Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 27
ar ég kom inn í líf hans og fyrir það er ég þakklátur. Honum þótti mjög vænt um börnin sín og var stoltur af þeim. Öllum nýjum meðlimum fjöl- skyldunnar tók hann fagnandi. Ólafur og Ægir bróðir hans skiptu fyrirtækinu sem þeir höfðu rekið saman og stofnaði Ólafur þá sitt eig- ið fyrirtæki sem hann rak sjálfur. Gekk það vel til að byrja með en síð- an fór að halla undan fæti sem varð til þess að Ólafur hætti að stunda viðskipti og missti þar með flugið. Þótt Ólafur væri hættur að vinna var hann sífellt að kynna sér ný við- skiptatækifæri og reyna að koma þeim á framfæri. Það var gaman að fylgjast með því hvað hann var frjór í hugsun og framsýnn og að sjá, þegar tímar liðu, hvað hann var í raun glöggur. Ég kveð Ólaf með söknuði. Við átt- um margar góðar stundir saman. Ég er þakklátur fyrir allt sem Ólafur fræddi mig um og kenndi mér. Hann hefur gefið mér margt til að minnast. Guð blessi Sigrúnu og alla þá sem nú syrgja Ólaf og Guð blessi hann um alla eilífð. Jón Guðmundsson. Tengdapabbi blessaður er fallinn frá 89 ára að aldri. Við áttum samleið í 40 ár og er því margs að minnast. Ólafur var óvenjulegur maður. Fyrri hluta ævinnar var hann virkur, skapandi, hugrakkur og sókndjarfur frumherji. Hann fór til Þýskalands fyrir stríð til að læra hjá Singer- verksmiðjunum. Hann bjó í New York hluta stríðsins þar sem hann starfaði hjá Pepsi Cola Co og gerðist síðan umboðsmaður þeirra á Norð- urlöndum með aðsetur í Stokkhólmi. En slys sem hann varð fyrir á þeim tíma varð til þess að hann sneri heim. Ólafur vann lengi með bróður sín- um, Ægi hjá fyrirtækinu Mars Trad- ing Company og síðar Byggingarefni hf. Hann átti töluverð viðskipti við Rússland og hann kvaðst aðhyllast sósíalisma, en mér fannst alltaf hjarta hans slá í anda kapítalisma. Ég starfaði hjá þeim sem gjaldkeri um skeið. Það var skondin lífs- og starfsreynsla. Þeir bræður voru heiðarlegir en bókhald fannst þeim vesen og fór oft töluverður tími í að véla út úr þeim fylgiskjöl sem ég tók að sjálfsögðu mjög alvarlega. En það var gaman að vinna með Ólafi. Hann var ljúfur í lund, kom eins fram við alla, tók í nefið, klóraði sér í kinnina með baugfingri, sem reyndar vantaði endann á og brosti. Hann var fagurkeri og lífsnautna- maður en hann lagði af allar slæmar lífsvenjur á efri árum og hann virtist aldrei hafa neitt fyrir því. Síðustu ár- in vandaði hann fæðuval sitt af ná- kvæmni næringarfræðings en lét ráðleggingar um hreyfingu sem vind um eyru þjóta. Heima leið honum best og þar áttu afkomendurnir margar góðar stund- ir við spjall og bollaleggingar. Mér og börnunum okkar Eyþórs fannst hann skemmtilegur enda hafði hann frá mörgu að segja. Hann gat verið meinfyndinn og hæðinn, var orð- heppinn og hitti oft naglann á höf- uðið. Ólafur var gæfumaður í einkalíf- inu og var með Sigrúnu sinni í meira en 70 ár. Þau eiga sex börn á lífi, 21 barnabarn og 20 barnabarnabörn sem nú kveðja og syrgja ljúfan mann. Ég kveð þig, Ólafur minn, með virðingu og þakklæti og óska þér góðrar ferðar. Anna E. Ragnarsdóttir (Úgga). Ólafur tengdafaðir minn er horf- inn á vit feðra sinna og vina eftir langa og viðburðaríka lífsgöngu. Við hin höldum göngunni áfram með söknuðinn og góðu minningarnar um hann í farteskinu. Þessi friðsemdarmaður fæddist inn í heimsstyrjöld, sem þó var víðs- fjarri Íslandsströndum, og fetaði sig þaðan inn í heim fullveldis og frelsis, kreppu og hafta. Þótt Ólafur hafi snemma á ævinni fengið vindinn í fangið og þurft að sjá fyrir sér sjálf- ur var hann víðsýnn, jákvæður og bjartsýnn og óragur við að takast á við nýjungar á sviði viðskiptanna. Hann reyndi fyrir sér í viðskiptum bæði austan hafs og vestan og vegn- aði oft vel því hann var greindur maður, mjög skapandi í hugsun og fljótur að eygja nýjar leiðir í við- skiptum. Hann var víðlesinn en hafði sérstakt dálæti á verkum Kiljans, hafði lesið þau öll mörgum sinnum, enda þekkti hann oft af eigin raun aðstæður og persónur samfélagsins sem Halldór lýsti af hvað mestri snilld. Hann hafði góða kímnigáfu og sagði skemmtilega frá mönnum og málefnum úr samtíð sinni, sérstak- lega ýmsum skrýtnum fuglum sem vöktu áhuga hans og þá naut sín skemmtilegur orðaforði hans og frumlegur leikur með tvíræðni orða. Hann hafði þægilegt viðmót og lagði ekki illt orð til nokkurs manns. Ólafur var alla ævi heilsuhraustur með afbrigðum og þegar hann veikt- ist og lagðist inn á Landspítalann síðastliðið haust hafði hann ekki þurft að liggja á spítala frá því hann var 17 ára en þá missti hann framan af fingri í slysi. Ef til vill tengist góð heilsa hans ýmsum framúrstefnulegum tiltækj- um hans varðandi mataræði og var stundum spaugað með það í fjöl- skyldunni að gera þyrfti einhvern út til að fylgja honum eftir í nokkra daga og skrá nákvæmlega niður hvað hann léti ofan í sig og á hvaða tímum sólarhringsins svo draga mætti af því lærdóm um heilsusam- lega lífshætti því að ekki byggðist langlífi hans og góð heilsa á bindind- islífi, útivist eða sveitandi göngum. Mesta gæfa Ólafs var fólgin í að eignast heimsins fallegustu og bestu eiginkonu og barnaláni þeirra. Saga þeirra er eins konar ástarsaga ald- arinnar en hún hófst þegar þau voru unglingar og spannar 72 ár. Þau eignuðust átta börn og sex þeirra eru á lífi. Hann lagði mikla áherslu á að börnin gengju menntaveginn, ef til vill vegna þess að honum gafst ekki tækifæri til þess sjálfum, og var óþreytandi við að hvetja þau til dáða í hverju sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Þannig var hann einnig í hlut- verki afans og langafans. Þessi stóri hópur afkomenda sló um hann skjaldborg í veikindum hans og erf- iðu dauðastríði. Þótt dauðinn sé óumflýjanlegur og bíði okkar allra að leiðarlokum er óumræðilega sárt að missa ástvini en eftir lifa góðar minningar um glæsi- legan öldung. Guð blessi Ólaf og minningu hans. Halla Guðnadóttir. Hvernig á að kveðja Ólaf Ólafs- son? Ein leiðin væri að lýsa honum. Önnur leið væri að rifja upp sam- verustundir með honum. Hvorugt er hægt í tvö þúsund stafa grein. Og þótt þeir væru tuttugu þúsund. Til þess var hann of margbrotinn. Hann var í senn bolsévíki og bísnissmaður. Ég heyrði hann raunar aldrei bera blak af sovétinu en bláfátækur, föð- urlaus sjómannssonur frá Siglufirði hlaut að verða róttækur. Og alltaf glitti síðan í gamla bolsann. Hann studdi pólitíkusa sem voru djarfir og sögðu meiningu sína. Og hann studdi bísnissmenn sem brutu upp einokun og buðu ríkjandi öflum birginn. Sjálfur var hann skapandi og áræð- inn í viðskiptum. Þegar ég kynntist honum, var hann hættur daglegri þátttöku í fyrirtækinu Mars Trading Company sem þeir bræðurnir, hann og Ægir ráku. En hann var ennþá í bísniss. Og engum smábísniss. Hann gerði menn út um heiminn til að skoða skipasmíðastöðvar og plast- verksmiðjur til að reisa á Íslandi. Maður sem dvelst um tvítugt í Þýskalandi á uppbyggingarskeiði fyrirstríðsáranna og í Ameríku í stríðinu sjálfu, kann að setja markið hátt. Áformin stóru gengu ekki alltaf upp. Kannski hafði Ólafur ekki valið sér réttan flokk til þess. En hann valdi sér allavega ekki auðveldustu leiðina. Á Rauðalæk var heimili Ólafs og höll. Þar tóku þau Sigrún á móti börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum, mökum, frændum og vinum og öllum öðrum sem vildu líta inn. Nóg var af heitu kaffi og heitum umræðuefnum. Engum leiddist og allir komu aftur og aftur. Opnunar- tíminn var langur, sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds. Fjölskyldan er stór og samhent og áfram verður Rauðalækurinn fullur af fólki í önn- um eins og járnbrautarstöð í stór- borg. Og áfram mun Sigrún taka höfðinglega á móti gestum og gang- andi. En lávarðurinn í rauða sloppn- um verður horfinn úr stofunni. Guð blessi hann. Guðmundur Einarsson. „Hinum vitra er allt jafnkært; hann lítur á alla með lotningu.“ (Lao- Tse.) Það var fyrir hartnær tuttugu ár- um að ég kom í fyrsta sinn í heim- sókn til tilvonandi tengdaforeldra minna á Rauðalæk. Mér fannst heimilið framandi, veggirnir þaktir listaverkum íslensku meistaranna og húsbúnaður allur vandaður. Í sófan- um framan við sjónvarpið sat maður, með hvítt sítt hár og kókflösku við höndina. Það var Ólafur tilvonandi tengdafaðir minn. Hann heilsaði mér hlýlega og bauð mig velkomna í fjöl- skylduna. Hann virtist sannfærður um að ég væri komin til að vera. Svo reyndist vera. Ég kynntist því fljót- lega hvern mann Ólafur hafði að geyma. Hann var smekkmaður og valdi alltaf þann kost sem hann taldi bestan, jafnvel þann kost sem aðrir töldu síðri, en oftar en ekki reyndist það rétt valið. Ólafur var hugvits- maður, sem kom víða við og fékkst við margt á langri ævi . Hann var víðlesinn og forsjáll, fylgdist vel með og hafði skoðun á ýmsu. Á velmeg- unarskeiði sínu lagði hann sig fram um að styrkja unga listamenn, með því að kaupa af þeim verk þeirra. Lét hann þá ekki duga eitt stykki, heldur nokkur. Þetta skýrði öll listaverk meistaranna á veggjunum á Rauða- læk. Ólafur bar sérstaka umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hann sagði stoltur frá afkomendum þeirra hjóna og hafði á reiðum höndum númer hvað næsti afkomandi væri. Þegar ég spurði börnin mín að afa sínum gengnum, hvaða minningar þau ættu um hann var svarið: „Hann var bara mjög góður.“ Ég tek heils- hugar undir orð þeirra og langar í þessum fátæklegu orðum að þakka ómetanlega velvild og velgjörðir í minn garð á þessum áratugum sem ég hef fengið að vera samfylgdar- maður Ólafs. Hvíldu í Guðs friði. Þorbjörg. Elsku afi minn. Þó svo að ég hafi vitað að þessi tími færi að koma, var samt svo erfitt að kveðja þig. Þú og ég höfum alltaf verið svo góðir fé- lagar og höfum við eitthvað verið að bralla saman svo lengi sem ég man eftir mér. Það byrjaði nú allt saman á ferðum okkar í endurvinnsluna sem eru ógleymanlegar ekki bara mér heldur líka vinkonum mínum. Þú varst frægur fyrir þinn ökustíl þar sem rauð ljós, einstefnugötur og hámarkshraði voru þér óviðkom- andi. Oftar en ekki fórstu að leita að gosflöskunni sem datt í gólfið eða náðir í vasaklútinn góða í hanska- hólfið og kom það þá í minn hlut að stýra á meðan. Þessar ferðir voru ræddar í mörg ár eftir að þær hættu og fá minningarnar mig enn þá til að hlæja. Þér fannst líka svo gaman að fara í bíltúr og enduðu þær ferðir oftast niðri á höfn þar sem við skoð- uðum bátana og þú sagðir mér sögur frá þínum ferðum. Þær ferðir sem eru mér líka svo minnisstæðar eru jólaferðirnar okkar með ömmu og pabba í kirkjugarðinn. Það var sama hvað við fórum oft að þessum sömu leiðum, okkur tókst samt alltaf á ein- hvern óskiljanlegan hátt að villast. Síðustu fjögur ár hef ég verið í námi í Ástralíu og þótt samband okkar hafi ekki verið mikið, varð mér svo oft hugsað til þín og ömmu og hvað þið væruð að gera heima á Íslandinu góða. Það var svo núna á lokaárinu mínu úti að mig dreymdi svo góðan draum um þig. Ég var á gömlu reið- hjóli og sast þú aftan á hjá mér í gömlum jakkafötum og með húfuna þína sem einkennir þig svo vel. Þú leiddir mig um götur Reykjavíkur og bentir mér á alla þá staði sem hafa verið þér mikilvægir í gegnum tíð- ina. Staðir sem þú ólst upp á eða staðir sem snertu börn þín. Það var þá sem ég vissi að þú ættir ekki mik- ið eftir og hringdi pabbi í mig fáum dögum seinna og sagði mér að þú værir kominn á spítala. Ég flaug til mömmu og pabba á Spáni þremur vikum seinna og biðum við þar eftir fréttum. Þrjóska þín hafði betur í þessum fyrsta bardaga þínum og þegar ég kom heim í byrjun árs varst þú kominn heim til ömmu á Rauða- lækinn. Þó ferðum okkar væri lokið fannst mér samt gott að koma í heimsókn, ræða öll heimsins mál. Þér var svo mikilvægt að mér þætti vænt um land mitt og þjóð en varst samt svo forvitinn um mínar ferðir hinum megin á hnettinum. Aðeins nokkrum mánuðum síðar varstu aft- ur kominn á spítalann og barðist þar af svo miklum krafti. Ég reyndi að heimsækja þig reglulega en komst ekki eins mikið og ég hefði viljað. Samt tókst þér í þessum heimsókn- um, á milli þess sem þú svafst, að brosa til mín og heilsa henni Sigrúnu Eyþórs þinni. Það var svo 29. mars að mér var tilkynnt að þú værir að fara á betri stað. Ég kom á spítalann og náði að kveðja þig áður en Ólafur faðir þinn og Grímur sonur tóku á móti þér hinum megin. Þetta var erf- ið stund en mér samt svo mikilvæg. Ég vissi að þér liði loksins betur og þú værir kominn á þitt eigið hjól á nýjum stað. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, elsku Óli afi minn, og þakka þér fyrir kærar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Ég veit við munum hittast aftur og verður þú þá með fullt af nýjum sögum handa mér. Þín litla, Sigrún Eyþórsdóttir yngri.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Ragnar Eyþórsson; Sig- rún Jónsdóttir; Ormur Karlsson; Sigríður Ásta Eyþórsdóttir; Ástríð- ur; Þórný; Ólafur; Sigrún, Guðni og langafabörnin öll og Magnús Björn Brynjólfsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 27 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS SIGURÐSSONAR, Sæbakka 8, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað. Margrét Björgvinsdóttir, Björk Gunnlaugsdóttir, Borgþór Jónsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Bóas Bóasson, Halldór Gunnlaugsson, Elsa Reynisdóttir, Hjörleifur Gunnlaugsson, Hulda Eiðsdóttir, Lilja Salný Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Þórðarson, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, GUÐFINNA EINARSDÓTTIR frá Leysingjastöðum, Dalalandi 12, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala laugardaginn 1. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.00. Jóhanna Þórunn Þorbjarnardóttir. Móðir okkar, DAGBJÖRT GÍSLADÓTTIR frá Kirkjuhvoli, Þykkvabæ, síðast til heimilis í Skógarbæ, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju miðviku- daginn 12. apríl kl. 13.30. Helga Sveinsdóttir, Guðrún Gyða Sveinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir. Elsku mamma, tengdamamma og amma, ANNA J. JÓNSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Skipagötu 2, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 11.00. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrún Pálsdóttir, Sveinn Gíslason, Sigurbjörg Pálsdóttir, Finnur Birgisson, Anna Pála Pálsdóttir, Helena Pálsdóttir, Sverrir Þórisson, Páll Tómasson, Sigríður Agnarsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.