Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 25 MINNSTAÐUR VORIÐ GENGUR Í GARÐ Reykjavíkurborg Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á ferðinni á tímabilinu og fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett út fyrir lóðarmörk. Athugið að garðaúrgang má ekki setja í sorptunnur. • Garðaúrgang skal setja í poka • Greinaafklippur skal binda í knippi • Ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar Nánari upplýsingar í síma 4 11 11 11 LÓÐAHREINSUN Í REYKJAVÍK 2006 21.–29. APRÍL www.reykjavik.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA LANDIÐ ♦♦♦ Stokkseyri | Veiðisafnið á Stokks- eyri hefur eignast ísbjörn, upp- stoppaðan í fullri stærð og hefur hann verið settur upp til sýningar í sýningarsal safnsins. Hér er um að ræða grænlenskan ísbjörn sem settur var upp af Sig- urði Guðmundssyni hamskera á Ak- ureyri en hann naut aðstoðar kenn- ara sinna frá Svíþjóð og Danmörku við uppsetninguna. Hugmyndin er að færa hann síðar upp á sérstakan sýningarpall ásamt tveimur íslensk- um hvítum refum, í nýjum sýn- ingasal sem verið er að byggja við safnið. Veiðisafnið er opið daglega frá kl. 11 til 18. Ísbjörn settur upp í Veiðisafninu Fréttasíminn 904 1100 Mývatnssveit | Borun eftir jarð- gufu er að hefjast í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Unnið hefur verið að flutningi jarðborsins Jötuns norður í land við vægast sagt heldur erfið skilyrði hvað varðar veður og færð. En nú er allt af komast af stað. Töluvert mál er að flytja Jötun en hann tekur fjörutíu stóra vörubílsfarma. Framkvæmda- áætlun þessa árs gerir ráð fyrir að Jötunn bori eina háhitaholu í Bjarnarflagi, aðra á vestursvæði við Kröflu og þriðju holuna á Þeistareykjum. Fyrst borað fyrir 50 árum Fyrst var borað eftir gufu við Námafjall árið 1955. Þar voru 10 metra djúpar holur gerðar með höggbor og var hugmyndin að nota gufu til brennisteinsfram- leiðslu en ekkert varð úr því. Næst var hafist handa á árinu 1963 með svonefndum Norður- landsbor sem boraði tvær rúm- lega 300 metra djúpar holur og síðan fleiri þar í Bjarnarflagi. Í náttúruhamförum á svæðinu 1977 skemmdust margar borholur. Eftir það voru boraðar tvær hol- ur á árunum 1979 til 1980 og var jarðborinn Jötunn þar að verki eins og nú. Þessar tvær holur eru báðar í rekstri nú. Frá því um 1965 hefur jarðgufa frá borholum verið nýtt til marg- víslegra nota svo sem til þurrk- unar á hleðslusteini, fyrir kís- ilgúrþurrkun, fyrir hitaveitu sveitarinnar, jarðböðin nýju sem og til framleiðslu á rafmagni. Sú borhola sem nú er verið að bora verður væntanlega meira en 2.000 metra djúp háhitahola. Hún er svokölluð stefnuboruð hola og í flestum atriðum ólík þeim hol- um sem fyrr voru boraðar í Bjarnarflagi. Borun að hefjast á ný í Bjarnarflagi Morgunblaðið/BFH Borun Verið er að setja Jötun upp í Bjarnarflagi. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Skagafjörður | Margt er í boði um páskana í Skagafirði. Skíðaveislu í Tindastóli ber þar hæst en einnig er hægt að njóta menningarvið- burða, stunda útivist, fara á hest- bak eða eiga huggulegar stundir í góðum félagsskap, segir í frétta- tilkynningu. Fjölbreytt dagskrá á skíðasvæð- inu en þar er opið frá kl. 10–17 alla páskadagana. Má þar nefna skíða- trimm á skírdag, brettakross, Telemark-ynningu og ferð á topp- inn með Björgunarsveitinni á föstudaginn langa ásamt heljarinn- ar grillveislu. Laugardaginn 15. apríl er hægt að hitta fyrir „Dýrin í Hálsaskógi“ í brekkunum. Á páskadag er svo hægt að slást í för með Þorsteini Sæmundssyni í gönguferð á topp- inn og fræðast í leiðinni um fjöllin. Það er ekki bara veisla í Tind- stól heldur er menningarlífið líka með miklum blóma í byggð. Mess- ur eru í kirkjum víða um héraðið og séra Ólafur Hallgrímsson les upp Passíusálmana föstudaginn langa í Mælifellskirkju. Tónleikar og dansiböll eru haldin m.a. í Ólafshúsi, Kaffi Króki og í Mið- garði. Hestadagar og Sæluvika taka við af páskagleðinni Hver stóratburðurinn rekur annan í Skagafirði á næstunni. Al- þjóðlegu hestadagarnir „Tekið til kostanna“ verða 20. til 23. apríl og Sæluvikan stendur yfir frá 30. apr- íl til 6. maí. Dagskráin er birt á vef sveitar- félagsins, www.skagafjordur.is. Skíðaveisla í Tindastóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.