Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÚR VERINU
PALESTÍNUMENN óttuðust í gær
langvinnan hernað af hálfu Ísraela
eftir að þúsundir ísraelskra her-
manna og skriðdreka réðust inn á
sunnanvert Gaza-svæðið til að reyna
að bjarga ísraelskum hermanni sem
er í haldi herskárra Palestínumanna.
Palestínumenn vöruðu við því að
hernaður Ísraela myndi aðeins leiða
til enn meiri blóðsúthellinga. Palest-
ínska heimastjórnin, undir forystu
Hamas-samtakanna, lýsti árásum
Ísraela sem „hernaðarlegu brjálæði“
og Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínumanna, sagði að skilgreina bæri
hernaðinn sem glæp gegn mannkyn-
inu. Með árásunum væru Ísraelar að
refsa öllum Palestínumönnum fyrir
verk fámenns hóps.
Er þetta í fyrsta skipti sem Ísrael-
ar hefja viðamikinn landhernað á
Gaza-svæðinu frá því að ísraelskir
hermenn og landtökumenn voru flutt-
ir þaðan í fyrra eftir 38 ára hernám.
Víða rafmagnslaust
Ísraelskar herflugvélar skutu að
minnsta kosti níu flugskeytum á eina
raforkuver Gaza-svæðisins og starfs-
menn þess sögðu að um 65% svæð-
isins hefðu orðið rafmagnslaus. Óttast
er að rafmagnsleysið geti leitt til
skorts á drykkjarvatni á Gaza-svæð-
inu vegna þess að vatnsdælur þar eru
knúnar með rafmagni.
Ísraelsher sagði að þrjár brýr
hefðu verið sprengdar til að koma í
veg fyrir að „hryðjuverkamennirnir
gætu flutt hermanninn sem þeir
rændu“. Palestínumenn sögðu að með
sprengjuárásunum á brýrnar hefði
Ísraelsher skipt Gaza-svæðinu í
tvennt. Ekki var vitað um mannfall í
árásunum.
Neitar að semja
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði að stjórn landsins hik-
aði ekki við að grípa til mjög róttækra
aðgerða til að bjarga ísraelska her-
manninum sem er í haldi herskárra
Palestínumanna. „Öllum hernaðarað-
gerðunum verður haldið áfram næstu
daga,“ bætti hann við. „Við ætlum
ekki að hernema Gaza-svæðið að
nýju.“
Olmert áréttaði að stjórn Ísraels
myndi ekki semja við mennina, sem
tóku ísraelska hermanninn í gíslingu
og kröfðust þess að ísraelsk yfirvöld
leystu allar palestínskar konur og
börn úr fangelsi.
Hermaðurinn var tekinn í gíslingu í
árás hóps, sem tengist Hamas-sam-
tökunum, í suðurhluta Ísraels á
sunnudag. Palestínska heimastjórnin
hefur hvatt til þess að hermaðurinn
verði leystur úr haldi, en Ísraelar
segja að leiðtogar Hamas í Sýrlandi
hafi fyrirskipað árásina á herstöðina.
Haim Ramon, dómsmálaráðherra
Ísraels, sagði að Ísraelar myndu
reyna að ráða einn af leiðtogum Ha-
mas í Sýrlandi, Khaled Mashaal, af
dögum.
Aðstoðarmaður Mahmouds Abbas
sagði að palestínski forsetinn hefði
hringt í Bashar Assad, forseta Sýr-
lands, og beðið hann að fá Mashaal til
að fyrirskipa mannræningjunum að
láta hermanninn lausan.
Nasser Shaer, aðstoðarforsætis-
ráðherra palestínsku heimastjórnar-
innar, sagði að hún væri að reyna að
finna friðsamlega lausn á málinu en
hann vildi ekki svara því hvort hún
hygðist semja milliliðalaust við ísr-
aelsk stjórnvöld.
Göturnar á sunnanverðu Gaza-
svæðinu voru nánast mannlausar í
gær þar sem fólk hélt kyrru fyrir
heima hjá sér vegna árásanna. Á
norðanverðu svæðinu bjuggu íbúarn-
ir sig undir langvinnan hernað,
hömstruðu matvæli og aðrar nauð-
synjar.
Óttast langvarandi hernað
og blóðbað á Gaza-svæðinu
Palestínumenn for-
dæma „hernaðar-
legt brjálæði“ af
hálfu Ísraela
AP
Ættingjar Palestínumanna, sem haldið er í fangelsum í Ísrael, krefjast þess
að ísraelsk yfirvöld leysi öll börn og konur úr haldi á mótmælafundi í bæn-
um Nablus á Vesturbakkanum í gær.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
!
""
$%$& $ '('
!!
"
! #!"#
"$%&"#$'$
()*(+
$%!,
#%-./.
!#'$
01
2!"/.3/.#'4.$%/."56-/5,
NORSKA fjölmiðlasamsteypan
Orkla Media hefur verið seld breska
fjölmiðlafyrirtækinu Mecom, að því
er fram kom á fréttavef danska rík-
isútvarpsins í gær.
Orkla er fimmta stærsta fjölmiðla-
samsteypan á Norðurlöndum og er
með starfsemi í Noregi, Svíþjóð,
Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi,
Póllandi, Litháen og Úkraínu.
Í fréttatilkynningu frá Orkla sagði
að samkomulagið við Mecom, fyrir-
tæki breska fjölmiðlafjárfestisins
Davids Montgomerys, þýddi að
Orkla yrði áfram með öflugan fjöl-
miðlarekstur í Noregi, Danmörku og
Póllandi.
Að sögn fréttavefjar danska rík-
isútvarpsins keypti Mecom ekki
þýska fjölmiðla Orkla og ekki er víst
að breska fyrirtækið eignist hluta-
bréf í nokkrum dönskum fjölmiðlum
sem Orkla á hlut í.
Samkvæmt samkomulaginu fær
Orkla hlutabréf í Mecom.
Dagsbrún er á meðal nokkurra
fyrirtækja sem hafa keppt um Orkla
Media síðustu vikur.
Breskt
fyrirtæki
kaupir Orkla
Colombo. AP. | Allt að 18 manns féllu í
átökum stjórnarhersins og uppreisn-
armanna úr röðum tamílsku Tí-
granna á Sri Lanka í gær. Ástandið á
eyjunni hefur verið afar viðkvæmt að
undanförnu og er óttast að árásin í
gær sé fyrirboði frekari átaka eftir
að háttsettur herforingi stjórnarinn-
ar var myrtur fyrr í vikunni.
Stjórnarherinn svaraði í fyrstu
ekki sjálfsmorðsárásinni sem dró
einn æðsta yfirmann hersins til
dauða á mánudag og voru vonir
bundnar við að það væri til merkis
um vilja stjórnarinnar til að virða
vopnahléið frá 2002.
Annað var upp á teningnum í gær
þegar herinn svaraði sjóárás upp-
reisnarmanna með því að sökkva
tveimur bátum þeirra. Allt að tólf
liðsmenn Tígranna, fimm sjómenn
og einn hermaður, féllu í átökunum.
Allt að 18
féllu á
Sri Lanka
♦♦♦
EINAR K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráð-
herra, segir að ekki hafi verið forsendur til
þess að breyta veiðihlutfalli þorsks frá því
sem nú er og framtíðin verði að skera úr um
hvort það verði gert. Þessu hafi hann lýst yfir
með afdráttarlausum hætti þegar veiðiráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar kom fram fyrir fáein-
um vikum.
„Það er ljóst að slíkar ákvarðanir [lækkun
veiðihlutfallsins] gætu haft miklar afleiðingar
í för með sér – að minnsta kosti til skemmri
tíma. Þá verða menn auðvitað að sjá þá mynd
alla fyrir sér en það er búið að fara mjög
rækilega í gegnum þessar hugmyndir, sem
liggja að baki aflareglunni, með fiskifræðileg-
um hætti. Ég taldi ekki ástæðu til þess að
fara í gegnum það neitt frekar. Menn geta
metið það hver fyrir sig og haft á því skoðun
út frá þeim gögnum sem liggja fyrir,“ segir
Einar og bætir því við að sér hafi fundist
myndin vera mun ógreinilegri þegar kæmi að
því að meta þjóðhagsleg áhrif.
„Þess vegna var það mín niðurstaða að fá
Hagfræðistofnun, sjálfstæða stofnun sem
nýtur virðingar í þjóðfélaginu, til þess að fara
í gegnum þessi mál.“
Aðspurður segist Einar hafa tekið ákvörð-
un um leyfilegan heildarafla á þorski, eftir að
hafa farið yfir allar þær hugmyndir sem uppi
voru með vísindamönnum og hagsmunaaðil-
um.
Þorskstofninn við Ísland ekki í
neinni yfirvofandi hættu
„Svona ákvörðun er alltaf umdeilanleg en
þetta var niðurstaða mín eftir þessa yfirferð,“
segir Einar og bætir því við að menn verði að
gera sér grein fyrir því að okkar þorskstofn
sé ekki í neinni yfirvofandi hættu.
„Það er ljóst að þetta veiðiálag sem er
núna miðað við mælingar mun ekki leiða til
neinnar verulegrar uppbyggingar en veiði-
álag af því taginu sem við erum að tala um er
alveg samrýmanlegt því að verja þorskstofn-
inn. Svo má ekki gleyma því að það hafa ver-
ið gerðar ýmsar þær ráðstafanir á síðustu ár-
um, sem leiða til þess að ætla má að veiðin
verði nær þeim markmiðum sem við erum að
setja okkur heldur en oft áður.“
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær
er við ákvörðun á leyfilegum heildarafla á
þorski á næsta fiskveiðiári byggt á breyttri
aflareglu, þar sem aflamark ákvarðast sem
meðaltal af aflamarki síðasta fiskveiðiárs og
hlutfall af viðmiðunarstofni í upphafi úttekt-
arárs. Spurður um ástæður þessarar breyt-
ingar segist Einar hafa horft til þess að afla-
reglunefnd frá 2004 hafi lagt þetta
fyrirkomulag til.
Veiðiálagið samrýmanlegt
því að verja þorskstofninn
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári verði 193 þúsund tonn
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknarstofnunar, segir það ekki uppbygging-
arstefnu að halda óbreyttu veiðihlutfalli
þorsks eins og nú er gert enda liggi fyrir að
hrygnigarstofninn sé allt of lítill. Lækkun
veiðihlutfallsins sé þannig forsenda þess að
styrkja hrygningarstofninn en að öðrum kosti
séu töluverðar líkur á því að aflinn minnki.
Reiknigrundvöllur nýrrar aflareglu sé hins
vegar betri en þeirrar sem áður gilti.
„Meðan hann [hrygningarstofninn] er þetta
veikur eru yfirgnæfandi líkur á því að við
fáum lélega nýliðun. Við höfum verið með ný-
liðun á undanförnum árum verulega fyrir neð-
an langtímameðaltal. Á meðan nýliðun er með
þessum hætti er ekkert sem gefur til kynna að
aflinn muni aukast á næstu árum,“ segir Jó-
hann en hann telur aðalorsökina felast í lang-
varandi þungri sókn.
„Eina leiðin til að breyta þessu er að koma
hrygningarstofninum upp í 300 til 400 þúsund
tonn en hann er 230 þúsund tonn núna. Það
var tillaga okkar að stjórnvöld myndu fara í
uppbyggingaráætlun til þess að ná hrygning-
arstofninum upp og þannig auka líkur á betri
nýliðun á komandi árum. [...] Við höfum verið
að reyna að stefna að veiðihlutfalli upp á 25%
síðustu ár en það hefur verið í kringum 30%,
sem þó var mikil framför frá því sem áður var.
Hærra veiðihlutfall en að var stefnt undanfar-
in ár var bæði vegna ofmats og umframafla.
Við hefðum því viljað sjá minnkun afla en ekki
aukningu afla eins og nú hefur verið ákveðið.“
Hefði viljað meiri framtíðarsýn
í ákvörðun stjórnvalda
Jóhann segir tillögur stofnunarinnar varð-
andi þorsk hafa einkum verið tvíþættar. Lagt
hefði verið til að mörkuð yrði uppbygging-
arstefna sem kæmi hrygningarstofni í betra
horf á næstu 4-5 árum, bæði stærð hans og
aldurssamsetningu. Það hefði þýtt lækkað
veiðihlutfall og tímabundinn aflasamdrátt, en
gefið á hinn bóginn stærri hrygningarstofn,
aukinn afrakstur á nýliða og betri líkur á
sterkum árgöngum í framtíðinni. Hins vegar
var lagt til eins og undanfarin ár að ný og
betri aflaregla fyrir þorsk tæki strax gildi í
samræmi við tillögur nefndar sjávarútegts-
ráðherra.
Aðspurður segir Jóhann mikilvægt að lang-
tímasjónarmið ráði við nýtingu þorskstofnsins
sem og annarra nytjastofna og hefði viljað sjá
meiri framtíðarsýn í ákvörðun stjórnvalda.
„Fiskifræðingar eru líka orðnir langþreyttir
á fullyrðingum þess efnis að í gegnum tíðina
hafi verið fylgt algerlega tillögum vegna þess
að það er alrangt. Ástæðan fyrir því að við er-
um að hjakka í sama farinu eins og sumir vilja
kalla það er hreinlega að ekki hefur verið tek-
ið á þessu og farið nægilega að tillögum okk-
ar.“
Engin uppbyggingarstefna
í óbreyttu veiðihlutfalli