Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 45

Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 45 MINNINGAR hyggju sem hann veitti okkur þegar við stóðum á tímamótum. Okkur á líka alltaf eftir að þykja vænt um húsið hans afa. Það er ekki bara venjulegt hús, heldur húsið sem afi byggði frá grunni með sínum eigin mögnuðu og fjölhæfu höndum. Án stórtækra vinnuvéla og lánsfjár- magns, eitthvað sem okkur þykir í dag nær óhugsandi. Við þökkum góðum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast honum svona vel. Hann skildi mikið eftir sig, ekki bara góðar minningar í hjörtum okk- ar heldur líka öll listaverkin sem við munum njóta um ókomna tíð og ein- staka fyrirmynd fyrir okkur að lifa eftir. Blessuð sé minning hans. Anna Kristín, Pétur Þór og Ása Diljá. Leifur afi minn var einstaklega ljúfur og góður maður. Ég man ekki til þess að hafa heyrt hann nokkru sinni hallmæla öðrum þótt hann hafi nú alveg haft húmor fyrir öðru fólki sem og sjálfum sér. Það var stutt í brosið hjá afa og hann átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Ég hef oft heyrt að ég líkist föður- ættinni minni. Ég veit að ég hef augnsvipinn frá afa og kannski fékk ég þá dýrmætu gjöf með augnsvipn- um, að eiga auðvelt með að koma auga á það jákvæða í lífinu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá Leifi afa, Fríðu ömmu og Dúnnu frænku meðan ég var í menntaskóla og fyrir það er ég ótrú- lega þakklát. Á Sogaveginum átti ég gott heimili og ég met það mikils að hafa fengið að kynnast þeim eins ná- ið og ég gerði meðan ég bjó þar. Amma hafði unnið við kjólasaum og hún var mikil smekkkona en þegar ég var á leið á árshátíð hafði afi ekki síður skoðanir á því hvað færi vel saman og gaf mér góð ráð. Hann var einnig smekkmaður. Afi var sannkallaður þúsundþjala- smiður. Hann byggði húsið sitt, smíðaði skartgripi, renndi svipur, logsauð hestakerrur og svona mætti lengi telja. Hann hafði alltaf nóg fyr- ir stafni og það breyttist ekki þegar hann fór á eftirlaun. Þá fór hann að skera út og mála og þannig fékk listamaðurinn Leifur að njóta sín. Þegar ég hitti fólk sem hefur vit á út- skurði og segi þeim að ég sé barna- barn Leifs Sigurðssonar, finn ég að hann nýtur mikillar virðingar í þeirra hópi. Afi útbjó gullkross handa okkur barnabörnunum og barnabarna- börnunum í skírnargjöf. Hann útbjó einnig fyrsta hringinn minn og ég man hvað ég varð sár þegar ég týndi honum. Mér þykir líka ótrúlega vænt um að hann útbjó giftingarhringana okkar Bóasar og gaf mér um leið af- ar fallegt hálsmen sem hann hafði útbúið. Minningin um afa lifir áfram með okkur. Allt í kringum okkur eru hlut- ir sem minna okkur á hann eins og útskorin klukka, hilla og spegill sem afi kláraði rétt áður en hann fór í síð- ustu aðgerðina. Guð blessi minningu elsku afa míns. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir. Leifur Sigurðsson, afi okkar, var einstakur maður. Minningarnar um hann eru margar og allar góðar. Heimahagar afa hafa mótað sjálfs- mynd okkar en sterkar taugar lágu norður yfir í heiðar í Skagafjörðinn þar sem hann fæddist og ólst upp. Afi lýsti vel ýmsum atvikum úr uppvextinum og lifðum við okkur inn í frásögnina. Það er ómetanlegt að hafa fengið að fræðast um fortíðina frá fyrstu hendi. Við Reykvíkingarn- ir segjumst með stolti vera ættuð úr Skagafirðinum og leggjum rækt við þessi tengsl. Afi var ekki aðeins sérstaklega laghentur heldur líka sannur og fjöl- hæfur listamaður. Nákvæmni í vinnubrögðum skipti hann máli og var mikil hugsun á bak við allt sem hann gerði. Ekki er nóg að hafa hæfileikana heldur verður að rækta þá og leggja til þess ómælda vinnu. Við eigum marga glæsilega hluti eft- ir hann, skartgripi, svipur og ýmsa gripi úr tré, bæði útskorna og mál- aða. Þessir gripir prýða híbýli okkar um ókomna tíð og eru áþreifanleg minning um góðan mann, sem gaf okkur mikið. Hann veitti okkur líka þekkingu á því hvernig koma skal fram við aðra og lifa lífinu án þess að sjá eftir neinu. Lífsgleði, dugnaður og innri ró koma í hugann. Lífshlaup hans er okkur sönn fyrirmynd. Hann gaf mikið af sér og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Við systkinin er- um þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með afa og hann lifir í hjarta okkar. Inga Rún og Friðrik Már. Leifur afi hefur kvatt þennan heim. Það er erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Leifur afi var glaðvær maður með hlýja nærveru. Hann hafði gaman af fólki og sýndi okkur barnabörnunum mikla at- hygli. Mér er sagt að hann eigi drjúgan þátt í því að ég fór að ganga níu mánaða gömul þegar foreldrar mínir komu með mig í heimsókn um jól frá Noregi. Hann hafði gengið með mig fram og til baka eftir gang- inum á Sogavegi, heimili hans og ömmu, þar til ég gekk óstudd. Ég trúi þessu, því ég man eftir því að sjá hann gera það sama með barnabörn- unum sem komu á eftir mér. Afi var líka mikið fyrir að söngla og dilla okkur krökkunum enda vakti það mikla kátínu. Afi var lærður járnsmiður og rennismiður en ég lærði fljótt að það voru lítil takmörk fyrir því hvað afi gat smíðað og búið til. Þegar eitt- hvað brotnaði eða bilaði var við- kvæðið hjá okkur krökkunum að Leifur afi gæti nú örugglega gert við þetta. Eftir vinnu var afi ýmist úti í skúr að logsjóða stóra hluti eða í litlu vinnustofunni sinni í kjallaranum að smíða minni hluti eins og svipur úr silfri eða skartgripi. Sem krakki fylgdist maður með þessu úr fjar- lægð því amma passaði upp á að við krakkarnir færum ekki of nálægt hættulegu tækjunum hans afa. En stundum fékk maður að kíkja niður í kjallara til afa og sjá hann töfra fram ýmislegt. Víða má finna merki um listasmíð hans hvort sem er í smáleg- um hringjum og hálsmenum sem hann gerði handa kvenfólkinu í fjöl- skyldunni eða í veglegum stálgrind- arhliðum við heimreiðirnar að bæj- um í Blönduhlíðinni í Skagafirði. Eftir að afi fór á eftirlaun tók hann sér fyrir hendur ýmislegt sem hugur hans hafði líklega lengi staðið til. Þar ber hæst útskurð hans í tré sem hann tók miklum framförum í síð- asta áratuginn sem hann lifði. En einnig málaði hann á tré, postulín og striga. Það kom í ljós að afi var mikill listamaður í sér. Amma hafði að vísu alltaf sagt: „Hann afi þinn er nú svo flinkur.“ En síðustu árin sýndi hann ótvíræð listræn tilþrif með sinni eig- in hönnun og útfærslum. Það ber hógværð hans vitni að fyrst þegar hann fór að gefa útskurðarmuni sína í tækifærisgjafir innan fjölskyldunn- ar lét hann alltaf fylgja með dágóða peningaupphæð í umslagi. Honum fannst eins og þessar listasmíðir hans væru ekki almennilegar gjafir. Leifur afi var með lífi sínu að öllu leyti góð fyrirmynd okkur sem á eft- ir komum, en ef ég ætti að velja að- eins eitt til eftirbreytni þá væri það hvernig hann tókst á við lífið á efri árum. Lífsgleðin, lífsorkan og viljinn til að læra og reyna við ný verkefni er okkur öllum hvatning. Aðeins fáeinum dögum áður en afi kvaddi þennan heim fór ég upp á Landakot til að kveðja hann áður en ég færi utan í heilt ár. Hann hélt fastar í höndina á mér en venjulega og við vissum bæði að það þyrfti mik- ið til að hann væri ennþá á meðal okkar þegar ég kæmi til baka. Það var verulega af honum dregið. Ég gat sagt honum hvað mér þykir vænt um hann. Það er erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. En Leifur afi og Fríða amma kunnu að kveðja okk- ur þegar við komum í heimsókn á Sogaveg 168. Það var ekki nóg með að þau kysstu mann og föðmuðu við dyrnar. Þegar komið var út í bíl var næsta víst að þau stóðu á tröppunum og veifuðu þar til bíllinn var horfinn niður stíginn. Þannig kveður maður þá sem manni þykir vænt um. Helga Rut. Þegar vinur er kallaður burt verð- ur eftir í huganum tóm eða eyða. Leifur Sigurðsson er sá maður sem við hjónin munum lengi minnast með hlýju og söknuði. Síðustu árin átti hann margar ferðir heim til okkar, þar sem við áttum notalegar sam- ræður yfir kaffibolla. Áhugamálin voru mörg enda var Leifur marg- fróður um menn og málefni, áhugi hans á Skagfirðingum og skagfirsk- um málefnum var auðsær og setti hann sig ekki úr færi að fræðast um þau efni og ræða þau. Það var langt í frá að umræðuefnið væri þröngt, því hugurinn var lifandi og margt bar á góma. Hann var gætinn maður og hafði næma kímnigáfu, það var auðfundið í þeim ánægjulegu kynnum sem við áttum. Góðar minningar eigum við þar sem við fórum með þeim hjónum Fríðu og Leifi í ferðir, stundum dagsferðir eða í orlofshús þar sem umhverfið var skoðað og útivistar notið. Leifur var sannkallaður listrænn þúsundþjalasmiður og liggja eftir hann margir verðmætir gripir bæði úr málmi og tré, en aðalstarf hans var rennismíði, hann var traustur og virtur fagmaður. Við minnumst Leifs með virðingu og þakklæti og vottum sonum hans og ástvinum öllum innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Ingibjörg og Sigursteinn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, WILLIAM JENSEN, Brorsonsveg 19, st.v., 7400 Herning, Danmörku, lést laugardaginn 24. júní á Herning sjúkrahúsinu á Jótlandi. Jarðarförin hefur farið fram. Edith Hvid Jensen, Olga Hvid Mortensen, Leif Hvid Jensen, Hanne Stagsted, Erik Hvid Jensen, Ella Skov, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR V. JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Akraseli 15, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vilborg Benediktsdóttir, Anna Jóna Halldórsdóttir, Daníel Daníelsson, Guðlaug Halldórsdóttir, Ingimar Ólafsson, Jón Sigurður Halldórsson, Gunnhildur Mekkinósson, Magnea Halldórsdóttir, Stefán Ari Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. júní. Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Íris H. Einarsdóttir, Kári G. Schram, María Árnadóttir, Ríkarður B. Jónasson, Hörður Árnason, Aðalheiður Benediktsdóttir, Elísabet Árnadóttir, Eysteinn Sigurðsson, Bolli Árnason, Aðalbjörg Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, barnabarn, mágur og frændi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, sem lést fimmtudaginn 22. júní á heimili sínu, Aðalgötu 52, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 30. júní kl. 14.00. Fjóla Jósepsdóttir, Guðmundur Konráðsson, Rósa Jóhannsdóttir, Bjartmar Guðmundsson, Hafþór Guðmundsson, Linda Rós Björnsdóttir, amma, afi og nánir ættingjar. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Barðavogi 24, Reykjavík, lést á Hrafnistu að morgni miðvikudagsins 28. júní. Útförin verður auglýst síðar. Erlingur Dagsson, Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal, Kristrún Erlingsdóttir Romano, John C. Romano, Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir, Kjartan Ragnar Erlingsson, Kolbrún Hákonardóttir, Grétar Örn Erlingsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hilmar var mikill reynslu- og sagna- brunnur, enda búinn að vera við sjómennsku stóran hluta lífs síns. Hann hafði skemmtilega frásagnarlist og var gaman að hlusta á hann. Hann kom oft í heim- sókn í fyrirtæki okkar í Eyjum í kaffi og spjall, eitt sinn kom hann færandi hendi, með forláta merki, sem hann hafði smíðað með nafninu Jesú, en hann var laghentur og naut sín við smíðarnar. Hilmar varð fyrir því óláni að HILMAR SIGURBJÖRNSSON ✝ Hilmar Sigur-björnsson fædd- ist í Staðarhúsi í Stykkishólmi 8. október 1928. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 21. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju 27. maí. slasa sig fyrir nokkr- um árum og háði það honum eftir það. Minnið fór að gefa sig og var það erfitt fyrir hann, þegar orðin fundust ekki, en eftir töluverðar umræður um það, tók hann því léttara og gat þá hleg- ið að þessum veikleika sínum. Við hjónin áttum því láni að fagna, að um tíma voru synir Hilmars starfandi við útgerð okkar og var það skemmti- legur tími. Hilmar var einn af þeim mönn- um, sem settu svip á bæjarfélagið. Við vottum Nínu, eiginkonu hans, og öðrum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning Hilmars Sig- urbjörnssonar. Jóna Andrésdóttir og Sigurður Ingi Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.