Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRELSI AÐ EILÍFU ! eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee- A.B. Blaðið FRELSI AÐ EILÍFU ! eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee - A.B. Blaðið Hagatorgi • S. 530 1919 www.haskolabio.is Sharon Stone er í banastuði eins og í fyrri myndinni. MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN. BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM eee V.J.V. topp5.is eee S.V. mbl Basic Instinct 2 kl. 6 og 9 b.i. 16 ára V for Vendetta kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 Lassie kl. 6 Fyrir þann sem er svoheppinn að kynnastfranskri menningu úrnálægð er rokkstjarnan Johnny Hallyday einn varanleg- asti leyndardómurinn. Hann er still going strong eftir fjörutíu ár á sviðinu, enginn Frakki frægari en hann heima hjá sér – og því alltaf ósvarað hvað gerir hann svona heillandi – þann sem er til að sjá frönsk eftirlíking af amrískri rokk- stjörnu. Af bíómyndinni splunkunýju, Jean-Philippe, þar sem Johnny sjálfur leikur aðalhlutverkið, verð- ur það ráðið að þessi leynd- ardómur sé ekki síðri fyrir Frakka sjálfa en aðkomufólk, og að þeir séu að reyna að brjóta málið til mergjar. Í stærstum hluta mynd- arinnar býr stjarnan nú í nýrri vídd sem venjulegur maður, Jean- Philippe Smet. Þetta er reyndar nafnið sem franska stjarnan lagði upp með í alvörunni, og var þá belgísk (ekki orð um það meir). Upphaf myndarinnar er bráð- skemmtilegt. Þar fer aðdáandi Johnnys hamförum, óþolandi fyrir umhverfið í sinni maníu. Eig- inkonan afbrýðisöm. Og svefnvana nágranni rotar hann fyrir að herma hástöfum eftir átrún- aðargoðinu um miðja nótt. Eftir rot flyst aðdáandinní víddina þar sem Johnny er ekki til semstjarna og enginn þekk- ir hann. Þetta hræðilega áfall sætt- ir aðdáandinn sig ekki við, og dett- ur í hug að leita dauðaleit að Jean-Philippe Smet. Og hefur að lokum upp á þeim rétta, sem varð aldrei rokkstjarna eins og hann ætlaði sér þó, heldur eigandi keilu- hallar. Eftir jaml og fuður sættist hann á að vinna upp fjörutíu ára þögn, með aðdáandann fyrir leið- beinanda. Og þá þarf að byrja frá grunni og syngja á elliheimilinu. Myndin Jean-Philippeminnir um sumt áamrísku eðalmyndinaGroundhog Day, með Bill Murray, þar sem söguhetjan upplifir sífellt sama daginn. En sú fyrrnefnda er meira léttmeti og ég lít helst á hana sem frumlegan minnisvarða um furðulega ending- argóða franska rokkstjörnu – sem sýnir líka smekklega takta í leik. Stjörnutaktar væri hins vegar of milt orð um leik Fabrice Luchini í hlutverki aðdáandans. Mér finnst helst að hann sé kominn inn í nýja leiklistarvídd. Ekki alls fyrir löngu skrifaði ég um næstsíðustu mynd hans, La Cloche a sonné, þar sem hann leikur sprenghlægilegt ólík- indatól, sálfræðigúrú allra tíma. Þá er Fabrice Luchini ógleymanlegur sem lögfræðingurinn í Le Colonel Chabert, mynd Yves Angelo frá 1994. Svo víðfeðm er snilld þessa leikara að hann fór á endanum létt með að gera úr sér rokkstjörnu, og það við hliðina á ofurstjörnunni Johnny. B í ó k v ö l d í í r o k k i o g r ó l i Víddin þar sem Johnny er ekki stjarna Johnny Hallyday Eftir Steinunni Sigurðardóttur KELTNESKA miðaldagoðsögnin af Tristan og Isolde er á svipuðum stalli og Rómeó og Júlía í bók- menntaheiminum og hefur verið kvikmynduð oftar en tölu verður á komið. Þessi frægi harmleikur um elsk- endurna ógæfusömu, er að þessu sinni fluttur á hvíta tjaldið í með- förum leikstjórans Reynolds, sem átti sinn blómatíma við hlið Kevins Costners. Síðan kom Waterworld, sem varð nánast báðum að falli og hefur Reynolds fengið fá tækifæri síðan. Það vakti því athygli þegar hann var valinn til að hlaupa í skarð- ið fyrir Ridley Scott, þegar sá síð- arnefndi söðlaði um og tók að sér leikstjórn Kingdom of Heaven, en það er önnur saga. 2006 árgerð harmleiksins fræga hefst á bardaga á milli Englendinga og Íra, þar sem Tristan (Franco), sem alinn er upp af verðandi Eng- landskonungi, fellur í valinn og er álitinn látinn. Að heiðnum sið er líkið sett um borð í nökkva, en í stað bálf- ararinnar rekur farið yfir hafið og Tristan skolar á fjörur Ísoldar prins- essu af Írlandi (Myles), sem hjúkrar honum uns hann nær fullum bata. Er ekki að sökum að spyrja, þau fella hugi saman án þessa renna grun í hvílíkar raunir það hefur í för með sér fyrir elskendurna. Engum er greiði gerður með því að rekja nánar vel kunnan, há- dramatískan örlagavefinn, þennan nístandi harmleik sem er hér að miklu leyti til staðar þó frjálslega sé farið með söguna. Umgjörðin er vönduð og sannfærandi, búningarnir og leikmunirnir ásamt kvikmynda- töku Pólverjans Arturs Reinhar þeir þættir sem best eru lukkaðir. Aðal- leikararnir fara mynduglega með hlutverkin og er það kostur og galli að bæði eru þau lítt þekkt, þó Franco sé minnisstæður fyrir vask- an leik í Spider-Man myndunum. Það kemur á óvart hversu gott vald Reynolds hefur á viðamikilli bún- ingamyndinni, og verður ekki annað séð en Tristan + Isolde muni færa honum ný og matarmeiri verkefni en hann hefur þurft að glíma við frá Waterworld til Tristan + Isolde. Þó svo að myndin verði seint talin með- al stórvirkja er hún glettilega góð af- þreying, yfirbragðið fagmannlegt og Reynolds augsýnilega tekist að mjólka það sem handritið og aðstæð- urnar bjóða upp á. Ógæfa og ást KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Kevin Reynolds. Aðalleikarar: James Franco, Sophia Myles, Rufus Se- well, David Patrick O’Hara, Henry Cavill. 120 mín. Þýskaland/Bretland/ Bandaríkin 2006. Tristan og Ísold  Sæbjörn Valdimarsson TEIKNIMYNDIN Ísöld sló ræki- lega í gegn árið 2002, enda bráð- skemmtileg, vönduð og hugmyndarík ævintýramynd sem höfðaði jafnt til barna og fullorðinna. Sögusviðið er langt aftur í öldum, réttara sagt þeg- ar ísöld ríkti á jörðinni og frumstæðar dýrategundir gerðu sitt besta til að lifa af stórfelldar loftslagsbreytingar. Í framhaldsmyndinni Ísöld 2: Allt á floti eru þeir félagar Manni loðfíll, Lúlli letidýr og tígurinn Dýri kynntir til sögunnar á ný, en í þetta sinn kem- ur mannfólk hvergi við sögu. Ísöld er nú að líða undir lok og komast dýrin í dalnum í hann krappann þegar í ljós kemur að ísinn í kringum dalinn er að bráðna. Dómsdagsspár reynast sann- ar, því það stefnir í allsherjar flóð sem sökkva mun dalnum. Dýrin halda því í langa og stranga ferð í leit að risavaxinni örk sem getur bjargað þeim frá drukknun. Á hælum þeirra eru ógurlegir risaránfiskar og yfir höfðum þeirra sveima hrægammar. Engu að síður tekst þeim Manna, Lúlla og Dýra að halda sönsum og lifnar heldur betur yfir hinum þung- lynda Manna, þegar hann hittir fyrir loðfílinn Elínu sem afsannar þá kenn- ingu að Manni sé síðasta eintak sinn- ar tegundar á jörðinni. Teikningarnar eru liprar og skemmtilegar í framhaldsmyndinni líkt og forveranum og er sérstaklega nostrað við hugmyndarík gaman- áhættuatriðin þar sem Scrat, nagdýr- ið kræfa, eltist við hina yfirskilvitlegu hnetu sem alltaf skreppur undan hon- um. Sem fyrr er það húmorinn sem heldur skemmtuninni á lofti gegnum hið viðburðaríka ferðlag söguhetj- anna og þar er vandlega höfðað til barna og fullorðinna jöfnum höndum. Svipbrigði og hreyfingar söguper- sóna nægja oft til að vekja hlátur bæði barna og fullorðinna, en tvíræð- ir brandarar auk vísana í biblíumynd- mál, aðrar kvikmyndir og umræðu um gróðurhúsaáhrif á jörðinni eru allt þættir sem gera myndina áhuga- verðari fyrir eldri áhorfendur. Í ensku útgáfunni er notast við sömu leikara (þá Ray Romano, John Leguizamo, Denis Leary) í leik- röddum aðalsöguhetjanna, og auð- veldlega má þekkja rödd Queen Lati- fah í hlutverki Ellie eða Elínar. Fyrir þá sem vilja sjá myndina í íslenskri talsetningu er einnig valinn maður í hverju rúmi og fara þeir Felix Bergs- son, Þórhallur Sigurðsson og Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk þeirra Manna, Lúlla og Dýra auk Þórunnar Lárusdóttur í hlutverki Elínar. Ísöld 2: Allt á floti, hefur e.t.v. ekki til að bera sama ferskleika og forver- inn, en er vel heppnuð engu að síður. Söguþráðurinn er ögn hraðunninn, og er ekki meiru til kostað við sögusmíð- ina, en nægir til þess að skila hressi- legri og ærslafullri teiknimynd af háum gæðastaðli. Ísöld 2: Allt á floti uppfyllir því þær væntingar sem hægt er að gera til teiknimyndar af þessu tagi, en ristir ekki mikið dýpra en svo. Hún er vönduð og lipurlega unnin fjölskylduskemmtun og skemmtilegt sjónarspil. Örkin hans Manna Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Carlos Saldanha. Leikraddir: Ray Romano, John Leguizamo, Denis Leary, Queen Latifah. Íslenskar leik- raddir: Felix Bergsson, Þórhallur Sigurðs- son, Ólafur Darri Ólafsson, Þórunn Lár- usdóttir ofl. Bandaríkin, lengd, 90 mín. Ísöld 2: Allt á floti (Ice Age 2: The Meltdown) 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.