Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Alþingi í gær. Í frumvarpinu er lagt til að þrjár stofnanir; Byggðastofnun, Iðn- tæknistofnun Íslands og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, verði sameinaðar í eina stofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og fram hefur komið vilja þingmenn sjálfstæðismanna í iðnaðarnefnd breytingar á frumvarpinu. Frumvarpinu verður vísað til umfjöllunar í nefndinni eftir fyrstu umræðu. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sæti á í nefndinni spurði ráðherra á þing- fundi í gær hvort hún teldi ekki ástæðu til að einkavæða starfsemi Iðntæknistofnunar Ís- lands og Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins. Ráðherra svaraði því til að hún teldi það fjarri lagi að hægt væri að einkavæða þessar stofnanir í heild sinni, þótt ef til vill væri hægt að úthýsa einhverri af starfseminni. „Það verður að sjálfsögðu farið í gegnum það, hvaða starfsemi það gæti verið,“ sagði ráðherra. Sig- urður Kári sagði hins vegar að auðvelt væri að koma því fyrir að einkavæða starfsemi þessara stofnana. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði í ræðu sinni að honum litist prýðilega á að sameina starfsemi Iðntækni- stofnunar og Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Hann hefði þó efasemdir um að starfsemi Byggðastofnunar yrði einnig sam- einuð þeim. Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, sagðist einnig hafa miklar efa- semdir um frumvarpið, m.a. um að sameina ætti allar þessar stofnanir. Nýsköpunar- miðstöð í fyrstu umræðu ARHUR Galvez, sem var við veiðar í Vatnamótunum í síðustu viku, veiddi 109 cm sjóbirtings- sláp sem var sleppt aftur út í ána eins og öðrum niðurgöngubirtingi sem hollið setti í. Alls veiddu félagarnir 67 birtinga á stang- irnar fjórar. „Það var svo mikið ísrek um morguninn að við byrjuðum ekki að veiða fyrr en um þrjúleytið en einum og hálfum tíma seinna var ég kominn með tíu birtinga,“ sagði Arthur. „Þar af veiddi ég á 40 mínútum tvo sem voru 98 cm og svo þennan sem var 109. Fyrst hélt ég að þetta væri svona tíu punda fiskur en þegar ég strand- aði honum á eyrinni sá ég hvers konar lengja þetta var, ekkert nema hausinn og langur búkur- inn.“ Arthur giskar á að fiskurinn hafi verið 13–14 pund en þegar hann gekk í haust hefur hann án efa verið vel yfir 20. Félagarnir veiddu mjög vel, þar af sex fiska sem voru yfir tíu pund og helmingurinn var yfir fjögur pund. Fiskurinn tók mest Flæðarmús, appelsínugulan nobbler og flugu sem Arthur kall- ar „Snældunobbler“ en það mun vera nobbler hnýttur í anda svartrar og blárrar Snældu. Afla- hrotu Arthurs lauk þetta síðdegi milli veiðist alltaf firnastór geld- fiskur, allt að sjö pund, og fimm punda geldfiskar séu algengir. Þegar fiskarnir verða kynþroska svo seint geti þeir orðið stórir og lifað lengi. „Aðalatriðið í veiði á auðvitað að vera að drepa ekki meira en menn nýta,“ segir Ragnar. Birtingakropp og hoplaxar Vestan við Skaftá, í Tungulæk, veiddust 40 sjóbirtingar á einum degi í síðustu viku en síðan hefur lækurinn verið hvíldur. Annað hollið í Geirlandsá fékk sjö en þriðja hollið lenti víst í slæmu veðri en félagarnir lönduðu a.m.k. tveimur. Þeir sem luku veiðum í Tungu- fljóti á sunnudag veiddu átta sjó- birtinga, í stærðinni 45–70 cm en flestir í stærri kantinum og var þeim öllum gefið líf. Kropp hefur verið í Hítará, tæpur tugur sjóbirtinga og nokkrar bleikjur hafa veiðst, auk einhverra hoplaxa. Þeirra hefur þó orðið enn meira vart í soginu, en skv. fréttavef SVFR hljóp á annan tug laxaslápa á spún fyrir landi Bíldfells um helgina og var sleppt aftur eins og lög gera ráð fyrir. sem hófu veiðar á sunnudags- kvöldið voru í miklum fiski, höfðu þar á meðal hendur á tveimur sem voru yfir tíu pund. „Þeir eru þarna stórir á milli,“ segir Ragnar. „Þess vegna er líka mikilvægt að gæta þess að fiskur- inn sé meðhöndlaður vel á vorin og sleppt, hann á eftir að ganga stærri og þyngri seint í sumar og haust.“ Ragnar segir að inn á með því að stöngin hrökk í sund- ur. „Ég var búinn að taka fast á þessum stóru en hann var nú ekki nema þriggja punda sá sem braut hana,“ sagði hann hlæjandi. „En þetta var mjög gaman, við settum allir í stóra og flotta fiska. Að sögn Ragnars Johnsen, leigutaka Vatnamótanna, fékk hollið sem tók við af Arthuri og félögum hans 40 birtinga og þeir STANGVEIÐI Risabirtingur í Vatnamótunum Arthur Galvez með einn 10 punda birtinginn við Vatnamótin. veidar@mbl.isÁTTA þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að lögð verði niður sú skylda forstöðumanns ríkis- stofnunar að áminna starfsmann formlega vegna brots á starfsskyldum sínum, en kveðið er á um slíkar skyldur í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í frumvarpinu er einnig lagt til að felld verði á brott sú skylda að gera umrædda áminningu að skil- yrði þess að hægt sé að segja starfsmanni upp störfum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Bjarni Benediktsson. Í greinargerð þess seg- ir m.a. að með frumvarpinu sé stefnt að aukn- um sveigjanleika í rekstrarumhverfi stofnana ríkisins „og stuðlað að því að ríkið eigi ávallt á að skipa hæfustu starfsmönnum sem kostur er á hverju sinni og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt,“ segir í greinargerð. Áminning sé ekki skilyrði brottrekstrar JÓHANN Ársælsson og fleiri þingmenn Sam- fylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi frum- varp um að sinubrennur verði bannaðar. Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Lagt er til að fyrstu greinar laganna, sem kveða m.a. á um undanþágur til að brenna sinu, verði felldar úr gildi. „Ár hvert verður verulegt tjón á gróðri og mannvirkjum af völdum elda sem kveiktir hafa verið til að brenna sinu. Hætta á óbætanlegum umhverfisspjöllum hefur oft vofað yfir vegna elda sem hafa verið kveiktir til að eyða sinu,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þar segir ennfremur að hagur bænda af sinubrennslu virðist ekki vera augljós „en hætta sú sem stafar af þeim eldum sem loga víðs vegar um sveitir landsins á hverju vori er afar mikil og vaxandi. Þess vegna er lagt til að sinubrennur verði bannaðar.“ Sinubrennur verði bannaðar LITLA Ísland, sem um þessar mundir reynir að afstýra bráðnun í efnahagslífinu, er að verða tákn um öfl sem geta haft áhrif á Wall Street og aðra fjármálamarkaði heimsins í dag, segir í grein The Wall Street Journal í gær, þar sem m.a. er fjallað um íslenskt efnahagslíf, stöðu þess og áhrif á aðra markaði. Í greininni er sagt frá falli krónunnar, lækk- unum á hlutabréfmarkaði undanfarið og segir að spákaupmennska geti leitt til þess að hag- kerfi verði viðkvæmt, sérstaklega þegar fjár- magn snúi við og taki að streyma úr landi. Segir að eitt af fyrstu merkjum þess að versnandi staða íslenska hagkerfisins geti haft áhrif á aðra markaði, sé sú staðreynd að hluta- bréf easyJet féllu um 9% þegar FL Group seldi 17% hlut sinn í flugfélaginu. „Þetta veldur vax- andi áhyggjum um að íslenskir fjárfestar, sem að snúa viðskiptahalla sínum við og byggja upp gjaldeyrissjóði sem verndi þeirra eigin mynt og hagkerfi. „Þetta er nýr eiginleiki hins alþjóðlega hag- kerfis,“ er haft eftir Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við Stern School of Business. „Með fáeinum undantekningum, þá eru það hin þróuðu hagkerfi sem hafa hvað mest ójafnvægi í þjóðarbúskapnum þessa dagana.“ Hvað bandaríska hagkerfið varðar bendir Roubini á mikinn viðskiptahalla og hversu háð hagkerfið sé því að fjármagna skuldir sínar hjá erlendum seðlabönkum. Hann segir þetta gera hagkerfið viðkvæmt fyrir fjárhagslegum áföll- um. Í greininni er einnig fjallað um Nýja-Sjáland og sagt að svo virðist sem lendingin þar verði mýkri en á Íslandi. hafa verið með kaupæði á undanförnum árum, gætu þurft að selja eignir sínar erlendis til að standa við skuldbindingar sínar heima fyrir,“ segir í greininni. Ójafnvægi hjá þróuðum hagkerfum Þá segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort um eitthvað meira en ójöfnu sé að ræða og seg- ir að sumir hagfræðingar haldi því fram að vandræði Íslands geti verið merki fyrir önnur hagkerfi með svipaða eiginleika, jafnvel Bandaríkin. Í greininni segir að versnandi staða íslenska hagkerfisins sýni að vandræði í hinu alþjóðlega hagkerfi sé ekki endilega að finna í þróunar- ríkjum. Á síðasta áratug hafi fátækari þjóðir eins og Taíland, Rússland og Brasilía verið í sviðsljósinu en í dag hafi þessum þjóðum tekist Ísland viðvörun fyrir Wall Street KEPPNISLÝSING og keppnis- gögn í alþjóðlegri samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar voru gerð opinber í gær á vefnum www.vatnsmyri.is og er hvort- tveggja aðgengilegt á vefnum fyr- ir þá sem vilja kynna sér keppn- ina. Þar má finna ítarlegar lýsingar á Vatnsmýrarsvæðinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Keppnin er í tveimur áföngum, í þeim fyrri fá keppendur rúmar tíu vikur til að skila inn hugmyndum, sem dómnefnd fer yfir og velur allt að átta hugmyndir sem verða verðlaunaðar og unnið nánar að. Alls um 64 milljónir króna í verðlaun Niðurstöður úr fyrri áfangan- um eiga að liggja fyrir í lok júlí en þá hefst seinni áfangi þar sem vinningshafar úr fyrri áfanga vinna að útfærslu hugmynda sinna. Sama dómnefnd mun meta þær tillögur og er gert ráð fyrir að svæðinu og íbúa borgarinnar með kynningum, vinnufundum og sýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur sl. haust en hugmyndasamkeppnin er haldin í samvinnu við Arki- tektafélag Íslands. Vonast eftir fagfólki Í tilkynningunni segir að vænst sé þátttöku fagfólks um allan heim á sviði byggingarlistar og skipu- lags. Formaður dómnefndar er Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Auk hennar sitja í nefndinni Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi, Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarfulltrúi, Steve Chris- ter arkitekt, Joan Busquets prófessor í skipulagsfræðum við Harvard-háskóla, Kees Kaan arkitekt í Hollandi og Hildebrand Machleidt prófessor í skipulags- fræðum við Brandenburg-háskóla í Þýskalandi. þeim áfanga ljúki í byrjun nóvem- ber 2006. Hvert teymi sem valið er af dómnefndinni til að þróa sínar til- lögur nánar fær að launum 90.000 evrur, jafngildi rúmlega 8 milljóna króna. Upphæðin skiptist þannig að 22.500 evrur eru verðlaunafé og 67.500 evrur eru þóknun sem fylgir verksamningi um nánari út- færslu hugmynda. Verði átta hóp- ar valdir er heildarupphæð verð- launafjárins rúmlega 64 milljónir króna. Undirbúningur frá því í haust Stýrihópur um skipulag Vatns- mýrarinnar, dómnefnd vegna samkeppninnar, starfsfólk Skipu- lags- og byggingarsviðs og ráð- gjafarfyrirtækið Alta hafa starfað að undirbúningi frá því í haust þegar borgarráð samþykkti að haldin skyldi alþjóðleg hug- myndasamkeppni um Vatnsmýr- ina. Í tilkynningu á vef borgarinnar kemur fram að undirbúnings- vinnan hafi m.a. falist í víðtæku samráði við hagsmunaaðila á Gögn í Vatnsmýrar- samkeppni opinber Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Niðurstöður keppninnar liggja fyrir í nóvember TENGLAR ........................................... www.vatnsmyri.is Í BRÉFI sem Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hefur sent náttúruverndarsamtökunum Alþjóðadýraverndarsjóðnum, seg- ist hann hafa rætt um hvalveiðar á nýlegum fundi með Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra. Segir Blair í bréfinu að íslensk stjórn- völd fari ekki í grafgötur með and- stöðu Breta við hvalveiðar Íslend- inga. „Í þessu máli höfum við verið sjálfum okkur samkvæmir og staðfastir,“ segir Blair. Dýraverndarsamtökin birtu heilsíðuauglýsingu í blaðinu The Times sama dag og Halldór gekk á fund Blairs í Downingstræti 10 í febrúar og hvöttu Blair til að ræða hvalveiðimálið við Halldór. Í tilkynningu frá Alþjóðadýra- verndarsjóðnum segir að í bréfinu staðfesti Blair að Bretar muni áfram beita sér gegn frekari hval- veiðum Íslendinga. Hann segir að bresk stjórnvöld telji að veiðar í vísindaskyni séu andstæðar anda hvalveiðibanns Alþjóðahvalveiði- ráðsins og vilja ráðsins. Þá segist Blair einnig að bresk stjórnvöld hafi miklar efasemdir um gildi vís- indaveiðanna og hvetji Íslendinga til að hætta þessum órökstuddu og ónauðsynlegum rannsóknum. Blair lýsti andstöðu við hvalveiðar við Halldór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.