Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Engilbert Hann-esson fæddist á Bakka í Ölfusi 11. desember 1917. Hann lést á hjarta- deild Landspítala við Hringbraut 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Guð- mundsson, f. 23.11. 1885, d. 10.12. 1958, bóndi á Bakka, og Valgerður Magnús- dóttir, f. 2.9. 1887, d. 4.11. 1954, hús- freyja. Systkini Engilberts, Guð- rún Lovísa, Magnús, Guðmundur og Valgeir, eru látin, en eftirlif- andi er systir þeirra, Jóna María í Hveragerði, og fóstursystir, Ásta Valdimarsdóttir í Reykjavík. Hinn 24. október 1942 kvæntist Engilbert Ragnheiði Jóhannsdótt- ur, f. 7.5. 1916 á Breiðabólstað á Síðu, d. 17.3. 1998. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, fv. bónda á Núpum, og fyrri konu hans Ragn- heiðar Helgadóttur, d. 1916. Fóst- urmóðir Ragnheiðar var Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, seinni kona Jóhanns. Börn Engilberts og Ölfushrepps og hjá heildsölufyr- irtæki í Reykjavík. Vorið 1944 keypti Engilbert jörðina Bakka II í Ölfusi af föður sínum og stundaði þar búskap allan sinn starfsaldur. Engilbert tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum í sinni sveit og sýslu. Hann var einn af stofnend- um Ungmennafélags Ölfusinga ár- ið 1934 og sat í stjórn þess um skeið. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var kosinn í hreppsnefnd Ölfushrepps, sat í skólanefnd Hveragerðis, var formaður gróð- urverndarnefndar Árnessýslu, Búnaðarfélags Ölfushrepps, Ræktunarsambandsins og um- boðsmaður Brunabótafélagsins í Ölfushreppi um árabil. Árið 1973 var Engilbert skipaður hrepp- stjóri í Ölfushreppi og gegndi því starfi til ársins 1988 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Eng- ilbert var einn þeirra Hjallasókn- arbænda sem áttu stóran þátt í að Hitaveita Þorlákshafnar varð að veruleika. Heita vatnið fyrir hita- veituna er sótt í land Engilberts á Bakka II. Engilbert var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf 17. júní 1994. Útför Engilberts verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarð- sett verður í Kotstrandarkirkju- garði. Ragnheiðar eru: 1) Jóhanna Ragnheið- ur, maki Páll Jó- hannsson. Börn hennar eru: Engil- bert Sigurðsson, maki Harpa Rúnars- dóttir, þeirra börn eru Dagný, Eyrún og Sindri; Sigurjón Sig- urðsson, hans dóttir er Þóra; Rannveig Borg Sigurðardóttir. Börn Páls eru Sigur- jón, Hildur og Jó- hann. 2) Valgerður Hanna, maki Garðar Guðmunds- son. Börn hennar eru: Ragnheiður Pétursdóttir Melsteð, maki Magn- ús Scheving, þeirra börn eru Sylvía Erla og Kristófer; Engil- bert Garðarsson. 3) Guðmunda Svava, maki Gunnlaugur Karls- son. Börn Gunnlaugs eru Karl og Áslaug. Engilbert fór til náms í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og þaðan í búfræðinám í Bændaskólanum á Hvanneyri. Að loknu námi vann Engilbert ýmis störf, hjá Búnaðar- sambandi Dala og Snæfellsness, hjá Framræslu- og áveitufélagi Afi Engilbert var í senn alvöru- gefinn og glettinn grallari sem sló stöðugt á létta strengi við okkur barnabörnin. Við dvöldumst öll á Bakka mörg sumur og tókum þátt í bústörfum um leið og kraftar leyfðu. Margar góðar minningar tengjast samvistum við dýr og fólk á Bakka, t.d. spjalli við hann og ömmu við mjaltir eða inni í eldhúsi þar sem hann drakk oftast kaffið af undir- skálinni. Það var jafnan gestkvæmt á Bakka og veitt af rausn. Einnig er eftirminnilegt þegar koma þurfti heyjum í hús áður en rigndi. Þá var hann í essinu sínu og sönglaði og reykti Camel í Massanum. Hann fylgdist ávallt vel með námi, störfum og fjölskyldum barnabarna sinna og var bóngóður ef við þurftum á að- stoð hans að halda. Sama veit ég að á við um ýmsa aðra ættingja og sveitunga hans. Þó hélst honum ágætlega á fé, enda bruðl eitur í hans beinum. Afi stóð alla tíð traustum fótum í íslensku bændasamfélagi 20. aldar. Umfram allt var hann Ölfusingur, Árnesingur og stoltur bóndi í tæp 60 ár, þar af hreppstjóri til 15 ára. Hann taldi sig hafa lítið að sækja til útlanda og fór aðeins einu sinni út fyrir landsteinana. Hann var ósér- hlífinn félagsmálafrömuður í sinni sveit og sýslu og vildi veg þeirra sem mestan. Það varð honum mikið happ að kvænast ömmu Ragnheiði 1942, en hún tók alla tíð virkan þátt í bústörfum ekki síður en heimilis- störfum. Afi fylgdist ávallt vel með mál- efnum líðandi stundar. Hann var gegnheill framsóknarmaður og studdi flokkinn sinn gegnum súrt og sætt fram í andlátið. Hann var í senn hlýr og harður í horn að taka, greindur vel og minnið afburða traust fram á allra síðustu ár. Hend- ur og handleggir báru áratuga erf- iðisvinnu vitni. Ær og kýr voru hans dýr í búskapnum og í alvarlegum veikindum í desember 2003 og nú í júní 2006 var hann jafnan að smala þegar hann talaði upphátt milli svefns og vöku. Hann hlaut einkar góða umönnun í langri legu á hjartadeild Landspít- ala 2003–2004 og átti eftir það tvö ágæt ár á hjúkrunarheimilinu Eir. Ljóst var þó hvert stefndi á síðustu mánuðum. Fram að veikindunum 2003 hafði hann sniðgengið lyf og lyflækna af fremsta megni og töflur vart komið inn fyrir hans varir. Samt hafði hann sótt mikla heilsubót í þrjár liðskiptiaðgerðir fyrr um æv- ina vegna slitgigtar. Það átti því við um afa eins og marga aðra, að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur þegar heilsan er annars vegar. Raunar náðu hann og hjartalæknir hans síðan einkar vel saman þegar afi þurfti á aðstoð hans að halda þrátt fyrir mikinn aldursmun. Afi var mælskur vel og orðhepp- inn í daglegu tali. Einskis manns skömmum var raunar verra að sitja undir ef hann reiddist. Þá fór saman kröftug rödd, miklar dökkar auga- brúnir og kjarnyrt íslenska. Með hans kynslóð er því miður að glatast hæfnin til að setja saman gagnorðar tækifærisræður þar sem margt leynist á milli línanna og listilega er skautað yfir farinn veg. Þann leik lék hann síðast í sextugsafmæli elstu dóttur sinnar 2005, þá 87 ára gamall, og var hylltur vel og lengi fyrir af af- mælisgestum. Ræðan var handskrif- uð sama dag og aðeins tvær smá- vægilegar útstrikanir gerðar fyrir flutninginn. Engin þörf á uppkasti. Gamli maðurinn studdist við hækju og vegg þar sem hann flutti ræðuna. Röddin var hás og ekki eins djúp og kröftug og áður fyrr. Innihaldið hins vegar ósvikið og magnað. Hans mesta hrós um nokkurn mann var raunar að hann væri „alveg magn- aður“, en þau orð sagði hann með nokkuð sérstakri áherslu. Sú lýsing á í mínum huga afar vel við um hann sjálfan. Ég kveð afa minn og nafna með miklum söknuði við lok farsællar og langrar ævi og þakka honum sam- fylgdina. Engilbert Sigurðsson. Elsku afi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfinn frá okkur og að við hin munum ekki fá að sjá þig aftur. Minningarnar um einstakan mann hrannast upp og brotthvarf þitt markar líklega ein stærstu þáttaskil og tímamót í mínu lífi hing- að til. Því alveg frá því ég man eftir mér varst þú alltaf stór partur af lífi mínu. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að heimsækja ykkur ömmu í sveitina með foreldrum mín- um og þegar fram liðu stundir dvaldi ég hjá ykkur mörg sumur og flestar helgar á veturna, því hjá ömmu og afa á Bakka var gott að vera. Og ég var greinilega ekki sá eini sem var þeirrar skoðunar því gestkvæmt var á Bakka, enda þið amma höfðingjar heim að sækja og öllum var ávallt velkomið að þiggja myndarlega úti- látið bakkelsi hjá ömmu. Það fór líka ekki fram hjá mér á meðan ég dvaldi hjá ykkur ömmu hvers vegna þið voruð svo vinamörg, því á meðan þú varst, með þínum dugnaði, hjálp- semi og óbilandi vilja til að ná sett- um mörkum, að láta gott af þér leiða fyrir aðra með allskyns nefndar- og félagsstörfum jafnframt því að stýra búinu með reisn, þá hélt amma utan um heimilið með miklum myndar- brag. Á Bakka hjá ykkur ömmu lærði ég fyrst að taka til hendinni, enda fyrirmyndirnar tvær ekki af verri endanum. Mín fyrstu spor á vinnumarkaðnum voru undir ykkar leiðsögn og á þeim tíma lærði ég svo ótal margt sem mun nýtast mér í framtíðinni eins og náungakærleik, tillitssemi, dugnað og þekkingu. Þessi tími minn á Bakka hjá ykkur er að baki en þær ótalmörgu góðu minningar sem ég á frá þessum tíma munu sem betur fer varðveitast meðan ég lifi og ylja mér um hjarta- ræturnar. Þrátt fyrir áfallið þegar þú misstir ömmu árið 1998 þá tókstu á því eins og hetjan sem þú varst, afi minn. Breytingarnar á lífi þínu við þessi tímamót voru gífurlegar því of- an á þann mikla missi sem þú hafðir orðið fyrir þá féllu þér í framhaldinu í skaut heimilisverk sem ekki er hægt að segja að hafi verið þín sterka hlið fram að því. Samt sem áður leystirðu þetta vandamál með miklum sóma eins og við var að bú- ast. Eftir andlát ömmu urðum við fjölskyldan í Hálsaselinu þess heið- urs aðnjótandi að fá þig alltaf til okkar á jólunum og ég er hræddur um að næstu jól verði töluvert frá- brugðin og tómleg án þín. Ofan á þessar ótal minningar frá Bakka á yngri árum er tvennt sem er mér sérstaklega ofarlega í huga, en það er ferðin okkar austur á Bakka í fyrra til taka gróðurhúsið í gegn og klukkutímarnir sem ég eyddi hjá þér á kosningakvöldinu í vor. Þessar tvær samverustundir lýsa svo vel hvernig þú varst, því þrátt fyrir að þú værir fluttur í bæ- inn var hugur þinn ávallt á Bakka og þú máttir ekki til þess vita að þar væri aðkoman önnur en áður og á kosningakvöldinu fylgdistu spennt- ur með og varst ekki tilbúinn að gef- ast upp þótt útlitið væri dökkt hjá þínum mönnum. Það er ekkert vafa- mál að um langt skeið hefur þú notið mikillar virðingar meðal afkomenda þinna sem og annarra. Enginn hefur notið jafn mikillar virðingar í mínum huga eins og þú, enda mun ég minn- ast þín sem mikilmennis sem gæfa væri að líkjast. Missir okkar sem eftir lifa er því mikill, en hægt er að hugga sig við það að þú ert nú kom- inn til ömmu sem mun taka vel á móti þér. Afi, ég vona að þú verðir minn vegvísir í framtíðinni. Takk fyrir allt, þér mun ég aldrei gleyma. Þinn Engilbert Garðarsson. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast afa og ömmu með því að dvelja hjá þeim í sveit á Bakka. Frá þessum stundum eigum við okkar dýrmætustu æskuminn- ingar. Þar vorum við alltaf velkomn- ar og afi og amma létu okkur líða eins og þau hefðu ótakmarkaðan tíma fyrir okkur. Þrátt fyrir enda- lausan gestagang, félagsstörf afa og hin hefðbundnu bústörf fundum við aldrei fyrir stressi á Bakka. Þar ríkti mikil hlýja og þar upplifðum við mikið öryggi. Gestrisin og örlát voru afi og amma með eindæmum og máttu ekkert bágt sjá. Afi átti það til að koma óvænt með svona tíu manns og segja: „Edda mín áttu ekki eitthvað að borða?“ Það fór enginn svangur frá Bakka, ilmandi matarlykt var alltaf í húsinu. Allir voru velkomnir. Afi var ósérhlífinn og vinnuþjark- ur mikill samanber þegar þurrkur var - hann sleppti því einfaldlega að sofa. Hann leitaðist við að kenna okkur vinnusemi og öguð vinnu- brögð. Ávallt var okkur mikið traust sýnt eins og þegar okkur fannst að það þyrfti að mála fjósið að innan - við vorum átta og níu ára gamlar - treysti afi okkur fyrir því verki. Við frænkurnar vildum fá að keyra traktor í heyskapnum líkt og eldri bræður og frændur. Afi leyfði okkur það en hann var þó aldrei eins strangur og ákveðinn eins og í um- gengni við hættuleg tæki. Um það giltu ófrávíkjanlegar reglur. Afi var mikill fjölskyldumaður, fylgdist grannt með öllum sínum af- komendum og bar þeirra hag fyrir brjósti. Frá afa upplifðum við ein- læga ást og mikinn stuðning. Það var einstaklega gaman að ræða við afa, hann var hafsjór af fróðleik og fylgdist vel með öllu - allt þar til undir það síðasta. Hann kom mjög vel fyrir sig orði og var góður ræðumaður. Afi sýndi það og sann- aði í sextugsafmæli dóttur sinnar, þar hélt hann ógleymanlega ræðu 87 ára gamall. Afi hafði sterka kímnigáfu og var einn sá fyndnasti maður sem við höf- um kynnst. Hann hafði einstakt lag á að sjá spaugilegar hliðar á hinum ýmsu málum. Við erum mjög stoltar af afa okk- ar og við kveðjum hann ríkar af fal- legum minningum sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Ragnheiður og Rannveig. Bakkabóndinn er látinn. Bóndinn sem fylgdist með öllum landsmálum og lét sig varða flest framfaramál í sveitarfélaginu sem og utan þess. Þannig var reyndar með þau bæði hjónin Eddu og Engilbert. Þau voru t.d. bæði virkir félagar í Ungmenna- félagi Ölfusinga en það félag vann að ýmsum málum í héraðinu, s.s. efl- ingu íþrótta og plöntun trjáa. Í fjallshlíðinni á móti Bakka er trjá- reitur þar sem ungmennafélagar plöntuðu á upphafsárunum og var reiturinn þeim hjónum afar hugfólg- inn. Til Eddu og Engilberts var gott að koma, enda var mjög gestkvæmt hjá þeim. Edda var föðursystir okk- ar og reyndust þau hjónin okkur af- ar vel, við og eftir fráfall föður okkar árið 1985. Þau fylgdust með lífs- hlaupi okkar og barna okkar og voru ávallt greiðvikin og hjálpsöm. Það var ómetanlegt að eiga vináttu þeirra. Eftir lát Eddu bjó Engilbert einn á Bakka í nokkur ár og héldum við ætíð góðu sambandi. Engilbert var sannkallaður sveitarhöfðingi og það sópaði að honum þar sem hann fór. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við þökkum trygga vináttu um leið og við sendum dætrum hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Systkinin frá Laugaskarði, Ester, Þorsteinn, Jóhanna og fjölskyldur. Það er undarlegt að ég hélt ein- hvern veginn að félagi minn, afi og góður vinur myndi aldrei falla frá. Hann var einhvern veginn svo sterk- ur persónuleiki, svo greindur og skemmtilegur járnkarl. Saga hans væri efni í heila bók sem væri mjög athyglisverð. Að vera ungur drengur og vera á sumr- in hjá afa og ömmu á Bakka í Ölfusi voru forréttindi sem eru mér ógleymanleg. Minningarnar eru margar. Þau voru bæði á kafi í fé- lagsmálum ásamt búskapnum og var gestagangur mikill, það var vinsælt að koma að Bakka. Sögurnar af afa mínum eru ótelj- andi. Það eru ófáir menn sem ég hef hitt sem þekktu Berta á Bakka. Sama hvort það voru húsfreyjur, ráðherrar eða þingmenn. Ég get alveg ímyndað mér að það hafi verið stór biti að kyngja fyrir þennan járnkarl að viðurkenna að hann þyrfti fyrir nokkrum árum að skipta um búsetu og flytja á hjúkr- unarheimili í Reykjavík. Á Eir fékk hann góða umönnun en hann var ef- laust ekki auðveldasti vistmaðurinn en alveg örugglega einn sá skemmti- legasti því orðheppnari mann var erfitt að finna. Síðustu samræður okkar afa voru miðvikudaginn 14. júní sl. Þá var hann orðinn mjög slappur og sagði þá: „Ég skil ekki hvað ég er að hanga hér þegar ég á þessa fínu litlu lóð fyrir utan Hveragerði þar sem ég get lagst til hvílu,“ og átti við grafreitinn sem hann átti við hliðina á ömmu. Hann var ekkert að skafa utan af því, gerði það aldrei. Hin síðari ár var hann hættur að keyra mikið og fór ég þá stundum með hann í heimsóknir, helst þá austur. „Sælla er að gefa en þiggja“ var ofarlega í huga hans, kom aldrei tómhentur, það var ekki hans stíll. Minningin hans afa míns mun lifa með mér um ókomna tíð. Ég á ekki til orð yfir þann söknuð sem ég ber í brjósti yfir því að geta ekki lengur notið samvista við hann. Ég ætla að lokum að segja eins og segir í einum ágætum texta að ef þú endurfæðist, elsku afi, komdu þá aftur sem þú sjálfur. Snillingar eins og þú eru vandfundnir. Þinn vinur, félagi og dóttursonur Sigurjón Sigurðsson. Engilbert Hannesson lést eftir tveggja og hálfs árs dvöl á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Lífskraftur og hugur héldust til loka, en líkams- kraftar þverruðu síðustu mánuðina. Allt frá æskuárum voru félagsmál Engilbert hugleikin. Árið 1934 var Ungmennafélag Ölfusinga stofnað og starfaði hann mikið að málefnum þess, einkum þó í sambandi við sundlaugarbygginguna að Lauga- skarði við Hveragerði og átti sæti í stjórn félagsins um tíma og einnig í sundlaugarnefnd. Að loknu búfræðinámi frá Hvann- eyri réðst hann til Búnaðarsam- bands Dala og Snæfellsness og starfaði þar til hausts við mælingar og skurðgröft ásamt vinnuflokki. Næsta vor réðst hann sem verk- stjóri hjá Framræslu- og áveitu- félagi Ölfusinga og starfaði þar til hausts, eða þar til frost stöðvaði framkvæmdir. Fór hann því næst til Reykjavíkur og vann þar hjá heildsölufyrirtæki til vors 1944, en þá fluttist hann að Bakka II sem hann keypti af föður sínum. Ekki hafði Engilbert búið lengi í Ölfusi þegar farið var að fela honum trúnaðarstörf. Hann var kosinn í hreppsnefnd Ölfushrepps 1946 og sat í henni tvö kjörtímabil, en baðst undan endur- kjöri vegna anna við búskap, hann var þess í stað kosinn í sýslunefnd. Í henni var hann til ársins 1974. Jafnframt sýslunefndinni var hann kosinn í skólanefnd Ölfus- skólahverfis og sat í henni í fjögur kjörtímabil. Áður en hann kom í sýslunefnd hafði hún kosið Engil- bert í Gróðurverndarnefnd Árnes- sýslu og sat í henni í 24 ár, þar af 20 ár sem formaður. Á þessum árum sat hann einnig í stjórn Búnaðarfélags Ölfushrepps og var þar í stjórn í 30 ár og allan tímann sem formaður. Jafnframt setu í stjórn búnaðarfélagsins var hann einnig í stjórn Ræktunarsam- bands Ölfusinga og lengi fram- kvæmdastjóri þess. Þá var hann lengi virðingarmaður fyrir Brunabótafélag Íslands í Ölf- ushreppi. Umboðsmaður þess í dreifbýli sveitarfélagsins frá 1973 og þangað til umboðum í sýslunni var fækkað 1989. ENGILBERT HANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.