Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Mark-úsdóttir Jones
fæddist í Reykja-
vík 2. febrúar árið
1922. Hún lést 12.
júní síðastliðinn.
Margrét ólst upp í
Reykjavík og bjó
þar þangað til hún
giftist og flutti til
Bandaríkjanna.
Foreldrar hennar
voru hjónin Mark-
ús Jónsson, f. á
Lambastöðum
Lundarreykjar-
dalshreppi 22. feb. 1891, d. 17.
maí 1976, bryti, síðar bóndi, og
konu hans Jóhönnu Jónsdóttir,
f. 8. júní 1890, Hrauk, Sigluvík-
ursókn, Landeyjum, d. 15.9.
1973. Systkini
hennar voru Jón
Vídalín Markússon,
f. 4.3. 1917, d. 11.9.
1960; Sigurd Evje
Markússon, f. 6.8.
1918, d. 9.5. 1991;
Arnbjörg Markús-
dóttir, f. 9.3. 1920,
d. 16.6. 2003; og
Björn Markússon,
f. 30.4. 1923, d. 3.8.
1971.
Maður Mar-
grétar var Cleddie
L. Jones, f. 24.4.
1924, d. 19.4. 1982. Þau voru
barnlaus. Fóstursonur þeirra er
Mark Jones.
Útför Margrétar var gerð 23.
júní.
Það var söknuður í huga mér, þeg-
ar ég fór í ferð til Bandaríkjanna til
þess að vera viðstaddur útför okkar
kæru Möggu frænku. Þótt Magga
væri búin að vera bandarískur rík-
isborgari í meira en hálfa öld, átti Ís-
land, ættingjar og vinir hér heima
mjög stóran hlut í henni. Voru ferðir
hennar hingað heim orðnar allmarg-
ar. Cleddie, maður Margrétar, var
afar ástríkur og góður maður sem
studdi hana í hvívetna og aðstoðaði
hana til þess að rækta sambandið við
Ísland.
Cleddie var jarðsettur í Riverside
National Cemetery, sérstakur heið-
ur, sem hlotnast þeim sem þjóna
landi sínu á vígvelli. Margrét var
jarðsett við hlið mannsins síns á
þessum afar fallega stað eftir mjög
smekklega útför.
Heiður og sæmd er það sem þeir
votta sínum.
Heilsa Margrétar var góð nánast
alla ævi, stutt veikindi í fáa seinustu
mánuðina.
Guðsblessun fylgi þér, kæra
Magga.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðmundur Svavarsson.
MARGRÉT MARKÚS-
DÓTTIR JONES
✝ Leifur Sigurðs-son fæddist í
Stokkhólma í
Skagafirði 31. maí
1921. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 17. júní
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Margrétar Þor-
steinsdóttur frá
Hjaltastöðum í
Skagafirði, f. 18.1.
1889, d. 10.11. 1989,
og Sigurðar Einars-
sonar frá Stokk-
hólma, f. 4.9. 1890, d. 16.4. 1963.
Þau bjuggu mestallan sinn bú-
skap í Stokkhólma og síðar á
Hjaltastöðum. Systkini Leifs eru
Þorsteinn, f. 16.3. 1918, bóndi í
Hjaltastaðahvammi, kvæntur Sig-
ríði Márusdóttur, f. 1.3. 1930. Pét-
ur, f. 21.3. 1919, bóndi á Hjalta-
stöðum, kvæntur Ragnheiði M.
Þórarinsdóttur, f. 13.5. 1919, d.
25.6. 2003. Hjalti, f. 22.3. 1920, d.
18.11. 1995, bóndi á Hjalla,
kvæntur Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur, f. 8.2. 1928, þau skildu.
Halldór, gullsmiður í Reykjavík,
f. 12.5. 1925, d. 18.11. 2003,
kvæntur Þórdísi Rakel Jónsdótt-
ur, f. 1.10. 1929, þau skildu. Jór-
unn, f. 12.11. 1926, húsfrú á
Frostastöðum, nú búsett á Sauð-
árkróki, gift Frosta Gíslasyni
bónda, f. 14.7. 1926, d. 18.12.
2001.
Leifur ólst upp í Stokkhólma
við venjuleg sveitastörf og lauk
búfræðinámi frá Hólaskóla 1937.
Um tvítugt fór hann til Reykja-
Sigurðsson frá Meiribakka í
Skálavík, f. 5.6. 1889, d. 29.12.
1914 í Bolungarvík, og kona hans
Halldóra Ástríður Guðmundsdótt-
ir frá Tannanesi í Önundarfirði,
fædd 6.12. 1883, d. 18.9. 1970 í
Reykjavík. Bróðir Friðriku var
Guðmundur Jón Elíasson, f.
17.10. 1911, d. 1915. Hálfsystir
Friðriku er Guðrún Ingibjörg
Kristófersdóttir, f. 11.9. 1921.
Leifur og Friðrika eignuðust
þrjá syni sem eru: 1) Guðmundur
Ingi Leifsson, skólastjóri, f. 23.12.
1946, kvæntur Elínu Einarsdóttur
námsráðgjafa og eiga þau fjórar
dætur. a) Helga Rut, lektor, f. 3.3.
1970, gift Halldóri Björnssyni
veðurfræðingi og eiga þau þrjár
dætur: Iðunni Ýri, Elínu Sif og
Emblu Rún. b) Dóra Guðrún,
verkefnisstjóri, f. 26.5. 1974, gift
Bóasi Valdórssyni sálfræðingi.
Börn þeirra eru Rósa María og
Guðmundur Ísak. c) Anna Kristín,
hagfræðingur, f. 21.3. 1979, gift
Pétri Þór Benediktssyni tónlistar-
manni og eiga þau dótturina Ásu
Diljá. d) Laufey Fríða, nemi, f.
2.3. 1984. 2) Sigurður Leifsson,
deildarstjóri, f. 22.4. 1950, kvænt-
ur Margréti Árnýju Sigursteins-
dóttur aðstoðarskólastjóra. Börn
þeirra eru a) Inga Rún, blaðamað-
ur, f. 25.7. 1975, unnusti Sverrir
Bollason verkfræðinemi. b) Frið-
rik Már, BS í búvísindum, f. 19.11.
1980, unnusta Sonja Líndal Þór-
isdóttir, nemi. 3) Elías Halldór,
viðskiptafræðingur, f. 19.5. 1953,
kvæntur Margréti Jónsdóttur
fjármálastjóra. Synir þeirra eru
a) Daði Ólafur, lögfræðinemi, f.
10.7. 1983, unnusta Arney Hrund
Viðarsdóttir, nemi, og b) Leifur
Jón, nemi, f. 29.11. 1987.
Útför Leifs Sigurðssonar verð-
ur gerð frá Bústaðakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
víkur og stundaði
þar ýmis störf, m.a.
réðst hann til starfa
hjá Gísla Gíslasyni
silfursmiði, sem
stundaði búskap efst
við Laugaveginn, og
nam Leifur hjá hon-
um forna silfursmíði
svo sem gerð tóbaks-
bauka og silfursvipa
sem hann vann mikið
við upp frá því sam-
hliða öðrum starfa.
Hann lauk renni-
smíðanámi í Vél-
smiðjunni Héðni 1947 og hlaut
meistararéttindi nokkrum árum
síðar. Starfaði hann síðan á renni-
verkstæðinu Stilli og Vélsmiðju
Eysteins Leifssonar, en síðast á
renniverkstæði Sindra eða þar til
hann komst á eftirlaunaaldur.
Eftir að Leifur komst á eftirlaun
vann hann að ýmiskonar listsköp-
un og handverki og var mjög af-
kastamikill við útskurð og tók
hann þátt í mörgum sýningum Fé-
lags áhugamanna um útskurð og
fleiri aðila. Leifur tók virkan þátt
í félagsstarfi aldraðra í Hæðar-
garði og gegndi þar trúnaðar-
störfum, sat m.a. í notendaráði
um skeið. Um miðjan sjötta ára-
tuginn hóf Leifur að reisa fjöl-
skyldunni hús við Sogaveg 168 í
Reykjavík og bjó hann þar alla tíð
síðan eða í tæp fimmtíu ár.
Árið 1947 kvæntist Leifur Frið-
riku Elíasdóttur. Hún fæddist 25.
febrúar 1913 í Bolungarvík en
lést í Reykjavík 24. júlí 2004. For-
eldrar hennar voru Elías Ingimar
Leifur Sigurðsson, tengdafaðir
minn, lést að morgni 17. júní á Land-
spítalanum í Fossvogi, 85 ára að
aldri. Góðar minningar hrannast upp
við fráfall hans og í bland við trega
og söknuð finn ég fyrir þakklæti og
virðingu. Ég var aðeins unglings-
stelpa þegar ég kom fyrst inn á
heimili hans og Fríðu á Sogavegi 168
í Reykjavík að heimsækja elsta son
hans, Guðmund Inga. Leifur tók mér
strax með þeirri hlýju sem einkenndi
hann, en eftir því sem kynni okkar
urðu nánari óx virðing mín fyrir hon-
um.
Fljótt varð mér ljóst að hann átti
alveg sérstakan sess innan stórfjöl-
skyldunnar, þar sem hann naut mik-
illar virðingar og trausts. Ef eitthvað
þurfti að lagfæra þótti sjálfsagt að
leita með það til Leifs. Þá var sama
hvort um var að ræða hluti sem
þörfnuðust viðgerðar eða lagfæring-
ar eða hvort leita þyrfti ráða og að-
stoðar vegna mannlegra samskipta.
Aldrei hef ég vitað að nokkur gengi
bónleiður til búðar þegar leitað var
til Leifs. Ekki hafði hann mörg orð
um hlutina, en efndirnar stóðu ekki á
sér. Hann var svo heilsteyptur að
fátt í fari hans kom á óvart eftir að
hafa kynnst honum vel. Hann hafði
fengið góðar gáfur í vöggugjöf sem
birtust meðal annars í miklu jafnað-
argeði. Víðsýni hans var svo mikið að
ég á erfitt með að hugsa mér hann
draga taum eins á kostnað annars.
Þegar upp kom ágreiningur eða
skoðanaskipti gat hann yfirleitt tekið
undir rök beggja og horft á málin frá
mörgum sjónarhornum. Hann var
íhugull og athugull með afbrigðum
sem leiddi til þess að hann hljóp aldr-
ei á sig í samskiptum við fólk. Hann
kenndi þeim sem umgengust hann
að virða ólík sjónarmið og taka tillit
til þess að flest málefni eiga sér
margar hliðar. Leifur bjó yfir stakri
hugarró, æðruleysi og hógværð.
Hann virtist hafa höndlað þann innri
frið sem flestir leita sífellt að.
Hann hafði enga þörf fyrir að
kaupa sér stundargleði með því að
eignast hluti eða kaupa stórkostlega
upplifun. Hann bar öll merki þess að
hafa fundið það sem hann leitaði að,
og í stað þess að kaupa og eignast
leitaðist hann við að gefa og gleðja.
Á efri árum kom æ betur í ljós
mikil sköpunargleði og listfengi.
Hann hafði, meðfram vinnu sinni
sem rennismiður, lagt stund á silfur-
og gullsmíði. Aðallega smíðaði hann
silfursvipur sem þóttu eftirsóknar-
verðar til tækifærisgjafa, en einnig
fengu öll barnabörnin hans gull-
krossa á skírnardaginn, handsmíð-
aða eftir afa sinn. Þegar hann gauk-
aði að okkur börnum sínum
listaverkum sínum í tengslum við af-
mæli okkar þótti honum yfirleitt
ástæða til að færa okkur jafnframt
aðrar hefðbundnar gjafir, svo mikil
var hógværð hans yfir eigin verkum.
Þegar svokallaðri starfsævi lauk
gat hann snúið sér alfarið að listinni.
Þá kom í ljós hve miklum hæfileikum
hann var búinn. Aldrei féll honum
verk úr hendi og fann hann list sinni
sífellt nýjan farveg. Má þar nefna,
auk silfur- og gullsmíði, bæði rósa-
málningu og listverkamálun. Mest-
um tíma varði hann þó í tréúrskurð
og á undanförnum árum hafa verk
hans fengið verðskuldaða athygli á
tréútskurðarsýningum, þannig að
þegar hann lést var hann orðinn einn
af okkar fremstu listamönnum í
tréútskurði.Verk hans bera vott um
sífellt frjóa hugsun því hann leitaði
stöðugt að nýjum og ögrandi við-
fangsefnum.
Sonum sínum var hann alla tíð
sönn fyrirmynd og barnabörnin hafa
öll elskað hann og dáð. Það er ein-
kennilegt að hugsa til þess að hann
skyldi koma eins miklu í verk, því
aldrei man ég eftir að hann væri að
flýta sér eða væri stressaður vegna
tímaleysis. Hins vegar kunni hann að
skipuleggja og nýta tíma sinn vel því
að þegar hann sat við iðju sína á
kvöldin kom hann upp í stofu á hár-
réttum tíma til þess að sjá það sem
hann valdi úr í dagskrá sjónvarpsins.
Leifur átti sterka trú sem hann
fjölyrti þó ekki um, en þetta kom þó
glögglega í ljós þegar hann hækkaði
ávallt í útvarpinu sínu þegar pass-
íusálmarnir voru lesnir upp. Á tíma
hraða og nýjunga er ekki hægt að
þakka nóg fyrir að hafa fengið að
kynnast manni eins og Leifi tengda-
pabba mínum. Guð geymi fjölskyldu
hans alla og ótal dýrmætar minning-
ar um elskulegan föður, tengdaföð-
ur, afa og langafa. Megi hann hvíla í
Guðs friði.
Elín Einarsdóttir.
Leifur tengdafaðir minn kvaddi
þennan heim að morgni þjóðhátíðar-
dagsins, nýlega orðinn 85 ára. Ég
minnist hans með hlýhug og þakk-
læti og á bara um hann góðar minn-
ingar, þau 33 ár sem ég hef verið í
fjölskyldunni. Leifur var Skagfirð-
ingur í báðar ættir, hann flutti ungur
suður, en fór á hverju ári á heima-
slóðir sínar til að heimsækja foreldra
sína, meðan þau lifðu, bræður sína
og systur og þeirra fjölskyldur, en
fjölskylda hans fyrir norðan var hon-
um mjög kær. Tveir elstu bræðurnir
og Jórunn systir hans lifa nú bróður
sinn. Hann sendi líka syni sína þrjá í
sveit í Blönduhlíðina til foreldra
sinna og bræðra. Hann sá til þess að
tengslin við Skagafjörðinn rofnuðu
aldrei.
Strax sem ung kona fékk ég að
skoða skagfirsku bækurnar hans
Leifs, lesa Skagfirðingabók, sem
alltaf kom út á hverju ári og allar
hinar bækurnar sem hann átti. Brátt
fór ég sjálf að kaupa og safna skag-
firskum bókum og á nú orðið dágott
safn. Við Sigurður, maðurinn minn,
miðsonur hans, fórum líka á hverju
ári í Skagafjörðinn ásamt börnum
okkar þeim Ingu Rún og Friðriki Má
og nú er það ómissandi hluti af lífi
okkar allra. Þangað förum við marg-
oft á ári og dveljum eins lengi og við
getum. Leifur fór sem ungur maður í
Hóla í Hjaltadal og útskrifaðist það-
an sem búfræðingur. Ég veit það
gladdi hann mikið þegar sonur okkar
Friðrik Már fór einnig til náms að
Hólum og útskrifaðist þaðan sem
tamningamaður meira en sextíu ár-
um á eftir afa sínum.
Leifur var sístarfandi og óvenju-
lega laginn maður, byggði hús sitt
við Sogaveginn af mikilli elju og
vann langan vinnudag, sem renni-
smíðameistari. Ég þekkti hann ekki
öðru vísi en að hann væri eitthvað að
gera. Hann var mikill listamaður,
jafnhagur á járn, tré og góðmálma,
smíðaði mikið af silfursvipum, en
einnig skartgripi, sem hann gaf ýms-
um í fjölskyldunni. Hann smíðaði t.d.
gullkrossa handa öllum barnabörn-
unum sínum og gaf þeim þegar þau
voru skírð. Ég á líka sérstakt silfur-
hálsmen sem hann smíðaði og er mér
ákaflega dýrmætt. Leifur var mikill
áhugamaður um tréútskurð og nú
hin síðari ár skar hann út af kappi.
Hlutirnir hans eru mikil listaverk
svo vel eru þeir gerðir. Eftir hann
liggja margir speglar, klukkur, kistl-
ar, askar, lágmyndir, borðfánasteng-
ur og barómet svo eitthvað sé nefnt.
Allir þessir hlutir eru ómetanlegir
þeim sem þá eiga og geyma minn-
inguna um hann. Hann gat líka lag-
fært alla hluti svo ekki sá að gert
hafði verið við og var alltaf tilbúinn
til að aðstoða syni sína þegar þeir
þurftu á að halda.
Alltaf var gott að koma á Sogaveg-
inn í heimsókn til þeirra Leifs og
Fríðu, tengdaforeldra minna, en
Fríða lést fyrir tveimur árum. Systir
hennar Guðrún bjó einnig í húsinu
og reyndist hún systur sinni og mági
ákaflega vel.
Stutt var fyrir Leif að fara upp í
Hæðargarð þar sem hann kynntist
starfi eldri borgara og þar eignaðist
hann marga góða vini. Þar fór hann
m.a. að mála á tré og postulín auk út-
skurðar og tók þátt í ýmsu starfi eins
og leikfimi og reglulegum göngu-
ferðum með hópnum. Það var til-
hlökkunarefni að koma á sýningarn-
ar sem haldnar voru í Hæðargarði.
Ég veit að það var honum mikils
virði að taka þátt í þessu starfi.
Minningin um góðan mann mun ætíð
lifa. Guð blessi minningu Leifs Sig-
urðssonar.
Margrét Árný
Sigursteinsdóttir.
Það eru ekki allir svo lánsamir að
geta kvatt þennan heim sáttir við líf-
ið og þakklátir.
Leifur afi minn gerði það, hann
var einstaklega góður maður og
gerði ekki upp á milli fólks. Það er
ekki sjálfsagður hlutur að vera þakk-
látur, þeir sem meta hluti mikils sem
aðrir kalla sjálfsagða eru þakklátir
og þeir sem eru þakklátir eru ham-
ingjusamir. Mér finnst þakklæti og
góðmennska vera eitt af því mörgu
sem einkenndi Leif afa. Hann var
ávallt tilbúinn að hjálpa öðrum og
gerði það með glöðu geði.
Ég held að ég hafi aldrei séð Leif
afa minn skipta skapi, hann var ró-
legur með mikið jafnaðargeð. Hann
var alltaf til í að spjalla og það var
alltaf gaman að tala við hann.
Hann var listamaður sem var
ávallt að bæta sig og tók sér sífellt
fyrir hendur ný verkefni sem voru
ennþá meira krefjandi. Það var ótrú-
legt að sjá ómerkilegan trébút breyt-
ast í fallegt og vandað listaverk.
Sköpunargáfu og hugmyndir vantaði
hann ekki. Hann var mjög nákvæm-
ur, fljótfærni var ekki til í verkum
hans og hann skilaði þeim aldrei af
sér nema þau væru fullkomin.
Það eru ekki bara listaverkin sem
hann skilur eftir sig heldur fjöldi
góðra minninga, fyrir utan allt sem
hann hefur kennt okkur með því að
vera yndislegur og góður afi.
Þegar ég útskrifaðist sagði Leifur
afi við mig:
„Þó að við séum að halda veislu
núna og ég sé að óska þér til ham-
ingju með útskriftina í dag þá verð
ég ekki búin að gleyma því á morgun
hvað þú stóðst þig vel.“ Ég gleymi
því aldrei, hann laumaði þessum orð-
um að mér þegar hann kom inn og
kyssti mig á kinnina á útskriftardag-
inn minn. Þessi orð voru og eru mér
mjög dýrmæt.
Ef ég gæti talað við hann þá myndi
ég segja honum að þó að við komum
saman í dag til að minnast hans þá
verðum við ekki búin að gleyma hon-
um eða minningunni um hann á
morgun og því hversu góður afi hann
var. Því gleymi ég aldrei. Ég mun
geyma allar yndislegu minningarnar
um hann í hjarta mínu.
Ég bið góðan Guð um að blessa
minninguna um Leif afa minn og ég
er þakklát fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman.
Laufey Fríða Guðmundsdóttir
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann þegar við hugsum til Leifs
afa. Við þrjú kölluðum hann öll Leif
afa. Einstakur maður með jákvætt
og fallegt lífsviðhorf. Eins og járn-
smiðurinn sem er alltaf með járn í
eldinum. Alltaf með spennandi og
krefjandi verkefni fyrir höndum. Í
útskurðinum gerði hann aldrei sama
hlutinn tvisvar, heldur fólst gleðin í
að skapa eitthvað nýtt og ögra þann-
ig sjálfum sér. Frá því við munum
eftir honum var hann stöðugt að
þróa sjálfan sig, hann festist aldrei í
sama farinu og leitaði nýrra leiða í
því sem hann var að fást við.
Við eigum þessum einstaka manni
svo margt gott að þakka. Hann
reyndist okkur ómetanlegur stuðn-
ingur þegar hann leyfði okkur að búa
hjá sér þegar við áttum von á Ásu
Diljá. Þetta var okkur mikilvægur
„námsstyrkur“ eins og hann kallaði
það, til okkar unga parsins sem urð-
um foreldrar við upphaf háskóla-
göngunnar. Við ætluðum ekki að
stoppa þarna lengi en svo urðu árin
fjögur áður en við vissum af. Fjögur
ár full af góðum minningum þar sem
grunnurinn var lagður að þeirri fjöl-
skyldu sem við erum í dag.
Við vissum að við myndum aldrei
geta þakkað afa nægilega vel fyrir
það sem hann gerði fyrir okkur. Við
vonum þó að með hann sem fyrir-
mynd í lífinu eigum við eftir að geta
endurgoldið þá velvild, hlýju og um-
LEIFUR
SIGURÐSSON