Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 31 DAGBÓK Ámorgun kl. 16.15 í stofu 101 í Odda held-ur Lilja Mósesdóttir fyrirlestur umframþróun þekkingarsamfélagsins ogjöfnuð karla og kvenna. Í erindi sínu segir Lilja frá helstu niðurstöðum þriggja ára rannsóknarverkefnis sem náði til aðildarlanda ESB auk Íslands: „Markmið verkefnisins var að mæla árangur og greina aðgerðir landa til að hrinda í framkvæmd markmiðum ESB um sam- keppnisfært þekkingarsamfélag og aukinn kynja- jöfnuð,“ segir Lilja. „Flestum kemur á óvart að ESB tengi saman samkeppnishæfni þekking- arsamfélagsins og kynjajöfnuð, en athuganir ESB, SÞ og World Economic Forum hafa sýnt að þar sem kynjajöfnuður er mestur er hagsæld meiri. Því er talið að aukin vinnuþátttaka kvenna og aukinn kynjajöfnuður, s.s. í launum, geti tryggt hagvöxt í nánustu framtíð.“ Rannsóknarverkefnið hlaut styrk úr fimmtu rannsóknaráætlun ESB: „Ég mun fyrst og fremst fjalla um eina af niðurstöðum verkefnisins, sem vakið hefur athygli innan framkvæmdastjórnar ESB, en fram kom í rannsókninni að aðildarlönd ESB ná ekki markmiðum sambandsins um þekk- ingarsamfélag og kynjajöfnuð. Þó héldu mörg að- ildarlandanna að kynjajöfnuður myndi koma að sjálfu sér því innan ESB eru konur, að meðaltali, meira menntaðar en karlar og bjuggust menn við að með því að leggja aukna áherslu á hærra þekk- ingarstig, vöxt þjónustugeirans og útbreiðslu upp- lýsingatækni myndi kynjajöfnuður komast á af sjálfsdáðum,“ segir Lilja. „Í okkar mælingum kom í ljós að lönd Suður- Evrópu hafa tekið framförum hvað varðar kynja- jöfnuð, þar sem konum á vinnumarkaði hefur fjölgað. Hins vegar hefur á Norðurlöndum, þar sem hátt hlutfall kvenna er á vinnumarkaði, orðið öfugþróun og mældist minni kynjajöfnuður á vinnumarkaði 2002 en var 1997. Sá aukni ójöfn- uður skýrist hvað helst af því að launamunur kynjanna hefur aukist og ekki hefur tekist að draga úr kynjaskiptingu starfa.“ Lilja bendir á að vísbendingar megi finna um að án aðgerða muni kynjaójöfnuður aukast eftir því sem þekkingarsamfélagið þróast, vegna þeirra breytinga á vinnumarkaði sem þróuninni fylgja: „Hámenntuðum konum fjölgar, en þegar þær veljast í sérfræði- og stjórnunarstörf lenda þær iðulega neðst í launadreifingunni. Launadreifing meðal háskólamenntaðra er mjög mikil, og því eykst í reynd launamunur kynjanna þegar fleiri konur færast upp í þennan starfsflokk.“ Lilja seg- ir aðgerðir til að koma á kynjajöfnuði í rannsókn- arlöndunum ekki hafa verið unnar með nægilegu fjármagni og pólitískum vilja. „Aðgerðir hafa því verið gagnslausar þar sem þær byggja oft ekki á raunhæfu mati á hvað þarf til að tryggja kynja- jöfnuð.“ Jafnréttismál | Fyrirlestur um niðurstöður rannsóknar ESB, Íslands og Ungverjalands Þekkingarsamfélag og kynjajöfnuður  Lilja Mósesdóttir fæddist í Reykjavík 1961. Hún lauk stúd- entsprófi frá VÍ 1981 og BA í viðskipta- og hag- fræði frá Iowaháskóla 1984. Hún lauk mast- ersgráðu í hagfræði frá Sussexháskóla 1988 og doktorsprófi í vinnu- markaðsfræði frá Man- chester-háskóla árið 2000. Lilja kenndi við VÍ, við HA og HR. Hún var hagfræðingur hjá ASÍ og sérfræðingur við Háskólann í Luleå. Frá 1997 hefur hún verið sérfræðingur fyrir framkvæmdastjórn ESB og prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá 2003. Lilja er gift Ívari Jónssyni prófessor og eiga þau einn son. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 10. apríl, ersextugur Ólafur S. Björnsson húsasmíðameistari. Eiginkona hans er Sigríður Ósk Jónsdóttir. Rjóðar kinnar. Norður ♠6543 ♥ÁDG V/Enginn ♦93 ♣ÁD63 Vestur Austur ♠DG9 ♠Á107 ♥9862 ♥10753 ♦ÁDG754 ♦K10862 ♣-- ♣4 Suður ♠K82 ♥K4 ♦-- ♣KG1098752 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 1 hjarta 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass Pass Pass Zia og Burns segja margar sögur af Michael Rosenberg í bókinni „Around the World in 80 Hands“. Sem er skilj- anlegt af tveimur ástæðum: Rosenberg er helsti makker Zia og jafnframt mjög frumlegur spilari. „En stundum geng- ur hann fram af sér í snillinni,“ segir Zia og er hlátur í huga. Rosenberg var í suður og fékk út hjarta gegn sex laufum. Það virðist augljóst að spila spaða að kóngnum og reyna þar við tólfta slag- inn, en Rosenberg leist ekki á þann kost í ljósi sagna. Vestur hafði opnað á tígli og EKKI komið þar út, sem benti til að hann ætti gaffal í litnum og aust- ur þar með mannspil - sennilega kóng- inn. Og hvar var opnun vesturs ef hann átti ekki spaðaásinn? Rosenberg ákvað að setja á svið glæfralega blekkingu. Hann tók einu sinni tromp, spilaði næst hjarta tvisvar og henti spaðakóngum heima!! Tók síð- an öll trompin nema eitt. Í þriggja spila endastöðu átti Rosen- berg eftir 82 í spaða og lauftvistinn, en bæði austur og vestur höfðu farið niður á einn spaða og haldið eftir tveimur tíglum. Rosenberg spilaði spaðaáttu og fékk tvo síðustu slagina á svörtu tvistana. „Kinnar roðnuðu við allt borðið, “ segir Zia. „AV voru rauðir af bræði, Rosenberg af skömm og blindur var að springa úr hlátri.“ Og hver skyldi hafa verið blindur? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Góður þulur Í VELVAKANDA hafa undanfarið verið umræður um dönskuframburð. Því vil ég koma á framfæri að mér finnst mjög góður þulurinn Atli Freyr á Rás 1. Hann ber dönskuna mjög vel fram og er ekkert síður góð- ur þulur en Ragnheiður Ásta. Hlustandi. Óafsakanleg framkoma félagsmálaráðherrans – hvar er umboð þeirra Halldórs Grönvold? ÞAÐ sem er tilefni mitt að þessu sinni til bréfs er hin hraksmánarlega og móðgandi frétt Morgunblaðsins, á vef sínum miðvikudaginn 5. apríl, um þá einkaákvörðun Jóns Kristjáns- sonar félagsmálaráðherra og Hall- dórs Grönvold, stjóra hjá Alþýðu- sambandi Íslands, að hleypa hér inn á gafl til starfa, og aldeilis óhindrað, útlendingum héðan og þaðan úr Evr- ópu frá 1. maí næstkomandi, hverra fjöldi er með öngvu móti fyrirséður. Virðist þá Jón og Halldór einu gilda þótt nú sé blika á lofti í atvinnu- málum Reyknesinga t.d. og óveð- ursský margvísleg, fái Brussel-liðar í ýmsum hagsmunasamtökum öllu meira framgengt, en það skal hver Íslendingur gjöra sér grein fyrir, að ýmsir landa okkar hyggja á inngöngu Íslands í svonefnt Evrópusamband, vinnandi stéttum þessa lands til bölv- unar og gremju, sem og okkur þjóð- ernissinnum, af gamla skólanum. 300 þúsunda þjóð okkar gengi af ef yrði. Óskar Helgi Helgason frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum. Líkamsræktarstöð fyrir börn ÉG vil koma þeirri hugmynd á fram- færi að stofnuð verði líkamsrækt- arstöð fyrir börn. Ef krakkar eru t.d. of þungir og vilja létta sig þá gætu þeir fengið ráðleggingar og aðstoð við það á svona stað. Gætu t.d. farið á hlaupabretti og þess háttar. Gunnar, 11 ára. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EIRÍKUR Orri er ungur tromp- etleikari sem hefur vakið nokkra eftirtekt með Stórsveit Reykjavík- ur og í kompaníi Róberts Reyn- issonar á síðustu djasshátíð í Reykjavík. Nú er Róbert Reyn- isson snúinn heim frá dvöl með þýskumælandi og kominn í hóp Ei- ríks Orra ásamt Valda Kolla, Scott McLemore og reynsluboltanum Jóeli Pálssyni, sem var í eins kon- ar gestahlutverki þetta kvöld. Þeir félagar hófu leikinn með Mademoiselle Maraby Miles Davis af In a Silent Way og er þar farið útum víðan völl í takttegundum og hljómum. Miles samdi verkið undir áhrifum frá Jimi Hendrix og mátti heyra þau áhrif enduróma víða í framsæknum djassverkum þess tíma. Ekki verður sagt að þeir fé- lagar hafi bætt neinu við ungfrúna og var flutningurinn frekar á ein- faldari nótunum. Þeir fluttu líka Introspection eftir Monk, lagið var ansi Monklaust í upphafi og vant- aði þessa innri spennu er Monkó- pusarnir búa oftast yfir, en ten- órsóló Jóels var kraftmikill. Þriðja djassklassíkin var eftir Ornette Coleman: Broad Way Blues. Jóel enn með kröftugan blússóló, að þessu sinni á sópran, Eiríkur Orri og Róbert voru nær Coleman í sínum spuna. Andi Ornette sveif líka yfir verki Eiríks Orra Ignitor en í ballöðu hans, Parnasius, ríkti fegurðin. Hann blés í flygilhorn og hefur þegar náð gullfallegum tóni á það hljóð- færi eins og trompetinn, sér- staklega á millisviðinu. Róbert leikur í anda evrópskra fram- úrstefnugítarista en hann er ansi næmur á ballöðurnar og sóló hans í Ignitor geislaði af fegurð. Úlfa- stelpa Valda Kolla var dálítið Ornetteskotinn og bassaleikurinn framúrskarandi. Nýlega er komin út geislaplata með kvartetti Scott McLemore á Freshsound: Found Music. Tvö lög af henni voru leikin á tónleikunum: Safe From The World og At No Cost to You. Vel samin lög hjá Scott og var leikur Valda Kolla sérlega glæsilegur í því síðarnefnda, tónninn fínn og hugsunin melódísk og heilsteypt. Róbert átti einnig tvö lög á efn- isskránni: Kjökolla sem var á þjóð- legum nótum og Akureyri, en það verk lék hann hér með þýsk/ íslenskri hljómsveit sinni Karmel- gebach, á djasshátíðinni í fyrra. Það er kennt við heimabæ hans Akureyri og var samspuni blás- aranna heitur og gítarsóló Róberts spennandi að vanda. Þetta voru sérdeilis frískir og skemmtilegir tónleikar og samspil Valda Kolla og Scotts í hryninum frábært, en hvort þetta sé nýtt ís- lenskt djassafl skal ósagt látið en hafi þeir heiður fyrir að reyna að veita samtímastraumum inn í ís- lenskan djass. Það hafa alltof fáir gert og ótrúlegt að frjálsdjassinn hafi algjörlega siglt framhjá skerinu fyrir næstum hálfri öld. Framsæknir á köflum DJASS Múlinn í Þjóðleikhúskjallaranum Eiríkur Orri Ólafsson, trompet og flyg- ilhorn, Jóel Pálsson, tenór og sópran saxófóna, Róbert Sturla Reynisson, gít- ar, Valdimar K. Sigurjónsson bassa og Scott McLemore trommur. Miðvikudags- kvöldið 5.4. 2006. Eiríkur Orri og félagar Ljósmynd/Guðmundur Albertsson Eiríkur Orri og félagar í góðri sveiflu. Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.