Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 67
MINNINGAR
✝ Steinunn Geirs-dóttir fæddist í
Borgarnesi 20. febr-
úar 1950. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 26. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Geir Þorleifsson
múrarameistari, f.
27. des 1921 á Hofs-
stöðum í Hálsasveit,
d. 18. janúar 1984,
og Borga Jacobsen,
f. 1. janúar 1919 á
Slættanesi í Færeyj-
um, nú búsett á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi. Þau eignuðust
þrjú börn auk Steinunnar: Maríu,
f. 27.11. 1947, Geirdísi, f. 29.6.
Guðjónsson og eiga þau tvo syni.
Einar Geir, f. 15.7. 1976, ókvæntur
og barnlaus, og Bryndísi Hrund, f.
25.3. 1985, unnusti Guðmundur
Guðjónsson. Steinunn og Brynjólf-
ur skildu 1990.
Steinunn ólst upp í Borgarnesi
og lauk þaðan gagnfræðaprófi,
vann þar svo ýmis störf, lengst af á
Dvalarheimili aldraðra. Þau
Brynjólfur fluttu svo í Reykholts-
dal árið 1973 og bjó hún þar og
starfaði lengst af á Edduhótelinu
og í Héraðsskólanum. Árið 1998
fór hún til Danmerkur til náms og
útskrifaðist þaðan sem social- og
sundhedshjælper og kom heim
2001 og flutti í Hafnarfjörð og hóf
störf á sambýlinu Sigurhæð í
Garðabæ þar sem hún vann fram á
vorið 2005 er hún lét af störfum
vegna veikinda sinna.
Útför Steinunnar verður gerð
frá Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Borgarneskirkjugarði.
1953, maki Ómar
Einarsson, og Þor-
leif, f. 20.12. 1956,
maki Katrín Magnús-
dóttir.
Steinunn giftist ár-
ið 1967 Birgi Pálssyni
og eignuðust þau
tvær dætur, Særúnu
Lísu, f. 26.1. 1968, og
á hún fjögur börn, og
Jóhönnu Soffíu, f. 3.1.
1970, gift Pétri
Smára Sigurgeirs-
syni og eiga þau tvær
dætur. Steinunn og
Birgir skildu. Var í sambúð með
Brynjólfi Einarssyni og eignuðust
þau þrjú börn, Guðrúnu Maríu, f.
21.7. 1974, sambýlismaður Leifur
Elsku mamma mín kvaddi þennan
heim á fallegum og sólríkum sunnu-
dagsmorgni. Sólin sendi geisla sína
inn um gluggann þegar þú hvarfst frá
okkur. Við vorum hjá þér, öll börnin
þín og þínir nánustu, og þetta lag
hljómaði og mér fannst það eiga svo
vel við, enda varst þú einlægur aðdá-
andi höfundarins:
Sumarsins stjarna, sólin bjarta,
sjáðu hér hvílir stúlkan mín.
Heyrðu gullna geisla þína,
gáðu að hvert ljós þitt skín.
Því hún sefur, stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.
Sumarmáni með sorg í hjarta,
sefur bak við blámannstjöld.
Hann er að dreyma dimmar nætur,
dimmar nætur og veður köld.
Meðan ég vaki, við hlið hennar ég vaki.
Við hlið hennar ég vaki.
Sumarsins vindar varlega blásið,
svo vakni ekki rósin mín.
Hljóðlega farið um fjöll og dali,
friður frá hennar ásjónu skín.
Því hún sefur, stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.
(Bubbi Morthens.)
Ótrúlegur baráttuvilji einkenndi
þann stutta tíma sem þú hafðir þenn-
an hræðilega sjúkdóm MND. Þú lést
hann ekki hindra þig í að láta drauma
þína rætast og fórst með okkur systk-
inunum í ógleymanlega ferð til
Egyptalands, en þú elskaðir alltaf sól-
ina.
Elsku mamma. Alltaf syngjandi,
alltaf hlæjandi, alltaf svo bjartsýn,
alltaf svo lífsglöð.
Það er svo margt sem ég myndi
vilja segja við þig en ég er þakklát
fyrir þann dýrmæta tíma sem við
systkinin áttum með þér áður en þú
kvaddir okkur.
Takk fyrir allt.
Þín dóttir
Guðrún María.
Elsku amma. Nú getur þú loksins
talað, hlegið og hlaupið um. Nú ert þú
á fallegasta stað í heimi og búin að
losna við öndunargrímuna.
Ég sakna þín svo mikið.
Hlynur Ægir.
Vorið er að koma. Sést hefur til ló-
unnar og þá er víst að vorið er á næsta
leiti. Vorið hennar Steinunnar verður
öðruvísi þetta árið. Hennar vor verð-
ur á himnum, þar sem blómin anga og
allt er gott. Ég sé hana fyrir mér sitja
úti í garði við húsið sitt, í birtunni og
blómunum, líklega er hún að skrifa
eitthvað í bókina sína. Hún er full af
krafti, glaðleg og brosir.
Steinunn brosti líka þegar ég heim-
sótti hana á líknardeildina. Hún heils-
aði mér og notaði þá litlu krafta sem
voru eftir í fingrunum til að benda
mér á að setjast hjá sér. Þegar ég fór
kvöddumst við hlýlega og hún vinkaði
til mín.
Hennar verður sannarlega minnst
sem baráttukonu og þegar hún
greindist með þennan ömurlega sjúk-
dóm sýndi hún öllum í kringum sig úr
hverju hún var gerð. Þvílíkur kjarkur
og hugrekki og æðruleysi sem Stein-
unn bjó yfir. Sannarlega eftirtektar-
vert fyrir okkur hin sem fylgdumst
með henni. Sérstaklega kannski síð-
ustu dagana, þegar mikið var af henni
dregið. Það leyndi sér ekki að hug-
urinn var ennþá sterkur, hún ætlaði
sér að berjast. Og það gerði hún svo
sannarlega. Oft kom hún á óvart –
fann einhvern aukakraft þegar allir
héldu að nú væri tíminn kominn. Ég
hugsaði meira að segja einn daginn að
Steinunn ætti eftir að sigrast á sjúk-
dómnum – lifa þetta af. Svo mikill var
krafturinn og baráttuhugurinn.
Að heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga.
Þetta var eitt af spakmælunum
sem Steinunn skrifaði á bloggsíðuna
sína, þar sem hún skrifaði reglulega
og leyfði öllum að fylgjast með sér.
Hverri færslu fylgdi spakmæli. Spak-
mæli um vonir og þrár, og um það
hvers virði lífið er. Þetta skrifaði hún
hiklaust, þótt hún vissi að sjúkdóm-
urinn hefði sigur á endanum.
Mér eru kærar minningarnar úr
Sigurhæð, þar sem Steinunn var að
elda, tónlistin hátt stillt inni í stofu og
við sungum af hjartans lyst. Það var
alltaf glatt á hjalla á vaktinni með
henni, verkin unnin af festu og öryggi
og alltaf stutt í bros og hlátur. Flest í
Sigurhæð minnir á hana, spakmælin
hennar vítt og breitt um húsið, mynd-
ir sem hún föndraði, hennar skipulag
sem var svo traust og gott.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
Steinunni, og ótrúlega stolt yfir því að
hafa fengið að vera í stuðningshópn-
um hennar.
Ég kveð kæra vinkonu með þökk
fyrir samfylgdina, og sendi fjölskyldu
hennar og vinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Birgitta.
Góður félagi og vinkona er fallin
frá. Langt um aldur fram. MND hafði
betur í þetta sinn eins og alltaf áður.
Minning um hjálpsemi, þrautseigju,
kærleika og góð ráð mun lifa um
ókomin ár. Við erum öll ríkari eftir
kynni okkar af Steinunni og fjöl-
skyldu.
Hver dagur þér strýkur sem dýrmætur blær,
hver dagur er lífs okkar veldi.
Í deginum eina hver dögun þín grær,
dagsvonin ljós þitt að kveldi.
Og dagurinn lifir með dásemd, svo hljótt
sem demanti heimurinn skarti.
Mundu að svo fæðist um myrkvaða nótt:
morgunninn dýrðlegi, bjarti.
(J.R.G.)
Megi góður Guð vera með aðstand-
endum öllum og styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Guðjón, Halla og dætur.
Hún Steinunn er dáin. Þegar mér
bárust þessar fréttir, fann ég fyrir
sorg í hjarta og trega yfir því að hún
væri farin, en í leiðinni létti yfir því að
hún hefði fengið hvíldina eftir að hafa
verið undirlögð af erfiðum sjúkdómi
síðustu mánuðina. Ég fann líka fyrir
miklu þakklæti yfir því að hafa fengið
tækifæri til að kynnast henni og feng-
ið að vera aðnjótandi elsku hennar og
umhyggju og dugnaðar í starfi henn-
ar við umönnun fatlaðra einstaklinga
á sambýlinu á Sigurhæðum 12 í
Garðabæ.
Hún Steinunn starfaði á sambýlinu
í nokkur ár og meðal annars annaðist
hún son minn Ísak af svo einstakri
umhyggju og natni að mér er orða
vant. Hún setti hjartað í starf sitt og
sinnti starfi sínu með þvílíkum mynd-
arbrag, var svo sannarlega húsmóðir
á stóru heimili, óþrjótandi orkubolti,
setti upp heilu veislurnar þegar það
voru afmæli, jólaboð og annað.
Mikið var ég glöð að frétta að hún
skyldi hafa farið til Egyptalands að
sjá píramítana eftir að hún veiktist,
með öllum börnunum sínum, en ég
vissi að það var hennar stærsti
draumur.
Ég er þakklát fyrir stundina okkar
saman á heimili hennar fyrir jólin og
fannst þetta vera kveðjustund, en ald-
eilis ekki, ég hitti hana í bíó með börn-
um sínum ekki alls fyrir löngu, ekki af
baki dottin, konan sú, það var gott að
hitta hana aftur. Hún tók sjúkdómn-
um með æðruleysi eins og öllu þessi
kona og okkur sem eftir lifum finnst
hún hafa verið allt of ung til að deyja,
en við stjórnum víst ekki framvindu
lífsins, það verður örugglega tekið vel
á móti henni annars staðar, hún hvílir
í Guðs faðmi umvafin ljósi og friði,
það veit ég.
Ég votta börnum Steinunnar og
fjölskyldu samúð mína, Guð veri með
ykkur öllum.
Minningin um yndislega konu lifir í
mínu hjarta og ég færi þakkir.
Guðbjörg Guðjónsdóttir.
Er aleinn gekk ég á lífsins leið,
ég leiðsögn fékk, svo að hún varð greið.
Þá ljóst það varð mér, að líf mitt er
sem ljós á kyndlinum, sem ég ber.
Ég hugsa ekki um bernskubrek,
né brostnar vonir ég upp mér vek.
Að lifa í nútíð mér nauðsyn er
og njóta þess, sem að höndum ber.
Ég engar sorgir í hjarta hef,
en huggun öðrum ég fremur gef.
Ég óttast ekki minn innri mann
og elska hann, eins og náungann.
(Benedikt Bogason.)
Síðasti strengurinn í hörpunni
hennar Deidýar okkar er slitinn.
Megi Guð og góðir englar leiða og
styrkja börnin hennar og fjölskyldur
þeirra, móður og aðra aðstandendur
þessarar mætu konu. Einnig sendum
við öllum MND-félögum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, nú þegar
enn einn félagi er fallinn í valinn fyrir
þessum hræðilega sjúkdómi.
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Þorgils Ingvarsson
og fjölskylda.
Elsku Steinunn mín.
Mig langaði til að þakka þér fyrir
þann tíma sem við höfum þekkst. Það
sem mér finnst lýsa þér best er
hversu dugleg þú varst. Allan tímann
sem við unnum saman kom ekki fyrir
að þú værir veik. Við gerðum oft grín
að því í Sigurhæð að af öllu starfsfólk-
inu varst þú elst en samt í langbesta
forminu. Það hafði enginn roð við þér
í göngutúrunum þegar þú arkaðir
áfram með einhvern í hjólastól. Þú
hlóst bara að okkur hinum þegar við
vorum orðnar eldrauðar og rennandi
sveittar.
Alltaf þegar þú mættir í Sigurhæð
var tónlistin sett á fullt og það mátti
heyra hlátur óma um húsið. Það fór
sko ekki á milli mála hver var mætt.
Maður sá líka alla íbúana lyftast upp.
Mjög oft labbaðir þú í vinnuna úr öðr-
um enda Hafnarfjarðar yfir í hinn
endann á Garðabæ, á sumrin komstu
oft við einhvers staðar og nældir þér í
blóm til að skreyta í Sigurhæðinni.
Þetta gerði staðinn svo heimilislegan
og hlýjan.
Ég trúi því að þú sért komin á góð-
an, hlýjan stað þar sem er alltaf sum-
ar og sól, þar sem er falleg náttúra og
þú þarft aldrei að fara inn. Ég trúi því
líka að pabbi þinn hafi tekið vel á móti
þér og þú getir aftur farið að syngja
eins og þú varst vön.
Þín verður sárt saknað af mér,
gamla starfsfólkinu í Sigurhæð, íbú-
um og aðstandendum. Ég ætla því að
kveðja þig núna en þú munt alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta mínu sem
ótrúlega dugleg kona sem alltaf fylgdi
mikil gleði og birta.
Ég vil ljúka máli mínu með að votta
fjölskyldu þinni og vinum samúð
mína.
Elín Hulda, Steingeit.
Ég kynntist þér elsku Deidý mín í
sveitinni þar sem við bjuggum í mörg
ár. Síðan fluttum við báðar í burtu, þú
til Danmerkur og ég á Selfoss. Svo
fluttum við báðar á Reykjavíkur-
svæðið á svipuðum tíma og höfðum þá
samband aftur.
Þú varst ótrúlega lífsglöð mann-
eskja. Alltaf í góðu skapi. Sama á
hverju gekk þá gast þú séð björtu
hliðarnar á hlutunum.
Þú bjóst yfir þeim hæfileika að geta
ort vísur og einnig skrifaðir þú barna-
sögur sem verða gefnar út bráðum,
en þessu varst þú ekkert að flíka.
Fyrir rúmu ári greindist þú með
MND-sjúkdóminn, samt léstu ekkert
stoppa þig. Þú ferðaðist um allan
heiminn og naust þess að vera með
fólki.
Þú varst algjör hetja í þínum veik-
indum, kvartaðir aldrei og varst alltaf
jafn hress.
Elsku Deidý mín, ég er mun ríkari í
sálu minni eftir að hafa kynnst þér og
fylgst með þér í þínum veikindum og
hvernig þú tókst á þeim. Eins er ég
mjög glöð að hafa verið ein af Stein-
geitunum. Elsku Deidý mín, þegar
minn tími kemur þá tekur þú á móti
mér og þá skemmtum við okkur sam-
an.
Elsku Lísa, Fía, Maja, Einar Geir,
Bryndís og aðrir aðstandendur. Ég
votta ykkur samúð mína.
Guðbjörg frá Hömrum.
Enn ein hetjan er fallin.
Deidý systir æskuvinkonu minnar
og æskuvinkona systur minnar er lát-
in eftir hetjulega baráttu við hinn
vægðarlausa sjúkdóm MND.
Deidý var fædd og uppalin í Borg-
arnesi, næstelst fjögurra systkina.
Uppalin á þeim tíma þegar Borgar-
nes var lítið og allir þekktu alla og all-
ir krakkar léku sér saman úti á kvöld-
in. Uppalin undir verndarvæng góðra
foreldra, Borgu sem lifir dóttur sína í
hárri elli og Geira, sem lést langt um
aldur fram.
Deidý og Stína systir voru jafnöldr-
ur og voru ótrúlega samstiga í lífsbar-
áttunni. Giftust báðar 17 ára gamlar
og eignuðust sínar fyrstu dætur með
nokkurra mánaða millibili og tveimur
árum síðar þær næstu. Þá þótti okkur
Dísu vinkonu stóru systurnar vera
orðnar fullorðnar konur.
Deidý flutti síðar í Reykholt þar
sem hún bjó meiri hluta ævi sinnar og
eignaðist þar þrjá gullmola til viðbót-
ar. Bjó þar og starfaði og ól upp börn-
in sín við mikið ástríki, sem hún sann-
arlega fékk til baka frá þeim eftir að
hún veiktist.
Það sem einkenndi Deidý í mínum
huga var fyrst og fremst hlýja, húmor
og hlátur, þessi smitandi hlátur sem
hún og systkini hennar og mamma
þeirra áttu svo mikið af. Þessum eig-
inleikum tapaði hún ekki í þrauta-
göngu síðasta árs, þar sem hún tókst
á við sjúkdóminn af algjöru æðruleysi
og lét hann ekki standa í vegi fyrir því
sem hún ætlaði sér að gera. Hún fór
með börnum sínum til Egyptalands,
fór til Skotlands í haust og vonaðist til
að komast til sólarlanda í vor. Fór í
leikhús og bíó og var virk í MND-
félaginu sínu.
Hún gaf okkur öllum svo mikið sem
fylgdust með skrifum hennar á netinu
um líðan sína og sinna. Hún endaði
hvern dag með gullkorni og oft vísum
sínum, gömlum og nýjum, en hún var
mjög hagmælt.
Það er svo einkennilegt að úr Borg-
arnesi æsku okkar eru fimm konur,
nánast jafnöldrur, fallnar frá á rúmu
ári og um leið og við kveðjum Deidý
minnumst við þeirra allra, Haddýjar
Einars, Fríðu Héðins, Stínu systur og
Dísu Guðmunds, og vottum aðstand-
endum þeirra samúð okkar. Þær voru
hver annarri skemmtilegri og ef svo
er að fólk hittist hinum megin, þá er
víst að þar er nú orðið gaman.
Elsku börn, tengdabörn og barna-
börn, þið hafið sýnt einstakan styrk
og samheldni í veikindum mömmu
ykkar. Ykkar veganesti frá henni er
hlýja og glaðværð.
Ykkur öllum og elsku Borgu, Dísu,
Tolla, Maju og fjölskyldum sendum
við mamma, Helga systir og ég okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Biðjum
Guð að blessa Deidý og leiða hana á
ljóssins vegum.
Sigurlaug Halldórsdóttir.
STEINUNN
GEIRSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta