Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Gagnrýni á samræmd prófhefur verið áberandi ífjölmiðlum undanfarið.Tilgangur þessa pistils er að svara nokkrum þeirra atriða sem fram hafa komið og sum hver byggjast á misskilningi eða ákaf- lega þröngri túlkun á tilgangi þessara prófa. Því ber jafnframt að fagna að opinber umræða skuli eiga sér stað um samræmd próf en sú umræða þarf að byggjast á staðreyndum og gögnum en það er nokkuð sem oft skortir. Námsmatsstofnun hefur ekki og mun ekki taka afstöðu til þess hvort eigi að halda samræmd próf eða ekki, slíkt er auðvitað pólitísk spurning, en þegar kemur að próf- unum sjálfum og útfærslu þeirra ber stofnuninni skylda til þess að leiðrétta misskilning og útskýra þær aðferðir sem beitt er. Ef hús- ið sem byggt er reynist vera skakkt eða gallað, er hægt að kenna tommustokknum um en það sem skiptir auðvitað meginmáli er að mælitækið sé notað á réttan hátt og af kunnáttu. Samræmd próf eru mælitæki sem mæla getu og færni nemenda. Þau gefa einnig vísbendingar um frammistöðu skóla og alls mennta- kerfisins og séð í því ljósi er mik- ilvægt að árétta að mjög margt af því sem hefur verið gagnrýnt í tengslum við þessi próf, tengist miklu frekar notkun þeirra upp- lýsinga sem prófin gefa af sér, en prófunum sjálfum. Mikilvægt er að umræðan greini skýrt hér á milli. Í reglugerð um samræmd próf í 10. bekk segir um tilgang þessara prófa: Tilgangur samræmdra loka- prófa í 10. bekk er að: a. veita nemendum og forsjár- aðila þeirra upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nem- enda b. vera viðmið fyrir inntöku nem- enda á mismun- andi náms- brautir framhaldsskóla c. athuga eftir því sem kostur er, hvort náms- markmiðum að- alnámskrár í við- komandi námsgrein hafi verið náð d. veita upplýsingar um hvernig skólar standa í þeim náms- greinum sem prófað er úr, miðað við aðra skóla landsins. Það er vissulega ekki auðvelt verk að búa til próf sem samtímis gera allt framangreint. Náms- matsstofnun leitast þó við að búa til próf sem geta þetta með því að fylgja ströngum vinnureglum m.a. með því að forprófa sem flest prófverkefni, nokkuð sem gerir kleift að raða mörgum verkefnum saman í próf sem ná að prófa það svið kunnáttu og getu sem ein- kennir allan nemendahópinn. Að- ferðin við að gera próf fyrir heilan árgang er þannig verulega frá- brugðin því að búa til próf fyrir einstaka bekki eða jafnvel heila skóla og krefst annarra vinnu- bragða og meiri undirbúnings. Eiginleikar slíkra prófa þurfa jafnframt að vera aðrir en skóla- prófa og því verður dreifing ein- kunna á þeim jafnframt önnur og jafnari en venjan er í skóla- prófum, oft með lægri me aleinkunn sem er vegna þ sama prófið verður að end urspegla frammistöðu alls gangsins. En ekki ætlunin lýsa gerð þes prófa í smáat frekari upplý þar um má fi heimasíðu Ná matsstofnuna www.namsma Björgvin G urðsson alþin ismaður skrif Morgunblaðið 10. júní grein sem hann leg að samræmd 10. bekkjar verði aflögð. E verður tekin afstaða til þe lögu hér þó nokkrir kostir ar þessa verði lauslega ræ Björgvin heldur því jafnfr fram að þessi próf geri að að skólastarf verði of miðs að meginþungi kennslunn á hinar svokölluðu samræ greinar. Vel má vera að einhverj leggi meiri áherslu á þess ar en aðrar. En það er áka erfitt að greina þau áhrif f þeirri staðreynd að íslensk stærðfræði og enska eru l ilgreinar námsins, hvort s ræmd próf eru haldin eða munu halda áfram að vera jafnvel þótt prófin yrðu fe ur. Vissulega hafa sumir s gengið í þá gildru að æfa n endur of mikið fyrir prófin ar kannanir Námsmatssto og reynsla mjög margra s manna benda til þess að a sé lítill sem enginn ávinnin Hið mikilvæga er að neme Eftir Júlíus K. Björnsson Júlíus K. Björnsson Um samræmd próf og Eftir nýlegar breytingará ríkisstjórninni villsvo skemmtilega til aðráðherrar í æðstu embættum ríkisstjórnarinnar eiga ættir að rekja til eyðibyggð- arinnar í Fjörðum í Grýtubakka- hreppi. Þannig bjuggu forfeður Geirs H. Haarde forsætisráð- herra í fjórða ættlið á bænum Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði austan Fjarðarár, en forfeður Valgerðar Sverrisdóttur utanrík- isráðherra í þriðja ættlið bjuggu á Kussungsstöðum, sem eru vest- an Fjarðarár, á lágum hjalla á tungunni milli Hvalvatnsfjarðarár og Þverár. Kussungsstaðir fóru í eyði árið 1904, en Kaðalstaðir ár- ið 1933. „Hvað segirðu, er Geir líka ættaður úr Fjörðum? En skemmtileg tilviljun,“ voru fyrstu viðbrögð Valgerðar þegar blaða- maður upplýsti hana um málið. Sagði Valgerður alls ekki útilokað að einhver samgangur hefði verið milli forfeðra hennar og Geirs, því Jón Reykjalín, afi Valgerðar ömmu hennar og nöfnu, var prestur á Þönglabakka í Þor- geirsfirði, fram undir 1890. Stutt á milli bæja Á síðasta áratug nítjándu aldar bjuggu á Kussungsstöðum hjónin Jóhannes Jónsson og Guðrún Hallgrímsdóttir. Þau eignuðust ellefu börn og þóttu dætur þeirra mikil prýði. Valgerður dóttir þeirra hjóna gekk að eiga Guð- mund Sæmundsson á Lómatjörn og er þeirra sonur Sverrir, faðir Valgerðar utanríkisráðherra. Á árunum 1822 til 1858 voru kemst næst þykja Kussun söngmenn miklir auk þess mikið félagsmálafólk. Kað alstaðaættin þykir einnig mikið félagsmálafólk og he gegnum tíðina sótt töluver ar. Stutt er á milli Kussun og Kaðalstaða, eitthvað í k einn kílómetri í sjónlínu, e fyrr sagði eru bæirnir sta sinn hvorum megin við Fj Í dag er á Kaðalstöðum áningarstað fyrir jafnt gön sem og hestamenn, en í F ábúendur á Kaðalstöðum hjónin Jóhannes Pálsson og Guðný Hall- dórsdóttir. Sonur þeirra var Grímur sem settist að á Sval- barðsströnd og bjó í Garðsvík. Kona hans var Sæunn Jónsdóttir og áttu þau dótturina Önnu Jó- hönnu, sem giftist Sigurður Jóns- syni bónda í Sigluvík. Ásrún dótt- ir þeirra giftist Steindóri Einarssyni og áttu þau dótturina Önnu sem er móðir Geirs for- sætisráðherra. Eftir því sem blaðamaður Forkólfar ríkisstjó aðir úr Fjörðum í Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunbla Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir eiga bæði ættir að re eyðibyggðarinnar í Fjörðum. Forfeður Geirs bjuggu á bænum K alstöðum og forfeður Valgerðar á Kussungsstöðum, en bæirnir t standa sitt hvorum megin við Fjarðará í Hvalvatnsfirði. SAMKYNHNEIGÐIR OG BARÁTTAN Í mörgum öðrum löndum myndiþað sæta tíðindum að forsætis-ráðherrann væri aðalræðumað- ur á hátíð samkynhneigðra. Við er- um svo heppin að búa í landi, þar sem ekkert þykir sjálfsagðara en að stjórnmálaleiðtogar úr öllum flokk- um fagni með hommum og lesbíum nýjum áfanga í mannréttindabar- áttu þeirra. Við búum ekki við þann veruleika, sem þekkist í ýmsum ná- grannalöndum okkar, að tilteknir stjórnmálaflokkar reyni að afla sér atkvæða með andstöðu við kröfur samkynhneigðra um sömu réttindi og aðrir njóta. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í hátíðarræðu sinni í Hafn- arhúsinu í fyrradag, er samkyn- hneigðir fögnuðu nýrri löggjöf, sem tryggir að miklu leyti sömu réttindi þeirra og gagnkynhneigðra, að póli- tískar skoðanir færu ekki eftir kyn- hneigð og kynhneigð ekki eftir póli- tískum skoðunum. „Ég nefni þessi augljósu sannindi vegna þess að um þær réttarbætur sem nú taka gildi hefur verið góð samstaða milli og innan stjórnmálaflokkanna,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. Forsætisráðherra benti á að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ganga jafnlangt í að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra og raun bar vitni, er hún lagði fram frumvarp að lögunum, réðist að hluta til af þeirri viðhorfs- breytingu, sem hefði átt sér stað í samfélaginu. Hann rakti þá hugar- farsbreytingu m.a. til baráttu sam- taka samkynhneigðra, sem rekin hefði verið „með málefnalegum hætti án þess þó að slaka á kröfunni um fyllstu mannréttindi homma og lesbía, mannréttindi fullorðins fólks sem á sjálft að geta valið sér lífs- form, ákveðið að stofna fjölskyldu og axla þá ábyrgð að eignast börn án þess að ríkisvaldið sé að hafa vit fyrir því.“ Geir H. Haarde sagði ekki í ræðu sinni að samkynhneigðir hefðu náð fullu jafnrétti á við gagnkyn- hneigða. Hann orðaði það svo að stigið hefði verið „stórt skref til að jafna rétt allra án tillits til kyn- hneigðar.“ Hann benti sömuleiðis á að ekki væri þar með sagt að öll mismunun gagnvart samkynhneigð- um í samfélagi væri úr sögunni. Sums staðar eimir eftir af gömlum viðhorfum og fordómum. Eitt stærsta skrefið, sem eftir er í þá átt að samkynhneigðir njóti sömu lögformlegu réttinda og gagn- kynhneigðir, er að prestum og trú- félögum verði heimilt að vígja sam- kynhneigða í hjónaband. Ríkis- stjórnin og Alþingi treystu sér ekki til að fallast á tillögur um slíkt, fyrst og fremst vegna andstöðu þjóðkirkjunnar og annarra trú- félaga. Það er ekki hægt að neyða trú- félög til að framkvæma gjörning, sem þau telja andstæðan kenningu sinni. En heimildin hefði þó mátt fylgja nýju löggjöfinni, vegna þess að nú þegar hafa einstök trúfélög lýst sig reiðubúin til að gefa saman samkynhneigð hjón. Eins og málið stendur nú, liggur fyrir að framhald þess ræðst að verulegu leyti af afstöðu lang- stærsta trúfélagsins, þjóðkirkjunn- ar. Og rétt eins og afstaða þjóð- arinnar, þingsins og ríkisstjórnar- innar til sjónarmiða samkyn- hneigðra hlýtur afstaða kirkjunnar fyrst og fremst að ráðast af viðhorfi þeirra, sem innan hennar starfa. Sú viðhorfsbreyting, sem átt hefur sér stað í samfélaginu, á sér eðli máls- ins samkvæmt fjölmarga fulltrúa innan þjóðkirkjunnar, enda á yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar að- ild að henni. Áframhaldandi barátta fyrir réttindum og sjónarmiðum samkynhneigðra þarf þess vegna að eiga sér stað innan kirkjunnar. Ekki gegn henni, heldur innan hennar, til að breyta viðhorfi þeirra, sem enn standa á móti því að fólk, sem var skapað eins og það er af Guði almáttugum, fái að játa heit sín frammi fyrir hans augliti og manna. Þegar sú viðhorfsbreyting er í höfn, geta stjórnmálamennirnir aftur tekið höndum saman og tryggt fullt lagalegt jafnrétti. SAMDRÁTTUR Í FRAMKVÆMDUM Ríkisstjórnin hefur fylgt eftir þvísamkomulagi, sem varð á milli aðila vinnumarkaðarins og hennar fyrir skömmu um aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu og spennu í efnahagslífinu. Í fyrsta lagi verður lánahlutfall Íbúðalánasjóðs lækkað tímabundið í 80% og hámarkslán lækkuð úr 18 milljónum í 17 milljónir. Í öðru lagi verður opinberum framkvæmdum frestað, sem nemur um 20% af fyr- irhuguðum verkefnum, og í þriðja lagi verða teknar upp viðræður við sveitarfélögin um frestun fram- kvæmda á þeirra vegum. Allt er þetta jákvætt. Eina spurn- ingin er sú, hvort þetta er nóg. Ljóst er að efasemda gætir víða um það hvort svo sé. Nú má segja, að tilkynning ríkisstjórnarinnar frá því í fyrradag sé eins konar rammi, sem eigi eftir að fylla upp í að verulegu leyti og þess vegna ekki tímabært að kveða upp úr um það á þessu stigi. En því ber að fagna að þessi yf- irlýsing ríkisstjórnarinnar kemur svo skömmu eftir að gengið var frá samkomulagi við aðila vinnumark- aðarins. Væntanlega munu ráðherr- arnir ganga jafn hratt í að fylla upp í þessa mynd. Það skiptir máli, að ekkert hik verði á því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.