólgutölum. Málið ekki svo einfalt. „Ekki
er efi á að vaxtastýring Seðlabankans hef-
ur skipt sköpum um að aðrir þættir verð-
bólgunnar höfðu jákvætt mótvægi gegn
húsnæðishækkunum á undanförnum
misserum. Þær breytingar, sem hafa orðið
á gengi hinnar íslensku krónu síðustu vik-
urnar, auka á erfiðleika við að festa verð-
breytingar á ný í hófstilltan farveg.“
Sagði Davíð það rétt að Seðlabankinn
hefði margoft sagt að hin sterka staða ís-
lensku krónunnar fengi ekki staðist til
lengdar og að fyrir því hefðu verið færð
fjölmörg rök. En vonir bankans hefðu
staðið til þess, að sú gengisaðlögun, sem
hlyti að verða, kæmi til nokkru síðar en
raun varð á og yrði jafnframt hægari en
varð.
„Verkefni Seðlabankans við þessar að-
stæður eru skýr og hann á ekkert val. Sá
kostur, sem stundum er nefndur, að bank-
inn hleypi tiltekinni verðbólgu í gegn án
viðbragða, eins og það er kallað, er ekki
fær, hvorki að efni til, né samkvæmt þeim
lögum sem stýra málefnum bankans. Þess
vegna ákvað bankastjórnin í gær að
hækka stýrivexti bankans um 0,75 pró-
sentur.“ Sagði Davíð að á þessari stundu
væri ekkert fullyrt um framhald vaxta-
ákvarðana eða hvort næstu skref yrðu
stór eða smá. „Það ræðst af margvíslegri
rás efnahagslegra atburða. En verkefnin
sem bankanum eru falin liggja fyrir og
viljinn til að framfylgja þeim er til staðar.
Aðhald í peningamálum kann að leiða til
tímabundins samdráttar í þjóðarbúskapn-
um um leið og viðunandi jafnvægi er end-
urreist. Næsta víst er að ónógt aðhald
myndi leiða til harkalegrar aðlögunar
þjóðarbúsins,“ sagði Davíð Oddsson.
pplýsingagjöf
rmálastofnana
Morgunblaðið/Eggert
n, forsætisráðherra, og Davíðs Oddsson, formaður bankastjórnar
gær.
gmarksskilyrði, að íbúða-
æðum kjörum, án tillits til
Halldór áfangaálit stýri-
liggja fyrir upp úr helgi
nt næstu skref í málinu.
ngastreymi
krónunnar segir Halldór
valdið breytingum á
rðum í efnahagslífinu og
gið úr sölu á ýmsum inn-
. „Allt ber þetta að sama
dragi úr útgjöldum heim-
nni. Horfur um við-
a því breyst og fyr-
ann verður minni á þessu
áður var spáð.“
r að þróun íslensks efna-
erið jákvæð undanfarin
g uppbygging hefði átt
egna væri „sérkennilegt
þeirri neikvæðu og vill-
andi umræðu sem birst hefur að und-
anförnu í nokkrum erlendum fjöl-
miðlum. Oftar en ekki hefur mátt rekja
þessi skrif til óvandaðrar umfjöllunar
greiningardeilda erlendra banka sem
eru í beinni samkeppni við íslenska
banka.“ Þess vegna væri afar brýnt að
stjórnvöld beittu sér fyrir auknu upplýs-
ingastreymi og gegnsæi um stöðu ís-
lenskra efnahagsmála gagnvart erlend-
um aðilum.
„Ég hef rætt við forsvarsmenn bank-
anna um að þeir taki þátt í sérstöku
kynningarátaki, í samvinnu við for-
sætisráðuneytið, um stöðu íslenskra
efnahagsmála. Hér þarf sérstaklega að
koma því á framfæri að styrkur og
sveigjanleiki íslensks efnahagslífs til að
takast á við utanaðkomandi sveiflur er
mun meiri nú en áður var og það er því
betur í stakk búið en áður til að takast á
við hugsanleg vandamál sem upp kunna
að koma,“ sagði Halldór. „Sama máli
gegnir um stöðu íslensks fjármálamark-
aðar sem er traust eins og hefur verið
ítrekað staðfest af alþjóðlegu matsfyr-
irtækjunum, auk Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og OECD. Ísland er hins vegar lítil
land og við þurfum enn frekar á því að
halda að okkar sjónarmið komist á fram-
færi.“
Þá lagði forsætisráðherra áherslu á
mikilvægi þess að þær hugmyndir um
frekari uppbyggingu stóriðju sem verið
hefðu í umræðunni yrðu að veruleika á
næstu 10–15 árum, en það mundi skila
sér í áframhaldandi miklum hagvexti á
bilinu 3–4% á ári. „Verkefni ríkisstjórn-
arinnar eru að tryggja að þessi uppbygg-
ing falli vel að okkar efnahagslega veru-
leika og dreifist þannig að stöðug-
leikanum verði ekki stefnt í hættu. Það
er forsenda slíkrar uppbyggingar,“
sagði Halldór.
i viðskiptahalla