Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JACQUES Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í gær eftir fund með helstu ráðherrum stjórnarinn- ar að hann myndi afturkalla umdeilda atvinnulög- gjöf, sem ætlað var að gera atvinnurekendum auð- veldara um vik að vísa starfsmönnum yngri en 26 ára úr starfi. Ákvörðunin þykir mikill sigur fyrir námsmenn og verkalýðsfélög sem hafa á síðustu tveimur mánuðum staðið fyrir einhverjum fjölmennustu mótmælum í sögu landsins gegn löggjöfinni sem bar heitið „Contrat premiére embauche“ (CPE) og þýða má sem „fyrsti vinnusamningurinn“. Að sama skapi þykir niðurstaðan mikið áfall fyr- ir Dominique de Villepin forsætisráðherra sem ávarpaði þjóðina í sjónvarpi í gær. „Hin nauðsyn- legu skilyrði trausts og sáttar voru ekki til staðar á meðal ungs fólks eða atvinnurekenda til að gera samþykkt CPE mögulega,“ sagði de Villepin. „Það skildu ekki allir lögin og ég harma það.“ Í staðinn hyggst stjórnin leggja fram nýtt frum- varp fyrir „ungmenni í erfiðleikum“, sem felst m.a. í niðurgreiðslum til atvinnurekenda til að fjölga störfum fyrir unga Frakka. Þrátt fyrir að lögin verði afturkölluð hafa stærstu samtök háskóla- og framhaldsskólanema boðað áframhaldandi mót- mæli í dag til að þrýsta enn frekar á stjórnina um að falla frá slíkum frumvörpum í framtíðinni. Hefur áhrif á forsetakosningar Vegna harðrar afstöðu sinnar í málinu hefur fylgi de Villepins hrunið á síðustu vikum, en sam- kvæmt könnun tímaritsins L’Express mælist stuðningur við de Villepin nú 28% en var 48% í jan- úar. Til marks um stuðning de Villepins við lögin höfðu þingmenn nánir forsætisráðherranum áður sagt að hann hefði hótað Chirac afsögn yrðu þau ekki að veruleika. Því þykir afar ólíklegt að de Villepin muni eiga raunhæfa möguleika í forseta- kosningunum á næsta ári, en hann hefur löngum verið talinn líklegur arftaki Chiracs í embætti for- seta. Gæti sú staða rutt brautina fyrir hinn um- deilda Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra í kosn- ingunum, en hann hefur leitt viðræður stjórnvalda við verkalýðsfélög vegna málsins. Þessu til stuðn- ings hafa stjórnmálaskýrendur upp á síðkastið haft á orði að Sarkozy hafi komið fram af slægð í deilunni með því að sitja á hliðarlínunni á meðan fylgið hrundi af de Villepin. Atvinnuleysið víða gríðarlegt Þótt námsmenn og verkalýðsfélög hafi fagnað „afgerandi sigri“, eins og námsmannaleiðtoginn Bruno Juillard orðaði það, er ljóst að mikið at- vinnuleysi ungs fólks í Frakklandi mun varla dvína. Mælist atvinnuleysi Frakka undir 26 ára aldri að meðaltali um 22 prósent, en í hverfum inn- flytjenda er það víða mun hærra og mælist allt að 50 prósent sums staðar. Í upprunalegri útgáfu laganna átti að heimila atvinnurekendum að vísa starfsmönnum yngri en 26 úr starfi án ástæðu á fyrstu tveimur árum starfssamnings, í því skyni að auka sveigjanleika á franska atvinnumarkaðnum. Vegna þeirrar óánægjuöldu sem skapaðist vegna frumvarpsins ákvað Chirac að freista þess að ná sátt um mála- miðlun um lögin, þegar hann tilkynnti Frökkum í sjónvarpsávarpi 31. mars að hann myndi sam- þykkja þau. Fólst sú tillaga í því að reynslutíma- bilið var stytt í eitt ár, ásamt því að atvinnurek- endur þurftu að gefa upp ástæðu fyrir uppsögn. Er áætlað að kostnaður stjórnvalda vegna nýja frumvarpsins verði ekki undir 40 milljörðum ís- lenskra króna á tímabilinu 2006–2007. Chirac forseti afturkallar umdeild atvinnulög Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is AP Stúdentaleiðtoginn Bruno Julliard sigri hrós- andi á fundi með verkalýðsleiðtogum í gær. Námsmenn og verkalýðsfélög í Frakklandi fagna „afgerandi sigri“ Nýju-Delhí. AFP. | Að minnsta 100 fór- ust í eldsvoða á Indlandi í gær þegar eldur læsti sig í sýningartjöld á raf- tækjasýningu í borginni Meerut, sem er um 80 km norður af Nýju-Delhí. Um 150 manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna brunans, en sjónar- vottar segja flesta hina látnu hafa verið konur og börn. „Nærri því 40 prósent slasaðra eru með alvarleg brunasár,“ sagði lækn- irinn C.B. Palliwal, sem bætti við að sjúkrahúsið sem hann starfaði hjá hefði ekki yfir að ráða nauðsynlegum búnaði til að sinna sjúklingum með brunasár. Um var að ræða yfir hundrað metra löng tjöld sem voru tengd með sameiginlegum göngum. Vegna þess að sýningarhaldarar höfðu sett upp sölubása á endum tjaldanna áttu sýn- ingargestir engrar undankomu auðið þegar eldurinn tók að breiðast um eldfim tjöldin. Yfirvöld segja hættu á slysum gjarnan skapast vegna slíkra atburða í Indlandi, þegar mikil mannþröng og litlar öryggisráðstafanir fara saman. Minnst 100 fórust í eldsvoða Bristol. AP. | Borgarráð í Bristol á Englandi staðfesti í gær að vinnu- máladómstóll hefði vísað frá mál- sókn bresks kennara, sem hafði far- ið í mál vegna hávaða í stól í kennslustofunni. Staðfesti borgarráðið að dóm- stóllinn hefði vísað frá umkvört- unum Sue Storer, aðstoðaryfir- kennara í Bedminster Down-fram- haldsskólanum. Snerist kvörtun Storers um að skólinn hefði ekki orðið við beiðni um að fjarlægja stól, sem gaf frá sér vandræðalegt „viðreksturs-hljóð“ í hvert sinn sem einhver settist á hann. Storer sagði stólinn uppsprettu vandræðalegra tilvika, sérstaklega á fundum kennara og foreldra. Hávaði í stólnum Berlín. AP, AFP. | Matthias Platzeck, formaður þýska Jafnaðarmanna- flokksins (SPD), hefur látið af emb- ætti fimm mánuðum eftir að hann var valinn eftirmaður Gerhards Schröders, fyrrverandi kanslara. Platzeck er 52 ára og segist hætta af heilsufarsástæðum. Platzeck fór heim af sjúkrahúsi í liðinni viku en þar hafði hann verið í 12 daga vegna heyrnarvandamáls. Sagðist hann í gær hafa lent í svip- uðum vandamálum í ársbyrjun, einn- ig fengið taugaáfall í febrúar og ætti við blóðrásarvandamál að stríða. Platzek er afar vinsæll af alþýðu og rætt um að hann yrði kanslaraefni SPD í næstu kosningum. Kurt Beck, forsætisráðherra í Rheinland-Pfalz, tekur við for- mennsku í SPD. Hann er 57 ára gamall, rafvirki að mennt og á auð- velt með að ná til kjósenda. „Ég er áfram með báða fætur á jörðinni,“ sagði hann í gær eftir kjörið. Reuters Matthias Platzeck (t.v.) á leið á blaðamannafund í Berlín í gær ásamt arftakanum, Kurt Beck. Platzek segir af sér formennsku Katmandú. AFP. | Mikil spenna er nú í Katmandú, höfuðborg Nepals, en síðustu þrjá daga hefur útgöngu- bann verið í gildi í borginni að fyr- irskipun yfirvalda, sem brjóta vilja á bak aftur mótmæli gegn konungi landsins, Gyanendra. Þrír biðu bana í hörðum bardögum er tengd- ust mótmælunum um helgina, en þúsundir manna hunsuðu þá út- göngubannið. Öryggislögreglan hefur haft fyr- irmæli um að skjóta hvern þann sem sést á ferli á meðan útgöngu- bann varir, en í gær átti það að gilda milli 5.15 um morguninn og 12.15 á hádegi. Þrátt fyrir útgöngu- bannið höfðu þó nokkur hundruð manns safnast saman í Kirtipur- hluta borgarinnar í gærmorgun og söng fólkið lýðræðissöngva og hrópaði slagorð gegn konunginum. Á sunnudag lauk fjögurra daga verkfalli sem stjórnarandstaðan í landinu efndi til í því skyni að mót- mæla framgöngu Gyanendra kon- ungs. Stjórnvöld fullyrtu hins vegar að uppreisnarsveitir maóista hefðu tekið mótmælin yfir, því væri nauð- synlegt að bregðast hart við. Bann- aði stjórnin alla fjöldafundi seint í síðustu viku, setti útgöngubann, lokaði fyrir öll farsímasamskipti og lét handtaka hundruð stjórnarand- stæðinga. Hafa þessar aðgerðir sætt gagnrýni heima og heiman. Gyanendra konungur rak ríkis- stjórn sína fyrir rúmu ári síðan og tók öll völd í Nepal í sínar eigin hendur. Taldi hann ekki að nægi- lega hart hefði verið tekið á upp- reisn maóista, sem kostað hefur 13.000 manns lífið frá því að hún hófst. AP Tiltölulega rólegt var í Katmandú í gær en í nokkrum hverfum kom til bardaga. Á myndinni sjást lögreglumenn berja á einum stjórnarandstæðinga. Mikil spenna í Katmandú Algert útgöngubann í höfuðborg Nepals þriðja daginn í röð ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.