Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fermingargjöf Flott hugmynd að Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 18 24 03 /2 00 5 Fermingartilboð 8.990 kr. Verð áður 10.990 kr. Tjöld frá 5.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás Eins af lög- bannskröfu Símans og vísað frá dómi kröfu Sím- ans um að honum sé óheimilt að hagnýta sér at- vinnuleyndarmál og eða trúnaðarupplýsingar í eigu Símans, sem kunni að vera í vörslu stefnda, á þeim grundvelli að Símanum reyndist ekki unnt að tilgreina hvaða upplýsingar væri um að ræða. Stefndi var auk þess að fullu sýknaður af kröfu Símans um að viðurkennt yrði með dómi að honum hafi verið óheimilt að ráða sig til starfa hjá 365 miðlum. Málið var höfðað af Íslenska sjónvarpsfélaginu en með sameiningu Íslenska sjónvarpsfélagsins og Símans í desember sl. tók Síminn við aðild málsins. Málsatvik voru þau að stefndi starfaði hjá Ís- lenska sjónvarpsfélaginu hf. sem dagskrárstjóri. Í ráðningarsamningi var ákvæði um samkeppnis- bann þess efnis að ef stefndi léti af störfum, skuld- batt hann sig til að taka ekki við starfi, hvorki beint né óbeint hjá íslenskum fyrirtækjum í sam- keppnisaðstöðu innan árs frá þeim tíma er hann lét af störfum. Verkefni á erlendri grundu féllu ekki undir ákvæðið. 4. apríl 2005 tilkynnti stefndi framkvæmda- stjóra Íslenska sjónvarpsfélagsins að hann hefði í hyggju að taka við nýju starfi hjá 365 ljósvaka- miðlum, en jafnframt að starfið stangaðist ekki á við fyrrnefnt ákvæði um samkeppnisbann þar sem að stefndi væri ráðinn sem þróunarstjóri erlendra verkefna. Starfsviðið væri að kanna tækifæri fyrir félagið á erlendum fjölmiðlamarkaði, undirbúa kaup þess á erlendum fyrirtækjum eða þátttöku í þeim með öðrum hætti. Grunur vaknaði við skoðun á tölvupósti stefnda Við skoðun á tölvupósti stefnda vaknaði grunur hjá Íslenska sjónvarpsfélaginu um að ráðning hans næði til annarra starfa en látið hefði verið uppi og að stefndi hefði misfarið með mikilvægar upplýsingar í eigu félagsins í tengslum við ráðn- ingu sína til 365 miðla. Íslenska sjónvarpsfélagið taldi nauðsynlegt að fá lögbann lagt á stefnda þar sem skoðun á fyrr- nefndum tölvupósti, í samhengi við annan tölvu- póst og önnur atvik, hefði ótvírætt leitt í ljós að stefndi hefði ráðið sig eða fyrirhugað að ráða sig til samkeppnisaðila félagsins, þvert á skýlaus ákvæði ráðningarsamnings og einnig að stefndi hefði mis- farið með atvinnuleyndarmál og trúnaðarupplýs- ingar, á þeim tíma sem hann var enn starfsmaður þess. Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði, 6. maí 2005, lögbann við því að stefndi réði sig til eða starfaði í þjónustu 365 ljósvakamiðla og annarra fyrirtækja í eigu sömu aðila. Einnig var lagt lögbann við því að stefndi hagnýtti sér á nokkurn hátt atvinnu- leyndarmál og eða trúnaðarupplýsingar í eigu Ís- lenska sjónvarpsfélagsins. Átti sjálfur hugmyndirnar Stefndi taldi að kröfur Símans gengju mun lengra en efni málsins og hagsmunir Símans standi til. Benti hann á að í ráðningarsamningi sín- um við 365 miðla komi skýrt fram að hann hafi ráð- ið sig til starfa við erlend þróunarverkefni en í ráðningarsamningi við Íslenska sjónvarpsfélagið sé tekið fram að ákvæði um samkeppnisbann taki ekki til verkefna á erlendri grundu. Stefndi hafi því ekki lögvarða hagsmuni af kröfum sínum. Stefndi telur því að hann hafi ekki tekið neina viðskiptahugmynd eða brotið trúnað með nokkr- um hætti við stefnanda. Nafnið á hugmynd stefnda, sem nefnd er í dóminum, sé í eigu hans enda skrásett vörumerki hans. Eðlilegt sé að stefndi reyni að selja sínar hugmyndir þeim sem þær vill kaupa, hvort hann hafi samráð um það við vin sinn varði stefnanda ekkert um. Sá hafi sýnt hugmyndinni áhuga og unnið í því að selja hug- myndina, sem hann hafi bætt sínum eigin hug- myndum við, til 365 ljósvakamiðla. Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. Andri Árnason hrl. sótti málið fyrir Símann en Guðmundur Birgir Ólafsson hrl. varði manninn. Fyrrverandi dagskrárstjóri sýknaður af lögbannskröfu UNDANFARIÐ hafa allt upp í fjór- ir æðarkóngar og ein „drottning“ sést í Helguvíkurhöfn á Rosm- hvalanesi á Suðurnesjum. Auk þess sást þar einn kynblendingur æð- arfugls og æðarkóngs. Stór hópur æðarfugla hefur haldið til í höfn- inni og eru kóngarnir í slagtogi við þá. Æðarkóngur er skrautlegur ætt- ingi æðarfuglsins, sem kemur hing- að frá Grænlandi og Svalbarða. Hann sést hér allt árið, en er al- gengastur seinni hluta vetrar. Ljósmynd/Jóhann Óli Kóngar og drottningar Það getur bjargað mannslífi að geta haft samband við 112 með þessum hætti,“ sagði Berglind. Dagný Halldórsdóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri Neyðarlín- unnar, kynnti hið nýja fyrirkomulag í síðustu viku, en unnið var að þróun þess í samráði við Öryrkjabandalag Íslands. Neyðarverðir hafa fengið nauð- synlega þjálfun til þess að bregðast við neyðarbeiðnum sem berast með sms-skeytum, en skilaboðin birtast á NEYÐARLÍNAN hefur tekið í notkun nýja þjónustu fyrir heyrn- arlausa, heyrnarskerta og aðra sem eiga erfitt með að tala, en þeir geta nú sent neyðarboð til 112 og átt sam- skipti við neyðarverði með sms- skilaboðum. Berglind Stefánsdóttir, formaður félags heyrnarlausra, sendi fyrsta sms-skeytið til 112 í til- raunaskyni. „Þetta breytir mjög miklu fyrir heyrnarlausa. Fyrir þá sem ekki geta hringt er þetta algjör bylting. skjá hjá neyðarverði ásamt upplýs- ingum um símanúmer, skráðan eig- anda símans og heimilisfang hans. Í gagnagrunni 112 stofnast þá mál eins og um neyðarsímtal væri að ræða og hefur neyðarvörður svo samskipti við viðkomandi með sms- skilaboðum eftir föngum. Neyðarvörður getur ekki staðsett gsm-síma út frá sms-skeyti. Lyk- ilatriði er að komast að því hvar við- komandi er staddur og komi það ekki fram í upphafi getur fólk gefið það til kynna með því að svara spurningu neyðarvarðar um það með sms-skilaboði eða með því að hringja í 112, því unnt er að stað- setja símann út frá hringingunni. Hafi stöðluð sms tilbúin Dagný sagði mikilvægt að þeir sem vilji undirbúa sig undir neyð- artilfelli setji tilbúin sms-skilaboð í símtækin sín svo að sem stystan tíma taki að senda inn lykilupplýs- ingar, komi til neyðartilviks. Ár- íðandi sé að allir þeir sem geti hringt í 112 til þess að koma neyðar- beiðnum á framfæri geri það, sms- þjónustan sé aðeins ætluð fólki sem eigi erfitt með að tala. Ný þjónusta Neyðarlínunnar felur í sér að heyrnarlausir geta sent neyðarboð til 112 með sms-skeytum Getur bjargað mannslífi Morgunblaðið/Ásdís Berglind Stefánsdóttir, t.h, sendir fyrsta sms-skeytið til 112 og Dagný Hall- dórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri 112, fylgist með. RÚMLEGA þriðjungur barna á Ís- landi fæðist innan vébanda hjóna- bands (34,3%). Þetta hlutfall hefur lækkað lítils háttar frá því í upphafi 10. áratugarins, úr 43,6% 1991. Hlut- fall þeirra barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar foreldra hefur aftur á móti haldist stöðugt og er nú 50,8%. Börnum sem fæðast utan skráðrar sambúðar hefur fjölgað hlutfallslega, þau voru um 10,2% allra barna sem fæddust á árabilinu 1991–1995 en eru nú 14,4%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fæðingar og hjúskaparstaða LÖGREGLUNNI á Selfossi var til- kynnt um slagsmál í Skíðaskál- anum í Hveradölum á laugardags- kvöld og voru þrír karlmenn á tvítugsaldri teknir höndum vegna þeirra. Þurfti að flytja einn mann- anna til aðhlynningar á slysadeild Landspítalans, en eftir að gert var að sárum hans var hann færður í fangaklefa. Á fjórða tímanum aðfaranótt sunnudags þurfti svo að flytja karl- mann á slysadeild eftir slagsmál við skemmtistað í Hveragerði. Þrír handteknir eftir slagsmál í skíðaskála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.