Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 49 UMRÆÐAN Á VORÞINGI árið 2005 var ég fyrsti flutningsmaður að tillögu þingflokks VG til þingsályktunar um mat á fasteignum og álagningarstofn fasteignaskatts. Að baki tillögunni lá sú hugsun að álagning tæki mið af kostnaði sveitarfélaga vegna þjónustu við fasteignaeigendur og væri ekki háð skyndi- legum og afar mismun- andi breytingum á markaðsverði íbúða eftir landssvæðum og fasteignamatshækk- unum á grundvelli þeirra. Ennfremur að fjárhagsstaða sveitar- félaga í dreifbýli yrði styrkt. Tilefnið var tví- þætt. Í fyrsta lagi hafði veruleg hækkun á fasteignamati árið 2001 í kjölfar heildarendurmats Fasteignamats ríkisins, að fyr- irmælum Geirs H. Haarde, for- manns Sjálfstæðisflokksins og þá- verandi fjármálaráðherra, leitt til þess að árið 2002 þurftu fjölmargir ellilífeyrisþegar, einstæðar mæður, verkafólk og fleiri að greiða eign- arskatta í fyrsta skipti á ævinni þótt einu eignir þeirra væru skuldlausar tveggja til þriggja herbergja íbúðir. Fasteignaskattar hækkuðu að sama skapi verulega í mörgum sveit- arfélögum. Í öðru lagi blasti við í ársbyrjun 2005 að veruleg hækkun á verði íbúða frá haustmánuðum 2004, sem þá sá ekki fyrir endann á, gæti haft afdrifaríkar afleiðingar og hækkað fasteignamat og fast- eignagjöld fyrir árið 2006. Jafnframt útilokað fjölda íbúðaeigenda frá vaxtabótum eða skert þær mjög verulega. Í umræðum á Alþingi um tekjustofna sveitarfélaga vakti ég athygli á málinu og spurði ráðherra hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að af- tengja þessa tifandi tímasprengju væntanlegra hækkana á fast- eignamati og ósanngjarnrar skatt- heimtu og misskiptingar. Ráð- herrann sagði einfaldlega að það væri sér ekki að skapi. Við árvissa framtalsgerð fyrir fé- lagsmenn í Eflingu – stéttarfélagi hef nú upplifað afar dap- urlegar afleiðingar hækkunar á fast- eignamati fyrir árið 2006. Ótal íbúðaeigend- ur, að mestu ungt fólk sem hefur á síðustu ár- um keypt sína fyrstu íbúð, þurfa við álagn- ingu á komandi sumri ýmist að sæta afnámi vaxtabóta eða veru- legri skerðingu, sem setur fjárhagsáætlanir þeirra og íbúðakaup í uppnám. Reiknings- dæmið er einfalt. Vaxtabætur byrja að skerðast ef eignir einstaklinga umfram skuldir nema 3.721.542 kr. og falla niður ef hrein eign nær 5.954.467 kr. Sambærilegar tölur fyrir hjón eru 6.169.097 kr. og 9.870.555 kr. Þessar skerðingartölur voru ekki einu sinni hækkaðar í takt við verðbólgu milli framtalsáranna 2005 og 2006 eins og aðrar skatta- legar viðmiðunartölur. Á sama tíma hækkaði fasteignamat um tugi pró- senta í Reykjavík og nágranna- byggðarlögum. Til skýringa vil ég nefna tvö dæmigerð tilvik. Þrítug einstæð tveggja barna móðir sem skuldaði tæpar 11.000.000 kr. í árs- lok 2004, átti íbúð að fasteignamati 14.675.000 kr. og greiddi rúmar 500.000 kr. í vaxtagjöld fékk fullar vaxtabætur við álagningu árið 2005 eða 207.140 kr. Hún skuldaði jafn- mikið í árslok 2005 og greiddi nánast sömu vaxtagjöld en fasteignamat íbúðar hennar hækkaði um 4.105.000 kr. milli ára. Hún fær engar vaxta- bætur við álagningu árið 2006 þar sem hrein eign hefur hækkað með einu pennastriki úr um 3.600.000 kr. í um 7.700.000 kr. Bágborinn efna- hagur og tekjur hennar hafa ekkert breyst milli ára. Hitt dæmið varðar tæplega fimmtugan einstakling sem fékk vaxtabætur að fjárhæð 152.539 kr. greiddar við álagningu 2005 en fær engar við álagningu 2006. Það skýrist af því að fasteignamat á íbúð hans hefur hækkað úr 11.373.000 kr. árið 2005 í 15.170.000 kr. árið 2006. Tekjur hans og fjárhagsstaða hafa ekkert breyst milli þessara ára. Aðför ríkisstjórnar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks að rétti íbúðaeigenda til vaxtabóta er með öllu óverjandi. En ríkisstjórnin getur fyrirhafnarlítið gert bragarbót og hækkað skerðingarfjárhæð eigna umfram skuldir í takt við hækkun fasteignamats og tryggt þeim ein- staklingum sem ég hef nefnt til sög- unnar og ótal öðrum framteljendum vaxtabætur og réttlæti. R-listinn í Reykjavík sá til þess að álagning- arhlutfall fasteignaskatta var lækk- að í takt við hækkun fasteignamats milli ára þannig að fasteignagjöld árið 2006 virðast ekki hækka frá árinu 2005 umfram verðbólgu. Það verður fylgst með því í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor hvort ríkisstjórnarflokkarnir fylgja því fordæmi og hvort frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík beita sér í málinu. Ríkisstjórnin rústar vaxtabótakerfinu Atli Gíslason fjallar um vaxtabætur til íbúðakaupenda og fasteignaskatta ’Aðför ríkisstjórnarFramsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að rétti íbúðaeigenda til vaxta- bóta er með öllu óverj- andi.‘ Atli Gíslason Höfundur er hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður VG. Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is Landbúna›arháskóli Íslands Vi› LBHÍ er bo›i› upp á einstaklingsbundi› meistara- nám (MS 60 einingar, 120 ECTS), m.a. í búvísindum, náttúru- og umhverfisfræ›i, skógfræ›i og land- græ›slu. Námi› felst í 15-45e rannsóknaverkefni og námskei›um á móti vi› LBHÍ e›a a›ra samstarfs- háskóla. Einnig ver›ur í bo›i frá haustinu 2006 starfsmi›a› MS nám í búvísindum sem er tveggja ára háskólanám (120 ETCS), me› áherslu á rekstur og hagfræ›i ásamt faggreinum í landbúna›i og 15 eininga (30 ETCS) rannsóknaverkefni. Meistaranám vi› LBHÍ - grunnur a› framtí› Framhaldsnám - meistaranám Þór tjald Verð áður 4.900 kr. Verð nú 3.900 kr. Bakpoki frá 66°Norður - 15L og 25L Verð áður frá 1.900 kr. Verð nú frá 1.520 kr. Bakpoki frá Vaude - 30L Verð áður 11.900 kr. Verð nú 9.900 kr. REYKJAVÍK: Kringlan – Smáralind – Bankastræti 5 – Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 Bakpokar, svefnpokar og tjöld fáanleg í Faxafeni, Miðhrauni og á Akureyri. Vaude svefnpoki Verð áður 5.900 kr. Verð nú 4.900 kr. Fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.