Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 66

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragna Majas-dóttir fæddist á Leiru í Grunnavík- urhreppi 6. nóvem- ber 1911. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 26. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Majas Jónsson, f. 19. maí 1881, d. 7. september 1919, og Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir, f. 8. október 1884, d. 9. júní 1974. Ragna giftist 9. október 1937 Ólafi Magnússyni skipasmíða- meistara, f. 7. októ- ber 1902, d. 25. nóvember 1995. Þau eignuðust fjóra syni, þeir eru: Bragi, f. 13. ágúst 1938, Barði, f. 16. desember 1944, Baldur, f. 2. mars 1946, og Birgir, f. 1. september 1947. Barnabörnin eru 13 og barnabarna- börnin 24. Útför Rögnu verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma, þá ertu loksins búin að fá hvíldina sem þú hefur þráð svo lengi en samt er svo sárt að þú sért farin, engin amma lengur sem til- heyrir Túngötu 5. Fyrstu minningar mínar þaðan eru jólaboðin sem voru alltaf á jóladag, byrjuðu alltaf á sama tíma en okkur fjölskyldunni í Tanga- götu 22 tókst samt alltaf að koma allt of seint. Í jólaboðunum var fastur lið- ur að fá ömmuköku, sem að sjálf- sögðu er besta kaka í heimi, og heitt súkkulaði. Ég baka annað slagið ömmukökuna og geri þá líka heita súkkulaðið, eins og þú sagðir mér að gera það en einhvern veginn verður það aldrei jafn gott og þitt. Þegar ég varð eldri kom ég til þín til að spila við þig sem þér þótti alltaf svo gam- an. Öll spil sem ég kann í dag kenndir þú mér, eins og alla spilakapla sem ég kann. Alltaf þegar við spiluðum var röðin sú sama; við byrjuðum á að spila Olsen, svo Hansen, svo Rommý og Kasínu. Alltaf spiluðum við slétta tölu af hverju spili, svo að við gæfum jafn oft. Ég sé þig alveg fyrir mér þegar þú varst að velta fyrir þér hvað þú ættir að gera næst í spilinu, það kom alltaf á þig sérstakur svipur þegar þú varst virkilega að spá í hlut- ina. Árið eftir að við fluttum frá Ísafirði var ég svo heppin að búa hjá þér í heilt sumar, sumarið 1995. Þá fannst mér ég kynnast þér alveg upp á nýtt og sá hvað við vorum líkar, ótrúlega sérvitrar báðar tvær. Þó svo að þú hafir búið á Hlíf síðan í mars 2004 verður þú alltaf amma í Túngötu. Það var frábært að geta komið og heim- sótt þig í janúar á þessu ári og fengið að heyra margar sögur af ykkur pabba þegar hann var lítill (V fyrir Victory), ykkur afa tókst vel upp og við erum heppin að hafa haft ykkur í okkar lífi. Ég veit að þú manst það sem ég sagði við þig; elsku amma, mundu hvað við elskum þig mikið, við eigum eftir að sakna þín og takk fyrir öll árin. Þín barnabörn, Sirrý, Óli og Brói og fjölskyldur, Sigríður Ingibjörg, Ólafur Magnús og Birgir Örn Birgisbörn. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er óendanlegt þakklæti. Þakk- læti fyrir að hafa haft ömmu svona lengi hjá okkur og þakklæti fyrir að hún hafi alltaf verið til staðar fyrir okkur. Því það var hún svo sannar- lega. Bæði þegar við vorum ung og eins orðin fullorðin. Þolinmæði henn- ar í okkar garð var með ólíkindum mikil. Sama hvað við barnabörnin vorum að bralla man ég ekki eftir að hafa verið skömmuð á neinn hátt, hvort sem við vorum að rækta skelj- ar með tilheyrandi sjóflutningi – það þarf nefnilega að skipta daglega um sjó ef maður er að rækta skeljar – eða að við vorum að baka „bollur“ á bak við hús í glerkistu sem þar var. Það var alltaf var jafn gott að koma í Túngötuna til ömmu og afa þar sem maður fann sig ætíð velkominn. Minningarnar þaðan eru ófáar. Amma var til fyrirmyndar í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Bestu kjötbollur í heimi, besta sósan, kæfan sem hún gerði, kleinurnar hennar, en Ömmukakan sló þó allt út. Hana elska öll ömmubörnin og erum við nokkrar ömmustelpurnar byrjaðar að reyna við hana en við náum ömmu nú seint, það er nefnilega engin sér- stök uppskrift heldur er það meira svona tilfinning. Einu sinni sem oftar þegar ég kom við hjá ömmu var kak- an á boðstólum og svo kom ég aftur næsta dag og fannst of mikið búið af kökunni og spurði hvernig stæði á því. Amma svaraði þá að sér þætti hún líka góð. Amma var með eindæmum heilsu- hraust og þegar hún varð 90 ára kom hún til Reykjavíkur og hélt veislu hér hjá mér sem stóð langt fram eftir nóttu. Henni fannst það nú ekki mik- ið mál. Henni þótti alla tíð gaman að ferðast í bíl og skoða landið í leiðinni. Margs er að minnast og margs er að sakna. Í mínum huga var aðeins ein amma og sú amma er með stóru A-i, svo dýrmæt var hún mér. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og eftir að afi dó töluðum við saman í síma á hverjum degi og ef eitthvað er fjár- sjóður þá eru það þessi símtöl, takk fyrir þau, elsku Amma. Amma hafði nú ekki marga fjöl- skyldumeðlimi búsetta hjá sér á Ísa- firði undanfarin ár og hafa ömmu- barnið hennar hún Addý og hennar maður verið henni alveg einstök. Alltaf gat hún leitað til þeirra og þau voru vakin og sofin yfir velferð ömmu. Takk fyrir það. Elsku Amma mín, takk fyrir allt. Þín Guðrún Elísabet. Á fyrri hluta síðustu aldar byggðu tveir ungir menn húsið nr. 5 við Tún- götu á Ísafirði. Það voru þeir Ólafur Magnússon skipasmiður og Einar Gunnlaugsson bílstjóri. Ólafur fékk norðurendann en Einar þann í suður. Síðar giftu þeir sig, Ragna varð hús- freyja í norðurenda en Elísabet, móðir mín, í suðurenda. Aldrei varð vart við sundurlyndi eða ósamkomu- lag hjá þessum fjölskyldum, þar ríkti gagnkvæm virðing og tillitssemi. Óli og Ragna eignuðust fjóra myndar- lega syni, þá Braga, Barða, Baldur og Birgi. Í suðurendanum urðu systkinin fimm svo margt var um manninn í húsinu. Ragna var hæglát og hlédræg kona, ræktaði blóm í garðinum sínum og undi við sitt. Eitt sinn voru hænur í Rögnugarði, þær áttu hús með garði sem vírnet var yf- ir. Á morgnana heyrðist í þeim værð- arlegt varphljóðið og við horfðum á þær spígspora um í garðinum sínum. Þegar sólin skein í Túngötunni stóðu mömmurnar á tali úti á tröppum í morgunkjólunum og við í parís eða að sippa. Ég leit upp til Rögnu því hún keypti Vikuna, Fálkann og dönsku blöðin. Í þeim voru stundum myndir af dönsku prinsessunum, Litla og Stóra og Dirch Passer. Ragna átti líka reiðhjól, hún hjólaði oft í bæinn að ná í blöðin sín. Ég lék mér við elsta strákinn í norðurendanum, fór út um okkar dyr og inn um þær næstu, þá var ég komin til Rögnu. Þó var skemmtilegast í vondu veðri, þá fór ég upp á háaloft, upp um hlerann hjá okkur og niður hlerann hjá Rögnu. Ég læddist feimin inn í eldhús og spurði eftir Braga. Ragna strauk mér um vangann og sagði að ég væri alltaf svo stillt. Ragna náði háum aldri, bjó lengst af í húsinu sínu og var ótrúlega dugleg að sjá um sig. Þegar við systur heimsóttum hana níræða fór hún með okkur um allt húsið frá kjallara upp á háaloft, allt var eins og við minntumst í æsku. Innilegar þakkir eru færðar Rögnu og fjölskyldu hennar, frá okkur börn- um Bubbu og Einars, fyrir áratuga farsæla sambúð í Túngötu 5. Við sendum bræðrunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Bára Einarsdóttir. Mæt kona hefur kvatt þennan heim. Kona sem hafði gömlu gildin í heiðri; heiðarleika, traust og sam- viskusemi. Ég kynntist Rögnu haustið 1977 þegar ég, tuttugu og fjögurra ára gömul, fluttist vestur á Ísafjörð með mínum manni. Það hagaði þannig til að við hjónin áttum von á fyrsta barninu okkar þarna um haustið. Við fluttum inn í heimavist MÍ þar sem Smári var ráðinn til raungreina- kennslu hjá Jóni Baldvini Hannibals- syni. Fyrir á vistinni bjuggu þrír ein- hleypir karlar svo ekki átti ég nágrannakonur. Mér, borgar- barninu, leiddist óskaplega fyrstu mánuðina enda ekki að vinna og alein heima yfir nýfæddu barni sem ekki svaf vel. En mér til gleði kynntist ég Rögnu. Ragna var ræstitæknir, eins og það er víst kallað í dag, í skólanum hjá Jóni Baldvini og Bryndísi. Ragna kom í heimsókn reglulega til mín á morgnana og gaf mér hlýju og styrk. Hún var skyld Smára þannig að tengdamóðir mín og Ragna voru systradætur. Þrátt fyrir að skyld- leikinn væri ekki meiri var mikil vin- átta og samheldni milli tengdafólks míns og Rögnu, enda höfðu þær syst- ur, Guðrún móðir Rögnu og Rann- veig amma Smára, búið saman á Leiru og síðar á Höfðaströnd í Jökul- fjörðum. Síðan fluttust fjölskyldurn- ar að Sætúni í Grunnavík árið 1941. Ragna var ein af fjórum systkin- um. Guðrún móðir þeirra varð ung ekkja með fjögur börn. Með harð- fylgni og dugnaði kom hún öllum börnum sínum til manns. Þá var ekki tími styrkja frá því opinbera heldur þurfti ósérhlífni og nýtni að ráða ferðinni. Ragna var af gamla skólanum og það átti vel við mig. Svipuð sýn á lífið. Við gátum spjallað lengi saman um liðnar stundir. Hún um æsku sína fyrir norðan og ég um minn uppruna í Reykjavík og síðar lengra aftur til Eyjafjallanna. Hún hafði réttsýni til að bera sem einkenndi allt hennar fas. Hún fór vel með alla hluti, hver hlutur á sínum stað. Vandfundin meiri snyrtimennska. Ragna var aldrei gömul í mínum huga. Hún fór hjólandi allra sinna ferða og var ekki háð neinum með keyrslu á milli staða. Hún var svo kvik og snögg í hreyfingum. Hún hafði yndi af ferðalögum, sem hún stundaði á árum áður meðan hún hafði heilsu til. Eins ræktaði hún garðinn sinn við Túngötu 5 með stakri prýði. Hún bjó lengi ein á Túngötunni eftir að Ólafur eiginmaður hennar dó. Hún fluttist síðan á Hlíf þar sem hún undi hag sínum vel. Eftir að börnunum fjölgaði hjá mér og ég flutti í annað hverfi minnk- aði sambandið. En aldrei rofnaði það. Ég skaust til hennar reglulega, stundum með þykkar rúgmjölskökur sem hún kunni að meta og minntu hana á gamla tímann. Eins tók hún þátt í gleðiatburðum í lífi okkar hjónanna. Var viðstödd fermingar barnanna. Mikið fannst mér vænt um að fá hana til mín fyrir þremur árum þegar Halldór yngsta barnið mitt fermdist. Í sama mánuði í mars 2003 hafði ég misst móður mína og með komu Rögnu inn í stofu kom hún að einhverju leyti móður minnar í stað. Ragna átti góða að. Mikið var hún stolt af sonum sínum fjórum og þeirra fjölskyldum. Þeir voru ein- staklega góðir við móður sína. Eins barnabörnin sem fylgdust reglulega með henni. Ég kem til með að sakna Rögnu minnar mikið. Ragna auðgaði líf mitt og var fast- ur punktur í tilverunni. Ég sendi sonum hennar og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Friðriksdóttir. Árið 1930 hófu þeir vinirnir Einar Gunnlaugsson og Ólafur Magnússon að byggja húsið sem stendur við Túngötu 5 hér á Ísafirði. Luku þeir smíði hússins á þremur árum, og er húsið enn þann dag í dag eitt af feg- urstu húsunum í bænum. Bygging þessa húss var upphafið að 45 ára sambýli fjölskyldna þeirra sem var afar farsæl og aldrei bar skugga á. Erum við börn Einars og Bubbu afar þakklát fyrir öll árin sem við áttum með Rögnu, Óla og strákunum í Tún- götunni. Árin um og eftir miðja síð- ustu öld voru dýrðlegir tímar, ekkert sjónvarp engin tölva, engir gemsar, en ímyndunaraflið notað til allskonar leikja enda leikvöllurinn stór. Slipp- urinn á Torfnesi var mjög vinsæll hjá okkur púkunum í Túngötu 5 enda unnu feður okkar þar og nutum við ákveðinna forréttinda við uppátæki okkar og ekki sakaði að Eggert verk- stjóri var góður vinur okkar. Aðeins utar á Torfnesinu unnu mæður okkar við að pilla rækjur hjá Böðvari. Þar fengum við að valsa um og snemma lærðum við réttu handtökin við að pilla og unnum okkur þar inn fyrstu krónurnar. Mér er minnistætt hve Ragna var fljót að pilla, man ég ekki eftir neinni sem stóðst henni snúning í þeirri íþrótt. Hún var einkar rösk til allra verka og samviskusemin og snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi. Ung missti hún föður sinn og hefur því fljótlega þurft að taka mikla ábyrgð sem elst af fjórum systkinum við aðstæður sem við nútímamenn eigum erfitt með að ímynda okkur. Ég verð ævinlega þakklátur Rögnu fyrir að hafa leitt mig í sveitina til bróður hennar Guðmundar og móður Guðrúnar Guðmundsdóttur að Ytri- Veðrará í Önundarfirði þar sem ég dvaldi í 3 sumur við gott atlæti. Þar var mér tekið eins og einum úr fjöl- skyldunni af því góða fólki sem þar bjó. Ragna Majasdóttir hefur lifað langa og viðburðaríka ævi, hún var orðin þreytt og var tibúin að kveðja þetta líf, ég þakka henni samfylgd- ina. Hvíl í friði. Samúel. RAGNA MAJASDÓTTIR Elsku langamma. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo góð við okkur og okkur þótti svo mikið vænt um þig. Takk fyrir allt, elsku langamma. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín langömmubörn, Hildur Elísabet og Daníel Orri. Elsku Ragna mín, hjartans þakkir fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín Fríða. HINSTA KVEÐJA Kynni okkar Ósk- ars hófust á áttunda áratug liðinnar aldar vegna afskipta okkar beggja af svokallaðri sjóðakerfisdeilu, sem sneri að því að bæta kjör sjómanna á fiskiskipaflot- anum. Þeirri deilu lauk með endur- skoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Það átti fyrir okkur að liggja að starfa báðir að kjara- og réttinda- málum sjómanna í áratugi. Kynni mín af Óskari verða náin vegna starfa og vináttu okkar alla tíð. Með fjölskyldum okkar varð einnig vinskapur, enda áttum við oft samleið ásamt eiginkonum okkar á ýmsa fundi og ráðstefnur bæði inn- anlands og utan. Óskar var góður vinur og trúr samstarfsmaður í stríði og deilum daganna í kjara- og réttindamálum sjómanna. Marga kvöld- og stundum næturfundi átt- ÓSKAR VIGFÚSSON ✝ Óskar Vigfús-son fæddist í Hafnarfirði 8. des- ember 1931. Hann andaðist 23. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 31. mars. um við í Karphúsinu þegar harðnað hafði í kjaradeilum sjó- mannasamtakanna. Oft var mikill þrýst- ingur þegar út í verk- föll var komið og þá var gott að geta treyst mönnum eins og Ósk- ari Vigfússyni. Við fórum eitt sinn saman í bátsferð um Ísafjarðardjúp og þegar við hittumst ný- verið vegna tímamóta sem tengdust störfum okkar í Fiskveiðisjóði fyrr á árum, ræddum við þessa skemmtiferð á smábát um Djúpið fyrir vestan. Við ráðgerðum að endurtaka slíka ferð á næsta sumri ef vel stæði á fyrir okkur í tíma og ef veður væri blítt. Ekki verður nú af þeirri ferð, en söngurinn um Þórð sjóara verður sunginn í minningu þína í næstu ferð minni yfir Djúpið. Við Barbara sendum Nicolínu, börnum og barnabörnum samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs bless- unar vegna andláts Óskars Vigfús- sonar. Guð blessi minningu um góðan vin og góðan drengskaparmann. Guðjón A. Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.