Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bragi Melaxfæddist á Barði í Fljótum í Skagafirði 1. september 1929. Hann lést á líknar- deild Landakots 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru sr. Stanley Melax, prestur á Breiðaból- stað í Vesturhópi, f. 1893 á Laugalandi í Þelamörk, d. 1969, og Guðrún Ólafs- dóttir Melax, hús- móðir, f. 1904 í Efra-Haganesi í Fljótum, d. 1999. Systkini Braga eru: Haukur, f. 1932, Guðrún Dúfa, f. 1933, Jór- unn Lóa, f. 1935, d. 2003, og Björk, f. 1941. Bragi ólst upp hjá foreldr- um sínum á Breiðabólsstað í Vest- urhópi ásamt systkinum sínum og fósturbróður, Halldóri Björnssyni, Berglind, f. 1985, Bjarmi, f. 1992, Breki, f. 1997. Bragi kvæntist 21. desember 1974 Ölmu Þorvarðardóttur, f. 1943. Þau skildu. Dóttir þeirra er Helena, f. 1976, sambýlismaður hennar er Jón Berg Jónasson, f. 1970. Bragi starfaði sem kennari og skólastjóri. Sem ungur maður kenndi hann á Akranesi og á Strönd á Rangárvöllum. Seinna gegndi hann stöðu skólastjóra við Barnaskólann á Laugum í Þingeyj- arsýslu. Lengst af kenndi hann þó við Flataskóla í Garðabæ og við Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Á síðustu árum starfsferils síns gegndi hann skólastjórastöðum við Grunnskólann í Garði og við Grunnskólann á Drangsnesi. Áhugamál Braga voru ferðalög, veiðar, sagnfræði og ættfræði. Hann var vel lesinn, fylgdist vel með þjóðmálum og naut þess að sitja að spjalli við fólk um allt á milli himins og jarðar. Útför Braga verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 1919, d. 1986. Bragi átti fimm börn. Þau eru: Edda, f. 1951, gift Günter Willi Schmidt, f. 1953, börn: Stefan Karl, f. 1984, Andr- eas Helgi, f. 1986. Móðir Eddu er Guð- rún Karlsdóttir, f. 1929. Hinn 23. ágúst 1959 kvæntist Bragi Sigrúnu Ragnhildi Eiðsdóttur, f. 1933, d. 1972. Þau áttu saman þrjú börn: a) Róbert, f. 1960, kvæntur Áslaugu Jónsdóttur, f. 1958, börn: Sigrún, f. 1984, sam- býlismaður hennar er Yngvi Guð- mundsson, f. 1984, Sölvi, f. 1987, Pétur, f. 1998. b) Einar Arnaldur, f. 1962. c) Áslaug, f. 1966, gift Grétari Jónassyni, f. 1966, börn: Borinn er til grafar í dag faðir minn, Bragi Melax kennari. Með nokkrum orðum vel ég að kveðja pabba og á ákveðinn hátt þakka fyrir mig. Lífshlaup pabba var á margan hátt viðburðaríkt og fjölbreytt. Hann var ævintýramaður síns tíma og óhræddur að feta nýjar slóðir. Hann naut þess ávallt að ferðast, hvort sem hið fagra Ísland varð fyrir valinu eða erlendar slóðir. Sem ung- ur maður fór pabbi til Kanada og ferðaðist þar í tvö ár. Sú ferð var honum dýrmæt upplifun og naut hann þess alla tíð að rifja upp sögur þaðan. Einnig var litli kofinn okkar vestur í Berufirði honum dýrmætur. Þar gat hann slakað á, fylgst með trjánum vaxa og hlustað á hljóð nátt- úrunnar. Pabbi undi sér vel við lestur bóka og var hafsjór fróðleiks um hin ýmsu málefni, en var þó áhugi á málefnum fyrri tíma honum einkar hugleikinn. Hann eyddi löngum stundum í gagnasöfnun, skoðun gamalla hand- rita og ljósmynda. Sorgin snertir okkur flest ein- hvern tímann á lífsleiðinni og því fékk pabbi einnig að kynnast, þegar móðir okkar systkina dó á sviplegan hátt. Ungur maður með þrjú börn þurfti skyndilega að horfa á lífið frá nýrri hlið og takast á við ný verkefni. Pabbi leysti þau verkefni vel með góðra manna hjálp. Í veikindum pabba undanfarna mánuði gafst oft góður tími til að spjalla. Eitt sinn hafði pabbi það á orði hvað honum þætti dýrmætt að eiga afkomendur og tengdabörn sem hann gæti treyst. Þetta var hans leið til að segja okkur hvað hann væri stoltur af hópnum sínum. Hann vissi að hann gæti kvatt þennan heim áhyggjulaus og haldið á vit nýrra ævintýra á æðri stöðum. Megi minning elsku pabba lifa í hjarta okkar. Þín dóttir, Áslaug Melax. Við viljum kveðjum elsku afa með þessu ljóði: Upp við hamra háa holtasóley grær. Yfir laufið lága líður sunnanblær. Opin hamrahöllin heitan kveður dag. Nóttin faðmar fjöllin fyrir sólarlag. Finnst þér ekki fagur fjallaheimur þinn, dýrðlegur hver dagur, dýrðleg kvöldsólin, þegar hamrahallir hjúpar aftanskin? Sólina eiga allir alls staðar að vin. (Ólöf Ólafsdóttir Briem.) Þín barnabörn, Sigrún, Sölvi og Pétur, Berglind, Bjarmi og Breki. Hvíl þú, Jesú minn, í mér, mínu hjarta frið þinn gefðu. Lát mig hvílast hægt í þér, höndum þínum brjóst mitt vefðu. Þínum fel eg ástararmi anda minn, og loka hvarmi. (Árni Þorkelsson í Sandvík á Grímsey.) Með örfáum orðum vil ég minnast móðurbróður míns er kvatt hefur þennan heim eftir stutta sjúkralegu. Bragi var óvenjulega heilsteyptur maður, það var notalegt að vera sam- vistum við hann. Gleðimaður var hann, ferðagarpur mikill og unni þjóðlegum íslenskum fróðleik. Hann var hafsjór um frændgarð sinn og heimasveit og það var sérlega ánægjulegt að ræða við hann um þau hugðarefni sín. Ég minnist með sér- stöku þakklæti þeirra skipta sem Bragi heimsótti mig í handritadeild Landsbókasafnsins til að leita uppi heimildir um löngu liðna sveitunga sína, glugga í gömul handrit um að- skildustu efni eða heyja sér forða í samantekt um hreindýraveiðar á fyrri tíð. Um þær hafði hann tekið saman miklar frumheimildir og lagði á grundvelli þeirra fram nýstárlega kenningu sem t.d. var greint frá í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkr- um árum í þremur vönduðum grein- um. Bragi ánafnaði deildinni jafn- framt handritasafn föður síns og safnaði við það tækifæri saman öll- um skjölum hans sem náð var í og er safnið veglegur minnisvarði þeirra feðga. Bragi varð sá gæfumaður að fá að starfa þar sem hæfileikar hans fengu best notið sín. Hann var kennari alla tíð og löngunin til að fræða og fræð- ast átti djúpar rætur í hjarta hans. Frá náttúrunnar hendi var Bragi einstaklega skemmtilegur sögumað- ur. Hvergi naut hann sín betur en á skrafi um pólitík og breytta heims- mynd. Þar hafði hann þungar og ákveðnar skoðanir sem hann fylgdi fast eftir. Sjaldan varð honum þokað langt í rökræðunum. Ævi manna markast ekki af örlög- um þeirra, heldur fremur af breytn- inni, viðnáminu sem þeir veita örlög- um sínum. Fyrir röskum þrjátíu árum lést kona Braga í bílslysi og stóð hann þá einn eftir með þrjú ung börn. Aldrei bugaðist hann þó eða lét niður falla þær auknu skyldur sem lögðust svo skyndilega á herðar hans. Slíkur mannkostamaður var Bragi alla tíð. Enda þótt hann ætti eftir að finna gæfuna síðar er mér til efs að hann hafi nokkurn tíma borið sitt barr eftir þann atburð. Margs er að minnast og margt er að þakka fyrir á langri leið. Hug- stæðastar eru mér nú vikurnar sem Bragi dvaldi á Landakoti, tíminn sem gafst til að kveðja var dýrmætur fyrir fjölskyldu hans en á eftir að verða ómetanlegur. Ég kom nokkr- um sinnum til hans þangað og tók smám saman að veita því athygli eft- ir því sem heilsu hans hrakaði að um- ræðuefnunum fækkaði þar til aðeins eitt stóð eftir, nánasta fjölskylda hans og uppruni hennar. Þangað leitaði hugur Braga síðast alls. Mér þótti örlögin því skilja ljúflega við hann að sá sem alla tíð veitti fjöl- skyldu sinni skjól mátti sjálfur sofna rór í skjóli hennar. Að leiðarlokum viljum við fjöl- skyldan þakka góðum vini ævilanga samleið. Megi minning hans lengi standa. Kári. BRAGI MELAX Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, sonur, afi og bróðir, KRISTINN KORT BJÖRNSSON viðskiptafræðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ásthildur Ketilsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Jón Valgeir Björnsson, Ásta Sigríður Kristinsdóttir, Verna Jónsdóttir, Björn Kristinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, barnabörn og systkini. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ZÓPHANÍASSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Tjarnargötu 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 3. apríl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks 5. hæðar Skjóls fyrir frábæra umönnun á liðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Þyrí Marta Baldursdóttir, Gunnar Snorrason, Soffía Kolbrún Pitts, David Lee Pitts, Elías Bjarni Baldursson, Smári Örn Baldursson, Elvur Rósa Sigurðardóttir, Hafdís Birna Baldursdóttir, Einar Hólm Jónsson, Sigrún Fjóla Baldursdóttir, Arnar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, DAGBJÖRT GÍSLADÓTTIR frá Kirkjuhvoli, Þykkvabæ, síðast til heimilis í Skógarbæ, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju miðviku- daginn 12. apríl kl. 13.30. Helga Sveinsdóttir, Guðrún Gyða Sveinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar og mágkonu, VILBORGAR TRYGGVADÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og hlýhug. Valdimar Tryggvason, Ingibjörg Magnúsdótttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR STEINSSON frá Hrauni á Skaga, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudag- inn 12. apríl kl. 15.00. Guðný Erla Jónsdóttir, Sævar Kristmundsson, Edda Nína Heide, Guðrún Kristmundsdóttir, Elín Kristmundsdóttir, Svavar Guðmundsson, Árni Kristmundsson, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir, Steina Ólafsdóttir, afabörn og langafabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Lindartúni, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 15. apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI PÁLMASON, Þórunnarstræti 112, Akureyri, lést aðfaranótt sunnudagsins 9. apríl á dvalar- heimilinu Hlíð. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13:30. Halla Pálmadóttir, Sigurður G. Símonarson, Soffía Pálmadóttir, Valdimar Sigurgeirsson, Tryggvi Pálmason, Guðrún Pálmadóttir, Kjartan Pálmason, Halla Thoroddsen, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.