Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 48
48 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG HEF lengi fylgst með æv-
intýrinu um Latabæ og að mörgu
leyti verið hrifin af hugmynda-
fræðinni. Sérstaklega hef ég haft
gaman af Útvarpi Latabæ, þar
sem fróðleikur og skemmtiefni
eru í fyrirrúmi en heilræði um
hollan lífsstíl fá að hvíla í bak-
grunni. Auk þess er fjallað um
ýmis önnur mál og
þegar ég heyrði tekið
skynsamlega á for-
dómum og stríðni
vegna holdafars hlaut
Latibær varanlegan
sess í mínu hjarta.
Boðskapurinn virtist
ekki aðeins vera að
borða hollt og hreyfa
sig, heldur einnig að
allir líkamar – feitir,
mjóir, litlir og stórir
– ættu skilið virðingu.
Það runnu því á
mig tvær grímur þeg-
ar Orkuátakið hófst enda fannst
mér þar gengið langt yfir öll
mörk skynsemi og gæfu. Í fyrsta
lagi er afar varasamt að setja
kornung börn í einhverskonar
átak í mataræði. Þótt átakið sé
kennt við orku en ekki megrun
eða líkamsrækt, er vísun í hið síð-
arnefnda svo útbreidd í þjóðfélag-
inu að það er spurning hvort
börnin leggi ekki saman tvo og
tvo. Og burtséð frá áhyggjum af
megrun má velta því fyrir sér
hvort skynsamlegt sé að kynna
börnum hugmyndina um átak í
sambandi við heilsu? Átak er eitt-
hvað sem stendur stutt yfir og
tekur síðan enda.
Ég tel að setja megi stóra sið-
ferðilega spurningu við að láta
börn gera samning við foreldra
sína um að breyta mataræði og
halda matardagbók í heilan mán-
uð. Börn eiga alls ekki að bera
ábyrgð á mataræði sínu með
þessum hætti. Það er foreldranna
og annarra umsjónaraðila að bera
á borð hollan og góðan mat en
ekki barnanna að fylgjast náið
með mataræði sínu. Slíkt getur
auðveldlega valdið kvíða, áhyggj-
um og komið af stað óheppilegum
vangaveltum um mat og áhrif
hans. Auðvitað er sjálfsagt að
fræða börn um næringargildi
matvæla, en það þarf að vera gert
af skynsemi. Einstrengingsleg
framsetning þar sem mat er skipt
með afgerandi hætti í
tvo flokka, hollan og
óhollan, er villandi og
óréttmæt. Enginn
matur er í eðli sínu
hollur eða óhollur án
tillits til samhengis.
Lýsi er bara hollt ef
þú tekur það í réttum
skömmtum. Sætindi
eru ekki óholl nema í
miklu magni. Gullna
reglan um að allt sé
gott í hófi er enn í
fullu gildi.
Í Latabæ er hins
vegar alltaf litið svo á að það sé
rangt að borða sætindi og skiptir
þar engu hvort það er nammidag-
ur, bíóferð eða afmæli. Synd-
samleiki þess er undirstrikaður
með rammgerðum tengslum við
erkibófann, Glanna glæp. Það má
þannig spyrja sig hvort meiningin
sé að innræta heilli kynslóð barna
djúpstætt samviskubit í hvert
sinn sem þau borða nammi eða
kökur? Þegar Latabæjarátakið
stóð sem hæst heyrðust sögur um
allan bæ af börnum sem fengu
sér sælgæti á nammidegi og voru
plöguð af sektarkennd það sem
eftir lifði dags. Eða börnum sem
neituðu sér um kökur í afmælum
og heimtuðu í staðinn gulrætur og
salarblöð til þess að fá ekki mín-
usstig. Mörgum leið illa af því
þeim tókst ekki að drekka nógu
mikið vatn eða borða heitan mat
yfir daginn. Er þetta sú tilvera
sem við viljum bjóða börnunum
okkar? Að vera með mataræði á
heilanum með tilheyrandi komp-
lexum? Börn eiga skilið að lifa
frjálsu og hamingjuríku lífi sem
er laust við áhyggjur af mataræði,
hreyfingu og þyngd. Það er okkar
að skapa þeim umhverfi sem ýtir
undir heilbrigði til líkama og sál-
ar en ég er hrædd um að ár-
áttukennd nálgun að mataræði og
hreyfingu stuðli að hvorugu.
Mér finnst grafalvarlegt mál að
farið sé af stað með yfirgrips-
mikla herferð í mataræði barna
án þess að foreldrar þeirra séu
spurðir um álit eða leyfi. Mat-
ardagbók er send til allra barna á
aldrinum fimm til níu ára og sjón-
varp allra landsmanna heldur
átakinu á lofti. Ekkert barn á
landinu kemst hjá því að upplifa
þessi læti en það er eins og eng-
um hafi hugkvæmst áður en allt
fór af stað að þetta gæti verið
varasamt. Latibær er ekki byggð-
ur upp af heilbrigðisstarfsfólki
sem hefur þekkingu á sviði nær-
ingarfræði, sálfræði eða lýðheilsu.
Þetta er ekki opinber stofnun sem
hefur almannaheill að leiðarljósi –
þetta er fyrirtæki sem byggir á
hagnaði. Hvers vegna er slíku
fyrirtæki veittur greiður aðgang-
ur að börnum og leyft að setja af
stað þjóðarátak án samráðs við
foreldra eða fagaðila? Við þurfum
að stíga varlega til jarðar í við-
leitni okkar til þess að bæta
heilsu barna í landinu. Við þurf-
um einnig að minna okkur á að
flest þeirra eru við hestaheilsu.
Forðumst að láta boð um heil-
brigðan lífsstíl öðlast óhóflegan
sess í hugum barnanna okkar og
leyfum þeim að dvelja áfram í
bakgrunni.
Varlega, Latibær!
Sigrún Daníelsdóttir fjallar um
Latabæ og mataræði barna
’Einstrengingslegframsetning þar sem mat
er skipt með afgerandi
hætti í tvo flokka, hollan
og óhollan, er villandi og
óréttmæt.‘
Sigrún Daníelsdóttir
Höfundur er sálfræðingur.
Á SÍÐASTA sumri var kynnt sú
hugmynd bæjarstjór-
ans í Kópavogi, Gunn-
ars I. Birgissonar, að
byggja óperuhús í
Kópavogi. Varla hef
ég hitt nokkurn mann
sem ekki hefur hrifist
af þessari hugmynd
Gunnars.
Kópavogur hefur
verið áberandi og um-
talaður síðustu árin
fyrir þá áherslu sem
lögð hefur verið á
menningu og listir.
Athygli hafa vakið
hinar glæsilegu byggingar sem
hýsa Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn, tónlistarhúsið með Salinn
og Tónlistarskóla Kópavogs, svo
og Bókasafn Kópavogs og Nátt-
úrufræðistofan. Á öllum þessum
stöðum fer fram mikið og gott
starf sem öllum sem að koma er
til sóma.
Að mínu mati mundi óperuhús á
þessum menningar- og listareit
verða líkt og gullkóróna.
Á síðari árum hefur tónlistar-
menntun í landinu stóraukist. Ár-
angurinn er augljós. Það er nánast
ótrúlegt hve marga stórgóða
söngvara þjóðin á í dag. Ég hef
heyrt að milli 50 og 60 íslenskir
söngvarar starfi nú í hinum stóru
óperuhúsum víðsvegar um Evr-
ópu. Sama má segja um hljóðfæra-
leikara. Íslendingar eiga stóran
hóp hins færasta fólks á tónlist-
arsviðinu. Þessu fólki þarf að
skapa skilyrði til að miðla list
sinni til okkar sem viljum njóta
þess sem í boði er. Og við erum
mörg, miklu fleiri en margir
halda.
Frá þeim tíma sem Íslenska
óperan flutti sína fyrstu óperu í
Gamla bíói bættist
fastur listatburður í
menningarflóru Ís-
lands. Íslenska óper-
an hefur áunnið sér
miklar vinsældir og á
stóran hóp aðdáenda
og stuðningsfólks.
Hitt er svo annað mál
að Gamla bíó er ekki
óperuhús og getur
aldrei orðið það.
Ótrúlegt er, og verð-
ur að teljast afrek,
hvað tekist hefur að
gera margar óperu-
sýninganna að stórkostlegum
listaviðburði, nánast ógleyman-
legar.
Ég hef séð nánast allar upp-
færslur óperunnar og alltaf horfið
glaður og þakklátur til míns
heima. Íslenska óperan á skilið
nýtt hús sem hæfir starfseminni.
Það hús á að byggja á „Vest-
urbakkanum“ í Kópavogi, í lista-
og menningarreit bæjarins.
Ekki alveg allir
Í upphafi þessarar greinar sagð-
ist ég varla hafa hitt nokkurn
mann sem ekki hefði hrifist af
hugmynd bæjarstjórans í Kópa-
vogi um óperuhús. Það veldur því
vonbrigðum að lesa á síðum Morg-
unblaðsins og Kópavogs, blaðs
Samfylkingarinnar, að reynt er að
gera málið tortryggilegt.
Vonandi eru þeir sem þessar
greinar hafa ritað í raun ekki á
móti málinu. Hér er eflaust á ferð-
inni pólitískur titringur og hrá-
skinnaleikur. Ástæðan fyrir því að
sáðkornum tortryggninnar er sáð
nú er trúlega sú að hugmyndin
góða um óperuhús í Kópavogi er
frá pólitískum andstæðingi komin.
Áreiðanlega er þess ekki langt
að bíða að hornsteinn fyrsta
óperuhúss landsins verður lagður.
Það leiðir svo hugann aftur til
þess tíma þegar hornsteinn Sal-
arins var lagður. Fjöldi bæjarbúa
var mættur til að fagna. En fram-
bjóðendur Samfylkingarinnar
mættu ekki og sýndu þannig hug
sinn til mannvirkis sem átti eftir
að verða íslenskri tónlist svo
happadrjúgt eins og alþjóð þekkir.
Ástæðan fyrir því að hinir hug-
umstóru samfylkingarmenn huns-
uðu athöfnina var sögð sú að
hornsteininn lagði forsætisráð-
herra landsins á þeim tíma, Davíð
Oddsson.
Mig langar undir lokin að
spyrja þá samfylkingarmenn í
Kópavogi: Eruð þið með eða á
móti byggingu óperuhússins?
Þetta er grundvallarspurning og
henni þarf að svara afdráttarlaust.
Hugsum stórt, Kópavogsbúar!
Látum ekki pólitíska ólund sam-
fylkingarmanna eða annarra úr-
tölumanna spilla þessu góða máli.
Ég hvet alla óperuvini, hvar sem
þá er að finna, að leggja þessu
máli lið og greiða götu þess á all-
an hátt. Íslensku óperuna í Kópa-
vog!
Íslenska óperan í Kópavog
Guðni Stefánsson skrifar um
óperuhús í Kópavogi ’Eruð þið með eða á mótibyggingu óperuhússins?‘
Guðni Stefánsson
Höfundur er í vinafélagi Íslensku
óperunnar og fyrrverandi
bæjarfulltrúi í Kópavogi í 20 ár.
FÁUM hafa dulist,
þær árásir sem
danski þjóðfáninn
hefur mátt sæta und-
anfarna mánuði. Hin
myrku öfl, í Mið-
Austurlöndum og víð-
ar, leggja nú allt
kapp á að vanvirða
Danebroge (Danne-
brog/Dannebroge).
Sem ástæða er gefin
birting Jyllands-
Posten á myndum af
myrkrahöfðingjanum
(1). Hvernig áhang-
endur hans vita að
myndirnar eru af
honum, en ekki ein-
hverjum öðrum tað-
skegglingi, hefur
ekki verið upplýst.
Opinber umræða,
vegna þessarar að-
farar að Danebroge,
bendir til að margir
telji að krossfánar
Norðurlandanna séu
kristið tákn sem sótt
sé til aftöku Messías-
ar (Krists). Þess má
geta að hebreska
orðið messias og
Grikkneska orðið
kristos (rist?V)
merkja bæði „smurð-
ur“. Staðreyndir eru,
að krossfánarnir eru ekki tákn úr
kristni og því síður sóttir til upp-
hengingar Krists.
Krossfestingin
Fræðimenn eru sammála um að
Kristur hafi ekki verið líflátinn á
krossi, heldur hafi verið um staur
að ræða. Eins og flestir vita, var
Nýjatestamentið ritað á grísku og
þar er talað um að Kristur hafi
verið líflátinn á stauros (óôáõñ?ò),
sem er augljóslega sama orð og
okkar staur. Jafnframt er talið
nokkuð öruggt, að kross-hug-
myndin eigi rætur að rekja til
móður Konstantíns mikla, sem
hét Flavia Julia Helena (248–329).
Helena þessi var sögð hafa fundið
leifar af krossinum, sem Kristur
var festur á.
Krossinn er ævagamalt tákn og
fjölmörg afbrigði hans hafa litið
dagsins ljós. Sumir hafa talið að
norræni krossinn væri svonefndur
latneskur kross og hafi hann bor-
ist til Norðurlanda með kross-
förum, sem sneru heim frá Land-
inu helga. Þetta er ekki útilokuð
hugmynd, en þá var varla um lat-
neska krossinn að ræða.
Latneski krossinn er þeirrar
gerðar, að þegar teikning af hon-
um er brotinn saman er hægt að
mynda tening úr honum. Hann er
sem sagt gerður úr sex jafn-
stórum ferningum, þversláin er
gerð úr þremur ferningum og
staurinn úr fjórum. Þetta er mjög
merkilegt form, því að tening-
urinn er fornt trúartákn sem birt-
ist á ótrúlegustu stöðum og oft í
dulargervi.
Sem dæmi um dulda merkingu
má nefna, að talan þrír (oddatala)
vísaði til karl-eðlis og talan fjórir
(jöfn tala) til kven-eðlis. Latneski
krossinn er því mökunar-tákn.
Tölurnar þrír og fjórir hafa jafn-
framt vísan til þríhyrnings Pý-
þagórasar (569–475 fK) og gæti
því verið kominn úr skóla hans.
Krossfáninn
Uppruni norræna krossins er
annar en þess latneska. Báðir
tengjast samt nærsta örugglega
táknmáli Pýþagórasar, en á mis-
munandi hátt og eiga líklega mun
eldri uppruna. Krossfáninn bygg-
ist á mynstri sem ég hefi nefnt
Ásgarð. Til að mynda er hann
setturr saman úr nokkrum þrí-
hyrningum Pýþagórasar og ein-
ungis hluti þeirra lína
sem þannig myndast
urðu fyrirmynd að
fánanum. Klofni rík-
isfáninn er hið upp-
haflega form. Föst
hlutföll gilda um Ás-
garð og enginn þeirra
þjóðfána sem nú eru í
notkun uppfyllir ná-
kvæmlega þann stað-
al.
Það sem gerir nor-
ræna fánann sér-
staklega merkilegan,
er að neðsti hluti
krossins inniheldur
Mímisbrunn. Minn-
isbrunnur væri „rétt-
ari“ heiti, því að Mím-
ir er dregið af
latneska orðinu „me-
mor/memoria“
(minni). Á hliðstæðan
hátt og fáninn var
dreginn eftir Ásgarði,
voru rúnirnar allar
dregnar eftir línum í
Mímisbrunni.
Að Íslendingar
voru rúnameistarar
má merkja á því, að í
Árnastofnun er til
galdrabók sem inni-
heldur galdratáknið
Hulinshjálm. Í raun
er þetta Mímis-
brunnur, sem er 25% hulinn.
Menn hafa bent á, að á sama tíma
og Ísland var numið hvarf rúna-
þekking í Skandinavíu. Hugs-
anlega var það tilviljun, en ekki
nauðsynlega.
Elstu merki sem mér hefur
tekist að finna um Mímisbrunn,
eru á leirkerum frá eyjunni Kíos,
í Eyjahafi. Kerin, eða öllu heldur
kerbrotin, hafa verið dagsett til
700–600 fK. Þetta er nokkru fyrir
daga Pýþagórasar, sem var frá
eyjunni Samos. Vegalengd á milli
þessara eyja er um 60 km., sem
báðar tilheyrðu Jóníska ríkja-
sambandinu.
Niðurstöður
Það liggur fyrir að Kristur var
ekki líflátinn á krossi, heldur á
staur. Þess vegna getur krossinn
ekki verið marktækt tákn um
dauða Krists, heldur á hann eldri
rætur sem heiðið trúartákn. Árás-
ir múslima á vestræn gildi verða
ekki siðlegri fyrir þetta, en það er
hugsanlega huggun fyrir ein-
hverja kristna að vita, að fána-
brennurnar þurfa ekki að særa
trúartilfinningu þeirra.
Norræni krossfáninn og lat-
neski krossinn eiga líklega rætur
að rekja til menningarumhverfis,
sem Pýþagóras tók í arf og vitað
er að hann og fylgismenn hans
ræktuðu. Að auki er nú upplýst
að eldri gerð rúnanna er ættuð úr
Ásgarði, eins og norræni fáninn.
Hávamál og galdratáknið Hul-
inshjálmur tengja Íslendinga
rúnahefðinni og uppruna kross-
fánans. Ljóst má vera að Mím-
isbrunnur var notaður sem
mynstur til að draga upp rúnirnar
og á hliðstæðan hátt var Ásgarð-
ur notað sem mynstur fyrir
krossfánann.
Elstu merki um táknmál Ás-
garðs hafa fundist á eyjunni Kíos,
frá tímanum 700–600 f K.
Krossfánar Norð-
urlanda: kristinn
kross eða heiðinn?
Loftur Altice Þorsteinsson
fjallar um krossfána Norð-
urlanda
Loftur Altice
Þorsteinsson
’Norræni kross-fáninn og
latneski krossinn
eiga líklega
rætur að rekja til
menningar-
umhverfis, sem
Pýþagóras tók
í arf og vitað er
að hann og
fylgismenn
hans ræktuðu.‘
Höfundur er verkfræðingur.
TENGLAR
..............................................
http://www.zombietime.com/
mohammed_image_archive/