Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT YFIR 100 þjóðir heims hafa lýst yfir stuðningi við byggingu öryggishvelfingar á Svalbarða sem verður á við hálfan knattspyrnuvöll að lengd og ætlað er að sjá mannkyninu fyrir eins konar „fræ- banka“ komi til stórkostlegra náttúruhamfara sem munu ógna lífríki jarðar. Fyrir utan að vera afar traustbyggð hvelfing er geymslustaðurinn talinn nokkuð öruggur í ljósi þess að hugsanlegir innbrotsþjófar eru einna helst líklegir til að rekast á ísbirni í fæðuleit á svæðinu. Þá er Svalbarði nyrsti staður jarðar sem er flogið til í áætlunarflugi og því verður seint sagt að hann sé í alfaraleið. Alls verður hvelfingin 70 metra undir yfirborð- inu, 45 metra löng og 4,5 metrar á hæð og breidd. Hvergi er til sparað að gera hana sem rammgerð- asta og þótt hún sé byggð inn í klett verður sett eins metra lag af sérstyrktri steypu á veggi henn- ar. Þá verður umferð um hvelfinguna lágmörkuð og hleri hennar aðeins opnaður einu sinni á ári. Mun hvelfingin geyma þrjár milljónir fræja í átján gráðu frosti, eða þann fjölda sem talið er standa fyrir allar mögulegar gerðir uppskeru á jörðinni, frá kartöflum til kókóshneta. Eiga þess- ar geymsluaðstæður að tryggja líftíma fræjanna í hundruð, jafnvel þúsundir ára, svo mannkynið geti síðar notað þau til ræktunar. Vitnisburður um sögu landbúnaðar og akuryrkju Vísindamenn segja að fræin sem þarna verði geymd séu vitnisburður um 10.000 ára sögu land- búnaðar á jörðinni og að mannkynið hafi allt frá árdögum akuryrkju hægt og bítandi valið þau af- brigði sem talin voru best til ræktunar. Búist er við að hvelfingin, sem gengur undir nafninu „Örkin hans Nóa“ í norsku ríkisstjórn- inni, verði opnuð í september 2007. Norðmenn greiða fyrir framkvæmdirnar sem áætlað er að muni kosta um þrjár milljónir Bandaríkjadollara, eða um 228 milljónir króna. Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) mun síð- an sjá um reksturinn. Rekstrarkostnaður er verulegur og er áætlaður 15,2 milljónir króna fyrstu tvö árin en um 7,6 milljónir króna frá og með þriðja rekstrarárinu. Til að tryggja rekstrarfé um ókomna tíð leggur stofnunin til hliðar 20 milljarða króna í sérstakan sjóð. Fræin sem þar verða geymd verða hins veg- ar í eigu þeirra ríkja sem leggja þau til. Að sögn talsmanna Alþjóðauppskeruvernd- arsjóðsins (GCDT), sem tóku þátt í hönnun hvelf- ingarinnar, eru um 1.400 fræbankar starfræktir í veröldinni. Að þeirra sögn uppfyllir hins vegar enginn þeirra þær kröfur sem gerðar eru til hvelf- ingarinnar á Svalbarða um úrval og lengd þess tíma sem samningar um rekstur kveða á um. 100.000 gerðir af hrísgrjónum Ætlunin er svo að þau muni koma að góðum notum komi til þess að jörðin verði fyrir hamför- um á borð við árekstur við loftstein úr geimnum, ellegar stórkostlegum kjarnorkuhernaði, sem eyddi meirihluta lífríkis á jörðinni. Talið er að um tvær milljónir gerða af fræjum séu notaðar í matvælaframleiðslu í heiminum í dag, þ.m.t. um 100.000 gerðir af hrísgrjóna- fræjum. Þessi afbrigði gætu skemmst við geymsl- una á Svalbarða hækki hitastigið upp fyrir frost- mark. Á hinn bóginn telja hönnuðir hvelfingarinnar slíkt ólíklegt, að teknu tilliti til loftslagsbreytinga sem ekki er reiknað með að munu breyta köldu loftslagi staðarins verulega. Mannkynið hefur eins og fyrr segir smám sam- an valið út bestu afbrigðin við ræktun ávaxta og matjurta og er hvelfingunni ætlað að tryggja að ekki þurfi að byrja ræktunina frá grunni komi til þess að stórkostleg röskun verði á lífríkinu. Matarkista jarðarbúa komi til stórkostlegra hamfara eða kjarnorkustyrjaldar „Dómsdagshvelfing“ á Svalbarða Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BÚIST er við að Viviane Reding, sem fer með fjarskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), muni í dag kynna frekar um- fangsmiklar tillögur um breytingar á fjarskiptalögum innan sambandsins, sem ætlað er að opna markaði aðild- arríkja þess fyrir aukinni samkeppni á sviði fjarskipta. Þá leggur Reding, sem fyrst kynnti þessar hugmyndir á fundi fjarskiptaráðs ESB í Brussel á þriðjudag, til að stofnuð verði eftir- litsstofnun sem hefði eftirlit með fjarskiptum innan sambandsins. Ætti slík stofnun að eiga í sam- starfi við samskonar stofnanir innan einstakra aðildarríkja ESB, líkt og Seðlabanki Evrópu gerði í dag, með það að markmiði að skapa heildstæð- an fjölmiðla- og fjarskiptamarkað innan sambandsins fyrir árið 2010. Talsmenn fjarskiptafyrirtækja brugðust hart við fyrstu fréttum af tillögunum á þriðjudag og sögðu þær benda til þess að Reding hefði ekki hlustað á rök þeirra. Að auki telja þeir tillögurnar of róttækar, en þær gætu m.a. leitt til þess að dreifikerfi verði aðskilin frá rekstri fjarskipta- fyrirtækja. Að sögn heimildarmanna dag- blaðsins International Herald Trib- une munu breytingarnar ennfremur endurspegla þá afstöðu Reding til fjarskipta innan ESB, að samkeppni sé virk í símaþjónustu og á sviði kap- alsjónvarpsstöðva en sé ófullnægj- andi þegar kemur að breiðbands- þjónustu. Þannig segja heimildarmenn blaðsins að Reding telji að fyrrum ríkisfyrirtæki í fjarskiptageiranum, sem hafi nú verið einkavædd, noti í dag markaðsráðandi stöðu sína til að hamla gegn samkeppni í sölu breið- bandstenginga með því að neita sam- keppnisaðilum um aðgang að dreifi- kerfum sínum. Tillögurnar hafa víðari efnahags- lega skírskotun því að Reding telur afar brýnt að auka fjárfestingu í fjar- skiptageiranum innan ESB til að tryggja framþróun í upplýsinga- og samskiptatækni í Evrópu. Þurfa að veita keppinautum aðgang að dreifikerfinu Meðal þess sem talið er munu fel- ast í tillögum Reding er að fyrrum ríkisfyrirtæki á sviði fjarskipta á borð við BT Gro- up, Deutsche Telekom og France Télécom þurfi ekki lengur að sækja um leyfi til verðbreytinga á talsímaþjón- ustu. Þá er talið að þessi fyrirtæki verði ekki lengur skylduð til að leigja samkeppnisaðilum aðgang að dreifi- kerfum sem bjóða upp á slíka þjón- ustu. Þegar kemur að breiðbandsþjón- ustu munu slík fyrirtæki hins vegar verða beitt refsiaðgerðum heimili þau ekki samkeppnisaðilum sínum aðgang að dreifikerfum sínum. Fyrir utan það markmið að stuðla að aukinni samkeppni er breytinga- tillögunum ætlað að samræma starfsleyfi fjarskiptafyrirtækja og þann lagaramma sem þau starfa samkvæmt í 25 aðildaríkjum ESB. Að sögn International Herald Tribune hafa aðildarríkin áður hafn- að slíkri viðleitni af hálfu fram- kvæmdastjórnar ESB en nú séu hagsmunir fyrirtækja með markaðs- ráðandi stöðu á sviði fjarskipta ekki lengur jafn tengdir landamærum einstakra ríkja og áður fyrr. Hefur samkeppnin áhrif á útbreiðslu tækninnar? Í ræðu sinni á fundi fjarskiptaráðs ESB í Brussel á þriðjudag færði Reding svo frekari rök fyrir tillög- unum með því að vísa til þess að ýms- ar aðgerðir sambandsins í fjar- skiptamálum á síðasta áratug hefðu komið neytendum mjög til góða. Þá sagði hún fjögur af aðildarríkj- um ESB, Danmörku, Svíþjóð, Hol- land og Finnland hafa beitt sér fyrir því að markaðsráðandi fjarskipta- fyrirtæki seldu keppinautum sínum aðgang að dreifikerfum sínum fyrir breiðbandsþjónustu. Til samanburðar sagði hún að í Þýskalandi, fjölmennasta aðildarríki ESB, hefði Deutsche Telekom ekki leigt keppinautum sínum aðgang að dreifikerfum fyrir breiðbandsað- gang, ásamt því að hafa um 96 pró- sent markaðshlutdeild í sölu á slíkri þjónustu. Um fimmti hver íbúi í framangreindum fjórum ríkjum ESB hefur breiðbandstengingu en aðeins áttundi hver Þjóðverji og er það meðal annars rakið til skorts á virkri samkeppni á þessu sviði. ESB vill meiri samkeppni í breiðbandsþjónustu Viviane Reding Þrýst verður á markaðsráðandi fyrirtæki um að leigja aðgang að dreifikerfum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞÝSKUR athafnamaður, Alexand- er Schoppman, ráðgerir að stofna fyrsta flugfélagið fyrir reyk- ingafólk á næsta ári. Lofar hann reykingamönnum afturhvarfi til þeirra tíma þegar þeir gátu púað að vild í flugvélum. Fyrsta flugleið fé- lagsins, sem nefnist Smintair, verð- ur Düsseldorf-Tókýó, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Leyft verður að reykja í öllum sætum og setustofa fyrir farþega verður um borð. Schoppmann lýsir því af sökn- uði á netsíðu félagsins hvernig fyr- irkomulagið var hér áður fyrr þeg- ar boðið var upp á úrval hágæða vindla um borð í vélum þýskra flug- félaga. Flugfélag fyrir reyk- ingafólk SUÐUR-Kóreumaður, sem Norður-Kóreumenn rændu þegar hann var táningur, hitti móður sína í gær í fyrsta skipti frá því að hann hvarf fyrir nær þremur áratugum. Kim Young-Nam, sem var rænt árið 1978, faðmar hér 82 ára gamla móður sína á hóteli í grennd við fjall- ið Kumgang í Norður-Kóreu. „Mamma, ég hélt að þú værir dáin,“ sagði Kim, sem er 45 ára, og kraup fyrir framan hana til að votta henni virðingu sína. Með Kim voru seinni eiginkona hans og nítján ára dóttir. Hermt er að móðir stúlkunnar sé Megumi Yo- kota, japönsk kona sem stjórn Norður-Kóreu við- urkenndi að hefði verið rænt árið 1977 þegar hún var þrettán ára. Stjórn Suður-Kóreu segir að Kim sé einn af fimm suður-kóreskum nemendum sem var rænt á árunum 1977–78 og voru síðar notaðir við þjálfun norður- kóreskra njósnara. Norður-Kóreumenn eru taldir hafa rænt alls um 500 Suður-Kóreumönnum frá árinu 1953. Endurfundur eftir nær 30 ára aðskilnað AP 20% Sætúni 4 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. ÍSLANDS MÁLNING Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum Sími 517 1500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.