Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 2
2 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, og
Steinþór Guðbjartsson, steinthor@mbl.is, sími 5691257 Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins.
T
ónlistarhjónin Þorkell Jóels-
son, hornleikari í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, og
söngvarinn Sigrún Hjálm-
týsdóttir eða Diddú keyptu sér lítinn
sumarbústað í Mosfellsdalnum fyrir
um 25 árum og fluttu þangað skömmu
síðar. Þar hafa þau ræktað sinn garð
með miklum ágætum og vilja helst
hvergi annars staðar vera en í dalnum.
Ekkert annað kom til greina
„Ég er heiðarlegur sveitamaður úr
Mosfellsdal og það kom ekki annað til
greina en að eiga heima á þessu
svæði,“ segir Þorkell, en foreldrar
hans búa skammt frá og þar ólst hann
upp.
Diddú tekur í sama streng. „Átt-
hagafjötrarnir toga svo í flesta sem
fæðast hér og alast upp og þeir vilja
hvergi annars staðar vera. Ég skil það
mjög vel og var aldeilis til í tuskið. Ég
er úr vesturbænum í Reykjavík og í
fyrsta sinn sem ég keyrði hérna yfir
ásana með Þorkeli fyrir rúmum 30 ár-
um heillaðist ég strax af dalnum, hann
togaði í mig eins og innfædda, enda
fylgir honum mjög sérstakur kraftur
og töfrar. Það er einhver kynngimagn-
aður kraftur hérna í umhverfinu.“
Tónlistarbýli eftir sjö ár
Það var ekki hlaupið að því að fá
húsnæði í Mosfellsdalnum þegar Þor-
kell og Diddú þurftu á því að halda, en
Þorkell náði að kaupa landskika úr
landi Hraðastaða, þar sem fólk úr
Reykjavík hafði átt sumarathvarf.
„Við stukkum á fyrsta lausa húsnæðið
og byrjuðum í sumarbústað,“ segir
Þorkell. „Ég gekk á röðina og falaðist
eftir sumarbústað því þá mátti ekkert
byggja hérna.“
„Hér var forskalað timburhús og
hvorki vatn né rafmagn,“ segir Diddú.
„Húsið var byggt í tveimur áföngum
og þess vegna er þessi útveggsgluggi
inni í miðju húsi. Til að byrja með vor-
um við ekki viss hvort við ætluðum að
vera hérna til frambúðar en að ári
liðnu vildum við hvergi annars staðar
vera. Því sóttum við um byggingar-
leyfi til að stækka húsið en það stóð
svolítið í byggingaryfirvöldum í sveit-
inni. Við þurftum að sækja um í sjö ár
þar til við fengum leyfið. Það mátti
bara byggja og reisa einhver „býli“.
Til dæmis landbúnaðarbýli, þjónustu-
býli eða skógræktarbýli. Þar sem við
vorum músíkantar sóttum við að lok-
um um tónlistarbýli og það gekk.“
Þorkell segist hafa flest sem hann
þurfi í dalnum.
„Ég uni mér vel uppi í sveit. Ég er
mikið fyrir fjallgöngur og hef gaman
af því að ganga hérna upp á fellin. Ég
er með hesta og er mikill útilífsmaður,
nýt þess meðal annars að veiða titti í
sprænunum á svæðinu. Mér finnst
líka gaman að fara upp á jökla á jeppa
og ekki er langt að fara – ég er kom-
inn upp á Skjaldbreið á rúmum
klukkutíma og ekki er nema 10 mín-
útna akstur á skíðasvæðið í Skálafelli.
Við hliðina á okkur er stundaður bú-
skapur og stutt er í skógræktina og
sumarmarkaðinn. Gljúfrasteinn er
ekki langt undan, í nágrenninu er
kvikmyndaver, leirlistarfólk, glerlist-
arfólk, listfræðingar, hestaleigur,
prestssetur, blekbændur, rósabænd-
ur, kúabændur og ýmislegt fleira.
Hér kennir því ýmissa grasa.“
Fuglarnir syngja með
Starfs síns vegna þurfa Þorkell og
Diddú helst að vera út af fyrir sig og
ekkert var eðlilegra en að flytja í
Mosfellsdalinn. „Við þurfum að hafa
pláss og næði til að sinna okkar vinnu
og æfingum,“ segir Diddú. „Á náms-
árunum í London og á Ítalíu var alltaf
jafn óþægilegt að þurfa að syngja á
innsoginu. Það var erfitt en hérna
syngur maður yfir dalinn og fjöllin og
truflar engan. Ekki einu sinni
fuglana, sem taka bara undir.“
Þorkell segir að þau séu í tónlist-
inni allan daginn og slíkar æfingar sé
ekki hægt að stunda í þéttbýli eða
sambýli. „Það er frábært að geta unn-
ið hvenær sem er sólarhringsins og
þurfa ekki að eiga á hættu að trufla
annað fólk.“
Vill beina byggðinni
suður með sjó
Að sögn Þorkels tók um 17 mínútur
að aka úr dalnum vestur í bæ í
Reykjavík þegar þau fluttu en nú tek-
ur það allt að hálftíma og jafnvel
lengri tíma. „Og á eftir að versna þeg-
ar komin verður um 30 þúsund manna
ný byggð á leiðinni,“ segir hann og
bætir við að hann fari ekki að óþörfu í
bæinn. Hann segir að umferðin hafi
gengið nokkuð vel á nýliðnum vetri,
„en ekki er hægt að bóka snjóleysi í
framtíðinni og ekki þarf nema smá-
hálku eða skafrenning til að allt stífl-
ist. Nær væri að beina byggðinni suð-
ur með sjó þar sem strandlengjan er
að mestu auð og tvíbreið hraðbraut til
staðar“.
Vegna tímans sem það tekur að aka
á milli segjast þau reyna að skipu-
leggja vel ferðirnar til borgarinnar en
þó komi fyrir að fara þurfi þrisvar á
dag. „Það má líka nota ferðirnar til
þess að hugsa á leiðinni, rifja upp
texta og hlusta á tónlist,“ segir Diddú.
Þau eiga þrjár dætur og þær kunna
vel við sig í dalnum eins og foreldr-
arnir. „Þær hafa aldrei talað um að
flytja í bæinn,“ segir Diddú. „Þær
finna fyrir forréttindunum sem fylgja
því að búa hérna.“
Til að byrja með reyndu þau að
samnýta ferðirnar en það stóð ekki
lengi. „Það gengur ekki alltaf,“ segir
Þorkell. „Maður leggur af stað þegar
maður þarf að leggja af stað. Búsetu
hér fylgir ákveðið púsluspil og það
þýðir ekkert að væla yfir því. Hins
vegar mættu vera tíðari strætóferðir
hingað upp eftir.“
„Maður gránaði ansi hratt í vöng-
um við það að samnýta ferðirnar og
því fengum við okkur annan bíl,“ segir
Diddú. „Sem vesturbæjardama var
ég vön að ganga allra minna ferða og
kunni ekki á bíl þegar við fluttum
hingað upp í dal. Hafði ekki bílpróf og
var 33 ára þegar ég fór að skransa hér
í lága drifinu. Það eina neikvæða við
að búa hérna er að við þurfum tvo bíla
en allt hitt er eintóm gleði.“
Ekkert stress
Þótt Reykjavík sé ekki langt undan
sést ekki til höfuðborgarinnar úr Tún-
fæti. Helgafellið skyggir á hana. „Það
er kostur því allt áreiti verður eftir í
borginni og allur skarkali borgarinn-
ar er svo víðs fjarri,“ segir Diddú.
„Maður kemur heim eftir erfiðan
vinnudag og endurnýjast allur við að
keyra hérna inn dalinn, þá lokast á
allt stressið,“ bætir Þorkell við.
Sérstakur kynngimagn-
aður kraftur í Mosfellsdal
Þorkell Jóelsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir framan við hús sitt Túnfót í Mosfellsdal. Þar bjuggu þau fyrst í litlum sumarbústað.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Diddú og Þorkell Jóelsson njóta útsýnisins á svölunum á Túnfæti og verunnar í Mosfellsdal.
Húsið var byggt í tveimur áföngum
og þess vegna er þessi útveggsgluggi
inni í miðju húsi.
Efnisyfirlit
Akkurat ............................... 54–55
Ás .................................................. 62
Ásbyrgi ........................................ 52
Berg ............................................... 15
Borgir ...................................... 16–17
Eignaborg ....................................... 7
Eignamiðjan ................................ 69
Eignamiðlunin .......................... 4–5
Eignastýring ............................... 23
Eignatorg .................................... 68
Eignaval ....................................... 43
Eik ................................................. 47
Fasteign.is ............................. 18–19
Fasteignakaup ............................ 35
Fasteignamarkaðurinn ....... 12–13
Fasteignamiðlunin .................... 46
Fasteignamiðstöðin .................. 26
Fasteignasala Íslands .............. 57
Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 3
Fasteignastofan ........................ 53
Fjárfesting .................................. 22
Fold ............................................. 8–9
Garðatorg .................................... 40
Garðuri .......................................... 71
Gimli ..................................... 64–65
HB-fasteignir ............................. 67
Heimili .......................................... 27
Híbýli ............................................. 14
Hof ................................................ 101
Hóll ........................................ 28–29
Hraunhamar ........ 48–49–50–51
Húsakaup .............................. 70–71
Húsavík ........................................ 72
Húsið ............................. 32–33–63
Höfðabakki .................................. 63
101 Reykjavík ..................... 24–25
Íslenskir aðalverktakar ... 36–37
Kjöreign ......................................... 11
Klettur .................................. 20–21
Lundur ................................. 44–45
Miðborg ........................................ 34
Nethús ......................................... 30
Perla Inv. ....................................... 19
REMAX .................................. 31–59
Skeifan ............................................ 6
Stakfell ........................................ 42
Stórborgl ..................................... 66
Valhöll ................................... 60–61