Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 49

Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 49 MINNINGAR Árið er 1928. Ungur drengur, Gunnar að nafni, röltir niður á höfn ásamt félögum sínum til að fylgjast með því er flugvél kemur í fyrsta skipti til Akureyrar og lendir á Poll- inum. Hnokkarnir standa berg- numdir og í þeim hópi var afi minn. Á þeirri stundu var framtíð hans ráðin. Nokkrum árum síðar hélt afi til Kali- forníu og hugðist fara í flugnám. Ör- lögin höguðu því svo að hann hóf há- skólanám í flugvallarstjórnun, fyrstur Íslendinga, og lauk því árið 1944. Í Bandaríkjunum kynntist afi ömmu sem hafði dvalið þar í tvö ár, og felldu þau hugi saman þrátt fyrir að amma hafi í fyrstu þótt hann held- ur sveitalegur. Árið 1946 tóku Íslendingar við stjórn Reykjavíkurflugvallar úr höndum breska hersins og var afi ráðinn flugvallarstjóri. Afi helgaði sig flugmálum alla ævi. Flug og tengd málefni áttu hug hans alla tíð. Afi ferðaðist mikið erlendis og voru ferðalög meðal helstu áhuga- mála afa og ömmu auk þess sem þau höfðu yndi af tónlist og dansi. Þegar ég var ungur strákur var spennandi að fá erlent góðgæti sem ekki fékkst á Íslandi. En þrátt fyrir erlent gott- erí endrum og sinnum var alltaf hægt að ganga að Tópasi hjá afa, en hann var alltaf með grænan pakka í vasanum. Afi var mjög pólitískur, hafði ákveðnar skoðanir og var virkur í flokksstarfi áður fyrr. Hann var stál- heiðarlegur, traustur, ákveðinn og mikill herramaður sem kom sér vel í starfi og þeim miklu alþjóðlegu sam- skiptum sem hann átti í. Afi tók ætíð vel á móti mér og í hvert skipti sem ég hitti hann ljómaði hann og brosti hlýlega með glampa í augunum. Afi var mjög áhugasamur um hagi þeirra sem stóðu honum næst, fylgdist vel með og gaf góð ráð. Síðustu árin spjölluðum við afi oft um gamla tíma og sameiginlegt áhuga- mál okkar, ferðalög, en minni hans var ótrúlegt og var hann vel ern þangað til á allra síðustu árum. Afi og amma bjuggu á Ljósvalla- götu 10 í þrjátíu ár og í sama húsi bjó langamma. Ljósvallagatan var þann- ig mikilvægur griðastaður fjölskyld- unnar sem hittist alla sunnudaga í síðdegiskaffi hjá langömmu. Dagleg- ir göngutúrar í hverfinu og gamla kirkjugarðinum voru ómissandi hluti af lífi ömmu og afa og eru ljóslifandi í minningu minni. Gaman er til þess að hugsa að þau leiðast nú saman enn á ný á öðrum stað, afi væntanlega reffilegur í rykfrakka með hatt og trefil og amma í kápu með slæðu. Það voru einungis nokkrir mánuð- ir í 60 ára brúðkaupsafmæli afa og ömmu þegar amma kvaddi fyrir tæp- lega þremur árum. Það mun seint gleymast þeim sem viðstaddir voru er afi kvaddi ömmu þegar hún var lögð til hinstu hvílu. Ástúð og inni- leiki orða afa endurspegluðu aðdáun hans á ömmu, en þau voru mjög sam- rýnd og ást þeirra dvínaði aldrei. Afi hefur á undanförnum árum bú- ið á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og notið einstakrar umönnunar starfs- fólks. Kærar þakkir til þeirra fyrir umhyggju og hlýju. Elsku afi, að leiðarlokum þakka ég þér fyrir að hafa verið góður afi um leið og ég kveð þig með söknuði. Jón Gunnar. Elskulegur afi minn, Gunnar Sig- urðsson, er fallinn frá eftir langa og viðburðaríka ævi. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heim- ili hans fyrstu æviárin og eru mínar GUNNAR SIGURÐSSON ✝ Gunnar Sig-urðsson fæddist á Akureyri 4. sept- ember 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 27. júní. fyrstu minningar tengdar afa. Þar sem ég sit hér í Kaliforníu og hugsa um lífsferil hans verður mér fyrst hugsað til þeirrar sögu sem hann sagði mér um hvernig það vildi til að hann vildi læra að fljúga. Hann var þá 12 ára drengur á Akur- eyri og varð vitni að því að 8. júní 1928 flaug flugvél í fyrsta sinn inn Eyjafjörðinn. Heillaðist hann þá svo af þessu undratæki að hann ákvað á þeirri stundu að þar væri framtíð hans. Næstu 15 árin vann hann hörð- um höndum í námi og starfi, útskrif- aðist frá MA 1936 sem gagnfræðing- ur og vann síðan ýmis verkamanna- störf. Hann hélt fast í draum sinn að læra að fljúga og með hjálp góðborg- ara á Akureyri sigldi hann 1942, þá 27 ára, vestur á bóginn til Bandaríkj- anna. Þetta sýnir hve einbeittan vilja hann hafði til að læra að fljúga, að leggja í langa siglingu á þessum við- sjárverðu tímum. Við komuna til Bandaríkjanna kom í ljós að sjónin var ekki nógu góð til að læra að fljúga, afleiðing berklasýkingar sem hann hafði fengið í augun þegar hann var 10 ára sem gerði það að verkum að hann missti alveg sjónina í þrjá mánuði. Þetta urðu honum mikil von- brigði. Hann hélt samt ótrauður áfram og fór í nám sem tengdist flugi, lærði rekstur flugvalla, rekstur flugfélaga og flugtækni. Hann var því með fyrstu Íslendingum sem lærðu slík fræði. Eins og Íslendinga er vaninn þeg- ar þeir búa erlendis sækja þeir eftir samneyti við aðra Íslendinga og svo fór að afi kynntist ömmu í Los Angel- es og var þeirra fyrsta heimili þar. Fyrir um tveimur mánuðum fór ég ásamt fjölskyldu minni í hálfgerða pílagrímsferð til 1364 Norton Ave í Glendale þar sem þau höfðu búið og fannst mér ótrúlegt að standa fyrir framan húsið sem þau höfðu staðið fyrir framan 63 árum áður. Afi flutti til baka til Íslands að námi loknu við lok seinni heimsstyrj- aldarinnar og hóf störf hjá Flug- málastjóra ríkisins og var meðal þeirra Íslendinga sem tóku við Reykjavíkurflugvelli úr höndum Breta sem höfðu byrjað þar flug- rekstur á stríðsárunum. Lengst af var hann flugvallarstjóri Reykjavík- urflugvallar þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Heimili afa og ömmu var minn fasti tilverustaður og dvaldi ég hjá þeim flestar helgar fram á unglings- ár. Á hverju sumri var haldið hring- veginn og stoppað á Akureyri, sem í huga afa voru alltaf hans heimahagar og naut hann þess að koma þangað og hitta vini og ættmenni. Afi og amma buðu mér í mína fyrstu utan- landsferð, ógleymanlega ferð til Englands, þar sem ég meðal annars „hjálpaði“ afa að kaupa slökkviliðsbíl fyrir Reykjavíkurflugvöll. Mín fyrsta alvöruvinna var að taka til og skipu- leggja skrifstofuna hans afa, og mætti ég 2–3 sinnum í viku í heilan vetur við að reyna að koma skipulagi þar á. Seinna átti ég eftir að stofna mitt fyrsta heimili í risinu hjá afa og ömmu á Ljósvallagötu og oft var afi fenginn til að hlusta eftir elsta syni mínum þegar við hjónin skruppum í bíó. Afi var einstaklega ljúfur maður, hjartahlýr, fullur af fróðleik og þekk- ingu á alþjóðamálum og þær voru ófáar stundirnar sem ég sat með afa og ömmu í eldhúsinu á Ljósvallagötu að ræða um allt milli himins og jarðar og undraðist oft hvað þau virtust vera vel að sér í svo mörgu enda vel lesin. Það var líka ómetanlegur stuðningur sem ég fékk frá þeim meðan ég var í námi, þau fylgdust vel með öllum prófum og voru stolt hve vel gekk. Síðustu árin hefur afi dvalist á Sól- túni, fyrst með ömmu en síðustu þrjú árin einn, við gott atlæti starfsfólks. Það er með sárum söknuði að ég kveð afa minn, sem hefur reynst mér svo vel alla tíð, ég kvaddi hann að kvöldi 15. júní þegar ég hringdi og gat hvíslað í eyra hans kveðju en tveimur mínútum síðar var hann far- inn. Soffía Guðrún Jónasdóttir. Þegar móðir mín hringdi í mig að kvöldi 15. júní sl. og færði mér þær fréttir að afi minn, Gunnar Sigurðs- son, væri látinn var mér verulega brugðið, þó að þetta hafi verið eitt- hvað sem búast mátti við í ljósi þeirra veikinda sem hann hafði átt í um tvær vikur. Um leið rifjuðust þó upp fyrir mér afar ánægjulegar minning- ar tengdar afa mínum, enda hafði hann marga þá bestu eiginleika sem hægt er að finna í einum manni. Þegar ég fór að muna eftir mér, sem mun hafa verið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, vorum við fjölskyldan reglulegir gestir að Ljós- vallagötu 10. Þar var ættaróðalið þar sem langamma mín hún Borghildur réð ríkjum og þar bjuggu einnig afi og amma. Fyrir mig var það fram- andi heimur að koma inn á heimili þeirra. Það bar svolítið keim af veru þeirra í Bandaríkjunum, Kanaút- varpið ómaði um íbúðina milli þess sem hún amma spilaði segulbönd með frægum amerískum söngvurum, sem voru flestir upp á sitt besta um miðja 20. öldina. Afi sat í græna stólnum í stofunni og las erlend tíma- rit, og þegar maður kom inn í stofu til hans mætti manni alltaf einstaklega einlægt og elskulegt viðmót. Þegar við höfðum rætt saman um stund þá nánast undantekningarlaust rétti hann að mér Tópas og ég í kurteisi minni tók iðulega eitt stykki en alltaf kvað við: „fáðu þér nú tvö svo þú piprir ekki“. Afi átti sér þann draum sem ungur maður að verða flugmaður og stefndi hann á að komast til Bandaríkjanna í flugnám. Í miðri seinni heimsstyrj- öldinni ákvað afi svo að láta draum- inn rætast og lagði upp í langferð ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum frá heimabæ sínum Akur- eyri. Var ferðinni heitið til vestur- strandar Bandaríkjanna. Fyrir skömmu átti ég gott samtal við afa þar sem hann rifjaði upp ferðalagið með skipalestinni frá Íslandi. Í þá daga fóru yfirleitt mörg skip saman þegar farið var til annarra landa og fengu þau liðsinni flugvéla hluta af leiðinni. Afi lýsti því þegar þýskt tundurdufl hæfði skip úr lestinni með miklum látum. Enginn tími gafst til að bjarga áhöfn skipsins, enda var eina leiðin til að lifa af talin vera að halda hiklaust áfram ferðinni. Skip- stjórinn á skipinu hans afa skipaði öllum farþegum að fara upp undir bátadekk og þar hnipraði fólk sig saman og óttinn og óvissan skein úr hverju andliti. Afi sagðist hafa hugs- að með sér: „Hvað í ósköpunum er ég búinn að koma mér út í?“. Óhætt er að segja að ævintýraþráin hafi verið til staðar hjá afa, því að leggja út í það að fara með skipalest á þessum tíma fylgdi töluverð áhætta, en draumurinn um flugnámið varð ótt- anum yfirsterkari. Sökum lélegrar sjónar varð ekki úr að hann afi minn lyki flugnámi, en þess í stað lauk hann námi í flugvall- arstjórnun, og varð hann síðar flug- vallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli og átti farsælt starf í þau 40 ár sem hann starfaði þar. Kæri afi, nú er komið að leiðarlok- um, en minningin um góðan mann lif- ir. Takk fyrir góðar stundir. Jón Sigurðsson. Elsku afi minn, Gunnar Sigurðs- son fyrrverandi flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, er látinn. Á tímamótum sem þessum rifjast upp margar góðar minningar. Í kringum afa var ávallt ævintýraljómi. Hann og amma ferðuðust alla tíð mikið, einkum vegna starfs afa sem flug- vallarstjóri. Við heimkomu var spennandi fyrir okkur börnin að fara og hitta afa og ömmu og fá kannski framandi sælgæti frá fjarlægum slóðum. Flug og flugmál voru afa mjög hugleikin. Hann fór utan til náms í flugvallarstjórnun til Ameríku ungur maður þar sem hann og amma kynntust. Alla tíð var á þeim mikill heimsborgarabragur og var varla sá staður á jörðinni sem afi hafði ekki stigið niður fæti. Bæði í gegnum starf sitt og á ferðalögum sínum kynntist hann fólki um öll lönd og var ómissandi hluti af jólunum að skoða jólakort afa og ömmu, því þau voru frá fólki um allan heim. Það sem ein- kenndi afa umfram annað var hversu mikill séntilmaður hann var. Hann var herramaður fram í fingurgóma. Afi og amma bjuggu lengst af á Ljósvallagötunni og var víst að væru þau ekki heima þegar mann bar að garði var líklegast að þau væru að spásséra í kirkjugarðinum. Þar var ævinlega hægt að finna þau á gangi um garðinn eða sitjandi á bekk að njóta kyrrðarinnar í garðinum. Amma lést árið 2003 og nú er afi far- inn og veit ég og trúi að þau séu sam- einuð á ný á æðri tilverustigum. Elsku afi minn. Takk fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Þín dótturdóttir Ingibjörg Salóme. Kveðja frá Flugmálastjórn Gunnar Sigurðsson, fyrrum flug- vallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, var í hópi þeirra manna sem komu til starfa hjá Flugmálastjórn skömmu eftir stofnun hennar árið 1945. Fyrir dyrum stóð að Íslendingar tækju við flugvöllunum í Reykjavík og Kefla- vík, sem höfðu verið byggðir af Bret- um og Bandaríkjamönnum. Gunnar hafði þá verið við nám í rekstri og uppbyggingu flugvalla um tveggja ára skeið við Parks Air College í St. Louise í Missouri í Bandaríkjunum. Var honum vel tekið við heimkomuna sumarið 1945 og þegar fengin verk- efni á þessu sviði. Árið 1947 varð hann fulltrúi flugvallastjóra ríkisins og síðar flugvallarstjóri á Reykjavík- urflugvelli, en þeirri stöðu gegndi hann allt fram til ársins 1987, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Auk þess að vera flugvallarstjóri voru Gunnari falin önnur trúnaðar- störf í þágu flugmála. Hann var vara- formaður flugráðs árin 1956 til 1971. Jafnframt var hann stundum settur staðgengill flugmálastjóra um skemmri tíma. Þá átti Gunnar sæti í fjölmörgum nefndum, sem einkum fjölluðu um málefni Reykjavíkur- flugvallar. Gunnar bar alla tíð hlýjan hug til Flugmálastjórnar og lét sig ekki vanta, þegar heldri starfsmönn- um stofnunarinnar var boðið til sam- sætis af ýmsu tilefni, jafnvel eftir að heilsu hans fór að hraka á síðari ár- um. Nú við ferðarlok vil ég fyrir hönd Flugmálastjórnar þakka Gunnari framlag hans til starfsemi stofnunar- innar og íslenskra flugmála. Að- standendum hans votta ég samúð mína. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Elsku langafi minn, þú varst alveg yndislegur afi, hlýr og gefandi og alltaf tilbúinn að hlusta á mig, þegar ég talaði hratt og mikið um námið og framtíðardrauma mína. Þú dróst aldrei úr mér heldur hvattir mig áfram. Afi, þú varst alltaf að gefa mér Tópas og ég þáði alltaf 1 stk. en þar sem ég var ekki hrifin af Tópasi þá stakk ég því alltaf í vasann, ég vildi ekki særa þig með því að afþakka. Ég veit að þér líður vel núna, þið amma sameinuð á ný. Ég á eftir að sakna þess að fara í heimsókn til þín á Sóltún, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Borghildur (Bonnie). Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, GUÐJÓNS BJÖRNS ÁSMUNDSSONAR, Hríseyjargötu 6, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Tryggvadóttir, Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir, Birgir Gunnarsson, Guðmundur Karl Guðjónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Jónas Guðjónsson, Helga María Stefánsdóttir, Valborg Inga Guðjónsdóttir, Guðjón Páll Jóhannsson, Tryggvi Stefán Guðjónsson, Auður Birgisdóttir, Erla Hrönn Ásmundsdóttir og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS HANNESSONAR, Akri, Grindavík. Þórdís Ásmundsdóttir, Bragi Pálsson, Hafdís Sigríður Jónsdóttir, Páll Hlífar Bragason, Elísabet Kjartansdóttir, Þórdís Jóna Bragadóttir, Kristinn Þór Erlendsson, Reynir Bragi Bragason, Hafdís Dögg Bragadóttir og barnabarnabörn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLGERÐUR SJÖFN HELGADÓTTIR, Dynskógum 1, Egilsstöðum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 26. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn Árnason, Árni Kristinsson, Helgi Kristinsson, Svava Þórey Einarsdóttir, Aðalheiður Sjöfn og Kristinn Viktor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.