Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini þann 17. maí. Njóttu sumarsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 17. maí frá kr. 29.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. kr.29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. ENGIN ástæða er að svo komnu máli að til að varast innflutt alifugla- kjöt sem er á boðstólum matvöru- verslana. Þetta segir Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir. Bendir hann á að allt innflutt fuglakjöt hafi verið fryst í alla vegna mánuð áður en leyfður er innflutningur á því hingað til lands, þannig að þeir fuglar sem nú séu í búðum hafi verið drepnir nokkrum vikum eða mánuðum áður en fuglaflensa af H5N1-stofni greindist í villtum fugli í helstu inn- flutningslöndum okkar. Sem kunnugt er bjóða matvöru- verslanir reglulega upp á frosnar skoskar akurhænur, rjúpur, lyng- hænur og fasana. „Hins vegar gildir um allt fuglakjöt, hvort heldur það er alifuglakjöt, af villtum fugli, innlent eða innflutt, að fólk á að hafa vit á því að sjóða eða steikja kjötið vel,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs ber að gera mik- inn greinarmun á því hvort smit greinist í villtum fugli eða alifugli. „Þannig er almenna reglan sú frá Al- þjóðadýraheilbrigðisstofnuninni að meðan fuglaflensa hafi aðeins greinst í villtum fugli í tilteknu landi sé ekki ástæða til að banna innflutn- ing alifuglakjöts frá því landi. Rökin að baki þessu eru að alifuglarækt er algjörlega aðskilin frá villtum fugl- um. Fuglarnir eru í lokuðum húsum þannig að við myndum telja það örugga vöru. Greinist fuglaflensa hins vegar í alifuglaframleiðslunni geri ég ráð fyrir að innflutningur frá viðkomandi landi verði stoppaður, alla vega myndum við leggja það til,“ segir Halldór, en yfirdýralæknir er umsagnaraðili gagnvart landbúnað- arráðherra sem veitir leyfi fyrir inn- flutningi fersks kjötmetis. Engin ástæða til að ótt- ast innflutt alifuglakjöt ELDRI borgarar buðu nemendum Hamrabæjar, elstu deildar Tjarn- arlandsleikskólans á Egilsstöðum, í boccia-keppni fyrir helgi. Ungvið- inu voru kennd handtökin og fram fór býsna spennandi keppni þar sem allir nutu augnabliksins og al- gerlega áreynslulausra samskipta ungs og gamals. Bryndís Skúladóttir, deild- arstjóri á Hamrabæ, segir þetta samstarf við eldra fólkið lið í menn- ingardögum Fljótsdalshéraðs að vori. „Þetta er einnig þáttur í starfi okkar hér á deildinni þar sem lögð er áhersla á að nemendur fái tæki- færi til að öðlast skarpari innsýn í samfélagið sem þeir búa í,“ segir Bryndís. Hamrabæingar hittu gamla fólk- ið í leikfimi í íþróttahúsinu á Egils- stöðum og nutu þar samverunnar, auk þess að liðka sig í leiðinni. Börnin á Hamrabæ ætla svo að bjóða þessum vinum sínum í morg- unkaffi í leikskólann í tilefni sum- arkomu og þá verður slegið upp balli, farið í kokkinn og stiginn vals. Þau ætla sem sagt að dansa saman inn í sumarið. Þau Sigurlaug og Kristmann kenndu krökkunum á Hamrabæ tökin á boccia-boltunum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Dansað saman inn í sumarið ALBERT Eymundsson, bæjarstjóri sveitarfé- lagsins Hornafjarðar, ætlar ekki að taka sæti á framboðslista sjálfstæð- ismanna fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Hann sóttist eftir fyrsta sætinu, en hafn- aði í því þriðja í prófkjöri flokksins um helgina. Halldóra Bergljót Jónsdóttir fékk 222 at- kvæði í fyrsta sætið, en hún og Albert sóttust bæði eftir því sæti. Hall- dóra segist ánægð með sinn hlut. Björn Ingi Jónsson, hlaut 249 atkvæði í fyrsta til annað sætið og Albert hlaut 187 at- kvæði í fyrsta til þriðja sætið. Albert segir það vissulega von- brigði að hafa ekki náð fyrsta sætinu. Hann segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að hann myndi ekki taka sæti á listan- um ef hann næði ekki markmiði sínu. Albert var oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn á árunum 1990 til 1996, en dró sig í hlé, í nokk- ur ár. Hann var svo ráðinn sem bæjarstjóri árið 2000 og hefur gegnt því starfi síðan. Hann gerir ráð fyrir því að láta af því starfi í vor. Halldóra kveðst mjög ánægð með nið- urstöðu prófkjörsins. „Ég sóttist eftir fyrsta sætinu og fékk afgerandi stuðning í það. Ég er ánægð með það traust sem mér er sýnt.“ Hún segir að þetta verði því í þriðja sinn sem hún leiðir lista sjálf- stæðismanna í kosningum í sveitarfé- laginu. Hún tók við sem oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn er Albert hætti árið 1996. Sjálfstæðismenn eru með þrjá full- trúa í stjórn sveitarfélagsins og mynda meirihluta með framsóknar- mönnum. Halldóra telur líklegt að frambjóðendur muni færast upp um eitt sæti, þar sem Albert tekur ekki sæti á listanum. Úrslit eru eftirfarandi: 1. sæti Halldóra Bergljót Jónsdóttir 222 atkvæði 1.–2. sæti Björn Ingi Jónsson 249 at- kvæði 1.–3. sæti Albert Eymundsson 187 at- kvæði 1.–4. sæti Björk Pálsdóttir 210 at- kvæði 1.–5. sæti Einar Karlsson 220 at- kvæði. 1.–6. sæti Halldóra Guðmundsdóttir 274 atkvæði. Samtals kusu 424 í prófkjörinu. Prófkjör sjálfstæðismanna í Hornafirði um helgina Albert Eymundsson Albert Eymundsson tek- ur ekki sæti á listanum SAMEINING tveggja sveitarfélaga á Norðausturlandi, Þórshafnar- hrepps og Skeggjastaðahrepps, var samþykkt í kosningum á laugardag. Af þeim 159 sem kusu í Þórshafn- arhreppi, sögðu 147 já og 12 nei. Alls 298 voru á kjörskrá. Af þeim 66 sem kusu í Skeggja- staðahreppi, sögðu 38 já og 28 nei. Alls 79 voru á kjörskrá. Með sameiningu þessara hreppa verða sveitarfélög landsins 79 talsins þegar gengið verður til sveitar- stjórnarkosninga hinn 27. maí nk. Sameining samþykkt               „FYRIR liggur að unnið verður í kapp við tímann á komandi sumri við framkvæmdir við Kárahnjúka og má sú staða ekki leiða til óeðli- legs álags á verktaka og starfs- menn þeirra,“ segir í ályktun Raf- iðnaðarsambands Íslands, Starfs- greinasambands Íslands, Samiðn og Alþýðusambands Íslands. Hafa félögin óskað eftir því við staðarverkfræðing og aðra eftir- litsaðila að tekin verði saman skýrsla um orsakir þess að aukn- ing hefur orðið á slysum og veik- indum starfsmanna á vinnusvæð- inu við Kárahnjúka undanfarna mánuði. Farið er fram á að í skýrslunni komi fram orsakir þessarar þróunar og tillögur um úrbætur ef í ljós kemur að núver- andi framkvæmd eftirlits með ör- yggismálum sé ekki fullnægjandi. Óskin er sett fram í ljósi þess að umfang framkvæmda á vinnusvæð- inu muni aukast verulega í sumar með mikilli aukningu nýrra starfs- manna, en einnig að upplýsingar liggi fyrir um aukna tíðni slysa og veikinda að undanförnu. Harma félögin þá þau banaslys sem orðið hafa við Kárahnjúka og segja engar upplýsingar liggja fyr- ir um orsakir þeirra. Viðbragða krafist vegna banaslysa við Kárahnjúka BJÖRGUNARSVEITIR á Suður- landi voru kallaðar út á laugardag vegna vélsleðamanns sem fór fram af tuttugu metra hengju við Strúts- öldur norðan við Mýrdalsjökul. Þrjá- tíu björgunarmenn á fjórtán vélsleð- um og fimm björgunarsveitarbílum lögðu af stað til hjálpar en einnig var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar þar sem ekki var hægt að komast að manninum á jeppa en hann lenti ofan í gili. Lenti TF-SIF, smærri þyrla Gæslunnar, á slysstað um klukkan hálfsex og var hinn slas- aði fluttur á slysadeild Landspítal- ans. Hann slasaðist ekki alvarlega. Einnig barst hjálparbeiðni frá ferðamönnum á Mýrdalsjökli en þeir höfðu lent í sprungu á jeppabifreið og óskuðu eftir aðstoð við að ná hon- um upp. Voru björgunarsveitir í Rangárvallasýslu, frá Hellu, Hvols- velli og Landeyjum sendar á snjóbíl og jeppum þeim til aðstoðar. Engan sakaði í óhappinu. Þyrla Gæsl- unnar sótti slasaðan vél- sleðamann FYRIR skömmu fundust tvær kind- ur í Kolbeinsdal í Skagafirði sem hafa að líkindum hafst þar við í allan vetur. Var þar um að ræða vetur- gamla á með lambi frá vorinu 2005. Kolbeinsdalur er afréttur bænda í Viðvíkursveit og Hjaltadal. Kind- urnar fundust þegar bóndinn á Skúfsstöðum fór á vélsleða í Kol- beinsdalinn og varð þeirra var. Fór hópur vélsleðamanna daginn eftir og sótti kindurnar. Eigandi þeirra er Sigurður Sigurðarson, bóndi á Sleitustöðum, og sagði hann þær báðar í ágætum holdum eftir úti- veruna. Mjög snjólétt og góð tíð hef- ur verið lengst af í Skagafirði í vet- ur sem hefur létt kindunum lífsbaráttuna. Síðustu tvær vikur hefur þó snjóað talsvert þannig að menn hafa tekið fram vélsleða sem höfðu verið nánast ósnertir til þessa í vetur. Útigangsfé fannst í Kolbeinsdal ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.