Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 59 MENNING Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Mallorca í júlí. Bjóðum nokkrar íbúðir á hinum vinsæla gististað Cala D'or Park í Cala D'or á frábæru verði. Góðar íbúðir stutt frá ströndinni og hringiðunni í þessum skemmtilega bæ með verslunum, ótal veitingastöðum og fjörugu mannlífi. Skelltu þér til Cala D'or og njóttu lífsins á Mallorca. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Góðar íbúðir á besta stað Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Cala D'or Park í viku, 13. eða 20. júlí. Munið Mastercard ferðaávísunina Viðbótargisting! Aðeins 12 íbúðir í boði Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Cala D'or Park í viku, 13. eða 20. júlí. Mallorca 13. og 20. júlí frá kr. 34.990 Sértilboð - Cala D'or SERBNESKI kvikmyndaleikstjór- inn Goran Paskaljevic verður gest- ur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fer fram dagana 28. september til 8. október næstkom- andi. Þá stendur til að sýna úrval mynda hans á hátíðinni. Í fréttatilkynningu kemur fram að Goran Paskaljevic er virtur kvikmyndaleikstjóri sem hlotið hef- ur margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Hann verður for- maður dómnefndar á 41. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni sem hefst 30. júní nk. Paskaljevic er gjarnan talinn til svokallaðra kvikmynda- gerðarmanna af „Prag-skólanum“ sem útskrifast hafa úr kvikmynda- skólanum FAMU í Tékklandi. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerð- armanna hefur einnig numið við FAMU, t.a.m. Grímur Hákonarson, Silja Hauksdóttir, Börkur Gunn- arsson og Þorsteinn Jónsson. Tragikómísk ára „Paskaljevic varð nokkuð þekkt- ur fyrir stuttar heimildarmyndir en það voru leiknar myndir hans í fullri lengd sem skipuðu honum í fremstu röð evrópskra leikstjóra. Stíll þeirra, umfjöllunarefni og tragikómísk ára myndanna eru undir áhrifum frá tékknesku ný- bylgjunni. Myndir hans hafa unnið til verðlauna á ýmsum kvik- myndahátíðum, t.a.m. kvik- myndahátíðunum í Feneyjum og Chicago og nú síðast vann hann að- alverðlaunin í San Sebastian fyrir mynd sína A Midwinter’s Night Dream. Af öðrum mynda hans má nefna How Harry Became a Tree, The Powder Keg, Time of Miracles og Guardian Angel,“ segir í til- kynningu. Paskaljevic er fenginn hingað til lands í samstarfi við Baltankult- stofnunina, en hún stendur fyrir serbneskum dögum á Íslandi í september og október. „Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn í haust frá 28. september til 8. október og fer dagskráin óðum að skýrast. Markmið hátíð- arinnar er fjöl- þætt en meg- ináherslan er að bjóða upp á það merkilegasta úr kvikmyndalistinni hverju sinni og að auki að skapa virkt umhverfi þar sem kvik- myndagerðarfólk, fræðimenn og áhugafólk hvaðanæva að úr heim- inum getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er óháð og teygir anga sína langt út fyrir kvik- myndasalinn, t.d. með áherslu á þekkingarsköpun í samstarfi við Háskóla Íslands, fyrirlestra, nám- skeið, listsýningar, tónleika o.fl. Í fyrra voru sýndar yfir 60 myndir frá 26 löndum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum kvikmyndahátíð- arinnar. Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 28. september til 8. október Goran Paskalj- evic meðal gesta Goran Paskaljevic SÝNINGIN Íslensk tískuhönnun verður opnuð í risi Þjóðmenning- arhússins í dag kl. 12. Geir H. Haarde forsætisráðherra opnar sýn- inguna sem markar ákveðin tíma- mót því með henni er í fyrsta skipti fjallað eingöngu um tískuhönnun í íslenskri nútímamenningu. Níu hönnuðir eða merki sýna fatn- að. Þeir eru Anna Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir og merki hennar: ásta creative clothes; Dóra Emilsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir og merki hennar, jbj design; Ragna Fróðadóttir og merki hennar, Path of Love; Rósa Helgadóttir, Spaks- mannsspjarir, Steinunn Sigurð- ardóttir með merkið STEiNUNN og Þorbjörg Valdimarsdóttir. Sýningarstjóri er Matthias Wag- ner K. en hann setti upp hliðstæða sýningu í nóvember sl. í tengslum við 50 ára afmæli Þýsk-íslenska fé- lagsins í Köln. Um 15 þúsund manns sáu þá sýningu sem vakti athygli og fékk jákvæð viðbrögð frá fjöl- miðlum. „Haft var á orði að önnur eins hönnun hefði ekki sést áður“, segir Matthias. Sameinar augljósar andstæður Að sögn Matthiasar er íslensk hönnun frumleg en hefur einnig tek- ist að skapa sér hefð. Hann finnur ýmis líkindi með henni og belgísku hönnuðunum Dries van Noten, Anne Demeulemeester og Martin Mar- giela sem upp úr 1980 hófu að hanna föt í andstöðu við tískuiðnaðinn í kringum París. „Íslensk hönnun ber með sér nýtt viðhorf til grein- arinnar. Litið er á hönnunina sem listgrein, og tjáningu á lífsstíl, en verkin eru ekki lengur beygð undir breytileika tískuheimsins. Lagt er upp með að hanna tímalausan fatnað sem er einkennandi fyrir þá/þann sem gengur í honum.“ Sérstaða íslenskrar tísku og hönn- unar byggist á að sameina það sem virðast augljósar andstæður, að sögn Matthiasar. Hann telur hönn- uðina duglega við að gera tilraunir, og minnist á að þeir blandi efnum saman á athyglisverðan hátt, t.a.m. silki og ull. Einnig blandast snið kynjanna saman ásamt því að sjá má eldri nostalgískar útlínur í bland við nýjar. „Íslenskir hönnuðir útskýra andstæðurnar með því vísa til að landið liggur á mörkum Evrópu og Ameríku, en er samt nógu einangrað til að leyfa þeim að þróa eigin hug- myndir. Birtan og litbrigði í lands- laginu verða uppspretta hugmynda fyrir íslenska tískuhönnun, ásamt líflegu næturlífi Reykjavíkurborgar, tónlist Bjarkar og Mugisons, listinni, tækninni og þjóðlegum hefðum.“ Matthias telur tískuhönnun úti í heimi vera einsleita, en hönnuðina hér á landi sjálfstæðari. „Íslensk tíska leggur áherslu á einstakling- inn, ástríður hans og anda, og er þess vegna einhver áhugaverðasta og frumlegasta tíska veraldar.“ Hönnun | Íslensk tískuhönnun í Þjóðmenningarhúsinu Morgunblaðið/ÞÖK 38 verk eftir íslenska hönnuði verða sýnd í Þjóðmenningarhúsinu. Verkin eru afar frumleg að sögn Matthiasar Wagner K. sýningarstjóra. Ein áhugaverðasta og frumlegasta tíska í heimi Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Sýningin Íslensk tískuhönnun er í Þjóðmenningarhúsinu til 27. febr- úar 2007. „SAMTÖK listrænt ágengra tón- skálda umhverfis Reykjavík“ (S.L.Á.T.U.R.) héldu á föstudag við dræma aðsókn aðra árlega miðsumartónleika sína. Tónleika- skrá var engin og munnlegar kynningar misskýrar. Þá virtist röð tónverka ákveðin á síðasta augnabliki, og þó að nokkrum upplýsingum væri góðfúslega hripað niður á blað handa und- irrituðum, man ég ekki í fljótu bragði eftir tónleikum þar sem jafnmargt var jafnlaust í reip- unum. En kannski var yfirbragðinu einmitt haldið svona kæruleys- islega af ráðnum hug. Enda sat mest eftir endurómur af próvó/ flúxus-uppákomum 7.–8. áratugar, viðmóti sem hálfgamlir hundar eins og ég héldum löngu fyrir bí og til húðar gengið. En hver veit nema það sé enn nýtt og ferskt fyrir X-kynslóð höfunda og flytj- enda, er missti fyrir æsku sakir af flestu sprellinu – þó að 68-kynslóð undirritaðs þyki það núorðið held- ur lúið. Nú ber kannski að skjóta inn, að vitanlega hefur maður ekkert á móti tónsköpun sem tekur sig hæfilega óhátíðlega. Ekki liggur það mikið fyrir af gríni og glensi í dísarhöllu, allra sízt af sjálfsháði í garð framúrstefnunnar. En – eins og gúrúinn sagði – því hnitmið- aðra, því skemmtilegra. Hálfkáks- legt samsull á staðnum, eins og hér virtist oft uppi á teningi, höfð- ar í bezta falli aðeins til hlutaðeig- andi sjálfra. Hitt væri að sönnu vert, og myndi örugglega ekki að- eins hreinsa rykfallið nýakadem- ískt skólastofuloft heldur einnig gera stólpalukku meðal yngri sem eldri hlustenda, ef vaskir menn tækju sig til og gerðu markvissa og meinfyndna úttekt á stækustu framúrstefnuklissjum síðari ára- tuga, jafnvel þótt það kostaði tals- verða vinnu. Upplagt pönt- unarverkefni fyrir Listahátíð, sem því miður hefur einatt hlíft okkur við hispurslausa bandaríska háð- fuglinum P.D.Q. Bach. Í þeim efnum byndi maður e.t.v. mestar vonir við Áka Ásgeirsson. Allavega stóð verk hans án titils fyrir kontrafagott, tölvuhljómborð og skjávarpa (næstsíðast í seinni hluta) upp úr öðru að brosvæn- leika, þar sem spilararnir eltust við grafíska tennisspaða á grisju í líkingu við forna tölvuspilið frá um 1970. Vantaði aðeins odorama- fnykvídd brennisteinsvetnis til að fylla upp í lágtíðnivindgangs- hljóðin í Webernskum punktastíl. Restin sagði manni fjarska lítið. Bogaskrapið úr Appear/Disappear Þorkels Atlasonar fyrir 3 selló leið jafnskjótt úr minni og Selbol eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Kindin og lindin í dalnum fyrir 2 selló, gítar, melódíku, slagverk ofl. eftir Pál Ivan Pálsson bauð m.a. upp á vatnsglasasjónarspil, en kom fyndnast út í innskotum fyrir rammfalskan plastflautusextett. Einna „ágengast“ var óneitanlega Munkurinn eftir Ólaf Björn Ólafs- son með óþægilega háværum raf- kribbuhljóðum sínum og hvössum skruðningum. Eftir verk Áka kom svo loks Germania eftir Magnús Jensson fyrir trompet, fagott og slagverk; hálfkaótískur mars og frekar þreytandi, þótt gisnaði ögn í lokin. Af listrænu ágengi TÓNLIST Nýlistasafnið Ný tónverk eftir Þorkel Atlason, Guð- mund Stein Gunnarsson, Pál Ivan Páls- son, Ólaf Björn Ólafsson, Áka Ásgeirsson og Magnús Jensson. Meðal flytjenda Þor- björg Daphne Hall, Sandra Ósk Snæ- björnsdóttir, Snorri Heimisson og Hall- grímur Jónas Jensson ásamt einhverjum höfunda. Föstudaginn 23. júní kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.