Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 57 UMRÆÐAN Gettu betur ÞAÐ Á fyrir öllum að liggja að verða gamall. Þá rýrna ýmsir hæfileikar. T.d. heyri ég sjaldan svörin í „Gettu betur“ og þykir mér það miður, vegna þess að ég veit þau ekki öll. Þegar liðin svara öllu rétt verður þátturinn fyrir mér bara stigatölur, sem breytast hægt. Það yrði mjög til bóta, ef spyrjand- inn endurtæki rétt svör í stað þess að bíða með að tilkynna hvort þau hafi verið rétt. Ég vona að þetta bréf birt- ist fyrir úrslitakeppnina. Kastljósið Í kvöld (30. mars) sat gamall grá- hærður maður fyrir svörum, hann virtist þjást af heilarýrnun og sagði lítið annað en „Hverjir eru ekki á lág- um launum?“ Ef hann hefði ekki gleymt launaseðlinum sínum heima hefði hann e.t.v. getað svarað spurn- ingunni sjálfur. Ég vona að hann verði ekki látinn gjalda þessa, ef hann þarf á vistun að halda, hvort sem er á ríkisreknu eða einkareknu hjúkr- unarheimili. Hvort sem er ber ríkið (ríkisstjórnin) ábyrgð á öldruðum, hvað sem líður samningum, hverra grundvöllur er brostinn. Þótt ég vilji allt fyrir aldraða gera get ég ekki sagt að mér hafi þótt þetta spennandi sjón- varpsefni og ef Sjónvarpið er ekki vís- vitandi að reyta atkvæði af Sjálfstæð- isflokknum þætti mér meira gaman að sjá menn með lausnir í Kastljósinu. Eitt geta aldraðir þó jafn vel og aðrir, en það er að loka augunum. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Bjarkarheiði 19, 810 Hveragerði. Að verða gamall Frá Þórhalli Hróðmarssyni: KVASIR, samtök fræðslu- og sí- menntunarmiðstöðva á landsbyggð- inni er félag fullorðinsfræðslu- miðstöðva utan höfuðborgar- svæðisins. Aðilar að samtökum þessum eru: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, www.farskol- inn.is Fræðslumiðstöð Vestfjarða, www.frmst.is Fræðslumiðstöð Þingeyinga, www.fraething.is Fræðslunet Austurlands, www.fna.is Fræðslunet Suðurlands, www.sudurland.is Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, www.mss.is Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, www.simey.is Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, www.simenntun.is Viska, fræðslu- og símenntunar- miðstöð Vestmannaeyja, www.viska- .eyjar.is Markmið samtakanna eru m.a. að: efla endur- og símenntun á lands- byggðinni; efla og auka háskólanám á landsbyggðinni, efla og auka skilning atvinnulífsins á mikilvægi símennt- unar sem auðlindar og fjárfestingu til framtíðar sem getur bætt afkomu einstaklinga, fyrirtækja og sam- félagsins í heild, vera vettvangur um- ræðna um fullorðinsfræðslu og sí- menntun á Íslandi sem og í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Fyrsta fræðslu- og símenntunar- miðstöðin á landsbyggðinni var stofn- uð 1997 og sú nýjasta var stofnuð 2003. Í dag eru þær níu talsins og gegna mikilvægum hlutverkum hver í sínu samfélagi. Þær eru allar sjálfs- eignarstofnanir og voru stofnaðar af heimamönnum vegna þeirrar miklu þarfar sem fyrir var í samfélaginu fyr- ir fjölbreyttari menntunarmöguleika á landsbyggðinni. Hver miðstöð hefur sín einkenni í starfseminni en þó má segja að tvennt standi upp úr sem þær eiga sameig- inlegt. Annars vegar er það hvatning til þeirra sem stysta skólagöngu hafa til áframhaldandi náms og að bjóða upp á fjölbreytta námsmöguleika fyrir þennan hóp. Símenntunarmiðstöðv- arnar bjóða einnig upp á umtals- verðan fjölda tómstundanámskeiða sem allir geta sótt, sér til ánægju eða til að auka þekkingu sína. Hins vegar er það hlutverk miðstöðvanna að sjá um fjarkennslu á háskólastigi í gegn- um fjarfundabúnað. Á þann hátt má draga úr því að fólk í hinum dreifðu byggðum þurfi að hleypa heimdrag- anum og taka sig upp með fjölskyldu sína til að mennta sig. Það að færa menntun heim í dreif- býlið hefur gjörbreytt mennt- unarmöguleikum fólks utan höf- uðborgarsvæðisins. Allir þeir sem hafa áhuga á að bæta við þekkingu sína eru hvattir til að skoða framboð á námi í sinni heimabyggð. Það geta þeir m.a. gert með því að heimsækja fræðslu- og símennt- unarmiðstöðina í sinni heimabyggð. F.h. stjórnar Kvasis, BRYNDÍS ÞRÁINSDÓTTIR GUÐJÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR og VALGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, stjórnarmenn í Kvasi. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni og Kvasir Frá Bryndísi Þráinsdóttur, Guðjónínu Sæmundsdóttur og Valgerði Guðjónsdóttur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.