Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 54

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 54
54 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á ÍSLANDI hefur verið nánast þver- pólitísk sátt um stefnu í áfeng- ismálum. Hún hefur gengið út á að hafa hemil á markaðs- öflum við sölu og dreifingu á áfengi. Þess vegna er ÁTVR – Áfengis og tóbaks- verslun ríkisins til. Annað veifið hafa ungir frjálshyggju- menn, einkum innan Sjálfstæðisflokksins en þó einnig innan annarra flokka, tekið upp baráttu fyrir af- námi ÁTVR. Þegar það hefur ekki tekist, m.a vegna andstöðu innan eigin flokka þessa fólks, hef- ur verið reynt að stíga smærri skref og koma léttvíni og bjór inn í almennar matvöruverslanir. Einnig þetta hefur mætt mikilli andstöðu. Til hvaða bragðs er þá gripið? Þá er einfaldlega farið bakdyramegin að málinu. Fram hefur komið að Árni Mathiesen fjármála- ráðherra hafi nú kynnt, fyrir hönd rík- isstjórnarinnar, í báð- um stjórnarflokk- unum, frumvarp um að gera ÁTVR að hlutafélagi! Sam- kvæmt formúlunni verður þá fyrst sagt að ekki standi til að selja hlutaféð en það þó síðan gert að nokkrum tíma liðnum. Þetta er aðferðin. Hún er lúaleg. Síðan er nátt- úrulega hitt sem að þessu máli snýr, að fyrir fjármálaráð- herra og ríkisstjórn vakir að hafa réttindi af starfs- fólki, ráðningarkjör og lífeyrisrétt. Það vefst ekki fyrir stjórnarmeiri- hlutanum á Alþingi að hygla sjálf- um sér í lífeyrisréttindum. En þegar kemur að starfsmönnum ríkisins almennt þá er annað upp á teningnum. Menn setur hljóða. ÁTVR einkavætt bakdyramegin Ögmundur Jónasson fjallar um ÁTVR Ögmundur Jónasson ’Þetta er að-ferðin. Hún er lúaleg.‘ Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. TILGANGUR þessara skrifa er að veita íslenskum fjár- festum innsýn inn í sænskt og skandinav- ískt viðskiptaum- hverfi. Það er áberandi að stjórnendur sænskra stórfyrirtækja nefna sjaldan hve mikill hlut af velgengninni er að þakka hagnaðinum, sem er af rekstri sænsku eininganna erlendis. (Sony) Ericsson t.d. sýnir mjög góða afkomu en enginn veit hve mikill hagnaðurinn er vegna sam- runa við Sony eða hve mikill hagn- aðurinn var af rekstrinum erlendis. Umræðan í fjölmiðlunum í Sví- þjóð snýst um að viðhalda starfs- mannafjöldanum, miklu frekar en að ná hámarkshagnaði. Þess vegna er „íslenska leiðin“ svo óvinsæl í Skandinavíu, þar sem íslensku stjórnendurnir hafa hagnað fyr- irtækjanna alltaf að leiðarljósi, frekar en að hafa ofmönnuð fyr- irtæki. Hinn áratugalangi sósíalíski áróður hefur skapað almennt sam- félagslegt viðhorf til fyrirtækja, þar sem aðalmarkmiðið fyrirtækja, er að skapa atvinnu fyrir atvinnulausa, en ekki að skapa hámarksarð. Þetta samfélagslega viðhorf er líka við- horf forstjóranna. Forstjóra Volvo ætti að reka um- svifalaust, vegna ummæla sem hann viðhafði í útvarpsviðtali síð- astliðið sumar, þar sem hann sagði að megin takmark hans sem for- stjóri væri að sjá til þess að starfs- mönnunum fækkaði ekki. Ég er al- veg sannfærður um að ef þessi ummæli kæmust til eyrna eigand- ans (FORD Corperation) þá fengi Volvo forstjórinn að fara um- svifalaust. Í sama viðtali sagði hann að það væri um 25–30% ofmönnun í sænskum fyrirtækjum og það er líklega ekki ofmetið. Kaupþing banki er þekktur í Sví- þjóð fyrir einstakan árangur. Þegar Kaupþing keypti nokkra banka og sameinaði þá í einn banka, unnu um 560 manns hjá bönkunum en var fækkað í 160 en um leið þrefaldaðist veltan og bankinn fór að sýna hagnað í fyrsta skipti í langan tíma. Það kom í ljós að það þurfti ekki meira starfsfólk. Mér var boðið á kynningu hjá Kaup- þing banka þar sem sænski forstöðumað- urinn sagðist vona að hann gæti eins fljótt og auðið væri, farið að ráða fólk aftur án þess að rökstyðja hversvegna það væri svona brýn þörf á að ráða fleira fólk. Það virðist vera mjög almenn viðhorf hjá forstjórum í Svíþjóð að ráða of mikið starfsfólk. Það er ekki augljóst að það þurfi miklu meira starfsfólk hjá Kaupþing banka í Stokkhólmi og mitt ráð til stjórnenda bankans er að fara afar varlega í allar mannaráðningar vegna laga um starfstryggingu, sem í raun þýðir að ef fyrirtæki ræður starfsmann getur fyrirtækið aldrei losað sig við starfsmanninn ef fyrirtækið er ekki lagt niður eða sett á hausinn. Tvö önnur íslensk fyrirtæki í eigu Íslendinga eiga augljóslega í vanda vegna ofmönnunar, en það eru fyrirtækin Debenhams og Ticket resebyrå. Íslensku eigend- urnir að þessum fyrirtækjum þurfa að gera augljósar breytingar til að ná meiri hagnaði af rekstrinum. Íslensku fyrirtækin eiga undir högg að sækja í Skandinavíu, vegna þess að Skandinavískir fjölmiðlar eru Íslendingum óvinveittir. Sér- staklega dönsku blöðin sem reyna að gera íslensk fyrirtæki og ís- lenska fjárfesta tortryggilega með greinaskrifum um að íslensk fjár- mál standi á brauðfótum og að „eitthvað“ ólöglegt, spilling eða „rússneskir mafíupeningar“ séu í gangi. Danska blaðið „Take off“ sker sig sérstaklega úr hvað varðar óvinveitt skrif um Íslendinga eins og skrif blaðsins um íslenska flug- félagið Sterling. Það hefur ekki birt eina einustu grein um Sterling sem hefur jákvæðan tón í garð fyrirtæk- isins. Aftur á móti eru allar greinar blaðsins um SAS alltaf mjög já- kvæðar. Þessi dæmi sýna að skand- inavískir fjölmiðlar eru ekki eins áreiðanlegir og „hlutlausir“ eins og þeir sjálfir vilja láta. Meginástæðan er augljóslega vankunnátta um íslenskt viðskipta- líf og viðskipavenjur og lífsstíl. Ís- lenskir fjárfestar verða að vita að Skandínavar „trúa“ því að allt sem er skandinavískt hafi yfirburði yfir allt annað í heiminum. Það er stór- kostlegur mismunur á íslenskum hugsunarhætti og þeim skandinav- íska, kannski vegna mismunandi náttúrulegra aðstæðna. Á Íslandi er mjög mikil framtíðartrú og sókn- arvilji. Það eru bara 100 ár frá því Ísland var fátækasta ríki í Evrópu en núna liggjum við í einu af topp- sætunum og meginskýringin er góð menntun, þekking og áræði. Ef allt sem Íslendingar hafa gert væri bara tómt bull og vitleysa værum við eflaust enn í moldarkofunum. Góður maður lýsti íslensku við- skiptalífi eins og að gera út fiski- skip. Það er ekki alltaf góður afli eða gott veður, en maður gefst ekki upp og maður leggur netin sín á hverjum degi, hvernig sem viðrar og hvernig sem aðstæður eru. Til þess þarf mikið áræði, vilja, skipu- lagningu, kunnáttu, og trú á drauminn. Þetta grundvallarlífs- viðhorf þekkist varla lengur í Skandinavíu, þar sem allt gengur út á að „ríkið“ (einhver annar) standi fyrir örygginu, atvinnunni, fjármagninu og nýsköpun í atvinnu- lífinu er með því minnsta sem ger- ist í Evrópu. Ég á mér draum um að íslenskir fjárfestar sameinist um að kaupa Tívolí í Kaupmannhöfn. Viðskiptaumhverfi í Skandinavíu Steinþór Ólafsson fjallar um viðhorf Skandinava til íslensku innrásarinnar Steinþór Ólafsson ’Ég á mér draum um aðíslenskir fjárfestar sam- einist um að kaupa Tívolí í Kaupmannhöfn.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Stockholm Excursions í Stokkhólmi. Á FYRSTU fimm árum ald- arinnar hafði fjöldi þeirra barna sem fá umönnunarmat frá Tryggingarstofnun vegna margs konar hegðunar- og geðrask- ana meira en tvöfald- ast. Þessi börn voru 1.093 í desember 1999 en 2.399 í desember 2004. Fjölgunin er því um 119%. Á það var bent að svona mikil fjölgun vegna hegðunar- og geðraskana myndi kall- ast faraldur ef um smitsjúkdóm væri að ræða. Ráðgjafi Tryggingastofn- unar upplýsti, að ásókn foreldra í umönnunarmat fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir fari stöðugt vaxandi. Aukningin er skýrð með því að fleiri börn fái læknisfræðilega greiningu á vanda sínum, greiningin sé orðin betri og ákveðnari og fleiri börn séu um leið sett á lyf en áður. Hvað er að gerast? Um 2,5% barna og unglinga greinast orðið með hegðunar- og geðraskanir, eða fleiri en myndu greinast með þroskaraskanir samkvæmt normal- dreifingu. Lítum á einn þátt sem gæti haft áhrif á þessa þróun. Fyrir nokkrum áratugum voru börn lítt snortin af upplýsinga- og samskiptatækni og sjónrænum áreitum. Sjóndeildarhringurinn var víkkaður og reynsluheimurinn auðgaður við leik og störf, for- eldrar, afar og ömm- ur sögðu sögur, læsir lásu. Nálægð og sam- skipti kynslóða hvöttu til hlutverka- leikja og eftirlíkinga sem ásamt sagnahefð og lestri þroskuðu sjálfsþekkingu, innsæi og samkennd. Þekkingar og reynslu var aflað við verk- þjálfun og hand- leiðslu eða lestur bóka. Málþroski óx af samskiptum barna og fullorðinna og lestrartakan varð því auðveldari sem fyrir lá traustari tenging hljóðmyndar orða við merking- armynd eða daglegan veruleika í þeirri röð að upplifaður veruleiki er studdur hljóðmynd talaðs máls sem síðan varðveitist í sjónmynd ritaðs máls. Í dag er samfélagsmyndin önn- ur. Í stað söguhefðar og hand- leiðslu fullorðinna, þar sem bein reynsla eða hlustun er kveikja innri mynda, leysa nú myndrænar framsetningar og eftirlíkingar beina upplifun og frásagnir af hólmi í æ ríkari mæli. Skjáir sjón- varps og tölva birta ómældar sjón- rænar víddir og ekki síður veruleikafirrta afþreyingu. Myndræn áreiti eru æ áhrifa- ríkari í lífi barna og tengingar merkingarmynda og máls, (einkum sjónmynda ritmáls), virðast sífellt veikjast. Myndræn hugsun örvast meira en áður á kostnað hljóð- rænnar hugsunar; að hugsa með orðum. Myndhugsuðir, sem fá góða sjónræna örvun og taka vel við sér á forskólaaldri, sýna oft ýmis einkenni bráðgerra barna. Myndræn hugsun þessara barna, vinnsla og kunnátta er lýtur að samskiptatækni er oft ótrúleg við upphaf skólagöngu. Vafalaust má segja að sjónræn/myndræn skyn- vinnsla hafi verið örvuð á kostnað heyrnrænnar skynjunar og jafnvel málþroska. Þegar þessi börn byrja í skóla er skyndilega skipt um skynj- unarrás. Myndræn viðfangsefni eru ekki lengur mikilvægust, að „lesa“ merkingu veruleikans og myndrænnar framsetningar hans er ekki lengur þroskaleiðin. Bein reynsla, athafnir og myndræn sjónvinnsla skulu víkja fyrir „bók- námi“ – kyrrsetu, hljóðvinnslu og myndvinnslu tákna. Bækur gefa aðgengi að reynslu og upplifun annarra, við lestur vekur sjónmyndin, (textinn), hljóð- mynd, (röddin í höfðinu), sem sam- an gefa merkingarmynd eða mynd- ræna upplifun af reynslu eða boðskap höfundar. Lestur flytur þannig upplifun úr einum huga í annan. Lestrarkennsla fæst mjög við sjónmynd tákna, (bókstafa), hljóð- mynd þeirra og hljóð og röðun í orð. Tæknivinna lestrar getur jafn- vel orðið markmið í sjálfu sér. Til- gangurinn getur gleymst; flutn- ingur upplifunar úr einum huga í annan og tæknivinnan því orðin þrotlaust basl. Sjónmynd orða og hljóðmynd eru þá slitnar úr tengslum við merkingarmynd þess lesna. Lesskilningur fer þannig forgörðum; sviðsetning hins lesna fer ekki fram í huga lesandans, engin upplifun, engin gleði, enginn tilgangur. Blindur sér ekki, lesblindur sér ekki merkingarmynd orðsins sem hann reynir að lesa. Lesblind börn eru myndræn og mjög háð því að „sjá“ merkingarmyndir orða. Orð, sem þau „skilja“ ekki, kveikja enga merkingarmynd. Auk þess eru sum orð, gjarnan smáorð, „myndlaus“. Lesblindir „hrasa“ um myndlaus orð og orð sem þeir skilja ekki. Oft virðist sem les- blinda eða dyslexia og athygl- isbrestur einhvers konar fari sam- an. Er þá sem myndræn börn, sem fljót voru til, „læri“ ekki merkingu ýmissa mikilvægra hugtaka sem skipta máli um mannleg samskipti og félagslega hegðan. Varða þessi hugtök m.a. orsaka-samhengi, tímaskyn og samskiptareglur. Þau eru því blind á merkingu þessara orða og skilja þá ekki fyr- irmæli eða reglur þar sem orðin koma fyrir. Þessi blinda veldur oft misskilningi. Ætla má að börnum, sem hafa notið myndrænnar örvunar og sannað sig á forskólaaldri, bregði verulega þegar þau setjast á skóla- bekk og skipt er um skynjunarleið og verklag allt. Mörg verða óstýri- lát og erfið, jafnvel svo að talað er um geðraskanir og gripið til lyfja- gjafar svo þau verði hamin. Ef til vill væri ráð að þjálfa sam- þættingu sjónmynda/hljóðmynda og merkingamynda; gefa mynd- lausum orðum merkingarmyndir, skilgreina lykilhugtök og hvetja börn til afreka í því sem þeim læt- ur best. Sturla Kristjánsson fjallar um lesblindu Sturla Kristjánsson ’Ætla má að börnum,sem hafa notið mynd- rænnar örvunar og sann- að sig á forskólaaldri, bregði verulega þegar þau setjast á skólabekk og skipt er um skynj- unarleið og verklag allt.‘ Höfundur er er kennari, sálfræðingur og Davis leiðbeinandi og rekur LES- .IS, Námsþjónustu. TENGLAR .............................................. www.les.is Að horfa á hljóð og hlusta á mynd Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.