Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 2006Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurGeir Ólafsson fæddist á Litla- Hrauni á Eyrar- bakka 22. ágúst 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorbjörg Sigurðar- dóttir, f. 7.8. 1873, d. 18.2. 1940, frá Neistakoti á Eyrar- bakka, og Ólafur Sigurðsson söðla- smiður, f. 7.11. 1879, d. 6.4. 1951, frá Breiðabólstað á Síðu. Systkini Guðmundar Geirs voru: Sigurður Óli, f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, Sig- urgeir, f. 21.8. 1898, d. 16.6. 1910, Hans Jörgen, f. 17.2. 1900, d. 16.11. 1983, Sigríður Guðmunda, f. 28.10. 1902, d. 14.11. 1972, Arilíus, f. 20.4. 1904, d. 6.10. 1949, og Gíslína Mar- grét, f. 22.8. 1911, d. 22.8. 1992. Guðmundur Geir kvæntist 30. okt. 1937 Elínborgu Sigurðardótt- ur, f. 25.8. 1913, d. 5.11. 1993, frá Skuld í Vestmannaeyjum. Foreldr- ar Elínborgar voru Ingunn Jónas- 15 ára gamall fór Guðmundur Geir að vinna í apótekinu á Eyr- arbakka, þá voru 11 verslanir á Eyrarbakka. Árið 1935 fór hann, þá 24 ára gamall, til Vestmanna- eyja og vann þar í apótekinu til 1941. Hinn 22. apríl 1936 gekk hann í Oddfellow-regluna Herjólf nr. 4 í Vestmannaeyjum. Guð- mundur Geir er stofnandi Oddfel- low-reglunnar Hásteins nr. 17 á Selfossi. Árið 1941 flutti hann á Selfoss og gerðist meðeigandi í S.Ó. Ólafsson & co. hf. Árið 1964 var Kaupfélagið Höfn stofnað og þar starfaði hann til 1991, þá 80 ára. Þegar Guðmundur kom á Sel- foss var hann mjög athafnasamur við öll félagstörf, þar á meðal var hann formaður og gjaldkeri UMF. Selfoss, stofnandi Oddfellow-regl- unnar Hásteins nr. 17 á Selfossi, stofnandi Bridsfélags Selfoss og stofnandi Lionsfélags Selfoss. Hann var gjaldkeri Félags eldri borgara í 17 ár, félagi í Hersi, fé- lagi ungra sjálfstæðismanna á Sel- fossi, og í Sjálfstæðisfélaginu Óðni á Selfossi. Hann var gerður að heiðursfélaga í þessum félögum. Einnig var hann hluthafi í Prent- smiðju Suðurlands og var í stjórn þar í fjölda ára. Útför Guðmundar Geirs verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. dóttir, f. 23.11. 1883, d. 28.4. 1960, og Sig- urður Pétur Odds- son, f. 28.3. 1880, d. 10.5. 1945, útvegs- bóndi frá Skuld í Vestmannaeyjum. Guðmundur Geir og Elínborg bjuggu á Stað, sem nú er Sig- tún 3 á Selfossi, til 1986. Þá fluttust þau í Háengi 3 og bjuggu þar til ársins 1994 er hann flutti í Græn- umörk 5. Börn þeirra eru: 1) Erla, f. 1938, eiginmaður Gunnar Guðnason, börn þeirra eru Guðmundur Geir, Elínborg, Jónína og Hafdís, barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin fjögur. 2) Sig- urður Pétur, f. 1939, dó þriggja daga gamall. 3) Ólafur Þorbjörn, f. 1947, kvæntur Hrafnhildi Guð- mundsdóttur, börn þeirra eru Magnús Már, Bryndís, Hugrún og Arnar Freyr, barnabörnin eru sjö. 4) Ingunn, f. 1951, sambýlismaður hennar er Sigurður Karlsson, hennar barn er Þórdís og barna- börnin eru þrjú. Kær tengdafaðir minn, Guðmund- ur Geir Ólafsson, hefur lokið hér sinni jarðvist. Hann gerði það fallega og með reisn, ef hægt er komast svo til orða er andlát ber að höndum. Ekki man ég gjörla þann dag er ég kynnt- ist Guðmundi Geir fyrst, en það mun hafa verið um miðbik síðustu aldar. Hann var þá kaupmaður í verslun sinni Höfn hér á Selfossi, sem hann átti og rak ásamt fleirum. Ekki óraði mig þá fyrir því að ég ætti eftir að verða tengdasonur hans þegar fram liðu stundir, en heilladísir mínar hafa ráðið svo til nú síðustu níu árin. Það var stórkostlegt að kynnast þessum aldna höfðingja náið, fullum af glettni og lífsgleði, að ógleymdum sögum frá fyrri tíð, en hann kom víða við á langri lífsleið, var búðarsveinn á Eyr- arbakka, vann í Apóteki í Vest- mannaeyjum, ásamt mörgu fleiru, áð- ur en hann hóf kaupmennsku hér. Guðmundur Geir var mikill félags- málamaður og kom víða við í þeim efnum, ég læt öðrum eftir að tíunda þá hlið mála. Langar aðeins að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um jákvæða, trausta manni, sem aldrei lagði öðrum nema gott til, njóta ótal góðra stunda með honum og hans fólki. Þessi maður var höfð- ingi og gleðigjafi alla sína löngu ævi. Ég sendi börnum hans, tengdabörn- um og öðrum aðstandendum, að ógleymdri Soffíu vinkonu hans sem reyndist honum svo stórkostlega á ævikvöldinu, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs manns. Sigurður Karlsson. Elsku afi og langafi. Þú kvaddir þennan heim á þinn einstaka hátt, hljóðlega, fallega og án nokkurs um- stangs. Sá eiginleiki að geta séð það já- kvæða við allt og alla er einstakur. Þannig einstaklingur varst þú. Þú varst alltaf glaðlegur og kátur, æv- inlega var stutt í brosið og á góðri stundu kom oft ein góð saga. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig hallmæla nokkrum manni, þú tal- aðir alltaf um það jákvæða í fari hvers og eins og þá skipti engu máli hvort þú varst sammála viðkomandi í póli- tík eða á öðrum vettvangi. Að segja sögur var nokkuð sem þér var í blóð borið og alltaf voru þessar sögur sagðar á réttum stað og á réttum tíma og alltaf voru þær jákvæðar þannig að allir hrifust með. Þessir eiginleikar sem að ofan greinir hafa síðan væntanlega átt þátt í því hve heilsuhraustur þú varst alla þína ævi. Þegar við systkinin vorum á unga aldri og komum í heimsókn á Stað þá fengum við að leika okkur um allt húsið, niðri í kjallara og uppi á háa- lofti þar sem hinir ýmsu hlutir voru geymdir og þóttu mjög áhugaverðir. Húsið var oft eins og eftir sprengju- árás eftir svona heimsókn en að þú værir að eyða orku í það að skamma okkur, það var ekki þinn stíll. Það var alltaf ákaflega gott að heimsækja þig, þú hafðir mjög góða nærveru. Þú fylgdist með öllu fram undir það síðasta, vildir vita um hagi barnanna og hvað við værum að fást við. Þú varst víðlesinn og þótti gaman að spjalla um bækur og handfjatla þær enda varst þú orðinn góður bók- bindari. Þú lánaðir okkur oft gamlar bækur heim til skoðunar en vissir alltaf nákvæmlega hvaða bækur það voru og innheimtir þær ef það dróst á langinn að skila þeim. Við vitum að þú munt fylgjast með okkar ferð í lífinu og við óskum þér góðrar ferðar í ferðalaginu sem okkur öllum er ætlað að lokum, þar mun amma örugglega bíða þín með útbreiddan faðminn og leiða þig áleiðis. Við þökkum þér fyrir samfylgdina. Guðmundur Geir og fjölskylda. Kær föðurbróðir minn Guðmundur Geir Ólafsson er látinn 94 ára að aldri. Margs er að minnast eftir löng og góð kynni. Hann var fimmtán ár- um yngri en faðir minn Sigurður Óli Ólafsson en samband þeirra var mjög náið og traust. Guðmundur Geir bjó í Vestmannaeyjum í nokkur ár og vann þar í Apótekinu. Það voru góð ár fyrir hann ekki síst fyrir það, að þar kynntist hann konuefni sínu El- inborgu Sigurðardóttur, sem var eitt af hinum mætu Skuldarsystkinum. Elinborg og Guðmundur Geir giftu sig árið 1937, en fluttust á Selfoss árið 1941 með Erlu fyrsta barnið sitt. Það var mikil ánægja hjá minni fjölskyldu en ekki síður afa Ólafi Sigurðssyni söðlasmið að þau skyldu setjast hér að, en amma mín Þorbjörg Sigurð- ardóttir lést árið 1940 og bjó afi á Stað við Sigtún en það reisulega hús byggði hann fyrst á Eyrarbakka en flutti það síðan á Selfoss, þegar þau amma Þorbjörg og hann fluttu þang- að. Í þetta hús fluttist unga fjölskyld- an og veitti afa birtu og yl á efri árum. Ég man sérstaklega eftir hvað El- inborg og afi náðu vel saman, hann kunni vel að meta dugnað hennar og hlýju. Guðmundur Geir keypti hlut í fyr- irtæki föður míns og afa Guðmundar Guðmundssonar kaupmanns á Sel- fossi, S. Ó. Ólafsson & Co, sem alltaf var kallað Höfn eftir nafni hússins. Annar meðeigandi kom líka inn í fyr- irtækið á þessum tíma en það var Arnold Pétursson, sem kvæntur var móðursystur minni Kristjönu Hrefnu Guðmundsdóttur. Þau byrjuðu einnig búskap hér á Selfossi á Stað með tvær dætur sínar og leið afa Ólafi vel í návist þeirra allra. Fyrirtækið Höfn var sveitaversl- un, þar sem allt fékkst, frá títuprjón- um upp í landbúnaðartæki og margt þar á milli. Guðmundur Geir var mjög vinsæll í starfi og laðaði viðskiptavini að sér með lipurð og glaðværð. Hann var sístarfandi, mikill gleðigjafi, traustur og áreiðanlegur. Þessir eig- inleikar urðu til þess að hann var eft- irsóttur í félagsmálin hér á staðnum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum alla tíð og vann mikið fyrir flokkinn fyrr á árum. Hann lagði fram krafta sína í Ungmennafélagi Selfoss til margra ára og var m.a. formaður þess í þrjú ár. Hann var frábær bridsspilari og var einn af stofnendum Bridsfélags Selfoss. Einnig var hann einn af stofnendum Lionsklúbbs Selfoss og þar starfaði hann um árabil. Félag eldri borgara á Selfossi naut krafta hans á mörgum sviðum, þar vann hann mikið og óeigingjarnt starf sem gjaldkeri félagsins í mörg ár. Guðmundur Geir gekk í Oddfellow- regluna í Vestmannaeyjum 22. apríl 1936. Þegar bræðrastúka var stofnuð hér á Selfossi var hann einn af stofn- endum hennar. Oddfellowregluna mat hann mikils og hlaut hann marg- an heiður innan hennar. Árið 1975 var maðurinn minn Kol- beinn I. Kristinsson ráðinn til Hafnar og var Guðmundur Geir þá í fullu starfi á skrifstofu fyrirtækisins. Hann hætti störfum um áttrætt, þá búinn að vinna í 50 ár við fyrirtækið. Öll þessi ár vann hann af dyggri trú- mennsku og ósérhlífni og eru honum færðar bestu þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu Hafnar alla tíð. Síðustu árin bjó Guðmundur Geir í Grænumörk 5, Dvalarheimili aldr- aðra á Selfossi. Þar fór vel um hann í hlýlegri og fallegri íbúð. Þar kynntist hann mörgu góðu fólki, meðal annars Soffíu Ólafsdóttur, sem varð góð vin- kona hans og gerði það kleift að hann dveldi til æviloka á sínu heimili, sem var ómetanlegt. Börn Elinborgar og Guðmundar Geirs eru þrjú, Erla, Ólafur Þorbjörn og Ingunn, allt mannkostafólk, sem eiga sína afkomendur og var afinn stoltur af þeim öllum og veit ég að þau voru öll stolt af traustum föður og góðum afa. Við Kolbeinn og fjölskylda okkar færum þeim öllum innilegar samúð- arkveðjur. Að lokum þökkum við Kolbeinn Guðmundi Geir fyrir langa, trausta og skemmtilega samveru alla tíð. Guð blessi minningu hans. Þorbjörg Sigurðardóttir. Í dag kveðja Hásteinsbræður með söknuði heiðursfélaga sinn, Guðmund Geir Ólafsson. Guðmundur Geir Ólafsson var fæddur að Litla Hrauni Eyrarbakkahreppi hinn 22. ágúst 1911 og því á 95. aldursári þegar hann lést. Árið 1933 flyst Guðmundur Geir til Vestmannaeyja og fer að vinna þar í Apóteki Vestmannaeyja. Árið 1936 hinn 22. apríl vígist hann í Oddfellow- stúkuna nr. 4 Herjólf, þá á 25. aldurs- ári. Guðmundur Geir hefði því átt 70 ára starfsafmæli í reglunni, hinn 22. apríl næstkomandi og var hann lík- lega með lengstan feril í Oddfellow- reglunni hér á landi og líklega í Evr- ópu. Líklega er það einsdæmi innan reglunnar á Íslandi og þótt víðar væri leitað að menn nái svo háum starfs- aldri og séu virkir í starfinu. Til stóð að heiðra Guðmund Geir sérstaklega af þessu tilefni og hlakkaði hann mjög til tímamótanna. Því miður ent- ist honum ekki aldur en bræður munu samt sem áður heiðra minn- ingu hans á vígsluafmælinu. Guðmundur var einn af stofnfélög- um stúkunnar Hásteins á Selfossi, ár- ið 1992, gerður að heiðursfélaga 28. apríl 1999 og gegndi embætti í stúk- unni allt til ársins 2004 þá 93 ára. Alla tíð ötull og virkur í starfinu, hvort sem voru fundir, skemmtanir eða ferðalög, þótt aldurinn væri hár. Ávallt hress í bragði og sló á létta strengi hvenær sem tækifæri gafst. Guðmundur var hvers manns hug- ljúfi, hafði geislandi nærveru og yngri bræður sóttu í félagsskap hans. Aldrei heyrðist hann leggja illt til nokkurs manns eða málefnis. Sannur og traustur Oddfellowi í alla staði. Það er sjónarsviptir að slíkum öð- lingi, en minningin lifir um ljúfan dreng. Hásteinsbræður þakka af alhug ánægjulegar samverustundir og virka þátttöku í starfinu. Aðstand- endum öllum senda þeir innilegar samúðarkveðjur. F.h. Hásteinsbræðra Sigurður Jónsson. „Hljóður er hygginn maður.“ Guðmundur Geir kvaddi á hljóðlát- an hátt hinn 21. mars. Síðasta fimmtudaginn sat hann við spilaborð- ið með félögum sínum og spilaði lom- ber með glettnissvip. Hæsta sögn í spilinu er „over“. Þá eru spilin lögð á borðið og engan slag má taka ef spilið á að vinnast. Nú hefur hann fengið dýrmætustu gjöfina í spili lífsins, lagt þau á borðið og sagt „over“. Í ágúst n.k. hefði hann náð 95 ára aldri. Lífshlaup hans var óvenju langt og farsælt. Hann var afkastadrjúgur starfsmaður í hverju verki. Hann skipaði heiðurssæti í félagi eldri borgara á Selfossi, fyrst sem stofnfélagi og strax sem fjárgæslu- og fjáröflunarmaður í sautján ár, en síðustu árin sem sérstakur heiðurs- félagi. Gætni hans, hyggindi og hagsýni komu þessu félagi á traustan rekstr- argrunn. Öll hans fjárgæsla var sann- gjörn og örugg, nýtni kom í stað spar- semi, hagsýni kom í stað eyðslu. Fram til síðustu stundar var opin leið að leita ráða hjá honum, fá upplýs- ingar um forsendur í rekstri og skipulagi í félagsstarfinu. Það var notalegt að hafa hann í návist sinni. Guðmundur veitti skýr og ákveðin skilaboð í hverju máli. Á sama hátt tafði hann ekki lengi eftir að tilkynn- ing um brottfarartíma barst til hans. Hann kvaddi hljóður og háttvís. Það eru hlýjar kveðjur og þakkir sem okkur eru efst í huga á kveðju- stundu. Félag eldri borgara á Selfossi vott- ar niðjum hans og nákomnum vinum mildiríka samúð. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Þórarinsson. GUÐMUNDUR GEIR ÓLAFSSON Afi minn var mikill fiskikall. Ég held að maður eigi ekki að vera mikið leiður lengi yfir dauða VILHJÁLMUR ÁRNASON ✝ VilhjálmurÁrnason fæddist á Skálanesi við Seyðisfjörð hinn 15. september 1917. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi hinn 8. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 17. mars. manna vegna þess að þeir eru enn þá hjá manni. Maður bara sér þá ekki. Mér þótti rosalega vænt um afa enda var hann bæði fyndinn og skemmtilegur. Alltaf þegar við komum í heimsókn var til eitt- hvert gott hjá afa (nammi). En besta nammið hans afa var þó fisk- ur. Ég held að ég hafi aldrei þekkt eins mikinn fiskikall og afa. Afi var líka mikill golfari og það var mjög gaman að fara með hon- um í golf. Mér finnst hann vera besti golfari í heimi! Fyrir nokkrum árum var ætt- armót á Seyðisfirði. Þá kom ég í fyrsta sinn á Seyðisfjörð og þar eignaðist ég góða vini, bæði fólk og dýr. Eftir það fór ég oft í sveit á Hánefsstöðum og alltaf þegar ég var þar hugsaði ég beint til afa. Ég hef líka leikið mér í fjörunni sem afi lék sér í þegar hann var lítil. Afi var svo góður við mig og alla aðra og það var svo gaman að vera með honum. Mér finnst eins og hann sé ennþá hjá mér að passa mig. Ég vil bara segja þér, afi, að það eru ekki til betri afar en mín- ir. Og þú verður alltaf hjá mér. Steinunn Arinbjarnardóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 90. tölublað (01.04.2006)
https://timarit.is/issue/284299

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

90. tölublað (01.04.2006)

Iliuutsit: