Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 35
UMRÆÐAN
PÁLL Bergþórsson, fyrrv. veð-
urstofustjóri, skrifar grein í
Morgunblaðið 7. apríl um hættu á
hruni þorskstofnsins vegna of-
veiði. Páll segir:
„Nýliðun þorsksins
er nú ekki nema svo
sem helmingur af því
sem hún var fyrir
nokkrum áratugum.
Síðan stofnað var til
núverandi kvótakerf-
is hefur hún oftast
verið 100 til 150
milljónir af þriggja
ára fiski, en var áður
iðulega vel yfir 200
og allt að 270 millj-
ónum. Til samræmis
við það hefur aflinn
minnkað um helming.
Varla er deilt um að þetta hrun
stafar af rangri stjórn á fisk-
veiðum.“
Ég bið lesandann að lesa þetta
aftur. Nýliðun var meiri þegar
veiðar voru frjálsar, möskvar
smærri og meira veitt af smá-
þorski.
Það er líffræðilega rangt – að
það sé hægt að auka magn af
stórþorski, með því að svelta
smáþorska með friðun. Þannig
éta þorskarnir grimmt sína minni
meðbræður og horast samt niður.
Þessi stefna leiddi til hruns
þorskstofnsins við Labrador. Skv.
gögnum frá Labrador hrundi
vaxtarhraði á 7 ára þorski úr 2,86
kg árið 1978 – í 0,93 kg 1992 – 7
ára þorskur! Stofninn hrundi úr
hor! Að halda öðru fram er lygi!
Vaxtarhraði þorsks hefur verið
fallandi hérlendis. Lítið er nú af
rækju, loðnan er norðar og
dreifðar en áður og hitastig
hækkandi sem eykur fæðunotkun
fiska. Það er líka staðfest reynsla
að dánartíðni þorsks fór hækk-
andi hérlendis þegar það „týnd-
ust“ 600 þúsund tonn af þorski
árið 2000. Þessi þorskur hafði
mælst vera til í togararalli öll ár-
in frá 1994–1998, en þessi þorsk-
ur (árg. 1993) drapst eftir fyrstu
hrygningu 4,5 og 6 ára – og
hvarf. Þá var logið (með tölfræði)
„ofmat“ á fyrri mæl-
ingum og áður mæld-
ar stofnstærðir „bak-
færðar“ og falsaðar
nýjar tölur í birgða-
bókhald Hafró. Fals-
aða bókhaldið (leið-
réttar stofnstærðir
aftur í tímann) er svo
notað til að draga af
ályktanir og búa til
lygalínurit stórum
stíl!
Veiðiálag
hérlendis
1973, 1983, 1984 og 1993 var
um 40–45% en þá var stofninn lít-
ill og mikið af stórum þorskum.
Stóru þorskarnir þessi ár – áttu
það sameiginlegt að hafa líka orð-
ið til þegar þorskstofninn var lít-
ill (10 árum áður). Í þessum til-
fellum fengum við frábæra
nýliðun – yfir 300 milljónir ein-
staklinga að meðaltali. Þessar að-
stæður – lítill þorskstofn – en
töluvert af stórum þorski – eru
því kjöraðstæður. Það eru þessar
aðstæður sem þarf að skapa –
samkvæmt sannaðri reynslu þessi
ár. Til þess þarf að beita líf-
fræðilegri fiskveiðistjórn og ýta
tölfræðinni aðeins til hliðar á
meðan. Auka veiði á smærri og
milliþorski en hlífa stærsta
þorskinum – og þeim svæðum
sem hann sækir á. Um það síð-
asta erum við Páll sammála.
Álitaefnið er líffræðilegs eðlis
en ekki tölfræðilegs. Sjófuglar
verptu ekki í fyrra og þeim fer
fækkandi. Varla er fækkun sjó-
fugla „ofveiði“, en það væri töl-
fræðigreiningin ef fuglarnir væru
neðansjávar og sæjust ekki? Þá
mætti ljúga hverju sem er – töl-
fræðilega. Vantaði kannski stóra
fugla? Mér virðist reyndar full-
mikið af stórum fuglum á ónefnd-
um stofnunum!
Málflutningur fiskihagfræðinga
og stærðfræðilegra fiskifræðinga
hefur hingað til lýst ágætlega
menntahroka og mannfyrirlitn-
ingu á réttindum og hagsmunum
okkar í sjávarbyggðum. Við eig-
um bara að vera þegjandi fórn-
arlömb í tölfræðilegri tilrauna-
starfsemi þeirra! Það er
líffræðilega rangt að það sé hægt
fá marga stórþorska með því að
svelta smáþorsk! Það er þessi til-
raunastarfsemi sem þorskstofn-
inum og sjávarbyggðum stendur
mest ógn af og hefur leitt til
hruns á verði fasteigna í sjáv-
arbyggðum – og stórfelldri eigna-
upptöku saklauss fólks á sama
tíma og afli á sóknareiningu línu-
báta er sá mesti í allri Íslands-
sögunni – alls staðar á land-
grunninu!
Metafli á línubáta undanfarin
ár – og í dag – eru áreiðanleg
sönnunargögn fyrir því, að flest
það sem þorskveiðiráðgjafar
segja í dag um hættu á hruni
þorskstofnsins er haugalygi! Eina
hættan á hruni þorskstofnsins og
hruni sjávarbyggða – er að töl-
fræðilegir lygalaupar ICES og
Hafrannsóknastofnunar fái áfram
að ganga lausir!
Útrýming þorsks –
Útrýming sjávarbyggða
Kristinn Pétursson skrifar
um fiskveiðistjórnun ’Það er líffræðilegarangt að það sé hægt að
auka magn af stórþorski,
með því að svelta smá-
þorska með friðun.‘
Kristinn Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
Í SJÓNVARPSFRÉTTUM mið-
vikudaginn 5. apríl síðastliðinn voru
kynntar hugmyndir meirihluta
borgarstjórnar um úthlutun lóða
undir sérbýli í því sem þau kalla
grónum hverfum borg-
arinnar. Við fyrstu sýn
koma þessi áform ekki
á óvart því borg-
arfulltrúar hafa lýst
því yfir undanfarið að
þétta þurfi byggð.
Þegar málið er skoðað
nánar virðist hins veg-
ar um handahófs-
kenndan bútasaum að
ræða sem ber vott um
stefnuleysi í skipulags-
málum. Valdir eru
bútar hér og þar að
því er virðist fyrst og
fremst til að mæta harðri gagnrýni
á lóðaskort undir sérbýli í Reykja-
vík.
Einn af þeim stöðum sem hug-
myndir eru um að úthluta lóðum á
er í Grafarholti, nánar tiltekið fyrir
neðan Ólafsgeisla, beint fyrir ofan
æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavík-
ur. Þar er gert ráð fyrir að úthluta
20 –30 lóðum. Það svæði sem hér
um ræðir er í einu af nýjustu
hverfum borgarinnar, hverfi sem
maður hefði talið að væri búið að
fara í gegnum markvisst skipulags-
ferli sem byggðist á ákveðinni
stefnu í skipulagsmálum og upp-
byggingu borgarinnar.
Fyrir þremur árum festi und-
irritaður kaup á raðhúsi í Ólafs-
geisla eftir ítarlega skoðun á skipu-
lagi hverfisins og hvort fyrirhugað
væri að bæta við byggingarsvæðum
í hverfinu, nánar tiltekið þar sem
nú er fyrirhugað að úthluta lóðum.
Svörin sem fengust við fyrirspurn
þess efnis voru á þá leið að þetta
hverfi hefði farið í ít-
arlegt skipulagsferli
og ekki væri ráðist í
breytingu á skipulagi
nýrra hverfa nema
brýna nauðsyn bæri
til enda ætti ekki að
tjalda til einnar nætur
í þeim efnum. Mark-
mið undirritaðs var að
kaupa húsnæði í
hverfi sem væri á
lokastigi í uppbygg-
ingu þannig að um-
hverfi væri að verða
fullmótað og snyrti-
legt. Markmiðið var því að búa í
nýju hverfi sem jafnframt er að
verða gróið.
Þær tillögur sem nú hafa verið
settar fram af meirihluta borg-
arstjórnar eru eins og rýtingur í
bakið. Samkvæmt þeim er gert ráð
fyrir stórvirkum vinnuvélum beint
fyrir neðan húsið mitt og bygging-
arsvæði með öllu því umróti sem
því fylgir um nokkurra ára skeið.
Til að bæta gráu ofan á svart er
um að ræða nær eina svæðið í holt-
inu sem er þakið gróðri en þarna
er það sem íbúarnir kalla skóg-
urinn í holtinu, svæði þakið greni-
trjám.
Nú kann einhver að segja að
þetta sé tuð sem felist í því að nú
muni bréfritari missa útsýni sem sé
til staðar í dag. Það er að sjálf-
sögðu áhyggjuefni en það er ekki
það sem mestum vonbrigðum og
áhyggjum veldur. Það er hið mikla
umrót og breyting á hverfi sem
maður hélt að væri að komast á
næsta þroskastig þar sem hverfið
fer að verða gróið og fallegt og íbú-
unum til sóma.
Það hlýtur að vera krafa borg-
aranna að skipulagsmál séu óháð
hentistefnu yfirvalda eða skyndi-
hugdettum í aðdraganda kosninga.
Við gerum kröfu um að þegar
hverfi hafa verið skipulögð sé um
eins endanlega útfærslu að ræða og
hægt er og íbúarnir geti hagað
framtíðaruppbyggingu í samræmi
við það.
Í mínum huga er þessi búta-
saumur borginni ekki til fram-
dráttar heldur ber hann vott um
stefnuleysi í skipulagsmálum.
Bútasaumur
borgaryfirvalda
Skúli Skúlason fjallar um
lóðaúthlutanir í Reykjavík ’Í mínum huga erþessi bútasaumur
borginni ekki til
framdráttar heldur
ber hann vott um
stefnuleysi í skipu-
lagsmálum.‘
Höfundur er íbúi í
Ólafsgeisla, Reykjavík.
Skúli Skúlason
SKÓLASTARF á Akureyri er og
hefur verið metnaðarfullt. Með til-
komu Háskólans á Ak-
ureyri og stofnun
kennaradeildar við
skólann hefur hlutfall
leik- og grunnskóla-
kennara vaxið jafnt og
þétt og er nú með því
hæsta sem gerist á
landsvísu.
Leikskólar leggja
áherslu á að skapa sér
sérstöðu og halda úti
fjölbreyttum og upp-
lýsandi heimasíðum
þar sem þeir kynna
starf sitt. Í skoð-
anakönnun árið 2004
kom fram að 95% for-
eldra sögðust vera
ánægð með leikskólann
og 97% starfsmanna
voru ánægð í starfi.
Þessi niðurstaða hefur
vakið mikla athygli og
leikskólar bæjarins
hlotið viðurkenningu
fyrir framúrskarandi
faglegt starf og góða
þjónustu við bæjarbúa.
Framúrskarandi
árangur
Starf í grunnskólum
sveitarfélagsins er
einnig fjölbreytt og
nemendur skólanna
staðið sig vel á ýmsum
sviðum og keppnum eins og í upp-
lestri, ræðumennsku og skák. Dæmi
um framúrskarandi árangur í skóla-
starfi má nefna gott gengi Lund-
arskóla í stærðfræðikeppnum und-
anfarin ár. Í stærðfræðikeppni
grunnskólanna, sem haldin var í MA
nýlega, hlutu nemendur Lundarskóla
fyrstu og önnur verðlaun nemenda 9.
og 10. bekkja. Ennfremur má geta
þess að í fyrra urðu nemendur í ein-
um 9. bekk skólans Norðurlanda-
meistarar í Kapp Abel
stærðfræðikeppni en
skólinn komst einnig í
úrslit keppninnar árið
áður.
Í forystu í
skólamálum
Sú nýbreytni hefur
verið kynnt að frá næsta
hausti stendur for-
eldrum barna, sem eru
að hefja skólagöngu, til
boða að velja grunn-
skóla fyrir börn sín en
það er í samræmi við
skóla- og fjölskyldu-
stefnu Akureyrarbæjar.
Haldnir hafa verið
kynningarfundir og gef-
ið út kynningarrit þar
sem áherslur skólanna
eru kynntar. Með þess-
ari nýbreytni gefst for-
eldrum kærkomið tæki-
færi til að kynna sér
áherslur og starfsemi
skólanna og velja þann
skóla, sem þeir telja
mæta sem best þörfum
barna sinna.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið í forystu í
skólamálum Akureyr-
arbæjar undanfarin ár
og stefnir að því áfram
með það að leiðarljósi að
efla skólastarf sveitarfélagsins enn
frekar á komandi árum.
Metnaður í
skólastarfi
Akureyrarbæjar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
skrifar um bæjarstjórnarmál á
Akureyri
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir
’Sjálfstæðis-flokkurinn hefur
verið í forystu í
skólamálum Ak-
ureyrarbæjar
undanfarin ár og
stefnir að því
áfram með það
að leiðarljósi að
efla skólastarf
sveitarfélagsins
enn frekar …‘
Höfundur skipar 3. sæti á D-lista
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn-
arkosningunum á Akureyri.
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Toyo All Terrain
33x12,5 R15
13.895,- stgr.
Toyo Mud Terrain
38x14,5 R16
31.950,- stgr.
Kynningarverð
Seltjarnarnesi
Klár í páskatúrinn ?
Toyo jeppadekk, margar stærðir
Kynningarverð
Gerið gæða og
verðsamanburð
33” 38”
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Bestu dekkin í USA
8 ár í röð Tire Review Magazine