Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 174. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hverjir keppa við Magna? Raunveruleikaþátturinn Rock Star: Supernova hefst í næstu viku | 61 hefst í dag! Opið til 21 Útsala ÍSRAELSKI flugherinn gerði harðar loftárásir á skotmörk á Gaza-svæðinu í gærkvöldi og þús- undir liðsmanna landhersins voru jafnframt sendar inn á suðurhluta Gaza. Dreifimiðum var hins vegar varpað yfir byggðir Palestínu- manna í norðurhluta Gaza og voru þeir þar hvattir til að halda kyrru fyrir í húsum sínum til að tryggja öryggi sitt. Aðgerðir hersins eru lið- ur í því að fá ísraelskan hermann, sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag, lausan úr haldi. Bandaríkjastjórn styður aðgerð- ir Ísraela og segir þá hafa rétt til að verja sig en Evrópusambandið hef- ur hvatt báða aðila til að sýna still- ingu. „Hernaðarlegt brjálæði“ Fyrr um kvöldið höfðu fjórar ísraelskar herflugvélar flogið yfir heimili Bashar Assad, forseta Sýr- lands, vegna „beinna tengsla“ Sýr- landsstjórnar við Hamas, samtök herskárra Palestínumanna, að því er ísraelskir embættismenn sögðu, en æðsti leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, er í útlegð í Sýrlandi. As- sad mun hafa verið í húsinu þegar flugvélarnar fóru yfir. Þá handtók ísraelski herinn pal- estínskan ráðherra, Mohammed el Barghuti, við vegartálma í borginni Ramallah á Vesturbakkanum í gær- kvöldi. Palestínumenn óttuðust í gær langvinnan hernað af hálfu Ísraela. Vöruðu þeir við því að hernaður þeirra myndi aðeins leiða til enn meiri blóðsúthellinga og palest- ínska heimastjórnin, undir forystu Hamas-samtakanna, lýsti árásum Ísraela sem „hernaðarlegu brjál- æði“. Með árásunum væru Ísraelar að refsa öllum Palestínumönnum fyrir verk fámenns hóps. Göturnar á sunnanverðu Gaza-svæðinu voru nánast mannlausar í gær þar sem fólk hélt kyrru fyrir heima hjá sér vegna árásanna. Á norðanverðu svæðinu bjuggu íbúarnir sig undir hernað, hömstruðu matvæli og aðr- ar nauðsynjar. Reuters Palestínsk börn bíða eftir að fá vatn á Gaza í gær en fólk hamstraði matvæli og hélt sig innandyra. Harðar árásir ísraelska hersins á skotmörk á Gaza Ísraelskar herþotur flugu yfir bústað Sýr- landsforseta Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is  Óttast langvarandi | 14 DAVÍÐ Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að með aðgerðum rík- isstjórnarinnar, sem boðaðar voru í vikunni til að sporna gegn þenslu í efnahagslífinu, hafi í öllum meginatriðum ver- ið stigin skref í rétta átt. Þar sem hann hafi ver- ið erlendis í byrjun vik- unnar eigi bankastjórnin eftir að kynna sér að- gerðirnar betur, en með frestun opinberra fram- kvæmda og breytingu á aðgengi að íbúðalánum sé verið að bregðast við þeim sjónarmiðum sem Seðlabankinn hafi látið frá sér fara. Tilmæli um að hækka stýrivexti enn frekar Davíð er nýkominn heim af ársfundi Al- þjóðagreiðslubankans í Sviss, BIS, þar sem þeim tilmælum var beint til bankanna að hækka enn frekar stýrivexti sína. Davíð segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að stýrivaxtahækkanir víða um heim geti þrengt að Íslendingum og því svigrúmi sem þeir hafi haft og notað sér óspart. Á sama tíma sé verið að glíma við afleiðingar þeirr- ar þenslu sem ríkt hafi í efnahagslífinu hér á landi. Davíð segir BIS hafa sent frá sér skýr skilaboð en vill ekkert segja til um hvort þau muni hafa áhrif á Seðlabanka Íslands, sem tilkynnir næstu vaxtaákvörðun 6. júlí nk. Aðgerð- irnar skref í rétta átt Davíð Oddsson  Vaxtahækkanir | B1 Ottawa. AFP. | Sælgætisgrísir og fleiri ættu að geta glaðst á næst- unni því vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem getur endurnýj- að tennur og bein sem hafa brotn- að. Vísindamennirnir, sem starfa við Alberta-háskólann í Edmonton, hafa sótt um einkaleyfi á bún- aðinum eftir að hafa prófað hann á tólf sjúklingum í Kanada, en að- ferðin byggist á hljóðbylgjutækni. „Núna hyggjumst við nota þetta til að laga brotnar eða skemmdar tennur og ójöfn kjálkabein, en þetta kann einnig að gagnast íshokkíleikmönnum eða börnum sem hafa misst tennur,“ segir Jie Chen, prófessor í verkfræði. Hljóðbylgjutækið, sem er þráðlaust og minna en baun að stærð, er sett inn í munn viðkomandi á spöngum eða í plasthylki. Búnaðurinn nuddar gómana varlega og örvar þannig vöxt tannarinnar frá rótum. Tækið mun eiga að vera í gangi 20 mínútur á degi hverjum í fjóra mánuði. Vonast er til að það verði komið á markað eftir tvö ár. Tennurnar endurnýjast Allentown. AP. | Ellefu manns hafa farist og tvö hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín vegna óveðurs og flóða sem orðið hafa í norðaust- urríkjum Bandaríkjanna. Neyðar- ástandi hafði verið lýst yfir í 46 sýslum í Pennsylvaníu og fjórum í New York-ríki í gærkvöldi. Víða var rafmagnslaust. Óttast var að Susquehanna-áin í Pennsylvaníu myndi flæða yfir bakka sína á næstu sólarhringum og því var 200 þúsund manns sem búa á láglendi nálægt ánni skipað að fara frá heimilum sínum. Auk þess hafa þúsundir manna yfirgefið heimili sín á öðrum svæðum, en sumum hefur verið bjargað upp í þyrlur af hús- þökum. Búist var við því að rigning- ar næðu hámarki í nótt. Tugir björgunarþyrlna frá þjóð- varðliðinu, lögreglu og strandgæslu fóru um flóðasvæðin í gærkvöldi og nótt í leit að fólki í vandræðum. AP Þjóðvarðliðar bjarga manni upp í þyrlu eftir að vatnsflaumur hreif drátt- arvél, sem hann keyrði, af veginum í Shoemakersville í Pennsylvaníu. Neyðarástandi lýst yfir vegna flóða MEIRA en helmingur íbúa í Osló lætur nágranna sína fara í taugarnar á sér, að því er ný könnun landssambands bygg- ingarsamvinnufélaga í Noregi leiðir í ljós. Hávær tónlist og annar há- vaði frá nágrönnum er það sem mest angrar Norðmenn, en 28% sögðust ergja sig yfir honum. Rusl og óreiða er næstalgengasta umkvörtunar- efnið og angrar það 16% íbú- anna en 10% sögðu að mat- arlykt úr annarra manna húsakynnum færi í taugarnar á sér, að því er fram kemur á fréttavef Aftenposten. Ungt fólk pirraðra Í ljós kom að ungt fólk, þ.e. fólk undir þrítugu, er gjarnara á að verða pirrað á nágrönnum sínum en þeir sem eldri eru og könnun leiddi jafnframt í ljós að íbúar í Osló eru mun pirraðri en fólk sem býr annars staðar í Noregi. Helmingur pirraður yf- ir nágrönn- unum Viðskipti | Nornin á Wall Street  Fækkar í röðum risanna? Íþróttir | Víkingar skelltu ÍA  Annað stig ÍBV á fastaland- inu í sumar  Níu stiga forysta meistaranna Viðskipti og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.