Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 59
MENNING
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Mallorca í júlí. Bjóðum nokkrar íbúðir á
hinum vinsæla gististað Cala D'or Park í Cala D'or á frábæru verði. Góðar
íbúðir stutt frá ströndinni og hringiðunni í
þessum skemmtilega bæ með verslunum, ótal
veitingastöðum og fjörugu mannlífi. Skelltu þér
til Cala D'or og njóttu lífsins á Mallorca.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Góðar íbúðir á besta stað
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Cala
D'or Park í viku, 13. eða 20. júlí.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Viðbótargisting!
Aðeins 12 íbúðir í boði
Verð kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í íbúð á Cala D'or Park í
viku, 13. eða 20. júlí.
Mallorca
13. og 20. júlí
frá kr. 34.990
Sértilboð - Cala D'or
SERBNESKI kvikmyndaleikstjór-
inn Goran Paskaljevic verður gest-
ur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík sem fer fram dagana 28.
september til 8. október næstkom-
andi. Þá stendur til að sýna úrval
mynda hans á hátíðinni.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Goran Paskaljevic er virtur
kvikmyndaleikstjóri sem hlotið hef-
ur margvíslegar viðurkenningar
fyrir verk sín. Hann verður for-
maður dómnefndar á 41. Karlovy
Vary-kvikmyndahátíðinni sem hefst
30. júní nk. Paskaljevic er gjarnan
talinn til svokallaðra kvikmynda-
gerðarmanna af „Prag-skólanum“
sem útskrifast hafa úr kvikmynda-
skólanum FAMU í Tékklandi.
Fjöldi íslenskra kvikmyndagerð-
armanna hefur einnig numið við
FAMU, t.a.m. Grímur Hákonarson,
Silja Hauksdóttir, Börkur Gunn-
arsson og Þorsteinn Jónsson.
Tragikómísk ára
„Paskaljevic varð nokkuð þekkt-
ur fyrir stuttar heimildarmyndir en
það voru leiknar myndir hans í
fullri lengd sem skipuðu honum í
fremstu röð evrópskra leikstjóra.
Stíll þeirra, umfjöllunarefni og
tragikómísk ára myndanna eru
undir áhrifum frá tékknesku ný-
bylgjunni. Myndir hans hafa unnið
til verðlauna á ýmsum kvik-
myndahátíðum, t.a.m. kvik-
myndahátíðunum í Feneyjum og
Chicago og nú síðast vann hann að-
alverðlaunin í San Sebastian fyrir
mynd sína A Midwinter’s Night
Dream. Af öðrum mynda hans má
nefna How Harry Became a Tree,
The Powder Keg, Time of Miracles
og Guardian Angel,“ segir í til-
kynningu.
Paskaljevic er fenginn hingað til
lands í samstarfi við Baltankult-
stofnunina, en hún stendur fyrir
serbneskum dögum á Íslandi í
september og október.
„Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík fer
fram í þriðja
sinn í haust frá
28. september til
8. október og fer
dagskráin óðum
að skýrast.
Markmið hátíð-
arinnar er fjöl-
þætt en meg-
ináherslan er að
bjóða upp á það
merkilegasta úr kvikmyndalistinni
hverju sinni og að auki að skapa
virkt umhverfi þar sem kvik-
myndagerðarfólk, fræðimenn og
áhugafólk hvaðanæva að úr heim-
inum getur fundið eitthvað við sitt
hæfi. Hátíðin er óháð og teygir
anga sína langt út fyrir kvik-
myndasalinn, t.d. með áherslu á
þekkingarsköpun í samstarfi við
Háskóla Íslands, fyrirlestra, nám-
skeið, listsýningar, tónleika o.fl. Í
fyrra voru sýndar yfir 60 myndir
frá 26 löndum,“ segir í tilkynningu
frá aðstandendum kvikmyndahátíð-
arinnar.
Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík 28. september til 8. október
Goran Paskalj-
evic meðal gesta
Goran Paskaljevic
SÝNINGIN Íslensk tískuhönnun
verður opnuð í risi Þjóðmenning-
arhússins í dag kl. 12. Geir H.
Haarde forsætisráðherra opnar sýn-
inguna sem markar ákveðin tíma-
mót því með henni er í fyrsta skipti
fjallað eingöngu um tískuhönnun í
íslenskri nútímamenningu.
Níu hönnuðir eða merki sýna fatn-
að. Þeir eru Anna Guðmundsdóttir,
Ásta Guðmundsdóttir og merki
hennar: ásta creative clothes; Dóra
Emilsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir
og merki hennar, jbj design; Ragna
Fróðadóttir og merki hennar, Path
of Love; Rósa Helgadóttir, Spaks-
mannsspjarir, Steinunn Sigurð-
ardóttir með merkið STEiNUNN og
Þorbjörg Valdimarsdóttir.
Sýningarstjóri er Matthias Wag-
ner K. en hann setti upp hliðstæða
sýningu í nóvember sl. í tengslum
við 50 ára afmæli Þýsk-íslenska fé-
lagsins í Köln. Um 15 þúsund manns
sáu þá sýningu sem vakti athygli og
fékk jákvæð viðbrögð frá fjöl-
miðlum. „Haft var á orði að önnur
eins hönnun hefði ekki sést áður“,
segir Matthias.
Sameinar augljósar andstæður
Að sögn Matthiasar er íslensk
hönnun frumleg en hefur einnig tek-
ist að skapa sér hefð. Hann finnur
ýmis líkindi með henni og belgísku
hönnuðunum Dries van Noten, Anne
Demeulemeester og Martin Mar-
giela sem upp úr 1980 hófu að hanna
föt í andstöðu við tískuiðnaðinn í
kringum París. „Íslensk hönnun ber
með sér nýtt viðhorf til grein-
arinnar. Litið er á hönnunina sem
listgrein, og tjáningu á lífsstíl, en
verkin eru ekki lengur beygð undir
breytileika tískuheimsins. Lagt er
upp með að hanna tímalausan fatnað
sem er einkennandi fyrir þá/þann
sem gengur í honum.“
Sérstaða íslenskrar tísku og hönn-
unar byggist á að sameina það sem
virðast augljósar andstæður, að
sögn Matthiasar. Hann telur hönn-
uðina duglega við að gera tilraunir,
og minnist á að þeir blandi efnum
saman á athyglisverðan hátt, t.a.m.
silki og ull. Einnig blandast snið
kynjanna saman ásamt því að sjá má
eldri nostalgískar útlínur í bland við
nýjar. „Íslenskir hönnuðir útskýra
andstæðurnar með því vísa til að
landið liggur á mörkum Evrópu og
Ameríku, en er samt nógu einangrað
til að leyfa þeim að þróa eigin hug-
myndir. Birtan og litbrigði í lands-
laginu verða uppspretta hugmynda
fyrir íslenska tískuhönnun, ásamt
líflegu næturlífi Reykjavíkurborgar,
tónlist Bjarkar og Mugisons, listinni,
tækninni og þjóðlegum hefðum.“
Matthias telur tískuhönnun úti í
heimi vera einsleita, en hönnuðina
hér á landi sjálfstæðari. „Íslensk
tíska leggur áherslu á einstakling-
inn, ástríður hans og anda, og er
þess vegna einhver áhugaverðasta
og frumlegasta tíska veraldar.“
Hönnun | Íslensk tískuhönnun í Þjóðmenningarhúsinu
Morgunblaðið/ÞÖK
38 verk eftir íslenska hönnuði verða sýnd í Þjóðmenningarhúsinu. Verkin
eru afar frumleg að sögn Matthiasar Wagner K. sýningarstjóra.
Ein áhugaverðasta og
frumlegasta tíska í heimi
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Sýningin Íslensk tískuhönnun er í
Þjóðmenningarhúsinu til 27. febr-
úar 2007.
„SAMTÖK listrænt ágengra tón-
skálda umhverfis Reykjavík“
(S.L.Á.T.U.R.) héldu á föstudag
við dræma aðsókn aðra árlega
miðsumartónleika sína. Tónleika-
skrá var engin og munnlegar
kynningar misskýrar. Þá virtist
röð tónverka ákveðin á síðasta
augnabliki, og þó að nokkrum
upplýsingum væri góðfúslega
hripað niður á blað handa und-
irrituðum, man ég ekki í fljótu
bragði eftir tónleikum þar sem
jafnmargt var jafnlaust í reip-
unum.
En kannski var yfirbragðinu
einmitt haldið svona kæruleys-
islega af ráðnum hug. Enda sat
mest eftir endurómur af próvó/
flúxus-uppákomum 7.–8. áratugar,
viðmóti sem hálfgamlir hundar
eins og ég héldum löngu fyrir bí
og til húðar gengið. En hver veit
nema það sé enn nýtt og ferskt
fyrir X-kynslóð höfunda og flytj-
enda, er missti fyrir æsku sakir af
flestu sprellinu – þó að 68-kynslóð
undirritaðs þyki það núorðið held-
ur lúið.
Nú ber kannski að skjóta inn,
að vitanlega hefur maður ekkert á
móti tónsköpun sem tekur sig
hæfilega óhátíðlega. Ekki liggur
það mikið fyrir af gríni og glensi í
dísarhöllu, allra sízt af sjálfsháði í
garð framúrstefnunnar. En – eins
og gúrúinn sagði – því hnitmið-
aðra, því skemmtilegra. Hálfkáks-
legt samsull á staðnum, eins og
hér virtist oft uppi á teningi, höfð-
ar í bezta falli aðeins til hlutaðeig-
andi sjálfra. Hitt væri að sönnu
vert, og myndi örugglega ekki að-
eins hreinsa rykfallið nýakadem-
ískt skólastofuloft heldur einnig
gera stólpalukku meðal yngri sem
eldri hlustenda, ef vaskir menn
tækju sig til og gerðu markvissa
og meinfyndna úttekt á stækustu
framúrstefnuklissjum síðari ára-
tuga, jafnvel þótt það kostaði tals-
verða vinnu. Upplagt pönt-
unarverkefni fyrir Listahátíð, sem
því miður hefur einatt hlíft okkur
við hispurslausa bandaríska háð-
fuglinum P.D.Q. Bach.
Í þeim efnum byndi maður e.t.v.
mestar vonir við Áka Ásgeirsson.
Allavega stóð verk hans án titils
fyrir kontrafagott, tölvuhljómborð
og skjávarpa (næstsíðast í seinni
hluta) upp úr öðru að brosvæn-
leika, þar sem spilararnir eltust
við grafíska tennisspaða á grisju í
líkingu við forna tölvuspilið frá um
1970. Vantaði aðeins odorama-
fnykvídd brennisteinsvetnis til að
fylla upp í lágtíðnivindgangs-
hljóðin í Webernskum punktastíl.
Restin sagði manni fjarska lítið.
Bogaskrapið úr Appear/Disappear
Þorkels Atlasonar fyrir 3 selló leið
jafnskjótt úr minni og Selbol eftir
Guðmund Stein Gunnarsson.
Kindin og lindin í dalnum fyrir 2
selló, gítar, melódíku, slagverk ofl.
eftir Pál Ivan Pálsson bauð m.a.
upp á vatnsglasasjónarspil, en
kom fyndnast út í innskotum fyrir
rammfalskan plastflautusextett.
Einna „ágengast“ var óneitanlega
Munkurinn eftir Ólaf Björn Ólafs-
son með óþægilega háværum raf-
kribbuhljóðum sínum og hvössum
skruðningum. Eftir verk Áka kom
svo loks Germania eftir Magnús
Jensson fyrir trompet, fagott og
slagverk; hálfkaótískur mars og
frekar þreytandi, þótt gisnaði ögn
í lokin.
Af listrænu ágengi
TÓNLIST
Nýlistasafnið
Ný tónverk eftir Þorkel Atlason, Guð-
mund Stein Gunnarsson, Pál Ivan Páls-
son, Ólaf Björn Ólafsson, Áka Ásgeirsson
og Magnús Jensson. Meðal flytjenda Þor-
björg Daphne Hall, Sandra Ósk Snæ-
björnsdóttir, Snorri Heimisson og Hall-
grímur Jónas Jensson ásamt einhverjum
höfunda. Föstudaginn 23. júní kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson