Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 64
64 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður HelgiSveinsson fædd-
ist á Lundi í Stíflu í
Fljótum í Skaga-
firði 29. ágúst 1911.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 18. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sveinn Steinsson, f.
18. apríl 1868, d. 5.
júlí 1914, og Sigur-
björg Jóhannes-
dóttir, f. 12. janúar
1880, d. 24. maí
1920. Sigurbjörg og Sveinn eign-
uðust níu börn og var Helgi sjö-
undi í röðinni. Systkini hans eru:
Gunnar Sveinsson Hafdal, f.
1901, d. 1969; Jóhannes Steinn
Sveinsson, f. 1903, d. 1960; Sig-
urlaug Sóley Sveinsdóttir, f.
1904, d. 1998; Hannes Sveinsson,
f. 1906, d. 1991; Rósvaldur Lúð-
grét Sigríður Helgadóttir, f. 19.
desember 1937, gift Ragnari
Guðmundssyni, þau eiga fimm
börn og búa á Sauðárkróki;
Hanna Steingerður Helgadóttir,
f. 12. janúar 1940, gift Birgi
Vatnsdal Dagbjartssyni, þau eiga
þrjár dætur og búa í Hafnarfirði;
Lóa Sveinfríður Helgadóttir, f. 6.
júní 1944, býr í Ólafsfirði, gift
Viðari Vilhjálmssyni, d. 26. nóv-
ember 2005, og eiga þau þrjár
dætur; og Helga Sigurjóna
Helgadóttir, f. 29. ágúst 1951,
gift Geir Thorsteinsson, þau eiga
tvær dætur og búa í Reykjavík.
Afkomendur Láru og Helga eru
58 samtals; 13 barnabörn, 31
barnabarnabarn og átta barna-
barnabarnabörn.
Helgi vann m.a. við fiskvinnu
og vörubílaakstur hjá Rafveitu
Ólafsfjarðar. Einnig vann hann
við hafnargerðina og seinna hjá
Kaupfélaginu við lagerhald og
útkeyrslu. Hann var húsvörður
við Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar
frá 1972–1983.
Útför Helga verður gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
vík Sveinsson, f.
1907, d. 1924; Guð-
rún Sveinsdóttir, f.
1909, d. 1993; Sig-
ríður Fanney Sveins-
dóttir, f. 1913, d.
1975; og Sveinfríður
Sveinsdóttir, f. 1914,
d. 1938.
Hinn 31. desember
1933 kvæntist Helgi
Láru Þorsteinsdótt-
ur, f. 4. júní 1912, d.
3. febrúar 1986. Þau
bjuggu allan sinn
búskap í Ólafsfirði,
lengst af á Ólafsvegi 11, en síð-
ustu árin dvaldi Helgi í Horn-
brekku, dvalarheimili aldraðra í
Ólafsfirði. Helgi og Lára eign-
uðust einn son og fimm dætur.
Þau eru: Sveinn Helgason, f. 24.
maí 1934, d. 30. maí 1934; Hulda
Sigurbjörg Helgadóttir, f. 4. jan-
úar 1936, býr í Reykjavík; Mar-
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Nú er við kveðjum þig hinstu
kveðju kemur margt upp í hugann.
94 ár eru langur tími. Og varst þú
saddur lífdaga, þetta var orðið nógu
langt sagðir þú, þú værir alveg tilbú-
inn. Mömmu misstir þú fyrir 20 árum
og syrgðir alla tíð. Yngstur varst þú
níu systkina og fórst síðastur. Síðan
varðstu fyrir mikilli og sárri reynslu
er þú misstir tengdason þinn og góð-
an vin í haust síðastliðið. Þú vildir
ekki sjá á eftir fleiri aðstandendum.
Já, það var stutt stórra högga í milli
hjá henni Lóu systur okkar að missa
þig líka tæpum fjórum mánuðum síð-
ar. Biðjum við þess að guð styrki
hana og fjölskyldu hennar í þeirra
miklu sorg.
Þú varst einn að vinna fyrir hópn-
um þínum þar til við gátum rétt þér
hjálparhönd. Sem var nú ósköp lítið
lengi vel. Þú vannst hörðum höndum
við alls konar þungavinnutæki og
fórst svo á vertíð á vetrum. Það
fannst okkur erfiðast, að missa þig á
veturna, þegar snjór og vetrarhörk-
ur voru miklar, en þeim mun
skemmtilegra er þú komst heim aft-
ur.
Alltaf fannst þú einhvern tíma til
að leika við okkur og tuskast í glímu
og fleiri leikjum, svo kenndi mamma
okkur að dansa á laugardagskvöld-
um eftir gömlu dönsunum í útvarp-
inu. Svo lærðum ég að tjútta með því
að binda saman bindin þín og hengja
þau á hurðarhúninn. En dansinn var
þín veika hlið, þar kom mamma inn í,
henni þótti það mjög skemmtilegt.
Þú hafðir einstaklega létta lund og
var oft stutt í hláturinn. Sérstaklega
þegar þú varst að leika við barna-
börnin, hlaupa með þau á háhesti um
allar stofur þar til skríkti í þeim, og
þegar þú varst orðinn þreyttur kom
kannski á milli hlátraskallanna hjá
þeim: „Einu sinni enn“. Þá varðst þú
að endurtaka leikinn.
Lítill tími var fyrir tómstundir, en
1980 fórum við til Kanada sex saman.
Það fannst ykkur afar eftirminnilegt
og voru oft rifjaðar upp þær minn-
ingar. Einn dag var mamma heima
og ætlaði að hvíla sig hjá frænku
sinni, en sá eftir öllu saman og fór
eftir það með okkur í allar ferðir. Síð-
ar fórst þú með okkur systrunum og
Vidda til Kanarí. Ég held að þú hafir
verið tiltölulega ánægður með þá
ferð, þú þoldir hitann vel og fannst
ekki nógu heitt fyrr en hitinn var
kominn upp í 30 stig. Þá leið þér vel
og gast hugsað þér að fara í stuttbux-
urnar.
Þú varst mikið fyrir ylinn, enda
voru sólskinsdagarnir þínir dagar.
Þá var verið á lóðinni og dyttað að
ýmsu því snyrtimennskan var ofar
öllu hjá þér, hvort sem það varst þú
sjálfur eða hlutirnir í kringum þig.
Í fyrrasumar héldum við smá fjöl-
skyldumót heima á Ólafsvegi, en því
miður gátu ekki allir mætt. Um
kvöldið fór að rigna svo við fluttum
okkur inn í bílskúrinn þinn, þrifum
hann allan og komum fyrir borðum
og stólum og skreyttum hann síðan
með blómum og kertaljósum.
Þetta var einstök upplifun fyrir
þig. Svona fínan hafðir þú aldrei séð
bílskúrinn, hvað þá borðað í honum.
Nú eru allir ánægðir með að hafa
komið og átt með þér ánægjulega
helgi.
Takk fyrir allar stundirnar, elsku
pabbi. Megi guð og góðir englar vaka
yfir þér.
Þín dóttir og tengdasonur,
Hanna og Birgir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Minningarnar hrannast upp. Nú
ertu lagður af stað, elsku pabbi, í síð-
ustu ferðina. Mér finnst það ótrúlegt
þar sem kallið kom svo skyndilega og
við áttum svo margt ósagt.
Við vorum búin að ákveða að hitt-
ast í mars og spjalla um allt það sem
á undan var gengið.
Þrátt fyrir að ýmis veikindi hafi
hrjáð pabba síðustu árin virtist hann
alltaf ná sér upp úr þeim. Síðustu
fimm árin átti léleg mjöðm stóran
þátt í hans veikindum. Hann hafði
ótrúlegan lífsvilja og komst í gegnum
allt þrátt fyrir háan aldur.
Eftir að hann missti mömmu, fyrir
20 árum, breyttist ýmislegt. Það
reyndist honum mjög erfitt og ég skil
það enn betur í dag þar sem ég stend
í sömu sporum og hann var þá.
Hann hjálpaði mér oft við ræsting-
arnar í gagganum og ég aðstoðaði
hann heima við. Ef ég sá hann ekki
daglega þá heyrði ég í honum í síma
og við borðuðum oft saman á kvöldin.
Þegar stelpurnar voru litlar áttum
við margar góðar stundir saman,
hvort sem var niðri á Ólafsvegi eða í
Túngötunni. Sérstakar minningar á
ég frá jólunum. Það var alveg sér-
stakt að koma til mömmu og pabba á
aðfangadagskvöld og eiga með þeim
notalega kvöldstund. Oftar en ekki
kom Hulda norður og eyddi með okk-
ur jólunum.
Alltaf var nóg af hlýju og kærleika
þegar ég var ein með stelpurnar þar
sem Viddi var oft lengi í burtu á sjón-
um. Þá stóð ekki á ykkur mömmu að
aðstoða mig.
Oftar en ekki mætti pabbi óum-
beðinn með skófluna til að moka snjó
af tröppunum hjá okkur þegar Viddi
var úti á sjó. Og þegar Viddi minn var
ekki heima á konudaginn þá birtistu
alltaf með blóm handa mér. Þú varst
einstakur faðir.
Elsku pabbi, þín verður sárt sakn-
að og minningin um góðan föður og
afa verður geymd í hjörtum okkar
allra. Afastelpurnar biðja fyrir
kveðju. Ástarþakkir fyrir allt. Hvíl í
friði.
Þín
Lóa.
Það eru orðin mörg árin síðan við
Helgi, tengdafaðir minn, hittumst
fyrst á Ólafsfirði er við Helga komum
í heimsókn um jólaleytið. Þá eins og
öll árin síðan var Helgi jákvæður,
ræðinn og skemmtilegur. Hann var
hafsjór fróðleiks og minnugur á
menn og málefni og kunni ógrynni
sagna, sem gaman var að hlýða á.
Það er því með söknuði að ég skrifa
niður fátækleg orð á blað til minn-
ingar um hann. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn á Ólafsveginn. Á
meðan Láru heitinnar naut við var
nánast veisla alla daga, enda var hún
snillingur við kökur og mat. Helgi
var ekki mikið í þeirri deildinni á
meðan Lára lifði, en varð ótrúlega
sjálfbjarga hvað það varðaði eftir að
hún féll frá. Helgi hafði gaman af því
að veiða í net sem hann og Viðar heit-
inn tengdasonur hans lögðu í Ólafs-
fjarðarvatn. Það var okkur sameig-
inlegt að gleðjast yfir fengnum afla.
Ég man vel þegar hann sagði mér frá
16 punda laxinum sem næstum því
var sloppinn úr netinu áður en hann
gat náð honum á land. Þá geisluðu
augun í Helga og það var greinilegt
að gaman hafði verið að þeirri bar-
áttu.
Alltaf var Helgi eitthvað að bar-
dúsa. Honum féll sjaldan verk úr
hendi. Það átti ekki við hann að gera
ekki neitt. Eftir að Helgi fluttist að
Hornbrekku þótti honum fátt betra
en að fá einhverja í heimsókn þannig
að hann gæti flutt heim á Ólafsveg á
meðan á dvölinni stæði. Við hefðum
því viljað geta komið oftar í heimsókn
á Ólafsveginn. Helga þótti sjóbleikja
einhver besti matur sem hægt var að
fá og áhugi minn á því að veiða hana á
stöng var því ekki slæmt mál.
Það var heldur bráðara um brott-
för þína en ég hafði gert ráð fyrir og
skammt stórra högga á milli í fjöl-
skyldunni. Það var þér afar erfitt er
kær tengdasonur þinn, Viðar, kvaddi
fyrir aðeins þremur mánuðum. Það
er með sorg í hjarta að ég kveð þig nú
hinstu kveðju og þakka þér fyrir allt
á liðnum árum, Helgi minn. Guð færi
dætrum þínum, mökum þeirra, börn-
um, barnabörnum, barnabarnabörn-
um og barnabarnabarnabörnum
huggun á kveðjustund.
Geir Thorsteinsson.
Eitt sinn verður hver að deyja og
nú var röðin komin að afa mínum að
kveðja þennan heim á 95. aldursári.
Ég var mjög stolt af afa mínum og
dáðist að mörgu í fari hans. Hann var
mjög hreinskilinn maður og fé-
lagslyndur og fylgdist mjög vel með
öllu fram á síðasta dag, sérstaklega
fannst mér mikið um hvað hann
hugsaði vel um heilsuna, gætti þess
að fitna ekki og borðaði helst ekki á
milli mála. Hreyfing var honum hug-
leikin og fór hann mikið út í göngu-
ferðir eins lengi og geta var til.
Í minningunni er líf okkar systra
samofið lífi afa okkar og ömmu, sem
lést fyrir 20 árum, þau voru eins og
amma og afi eiga að vera og þar
mætti okkur aldrei annað en kær-
leikurinn, hlýjan og notalegheitin
enda vorum við alltaf með annan fót-
inn hjá þeim.
Það var afa afskaplega erfitt er
amma dó 1986 að takast á við lífið án
hennar eða eins og hann sagði var
hún allt í öllu og það var metnaður
hjá honum að halda öllu í horfinu
heima fyrir og það gerði hann með
sóma og allt var hreint og fágað svo
ekki sást rykkorn. Mér þótti mikið til
er hann á áttræðisaldri fór að baka
vöfflur, elda kjötsúpu og ýmislegt
annað og allt bragðaðist vel.
Ég vissi að innst inni vonaði hann
að hann þyrfti ekki að fara á elliheim-
ili en örlögin höguðu því svo að ekki
varð komist hjá því er heilsunni fór
að hraka. Á Dvalarheimili aldraðra í
Ólafsfirði dvaldi hann síðustu árin og
þar leið honum að mörgu leyti vel og
allir voru honum góðir þar. Dætur
hans tóku hann svo heim þegar þær
komu heim í Ólafsfjörð og það kunni
hann vel að meta.
Samband hans og mömmu minnar
er bjó í sama bæjarfélagi var mjög
náið og hittust þau eða töluðu saman
því sem næst daglega. Samband hans
og pabba míns sem einnig er látinn
var gott þó þeir væru í mörgu ólíkir.
Móðursystur mínar reyndust hon-
um alveg einstaklega vel og hann var
hreykinn af stelpunum sínum og
fylgdist mjög vel með þeim og af-
komendum þeirra.
Elsku afi, kærar þakkir fyrir allt
og góðu samræðurnar um lífið og til-
veruna sem voru ómetanlegar.
Þín
Sigríður.
Elsku Helgi. Ég man svo vel fyrsta
skiptið sem Helgi kom með mig í
heimsókn til þín, þú tókst svo vel á
móti mér og hefur verið mér sem
besti afi síðan.
Það er erfitt að kveðja, en ég
geymi allar okkar minningar. Sér-
staklega hvernig þú og ég kunnum að
gera allar heimsóknir í Ólafsfjörðinn
yndislegar, en það er okkar á milli.
Ég bið fyrir þér
ó, elsku vin
nú allt er hljótt.
Eilífðardýrð
sé kringum þig,
hvíl vært og rótt.
Kveðjan er sár,
en tárin hylur
dauðahljóð
hin dimma nótt.
(Birgir Marinósson.)
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda.
Ólöf Ásta.
Fallinn er í valinn háaldraður heið-
ursmaður, Helgi Sveinsson, en hann
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 18. mars sl. 94 ára að aldri.
Fyrstu kynni mín af Helga voru
fyrir rúmlega sex áratugum síðan,
þegar hann leigði einn sumarpart
ásamt konu sinni og þremur ungum
dætrum á æskuheimili mínu, Garði í
Ólafsfirði.
Helgi var þá einn af þremur bif-
reiðaeigendum í Ólafsfirði og vann
með bifreið sína við hitaveitulögn frá
heitri laug á Garðsdal niður í Hornið
eins og núverandi kaupstaður var þá
nefndur.
Fyrir unglingsstrák var það upp-
hefð á þeim árum að hafa bifreið á
bæjarhlaðinu, þótt ekki væri nema
yfir blánóttina og það að verða bif-
reiðarstjóri var ofarlega á óskalista
ungra drengja. Helgi var því mikill
merkismaður í mínum augum.
Nærri þremur áratugum síðar
lágu leiðir okkar saman að nýju, þeg-
ar Helgi varð umsjónarmaður ný-
byggðs gagnfræðaskóla í Ólafsfirði,
þar sem ég kenndi. Í nær áratug vor-
um við þar samstarfsmenn.
Reyndar hófst það samstarf
nokkru fyrr, þegar byggingarnefnd
skólans réð Helga til starfa sem um-
sjónarmann og „reddara“ við bygg-
inguna.
Helgi var frábær starfsmaður, út-
sjónarsamur, nákvæmur, traustur og
vandvirkur. Þau verk sem honum
voru falin voru því í góðum höndum.
Helgi var kattþrifinn og þoldi illa
óreiðu og slæma umgengni. Ég
minnist þess að gestir sem komu í
skólann höfðu oft orð á því, hve um-
gengnin væri til fyrirmyndar og
varla sæist slit né skemmd á nokkr-
um hlut. Stóran þátt í þessu átti
Helgi, sem með hógværð en þó
ákveðni tamdi nemendum skólans
góðar umgengnisvenjur.
Sem öldungur var Helgi einstak-
lega glöggskyggn og ótrúlega með-
vitaður um atburði líðandi stundar
sem og það sem liðið var. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
rökstuddi þær, en varpaði ekki fram
sleggjudómum um menn og málefni
Það var með ólíkindum hve skarpa
hugsun þessi hálftíræði maður hafði
og hve sarpur minninganna hjá hon-
um var úttroðinn af skýrum myndum
frá níu áratuga vegferð .
Þegar ég nú kveð þennan aldna vin
minn sé ég hann fyrir mér teinréttan,
sviphreinan og svolítið ábúðarfullan,
tilbúinn að ræða af hógværð en þó
festu um atburði dagsins og framtíð-
arsýn. Farðu vel, vinur minn, og
hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Hreinn Bernharðsson.
Kveðja frá samstarfsfólki
við Gagnfræðaskólann
Ólafsfirði
Ekki kom með öllu á óvart fréttin
um að Helgi Sveinsson, fyrrverandi
húsvörður við Gagnfræðaskólann
Ólafsfirði, væri allur. Við vissum að
heilsa Helga var farin að bila enda
árin að baki orðin níutíu og fjögur og
hann þar með aldursforseti bæjarins
að körlum til.
Margt starfaði Helgi á langri ævi.
Hann var einn af frumkvöðlunum í
bílavæðingu Ólafsfjarðar; tók bílpróf
1932 og keypti fljótlega eftir það
vörubíl og fór að vinna sem vörubíl-
stjóri á sumrin. Hér var þá ekkert
bílaverkstæði og Helgi gerði sjálfur
við bilanir. Margir eldri Ólafsfirðing-
ar muna eftir „Helga á krananum“
því hann vann um árabil á krana bæði
við hafnargerðina og annað sem til
féll. Bilun í mjöðm, sem lengi bagaði
Helga, má líklega rekja til krana-
vinnunnar.
Helgi var um tíma hjá Tréveri hf.
og vann meðal annars við nýbygg-
ingu Gagnfræðaskólans. Hann var
því á heimavelli að taka við stöðu hús-
varðar þegar skólinn fluttist í nýja
húsið í byrjun janúar 1972. Starfinu
gegndi hann til 1983.
Húsvarðarstarfinu sinnti Helgi af
sömu natni og snyrtimennsku og ein-
kenndu alla hans framgöngu. Starfið
hentaði honum vel að öðru leyti en
því að bilun í handlegg, auk mjaðm-
arinnar, háði honum við að þrífa hús-
ið en öll þrif hafði hann á sinni könnu.
Lára, kona hans, hjálpaði honum við
þrifin og að eigin sögn hefði hann
tæplega klárað sig út úr þeim nema
með hennar hjálp. Þau voru alla tíð
ákaflega samhent hjónin.
Mikil áhersla var lögð á góða um-
gengni í skólanum og Helgi átti
drjúgan þátt í að framfylgja þeirri
stefnu á sinn hógværa hátt. Honum
var það metnaðarmál að ekki sæi á
neinu innanstokks.
Helga lét vel að umgangast nem-
endur og spjallaði gjarna við þá í frí-
mínútum, ekki síst ólátabelgina sem
hann vissi að áttu það til að skemma
þegar enginn sá til. Þannig náði hann
mörgum með sér og varla er hægt að
hugsa sér skólahús sem betur var
gengið um og hirt.
Alla tíð var einkar gott samkomu-
lag milli Helga og starfsfólks skólans
sem nú þakkar honum samstarfið og
samfylgdina og sendir aðstandend-
um innilegustu samúðarkveðjur.
SIGURÐUR HELGI
SVEINSSON