Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SNILLDARLEIKUR VILHJÁLMS Þ. Það verður að segja eins og er,að ræða Vilhjálms Þ. Vil-hjálmssonar, leiðtoga sjálf- stæðismanna í borgarstjórnar- kosningunum í vor, á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokks á Akureyri fyrir helgi er snilldar- leikur af hans hálfu í þeirri póli- tísku orrustu, sem nú er að hefjast um meirihlutann í borgarstjórn. Vilhjálmur tók flokksbræður sína til bæna, gagnrýndi ráðherra og þingmenn fyrir að standa ekki við samþykktir landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og skoraði á Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra að leysa úr málefnum hjúkrunarheim- ilanna. Hann sagði m.a.: „Þetta er staða sem Sjálfstæð- isflokkurinn á ekki að sætta sig við, hann á að hafa forystu um að breyta og gera hjúkrunarheimilun- um kleift að borga sambærileg laun á við það sem gerist hjá sveit- arfélögunum.“ Ekki verður betur séð en fjár- málaráðherra hafi tekið áskorun Vilhjálms vel og fram kom í Morg- unblaðinu í gær að fyrirhugaður er fundur fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra í dag. Svona eiga stjórnmálamenn að tala. Svona eiga þeir að bregðast við þegar upp koma erfið vanda- mál. Það þýðir ekkert að vísa hver á annan og reyna að skýla sér á bak við formsatriði. Það verður að leysa mál. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hef- ur augljóslega höggvið á hnútinn með ræðu sinni á flokksráðsfund- inum og alla vega komið málinu úr þeirri kyrrstöðu og sjálfheldu, sem það hefur verið í að undanförnu. En jafnframt er ræða Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar vísbending um að hann geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess, að tekið verði á málefnum aldraðra. Morgunblaðið hvatti til þess í forystugrein í fyrradag að hlustað yrði á aldraða og talsmenn þeirra. Það er aug- ljóst að Vilhjálmur Þ. hefur hlust- að og hann áttar sig á kjarna máls- ins. Forystumenn annarra flokka í borgarstjórn brugðust snögglega við í gær til þess að láta forystu- mann Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn ekki stela senunni alveg. Það eru góð tíðindi fyrir aldraða vegna þess að þessi skjótu við- brögð gefa góðar vonir um að al- menn pólitísk samstaða geti tekizt um málefni aldraðra og málefni umönnunarstétta. MIKILVÆGT FRUMVARP Ágúst Ólafur Ágústsson, alþing-ismaður og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram mikilvægt frumvarp á Alþingi ásamt sjö öðrum þingmönnum flokksins. Frumvarp þetta snýst um stöðu heimildarmanna, sem svo eru kallaðir í frumvarpinu, en í daglegu tali fólks í milli eru þeir gjarnan nefndir „litlu landsíma- mennirnir“, það er einstaklingar, sem veita upplýsingar um málefni, sem varða almanna hagsmuni en hefur kannski ekki staðið til að upplýsa um, hvort sem er af hálfu opinberra stofnana eða til dæmis fyrirtækja, sem skráð eru á opnum markaði, það er almenningshluta- félög. Markmið flutningsmanna er að tryggja, að slíkir upplýsingaaðilar eigi rétt á bótum ef upplýsingar þeirra leiða til þess að þeim er sagt upp störfum eða beittir einhverj- um þvingunaraðgerðum af hálfu vinnuveitenda. Í þessu samhengi hefur Ágúst Ólafur Ágústsson nefnt Landssímamálið hér á Ís- landi og einnig mál bókhaldara sem hafi ljóstrað upp um hneyksl- ismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, misst starf sitt og orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Eftir það mál hafi ýmis Evrópuríki rætt endurskoðun lög- gjafar í málum sem þessum. Jafn- framt hafi Mannréttindadómstóll Evrópu og Evrópuráðið margoft látið í ljósi þá skoðun, að tryggja þurfi vernd heimildarmanna. Það er rétt. Það skiptir miklu máli að vel verði vandað til lög- gjafar um þetta efni hér og ekki ástæða til annars en um það geti orðið þverpólitísk samstaða á Al- þingi. Hvers vegna skyldi það ekki verða? Það er engin ástæða fyrir stjórnarflokkana að samþykkja ekki frumvarp um þetta efni, þótt vel megi vera að það þurfi að taki einhverjum breytingum í meðferð Alþingis. Nýjasta dæmið um svona mál eru upplýsingar hjúkrunarfræð- ings á gjörgæzludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss um að sjúk- lingum sé haldið svæfðum í önd- unarvélum lengur en þörf krefur sjálfra þeirra vegna, þar sem ekki sé til starfsfólk til þess að fylgjast með þeim, þegar þeir vakna. Líkurnar eru miklar á því, að þessi hjúkrunarfræðingur þurfi á því að halda að finna samstöðu á sínum vinnustað í stað þess að hætta er á að hann verði einangr- aður. Það er því miður svo, að það er ekki alltaf metið að verðleikum ef starfsmenn eða aðrir koma fram með upplýsingar sem þessar á op- inberum vettvangi. Það er full ástæða til að hvetja þingmenn annarra flokka til að stuðla að framgangi frumvarps Ágústs Ólafs Ágústssonar og með- flutningsmanna hans. Markmið leiðangursins er aðsýna fólki fram á að það er lífeftir krabbamein,“ segirKatelijne Van Heukelom, sem um þessar mundir skipuleggur leið- angur yfir Grænlandsjökul fyrir hóp ein- staklinga sem lifað hafa af glímuna við brjóstakrabbamein og leitar hún í því sam- hengi að íslenskri konu sem áhuga hefði á að taka þátt í honum. Leiðangurinn nefnist Circle 66° þar sem ferðast er á ísnum frá vestri til austurs eftir 66. breiddargráðu. Aðspurð segist Van Heukelom nú þegar vera komin með fimm þátttakendur sem byrjaðir eru að þjálfa sig líkamlega fyrir leiðangurinn sem farinn verður á fjórum vikum í maí og júní 2007. Allir hafi þátt- takendur tekist á við brjóstakrabbamein, um er að ræða konur frá Belgíu, Dan- mörku og Hollandi auk karlmanns frá Belgíu, en með vali sínu á karlkyns þátt- takanda segist Van Heukelom hafa viljað vekja athygli á því að karlmenn geti líka fengið brjóstakrabbamein þótt sjaldgæft sé. „Nú er ég að leita að réttu íslensku kon- unni til að slást í för með okkur. Hún þarf að vera vel á sig komin líkamlega og helst vön fjallaklifri, enskumælandi, íþróttaunn- andi, jákvæð, félagslynd en jafnframt sjálfstæð,“ segir Van Heukelom og bendir á að þær sem áhuga hafi geti sett sig í samband við Guðrúnu Agnarsdóttur, for- stjóra Krabbameinsfélag Íslands, ann- aðhvort í síma 540 1900 eða í gegnum net- fangið: gudrunag@krabb.is. Vorkunn rænir sjúklinga orku Spurð hvers vegna hún sækist eftir ís- lenskum þátttakanda segist Van Heuke- lom löngum hafa heillast af Íslandi, jafnt landi sem þjóð, en leið hennar hefur legið hingað m.a. vegna vinnu hennar, en hún starfar sem ferðafréttakona hjá belgíska ríkisútvarpinu Aðspurð segir Katelijne Van Heukelom Grænlandsleiðangurinn vera annan leið- angurinn sem hún skipuleggur fyrir ein- staklinga sem glímt hafi við krabbamein, en í febrúar árið 2004 fór hún fyrir hópi kvenna frá Belgíu, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku og Bretlandi á tind hæsta fjalls Ameríku, Aconcagua, sem staðsett er á landamærum Argentínu og Chile og er 6.960 metra hátt. „Allt of margir fyllast vorkunnsemi gagnvart þeim sem greinst hafa með eða glíma við krabbamein. Mín reynsla er hins vegar að sú vorkunn rænir sjúklingana orku í stað þ ímynda sér krabbamein veikindum l við fólk nán Sökum þess skipuleggja fólki fram á í raun sterk ist á við líka Að sögn V ildamynd um gua og segir gera heimil urinn sem h m.a. á spítö eru að kljás „Ég held Leitar að íslenskum þátttakanda í Grænlandsleiðangri s Veitir krabbam innblástur og v Katelijne Van Heukelom sór þess eið á dánarbeði föður síns að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini. Sökum þessa er hún nú að skipuleggja allsérstæðan leiðangur yfir Grænlandsjökul. Silja Björk Huldudóttir kynnti sér málið. Katelijne Van Heukelom skipulagði árið 2004 ferð á Aconc við brjóstakrabbamein. Var markmið leiðangursins m.a. a Vinna er mjög stór hluti afsjálfsmynd Íslendingaog með tímanum hefurneysluhyggja hugs- anlega tekið við af neyð sem helsti hvati dugnaðar og vinnusemi. Þetta kemur fram í meistaraverk- efni Hjálmars G. Sigmarssonar í mannfræði við Háskóla Íslands, en hann stefnir að útskrift í júní. Vinnuheiti verkefnisins er „Þeir duglegu og menntuðu eru að meika það“: Sjálfsmynd Íslend- inga út frá hugmyndum um vinnu- dyggð og iðjusemi og segir Hjálm- ar það hluta af því að framhalds- nemar í mannfræði séu í auknum mæli að skoða íslenskan veruleika út frá aðferðum fræðigreinarinnar. „Hugmyndin kom til þannig að ég tók eftir því hvað við Íslend- ingar tölum mikið um vinnu,“ seg- ir Hjálmar. „Ég fór að velta fyrir mér hvað þetta væri stór hluti af okkar daglega spjalli og mér fannst fróðlegt bæði fræðilega og persónulega að skoða hvað lægi á bak við þetta. Ég er ekki að reyna að sanna eða hrekja að Íslend- ingar vinni meira en aðrir heldur vil ég fá innsýn í af hverju við er- um svona upptekin af vinnunni.“ Hjálmar byggir rannsókn sína fyrst og fremst á viðtölum við tíu einstaklinga sem flestir eru á milli fertugs og sextugs. Íslendingar eru „alltaf að“ „Mér fannst athyglisvert að tala við fólk sem kynntist vinnumark- aðinum fyrir nokkrum tugum ára og hafði meiri kynni af fólki sem var uppi fyrir stríð og við upphaf síðustu aldar,“ segir Hjálmar. „Mig langaði að sjá hvernig hlut- irnir hefðu þróast og hver áhersl- an á vinnuna hefði verið í gegnum tíðina. Í ljós kom að vinnan hefur alltaf skipt miklu máli og heim- ilishald hefur að miklu leyti snúist í kringum hana. Þetta tengi ég síð- an við almennar kenningar um mikilvægi vinnu, félagslega virkni í hverju samfélagi fyrir sig, upp- Meistaranemi rannsakar sjálfsmynd Íslendinga út frá h Dugnaður og iðjusemi m „Hugmyndin kom til þanni um mikið um vinnu,“ segir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.