Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 21 ÞEGAR fjallað hefur verið um góð- an árangur í rekstri stofn- ana eða fyrirtækja, eink- um ríkisstofnana, hefur gjarnan verið litið til þess hvort þær hafi haldið sig innan fjárhagsramma. Landspítali – háskóla- sjúkrahús (LSH) hefur sýnt fram á góðan árang- ur í rekstri samkvæmt þessari mælistiku því hann hefur í allmörg ár verið rekinn fyrir nánast óbreytta fjárupphæð mið- að við fast verðlag meðan starfsemin hefur vaxið og eflst. Það er góður árang- ur í rekstri fyrirtækis eða stofnunar af þeirri stærð og umfangi sem Land- spítali – háskólasjúkra- hús er. Í hugum stjórnenda felst góður árangur í rekstri sjúkrahússins ekki síður í að geta sýnt að gæði meðferðar og umönnunar uppfylli þá faglegu staðla sem há- skólasjúkrahús þarf að miða sig við. Þessi faglegu viðmið eru staðlar sem alþjóðavísindasamfélagið og stofnanir á borð við Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina hafa þróað og sett fram. Vegna stærðar sinnar innan íslenska heilbrigðiskerfisins getur LSH að litlu leyti borið sig saman við aðrar stofnanir hérlendis. Til þess að nálgast samanburðarmælingar, sem ekki er hægt að fá innanlands, hafa heilbrigðisstarfsmenn LSH gert ótal vísindarannsóknir í alþjóðlegri sam- vinnu þar sem árangur meðferðar og umönnunar er metinn og borinn sam- an. Niðurstöðurnar hafa yfirleitt verið mjög jákvæðar fyrir sjúkrahúsið. Þær hafa sýnt að árangur læknismeðferðar á LSH stendur oftar en ekki jafnfætis því sem best gerist í samanburðar- löndunum. Birting slíkra niðurstaðna takmarkast að mestu leyti við flutning erinda á fagráðstefnum fyrir heil- brigðisstarfsfólk eða birtingu greina í fagtímaritum og koma þær því oftast aðeins fyrir sjónir fagfólks. Annar annmarki slíkra vísindarannsókna er að þær takmarkast við ákveðið tíma- bil, þ.e. meðan rannsóknin stendur yf- ir, og svara því ekki endilega þeirri spurningu hvort sjúklingar geti treyst því að meðferð og umönnun frá degi til dags sé alltaf í samræmi við nýjustu þekkingu. Fagfólki hefur lengi verið þessi tak- mörkun ljós og á undanförnum árum hafa í vaxandi mæli verið þróaðar ár- angursmælingar í heilbrigðisþjónustu til að meta hvort faglegir gæðastaðlar séu uppfylltir, á svipaðan hátt og gert er með töflum og línuritum til að lýsa þróun útgjalda og tekna. Þessir árangursmælikvarðar nefnast gæða- vísar. Þeim er ætlað að sýna hvort gæði þjónustu uppfylli fagleg viðmið og gefa þannig vísbendingu um að þjónusta sé alltaf í samræmi við nýj- ustu þekkingu. Þeir eru unnir og þró- aðir út frá vísindalegri og gagnreyndri þekkingu og eiga því að vera rétt- mætir, áreiðanlegir, einsleitir og ekki óvissa um túlkun þeirra. Þrátt fyrir vandaðar skilgreiningar á gæðavísum verður samt að gæta varúðar í sam- anburði milli landa því oft er munur á því hvernig heilbrigðisþjónusta er skipulögð og veitt, jafnvel innan Norð- urlanda. Með þetta í huga hafa stjórnendur LSH ákveðið að leggja aukna áherslu á faglegar árangursmælingar til að fá vísbendingar um hvort rekstur sjúkrahússins standist samanburð við háskólasjúkrahús af svipaðri stærð og gerð. LSH á aðild að margháttuðu er- lendu samstarfi um gæðavísa og er til dæmis í vinnuhópi norrænu ráðherra- nefndarinnar um þróun, val og innleið- ingu samnorrænna gæðavísa. Einnig er unnið að því að tengjast sam- norrænum gagnabönkum um einstaka þætti í læknisfræðilegri þjónustu til að fá samanburð á gæðum þjónustu á LSH innan sértækra sjúkdóma- flokka, svo sem vegna hjarta- sjúkdóma. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hef- ur á undanförnum ár- um þróað gæðavísa til að bera saman innihald og gæði heil- brigðisþjónustu í að- ildarlöndum sínum og nokkrum öðrum löndum. Margir þeirra eru faglegar árangursmælingar í rekstri sjúkrahúsa. Hér eru þrjú dæmi og tölurnar í töfl- unum eru landsmeð- altöl. Gæði meðferðar og umönnunar sjúklinga sem legið hafa á sjúkrahúsi vegna ým- issa bráðra sjúkdóma má mæla með því að reikna út hlutfall þeirra sem látast inn- an 30 daga frá grein- ingu. OECD hefur birt slíkar tölur sem LSH getur borið sig saman við. Hafa verður í huga að töflurnar gefa fyrst og fremst vísbendingar því skráning er ekki samræmd milli landa. Þrátt fyrir allar takmarkanir gefa tölurnar fyrir brátt hjartadrep og heilablóðfall af völdum blóðtappa sterkar vísbendingar um að gæði þjónustu LSH séu vel viðunandi en síðasta mælingin gefur vísbendingu um að sjúkrahúsið geti bætt sig. Samkvæmt stefnumótun LSH er það ásetningur stjórnenda að þróa enn frekar faglega árangurs- mælikvarða. Þannig liggja ávallt fyrir mælingar sem gefa sjúkling- um, aðstandendum, starfsfólki og heilbrigðisyfirvöldum vísbendingar um hvort LSH sé faglega vel rekið háskólasjúkrahús sem stenst alþjóð- legan samanburð. Árangur í þjón- ustu LSH metinn með gæðavísum Eftir Leif Bárðarson ’Samkvæmtstefnumótun LSH er það ásetningur stjórnenda að þróa enn frekar faglega árang- ursmælikvarða.‘ Leifur Bárðarson Höfundur er yfirlæknir deildar gæða- mála og innri endurskoðunar LSH. Tafla 1 Hlutfall sjúklinga með brátt hjartadrep sem lát- ast innan 30 daga miðað við komur á sjúkrahús Viðmið Danmörk 6,5% LSH 6,7% Mexíkó 23,1% Noregur 9,0% Portúgal 12,0% Svíþjóð 11,5% Tafla 2 Hlutfall sjúklinga með heila- blóðfall af völdum blóðtappa sem látast innan 30 daga mið- að við komur á sjúkrahús Viðmið Danmörk 6,9% LSH 6,30% Mexíkó 7,1% Noregur 8,0% Portúgal 12,2% Svíþjóð 4,6% Tafla 3 Hlutfall sjúklinga með heila- blóðfall af völdum blæðingar í heila sem látast innan 30 daga miðað við komur á sjúkrahús Viðmið Danmörk 25,4% LSH 39,2% Mexíkó 19,4% Noregur 22,0% Portúgal 25,0% Svíþjóð 6,4% þess að styrkja þá. Margir að þeir sem glímt hafi við n séu veikburða og þoli lítið að loknum. Þannig er komið fram nast eins og það sé brothætt. sa fannst mér nauðsynlegt að a þessa fjallgöngu til að sýna á að krabbameinssjúklingar eru kir einstaklingar sem geta tek- amlega erfiða hluti.“ Van Heukelom var gerð heim- m leiðangurinn á tind Aconca- r hún einnig stefnt að því að damynd um Grænlandsleiðang- hún sér fyrir sér að sýnd verði lum og aðgengileg þeim sem st við krabbamein. það skipti gríðarlega miklu máli fyrir fólk þegar það er sem veikast og kannski sem vonlausast að fá innsýn í hvað beðið getur að veikindum loknum. Mik- ilvægt er að gefa sjúklingum von og inn- blástur og sýna þeim fram á að það felst enginn dauðadómur í því að greinast með krabbamein,“ segir Van Heukelom og leggur áherslu á gildi hreyfingar fyrir krabbameinssjúklinga. Berst fyrir hugarfarsbreytingu Blaðakonu leikur forvitni á að vita hvernig hugmyndin að leiðöngrunum sé til komin og hvað drífi Van Heukelom áfram í starfi hennar. Aðspurð segist hún hafa lofað föð- ur sínum á dánarbeði hans að hún myndi gera sitt til að berjast gegn krabbameini, en faðir hennar dó úr lungnakrabbameini, bæði móðursystir hennar og besta vinkona dóu úr brjóstakrabbameini og móðir henn- ar hefur árum saman glímt við brjósta- krabbamein. „Sjálf hef ég þurft að vera í stöðugu eft- irliti vegna góðkynja æxla sem reglulega myndast í brjóstum mínum, þannig að krabbameinið hefur verið hluti af lífi mínu allt frá unglingsárum. Þegar faðir minn lá banaleguna strengdi ég þess heit að gera það sem ég gæti í baráttunni gegn sjúk- dómnum. Lengi framan af vissi ég þó ekki hvað ég gæti lagt af mörkum, þar sem ég er ekki læknismenntuð. Síðan liðu mörg ár og það var ekki fyrr en mér bauðst í starfi mínu að ferðast til suðurskautlandsins að sú hugmynd kviknaði að skipuleggja fjall- gönguleiðangur fyrir fólk sem haft hefur betur í glímunni við krabbamein. Þar gerði ég mér grein fyrir mikilvægi þess að berj- ast fyrir hugarfarsbreytingu gagnvart krabbameini og krabbameinssjúklingum,“ segir Katelijne Van Heukelom. sem farinn verður vorið 2007 meinssjúklingum von að nýju Ljósmynd/Ralf Dujmovits cagua, hæsta tind Ameríku, ásamt hópi kvenna sem lifað höfðu af glímuna ð stuðla að hugarfarsbreytingu gagnvart krabbameinssjúklingum. Ljósmynd/Katariina Rautalahti Katelijne Van Heukelom TENGLAR ...................................................... www.beyondthewhiteguard.org www.circle66.org silja@mbl.is byggingu sjálfsmyndar og fleira.“ Rannsókn Hjálmars er ekki samanburðarrannsókn á milli landa en hann segir þó viðhorfs- kannanir sýna að Íslendingar leggi meiri áherslu á vinnu en margar þjóðir. Hann segir margar ástæð- ur liggja að baki þróuninni. „Það er erfitt að segja hvort áherslan á vinnuna liggur í eðli Ís- lendinga eða hvort íslenskar að- stæður og uppruni þjóðarinnar hafi þar mikil áhrif,“ segir hann. „Vinnan er auðvitað alls staðar mikilvæg en hún er mjög stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Í staðinn leggjum við kannski minni áherslu á þætti sem eru meira ríkjandi í stærri samfélögum. Þar ríkir meiri fjölbreytni en við erum samt ekki eins einsleit og við vilj- um vera láta. Það eru þó ákveðin viðmið sem allir eru sammála um að falli undir skilgreiningu á Ís- lendingi.“ Dugnaður og iðjusemi eru hug- tök sem Hjálmar hefur haft til hliðsjónar og segir hann dugnað almennt mjög mikilvægan í huga Íslendinga. Hann einblínir ekki á launaða vinnu heldur skoðar mik- ilvægi þess að „vera alltaf að“, til dæmis í vinnu, félagsstörfum og svo framvegis. „Það er líka athyglisvert að skoða þetta út frá kynjunum,“ segir hann. „Ég kem aðeins inn á það og sé að karlmenn treysta mikið á vinnuna og hún hefur af- gerandi hlutverk í þeirra huga. Hins vegar er langt í land með að störf kvenna fyrir utan vinnu- markaðinn verði fullmetin.“ Hjálmar segir viss atriði gefa til kynna breytingar en að kannski hafi birtingarform hlutanna bara breyst. Áhersla á vinnu hafi til dæmis áður fyrr meðal annars verið tilkomin vegna neyðar en með tímanum virðist samspil vinnu og neysluhyggju hafa orðið meira áberandi. Neyslan sé hugs- anlega orðin sá hvati sem neyðin var áður. hugmyndum um vinnu mikilvæg í huga Íslendinga Morgunblaðið/Sverrir ig að ég tók eftir því hvað við Íslendingar töl- r Hjálmar G. Sigmarsson um rannsóknina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.