Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 63
KIRKJUSTARF
Vorhátíð KFUM og
KFUK og skráning í
sumarbúðir
HIN árlega vorhátíð KFUM og
KFUK verður haldin með pomp
og prakt hinn 1. apríl, í höf-
uðstöðvum KFUM og KFUK á
Holtavegi 28, kl. 12–16.
Hátíðin er fyrir alla fjölskyld-
una og með henni hefst formleg
skráning í sumarbúðir KFUM og
KFUK sumarið 2006. Gopselkór
KFUM og KFUK, Jónsi í Svörtum
fötum, Lalli töframaður, Rann-
veig Káradóttir og ríflega 200
þátttakendur úr starfi KFUM og
KFUK munu koma fram á vorhá-
tíðinni. Það er því óhætt að full-
yrða að öll fjölskyldan geti átt
góða stund á Holtavegi 28 hinn 1.
apríl.
Í fyrra dvöldust 2.473 börn í
sumarbúðum KFUM og KFUK,
sem var tæplega 30% aukning frá
árinu áður. Í boði eru 50 dval-
arflokkar í fimm ólíkum sum-
arbúðum, tveir sérstakir feðga-
flokkar og tvær sérstakar
mæðgnahelgar.
Starfsfólk og stjórnir sum-
arbúðanna í sumar munu verða
til staðar og sjá um kynningu á
sumarbúðunum og veita for-
eldrum og börnum allar nánari
upplýsingar um dvalarflokka og
dagskrá sumarsins.
KFUM og KFUK.
Leikmanna- og
fjölskylduguðsþjón-
usta í Vídalínskirkju
LEIKMANNA- og fjölskylduguðs-
þjónusta verður í í Vídalínskirkju
sunnudaginn 2. apríl kl. 11.
Nú eru fermingar byrjaðar og
til þess að þau sem ekki fara í
fermingarathafnir þessa helgi fái
sína guðsþjónustu munu leikmenn
Garðasóknar þjóna að helgihald-
inu. Hjónin Kári Geirlaugsson og
Anna Guðmundsdóttir munu leiða
stundina. Sigurveig Sæmunds-
dóttir og Snorri Snorrason flytja
ritningarlestra en Kolbrún Sig-
mundsdóttir og Guðrún Magnea
Rannversdóttir leiða bænagjörð-
ina. Jóhannes Harry predikar, en
hann hefur til margra ára verið
mikill bakhjarl í safnaðarstarfi
Garðasóknar. Jóhann Baldvinsson
organisti leiðir lofgjörðina ásamt
nokkrum kórfélögum.
Börnin fá sína fræðslu í guðs-
þjónustunni og fara síðan yfir í
sunnudagaskólann þegar kemur
að predikun í fylgd með Rann-
veigu Káradóttur æskulýðsfull-
trúa og hennar góða fólki. Sjá
www.gardasokn.is. Allir velkomn-
ir.
Léttmessa í
Grafarvogskirkju
LÉTTMESSA verður í Graf-
arvogskirkju annað kvöld, 2. apr-
íl, kl. 20. Félagar úr Kór Graf-
arvogskirkju leiða almennan
safnaðarsöng. Organisti verður
Hörður Bragason. Birgir Braga-
son leikur á bassa og Hjörleifur
Valsson á fiðlu. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar.
Kaffi og kleinur að athöfn lok-
inni.
Fræðslukvöld í
Vídalínskirkju
Í APRÍLMÁNUÐI fram í miðjan
maí verður boðið upp á fræðslu-
stundir í Vídalínskirkju á fimmtu-
dagskvöldum.
Fræðslan hefst í kirkjunni kl.
20 og síðan verður kyrrðarstund
kl. 21. Þar á eftir verður síðan
boðið upp á hressingu og sam-
félag í safnaðarheimilinu. Fyrsta
fræðslukvöldið verður fimmtu-
daginn 6. apríl. Þá fáum við góða
gesti alla leið frá Dublin. Það eru
sr. Kathleen Maguire nunna og
presturinn og prófessorinn Tony
Byrne. Þau eru komin til Íslands
til að fjalla um afleiðingar einelt-
is og um sjálfsvíg. Þau verða á
þriðjudagskvöldið hjá samtök-
unum Regnbogabörnum kl. 20 að
fjalla um einelti, en á fimmtudeg-
inum verða þau með innlegg kl.
12.00 í kyrrðarstund í Laugarnes-
kirkju. Um kvöldið verða þau kl.
20.00 í Vídalínskirkju.
Sr. Kathleen og Rev. Dr. Tony
hafa farið um allan heim til að
flytja fyrirlestra um einelti og
sjálfsvíg. Allir velkomnir.
Séra Birgir Ásgeirs-
son settur í embætti
prests í
Hallgrímskirkju
Í MESSU í Hallgrímskirkju kl. 11
næstkomandi sunnudag mun séra
Sigurður Pálsson setja séra Birgi
Ásgeirsson í embætti prests í
Hallgrímsprestakalli.
Séra Birgir prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt séra Sigurði og
Magneu Sverrisdóttur djákna.
Mótettukór Hallgrímskirkju flyt-
ur Magnificat eftir Rachmaninoff
undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Fermdur verður Ólafur Daði
Helgason, Suðurgötu 20, Sand-
gerði. Barnastarf er í umsjá
Magneu Sverrisdóttur djákna.
Barokktónleikar á föstu verða
fluttir kl. 17 á vegum Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Flytj-
endur eru Hymnodia, Kammerkór
Akureyrarkirkju, og hópur bar-
okkhljóðfæraleikara frá Svíþjóð.
Einsöngvari er Anna Zander
mezzosópran. Stjórnandi Eyþór
Ingi Jónsson.
Treystu þér af því að
Guð treystir þér
KVENNAKIRKJAN heldur nám-
skeið um lífsgleði og lausnir sem
hefst þriðjudaginn 4. apríl klukk-
an 20 og verður fjögur þriðju-
dagskvöld. Námskeiðið verður á
Laugavegi 59, 4. hæð, gengið inn
frá Hverfisgötu.
Við ræðum um tilfinningar sem
við þekkjum allar, sektarkennd,
kvíða, einsemd, reiði, fyrirgefn-
ingu og gleði. Námskeiðið byggist
á bókinni Gleði Guðs eftir séra
Auði Eiri Vilhjálmsdóttur sem
jafnframt er leiðbeinandi. Þátt-
takendur mæti á staðinn en þurfa
ekki að skrá sig.
Páskabingó í
Háteigskirkju
KVENFÉLAG Háteigssóknar
verður með „páskabingó“ þriðju-
daginn 4. apríl. Dagskrá kvölds-
ins: Klukkan 20 Taizé-bæn í
kirkjunni. Kaffi í safnaðarheim-
ilinu. Páskaeggjabingó. Bingó-
spjald og kaffi: 1.000 krónur. All-
ar kvenfélagsvinkonur
velkomnar.
„Á leiðinni heim“
RÁÐHERRAR og alþingismenn
lesa úr Passíusálmunum alla
virka daga í Grafarvogskirkju kl.
18.
3. apríl les Margrét Frímanns-
dóttir alþingismaður, 4. apríl les
Sigurður Kári Kristjánsson al-
þingismaður, 5. apríl les Sigríður
A. Þórðardóttir umhverf-
isráðherra, 6. apríl les Katrín Júl-
íusdóttir alþingismaður, 7. apríl
les Þuríður Backman alþing-
ismaður, 10. apríl les Valdimar L.
Friðriksson alþingismaður, 11.
apríl les Birkir J. Jónsson alþing-
ismaður og 12. apríl les Geir H.
Haarde utanríkisráðherra.
Á föstudaginn langa, 14. apríl,
kl. 13 verða Passíusálmarnir lesn-
ir í Grafarvogskirkju og eru það
lögregluþjónar sem lesa.
Grafarvogskirkja.
Jesúbíó
THE Miracle Maker. The Story of
Jesus er fimmta kvikmyndin sem
sýnd er í Neskirkju undir yf-
irskriftinni Jesúbíó. Sýningin
verður sunnudaginn 2. apríl kl.
15.
Þetta er leirmynd með teikni-
myndainnskotum og er ætluð
börnum. Frásagan um Jesú í
þessari mynd er að mörgu leyti
hefðbundin, en sérstaða mynd-
arinnar felst í sjónarhorninu.
Sagan um Jesú er sögð frá sjón-
arhóli lítillar stúlku, Tamar, dótt-
ur Jaírusar samkundustjóra, sem
Jesús reisti upp frá dauðum. Allir
velkomnir og nú er tækifæri til
að bjóða börnunum með.
Kirkjustarf eldri
borgara
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
ellimálaráð Reykjavíkurprófasts-
dæma og kirkjurnar í prófasts-
dæmunum staðið fyrir sameig-
inlegri föstuguðsþjónustu sem er
sérstaklega ætluð eldri borg-
urum.
Að þessu sinni verður guðs-
þjónustan í Langholtskirkju
fimmtudaginn 6. apríl kl. 14.
Prestar eru sr. Jón Helgi Þór-
arinsson og sr. Hans Markús Haf-
steinsson. EKKÓ, kór eftirlauna-
kennara, syngur og leiðir
almennan söng undir stjórn sr.
Jóns Hjörleifs Jónssonar. Undir-
leikari er Sólveig Jónsson og org-
anisti Jón Stefánsson.
Eftir guðsþjónustuna eru kaffi-
veitingar í boði sóknarnefndar
Langholtskirkju.
Allir eru velkomnir og eru
eldri borgarar sérstaklega hvattir
til að taka þátt í guðsþjónustunni
þennan dag.
„Þú getur verið
kraftaverk“
MCI-biblíuskólinn fer í trúboðs-
ferð til Pakistans 1. maí. Ætlunin
er að reisa skóla fyrir börn sem
eru föst í þrælkunarvinnu.
Tónleikarnir verða haldnir
laugardaginn 1. apríl kl. 20.30 í
Hvítasunnukikjunni Fíladelfíu,
Hátúni 2, húsið opnað kl. 20.
Aðgangseyrir: Frjálst framlag.
Fram koma: Edgar Smári Atla-
son, Þóra Gísladóttir, Erdna
Varðardóttir, María Magg, Sigga
Helga og 16 manna kór frá Fíla-
delfíu.
Safnaðarstarf flyst
upp í sveit
EINA helgi á ári heldur söfnuður
Laugarneskirkju út fyrir borg-
armörkin og upp í Vatnaskóg.
Sunnudaginn 2. apríl kl. 11.00
mun guðsþjónusta Laug-
arnessafnaðar fara fram í gamla
salnum í Vatnaskógi. Akstur tek-
ur um klukkustund og er kjörið
fyrir fólk að taka sér bíltúr og
vera með.
Annars er öll helgin lögð undir
margvíslega fundi og uppákomur
þar sem ungir og eldri koma sam-
an.
Frá föstudagskvöldi og fram á
laugardagseftirmiðdag fer fram
skipulegt samtal um hugsjónir
safnaðarstarfsins, þar sem horft
er fram og aftur í tíma af hrein-
skilni með hag og heilbrigði safn-
aðarins í huga.
Frá laugardagseftirmiðdegi og
fram á sunnudagsmorgun ætlum
við svo að leika okkur saman,
börn, unglingar og fullorðin. M.a.
með aðstoð fyrirtækisins Íslands-
flakkara, sem skipuleggur hópefli
á staðnum.
Öllum sem líta á Laugarnes-
kirkju sem sitt andlega heimili er
frjálst að koma og fara að vild.
Matur og gisting eru í boði gegn
vægu gjaldi. Upplýsingar og
skráning eru hjá framkvæmda-
stjóra í s. 863 0488 eða sókn-
arpresti í s. 820 8865.
Morgunblaðið/Þorkell
KFUM&K við Holtaveg.
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Sími 533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Til sölu tvær íbúðir, 2ja herbergja á 1-hæð og 3ja
herbergja á 3ju hæð, í steyptu húsi. Íbúðirnar eru
lausar til afhendingar strax. Áhugasömum kaupendum
er boðið að skoða þær í dag frá kl. 15:00 til 17:00
GRETTISGATA 57A
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 15:00 TIL 17:00
OPIÐ HÚS
Glæsileg raðhús á góðum stað í Reykjanesbæ
laugardag og sunnudag milli kl. 14:00 og 16:00
og með góðum innréttingum.
Að utan skilast húsin með fullfrágenginni lóð og stimplaðri innkeyrslu og stétt fyrir framan hús með
snjóbræðslukerfi. Húsin skilast steinuð að utan, með fullfrágengnum og máluðum þakkanti með lýsingu.