Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 22
Akureyri | Sýningin Útlend- ingar í Eyjafirði var á laugar- daginn opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri að viðstöddu fjöl- menni. Undirtitill sýningarinnar er Við vildum vinnuafl en feng- um fólk og er þar varpað ljósi á það alþjóðlega andrúmsloft sem svífur yfir vötnum í Eyjafirði um þessar mundir, en þar búa rúmlega 400 útlendingar frá 40 löndum, fólk sem vinnur mjög margvísleg störf. Á sýningunni eru myndir af 30 útlendinganna úr þessum stóra hópi og stutt samtal við hvern og einn fylgir myndinni. Það eru nemendur á öðru ári í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og Markús Meckl, þýskur kennari þeirra, sem standa að sýningunni. Einn nemdanna, Ragnhildur Aðal- steinsdóttir, tók allar ljósmynd- irnar. Jón Kristjánsson félags- málaráðherra, Þorsteinn Gunnarsson rektor HA og Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri ávörpuðu samkomuna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útlendingar í Eyjafirði Samfélag Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nýliðna helgi snerust umræður í ferm- ingarveislum í Reykjanesbæ að miklu leyti um það ástand sem skapaðist í kjölfar niðurstöðu valnefndar Keflavíkurkirkju að mæla með ráðningu séra Skúla Sigurð- ar Ólafssonar í embætti sóknarprests Keflavíkurkirkju. Stuðningsmenn séra Sigfúsar B. Ingvarssonar, aðstoðarprests Keflavíkurkirkju, báru um helgina bréf til sóknarbarna þar sem þau voru hvött til að undirrita stuðningsyfirlýsingu við séra Sigfús á heimasíðu sem þeir hafa komið á fót, www.sigfus.mis.is. Þegar ég heimsótti heimasíðuna eftir hádegið í gær höfðu rúmlega 4.500 lýst yfir stuðningi. Nú er bara að sjá hver ákvörðun kirkjumálaráð- herra, Björns Bjarnasonar, verður.    Undirritun samstarfssamnings Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og Reykjanesbæjar sem fram fer í dag er af allt öðrum og ánægjulegri toga. Samning- urinn snýr að forvörnum í fjölskyldumál- um en hlutverk verkefnisins er að veita ráðgjöf, meðferð og eftirfylgd til barna á aldrinum 0–10 ára og fjölskyldum þeirra sem eiga við geð- og/eða sálfélagslegan vanda að stríða. Ekki er vitað til þess að slíkur samstarfssamningur hafi verið gerður áðan en hann er tilraun til að loka hringnum og skapa heildstæða þjónustu við íbúa í Reykjanesbæ. Þáttur HSS innan þessa samstarfs mun hins vegar ná til allra Suðurnesjamanna.    Grunnskólarnir í Reykjanesbæ hafa iðað af meira lífi undanfarna daga en á venju- legum skóladögum. Þrír skólar af fimm hafa verið að sýna söngleiki í sölum skól- anna bæði fyrir nemendur sem og íbúa bæjarins. Nemendur í Heiðarskóla settu „Thriller“ á svið, „Grease“ fór á svið í Holtaskóla en Njarðvíkurskóli sýndi heimasmíðað leikrit „Slegið í gegn í Njarðvíkurskóla“. Það er sjaldgæft að svo margir skóla setji upp sýningar samtímis en aðsókn hefur verið góð og aukasýn- ingum bætt við, m.a. í gærkvöldi. Nú eru skólanir hins vegar komnir í páskafrí. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR BLAÐAMANN tekin við afhendingu og er Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri til vinstri og Óskar Óskarsson for- maður Skíðafélags Dal- víkur til hægri. Þeir halda á gjafabréfinu á Sparisjóðurinn á Dal-vík gaf nýlegaSkíðafélagi Dalvík- ur tvær snjóbyssur til framleiðslu á snjó. And- virði tækjanna er 4,3 milljóna króna. Myndin er milli sín. Byssurnar hafa þegar verið teknar í notk- un og kom skothríðin úr þeim í góðar þarfir á dög- unum þegar alpagreinar Skíðalandsmótsins fóru fram á Dalvík. Gáfu Skíðafélaginu snjóbyssur Rúnar Kristjánssoná Skagaströnd laspistil Steinunnar Ólínu í Tímariti Morgun- blaðsins fyrir viku síðan um endurreisnarsköpin og fann þar yrkisefni: Englaborgin enn sem fyrr á sér stóra rullu. Þekkist staða þar ei kyrr, þar er allt á fullu. Menn við lýtalækningar laga marga píu. Setja í mæður margfaldar meyjarhaft að nýju. Pétur Stefánsson veltir flöktandi tilverunni fyrir sér: Rennur tíminn fólki frá fölna lífsins klæði. Brennur mannsins ævi á alltof litlum þræði. Síðan leggst hann til svefns: Um aftanleytið enn ég finn, úti magnast húmið. – Nú mér veitir næði um sinn nótt og hlýja rúmið. Af meyjarhafti pebl@mbl.is AÐALFUNDUR Skógfræðingafélags Ís- lands hefur beint þeirri tillögu til landbún- aðarráðherra „að sem fyrst verði gerð heildstæð stefnumótun um skógrækt á Ís- landi. Mikilvægt er að við þá vinnu verði litið til nágrannaþjóða á Bretlandseyjum sem hafa um margt hliðstæða skógrækt- arsögu og Ísland“. Einnig lýsti aðalfundur yfir „sérstakri ánægju með að nýtt skógfræðinám við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið tekið upp og óskar skólanum góðs gengis með þessa nýju braut. Félagið hefur áfram áhuga á að taka þátt í mótun brautarinnar ef eftir því verður leitað“. Þá benti fundurinn á „að vegna sér- stakra aðstæðna á Íslandi eru miklir ónýtt- ir möguleikar til bindingar kolefnis og með skógrækt má binda kolefni með talsvert ódýrari hætti en með því að kaupa kolefn- iskvóta á alþjóðlegum markaði miðað við það gangverð sem er í dag. Félagsmenn telja brýnt að embættismenn skoði þessa leið af fullri alvöru“. Vilja binda kolefni með ódýrari hætti ÍSLENSKU forvarnaverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í maímánuði næstkom- andi. Veittar verða viðurkenningar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi fyrirtæki sem skarað hefur fram úr í forvörnum, í öðru lagi ein- staklingi sem sýnt hefur forystu og frum- kvæði í forvörnum og loks félagasamtökum eða stofnun sem staðið hafa í fararbroddi í forvörnum. Einn af þeim þremur sem hlýt- ur viðurkenningu fær síðan íslensku for- varnaverðlaunin. Formaður starfshóps Íslensku forvarna- verðlaunanna er Kristín Sigurðardóttir læknir, fræðslustjóri á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúsi, og aðrir í starfshópnum eru: Ólafur B. Thors fram- kvæmdastjóri, Herdís L. Storgaard, verk- efnisstjóri Árvekni fyrir hönd Lýðheilsu- stöðvar, Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, fyrir hönd Lands- bjargar, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, sem er bakhjarl Íslensku forvarnaverð- launanna, og Einar Guðmundsson er starfsmaður nefndarinnar. Íslensku for- varnaverðlaunin brátt veitt ♦♦♦ Opna Reykjavíkurmeistaramótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10.-14. maí. Mótið er World Ranking mót og er keppt skv. FIPO reglum. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m skeiði 150 m skeiði 250 m skeiði Tölti T-2 (ungm., 2 fl., 1 fl., meistarafl.) 5 gangi (ungl., ungm., 2 fl., 1 fl., meistarafl.) Gæðingaskeiði (ungl., ungm., 2.fl., 1.fl., meistarafl.) Tölti T-1 (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.) 4 gangi (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.) fimi (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.) Íþróttadeild Fáks áskilur sér rétt til að fella niður þær greinar sem ekki fæst næg þátttaka í. Þeir keppendur sem hafa skráð sig í viðkomandi grein verða færðir upp um flokk eða flokka. Skráning fer fram í félagsheimili Fáks miðvikudaginn 26. apríl og fimmtudaginn 27. apríl milli kl 17 og 19. Einnig verður tekið við skráningu í síma 567 2166 á sama tíma en aðeins gegn kortanúmeri. Skráningargjöld: Börn 1.500 kr. unglingar/ungmenni 2.000 kr. Fullorðnir 3.500 kr. Öll hross þurfa að vera grunnskráð í World Feng. Kveðja, Íþróttadeild Fáks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.