Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Regnkápur og úlpur Mánudagur 10.04. Próteinbollur m. cashewhnetusósu Þriðjudagur 11.04. Vorbakstur m. heitri sósu Miðvikudagur 12.04. Aloo-Saag spínatpottur & buff Lokað yfir páska Opnum aftur 18. apríl Gleðilega páska Flottur fatnaður í ferðalagið Laugavegi 63 • s: 551 4422 Sérfræðingar í augum! Bjóðum 10% staðgreiðslu- afslátt og kaupauka. TRUST YOUR EYES TO THE EXPERTS Kynning á hinu einstaka úrvali augnkrema frá La Prairie eftirtalda daga milli kl. 13 og 17. Á morgun, þriðjudag, og miðvikudaginn 12. apríl í Hygeu, Smáralind, sími 554 3960. Nýjar vörur frá Melli Mel Vertu þú sjálf Vertu Belladonna Hlíðasmára 11 Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni að niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur í Baugsmálinu hefði skapað ákveðna réttaróvissu sem Alþingi yrði að taka á. Óvissan væri um það hvað væri lán í skilningi ársreikn- ingslaga. Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra sagðist ekki líta svo á að um réttaróvissu væri að ræða. Málinu hefði verið áfrýjað til Hæsta- réttar og endanlegur úrskurður lægi því ekki fyrir af hálfu dómsvaldsins. „Þar af leiðandi get ég ekki litið svo á að það ríki einhver réttaróvissa, enn sem komið er, eins og háttvirtur þingmaður vísar til.“ Jóhanna tók þetta mál upp í fyr- irspurnartíma og lagði nokkrar fyr- irspurnir fyrir ráðherra. Hún spurði meðal annars að því hvort hann teldi ástæðu til að samræma lög um hlutafélög, skattalög og lög um árs- reikninga, í ljósi niðurstöðu héraðs- dóms í Baugsmálinu, og hvort skrá ætti öll lán fyrirtækja í ársreikninga eins og sérfræðingar hefðu haldið fram opinberlega. Ennfremur spurði hún hvort ráð- herra teldi að mistök hefðu orðið við innleiðingu félagatilskipunar Evr- ópusambandsins um framsetningu ársreikninga. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi að breyta þyrfti árs- reikningalögum til að skýrt lægi fyr- ir hvað væri lán í skilningi laganna. Leggur fram nýja fyrirspurn Árni M. Mathiesen svaraði því til að Baugsmálið svokallaða væri eitt umdeildasta mál sem komið hefði fyrir dómstóla landsins á síðari tím- um. Þar hefði fallið dómur og honum hefði verið áfrýjað. Endanlegur úr- skurður lægi því ekki fyrir og því gæti hann ekki litið svo á að rétt- aróvissa ríkti, eins og áður sagði. Hann sagði ennfremur að íslensk stjórnskipan byggðist á þrískiptingu valdsins, og að hann teldi afar óvar- legt af sér og fjármálaráðuneytinu að gefa út skoðanir á úrskurði hér- aðsdóms. Hægt yrði að túlka það sem íhlutun varðandi dómsvaldið. Baugsmálið væri á engan hátt póli- tískt og því væri rangt af sér að fara að blanda sér inn í það á þann hátt sem Jóhanna færi fram á. Auk þess kvaðst hann hissa á því að hún skyldi reyna að draga málið inn í þingsali á þennan hátt. Jóhanna kom aftur í pontu og lýsti furðu sinni á svari ráðherra. Hann væri að reyna að koma sér hjá því að svara eðlilegum spurningum; þær hefðu ekkert með það að gera hvort mál væri fyrir dómstólum eða ekki. Hún væri að spyrja um lög- fræðileg atriði, m.a. hvort samræma þyrfti lög um hlutafélög, skattalög og lög um ársreikninga. „Ég tel það réttaróvissu þegar það liggur fyrir að sérfræðingar hafa tjáð sig um það að það beri að skrá öll lán fyr- irtækja í ársreikninga; formleg og óformleg.“ Hún sagðist myndu leggja nýja en sambærilega fyrir- spurn fram á Alþingi, en taka út all- ar tilvísanir í Baugsmálið. Ráðherra sagði að það myndi ekki breyta neinu um eðli fyrirspurnanna eftir að þær hefðu verið lagðar fram á þennan hátt. Telur ekki ríkja réttaróvissu Fréttir á SMS RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands, Starfsgreinasamband Ís- lands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands telja að upplýsingar um aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mán- uðum kalli á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar fram- kvæmd eftirlits með öryggismál- um. Samtökin hafa sent frá sér yf- irlýsingu þar sem hörmuð eru þau banaslys sem orðið hafa við Kára- hnjúka og er fjölskyldum hinna látnu vottuð samúð. „Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um orsakir þessara bana- slysa. Upplýsingar eru um aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum. Þær upp- lýsingar kalla á endurskoðun á öll- um verkferlum hvað varðar fram- kvæmd eftirlits með öryggismál- um. Landssamböndin krefjast þess að hluteigandi eftirlitsaðilar taki saman skýrslu um orsakir þessarar þróunar og komi með tillögur um úrbætur ef í ljós kemur að núver- andi eftirlit er ekki fullnægjandi. Fyrir liggur að unnið verður í kapp við tímann á komandi sumri við framkvæmdir við Kárahnjúka og má sú staða ekki leiða til óeðli- legs álags á verktaka og starfs- menn þeirra.“ Verkferlar verði endurskoðaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.