Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í grein eftir Margréti Jónsdóttur, dósentvið Háskólann í Reykjavík, í nýjastahefti Skírnis segir frá tungumálakönn-
un meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík
en þar var spurt út í kunnáttu, sjálfsmat,
metnað og áhuga nemenda. Svörin leiddu í
ljós að rúmlega helmingur viðskipta- og tölv-
unarfræðinemenda við skólann, eða 51%,
telja sig tala ensku eins og innfæddir. Hið
sama á við um 41% laganema. Margrét bend-
ir á að þetta þurfi ekki að þýða að nemend-
urnir séu í raun allir svona góðir í ensku því
að tala tungumál eins og innfæddur feli með-
al annars í sér að tala það jafn vel og móð-
urmálið. Minna en 5% nemenda telja sig eins
og innfædda í öðrum tungumálum en ensku.
20% telja sig tala dönsku mjög vel en ekki
eins og innfæddir. 7% töldu sig tala önnur
tungumál mjög vel. Margrét segir þar með
mega álykta að 93% þeirra sem svöruðu
könnuninni hafi ekki lokið máltileinkun í
þriðja máli. Könnunin leiddi einnig í ljós að
fjórðungur nemenda virðist hafa glutrað nið-
ur að minnsta kosti fimm til sex ára dönsku-
námi í grunn- og framhaldsskóla. Rúmlega
þriðjungur segir hið sama um kunnáttu sína
í þýsku og frönsku. „Niðurstöðurnar styðja
þá ályktun,“ segir Margrét, „að kennsla í
þriðja og fjórða máli á Íslandi skili sér ekki
nægilega vel og huga mætti að því að hefja
kennslu í mun meiri og markvissari mæli á
grunnskólastigi, helst strax í áttunda bekk.“
Niðurstöður könnunarinnar sýna semsagt að nemendur telja sig góða í
ensku og yfir 20% telja sig góða í dönsku.
Nemendur telja sig almennt ekki góða í öðr-
um tungumálum. Margrét segir að með
þessa vitneskju sé hægt að álykta að nauð-
synlegt sé að skoða betur hvað við ætlum
okkur með kennslu þriðja tungumáls á Ís-
landi. „Viljum við að nemendur æfi sig í mál-
fræði, öðlist yfirborðslega þekkingu í málinu
og geti sagt að einu sinni hafi þeir kunnað
smávegis í þýsku, frönsku og spænsku eða
viljum við reyna að koma í veg fyrir að þessi
þekking glatist og sjá til þess að þeim nem-
um fjölgi sem geta sagst vera góðir í þremur
erlendum tungumálum?“
Hún bendir á að í Evrópusambandslöndum
sé lögð áhersla á að þegnarnir tali tvö erlend
tungumál en í ljósi þess að enginn lagar sig
að íslensku mætti ætla að Íslendingar þyrftu
að kunna þrjú erlend tungumál.
Þegar nemendurnir voru spurðir hvort
þeir hefðu áhuga og metnað til að læra
tungumál kom í ljós að flestir þeirra vildu
læra eitt eða fleiri tungumál. Laganemar
eru áhugasamastir um að læra dönsku til
hlítar en margar kennslubækur eru á
dönsku. Svipaður áhugi er á að læra ensku
betur en spænskan er það tungumál sem
flesta langar til að læra vel. Sýnir það vænt-
anlega sterka stöðu spænskunnar nú um
stundir.
Margrét leggur til að tungumálakennsluljúki almennt ekki í framhaldsskóla
heldur verði henni haldið áfram í háskóla.
Hún leggur til að áhersla verði lögð á
innihaldstengda tungumálakennslu á há-
skólastigi þannig að komið verði í veg fyrir
að nemendur glutri niður dönsku og þriðja
máli. Með innihaldstengdu tungumálanámi
er átt við að nemendur læri háskólanáms-
grein sína á erlendu máli að hluta. Því má
halda fram að þeir geri það nú þegar að ein-
hverju leyti því að kennslubækur í flestum
háskólagreinum eru að meira og minna leyti
á erlendum tungumálum – það hefur meira
að segja átt við um kennslu í íslenskum bók-
menntum og málvísindum.
Þessari hugmynd eiga einhverjir samt
vafalaust eftir að mótmæla með þeim rökum
að ekki veiti af að kenna Íslendingum að
hugsa um ólík fræðasvið á íslensku, það sé
hluti af því að búa til íslenska þekkingu að
orða hana á íslenskri tungu. Á móti kemur
að sú þekking sem við öflum okkur í íslensk-
um háskólum er að stórum hluta þýdd af er-
lendum málum hvort sem er og spurning
hvort betri færni í tungumálum skili sér ekki
í betri menntun, meiri þekkingu og frjórri ís-
lensku.
Margrét bendir á að þegar hafi innihald-
stengt tungumálanám hafið göngu sína við
Háskólann í Reykjavík þar sem viðskipta-
fræðinemar læra viðskiptafræði á ensku og
spænsku. Reynslan mun leiða í ljós hvernig
það gefst. En það er ljóst að menntayfirvöld
verða að marka skýra stefnu í tungumála-
kennslu sem að nokkrum hluta virðist ekki
skila miklum árangri.
Eru Íslendingar góðir í tungumálum?
’Niðurstöður könnunarinnarsýna að nemendur telja sig góða
í ensku og yfir 20% telja sig góða
í dönsku. Nemendur eru al-
mennt ekki góðir í öðrum tungu-
málum. ‘
Ljósmynd/Jón Svavarsson
„Minna en 5% nemenda telja sig eins og innfædda í öðrum tungumálum en ensku. 20% telja sig tala dönsku mjög vel en ekki eins og innfæddir.
7% töldu sig tala önnur tungumál mjög vel. Margrét segir þar með mega álykta að 93% þeirra sem svöruðu könnuninni hafi ekki lokið máltil-
einkun í þriðja máli.“ Myndin er af útskriftarnemendum úr MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík.
AF LISTUM
Þröstur Helgason
throstur@mbl.is
SÖNGLEIKURINN Footloose verður frumsýndur í
Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Sýningin er byggð á
samnefndri dansmynd frá árinu 1984 sem skartaði Ke-
vin Bacon í aðalhlutverkinu. Urmull leikara, söngvara
og dansara koma að sýningunni sem státar af vinsælum
lögum frá 9. áratugnum og fjöldanum öllum af dans-
atriðum.
Leikstjórn er í höndum Unnar Aspar Stefánsdóttur
en með aðalhlutverk fara Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson og Halla Vilhjálmsdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jörundur Ragnarsson og
Aðalbjörg Árnadóttir. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
sér um útsetningu tónlistar og danshöfundur er Roine
Söderlundh.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Footloose státar af lögum sem slógu í gegn á níunda áratugnum. Ber þar hæst titillagið Footloose, Holding out for
a Hero, Almost Paradise og Let’s hear it for the Boy.
Frumsýning á Footloose
BRETINN Paul Hackett opnar í
dag „Stuttsýningu“ í Grafíksafni
Íslands – sal Íslenskrar grafíkur.
Verkin á sýningunni hefur hann
unnið á Íslandi, m.a. á verkstæði
Íslenskrar grafíkur í Reykjavík.
Paul hefur starfað við myndlist
í nær þrjá áratugi. Innblástur
sinn sækir hann að miklu leyti í
fræðilegar kenningar úr sál-
fræðilegu námi sínu og störfum
og hafa tengsl mannsins við um-
hverfi sitt, jafnt náttúrulegt og
manngert, ætíð verið honum
hugleikin.
Paul stundaði sálfræðinám við
Aston University og lauk þaðan
BSc-gráðu auk doktorsgráðu í
umhverfissálarfræði. Þá hefur
hann MA-gráðu í listum frá Uni-
versity of Gloucestershire þar
sem hann stundar nú dokt-
orsnám. Paul hefur einnig stund-
að nám við Herefordshire Col-
lege of Art and Design.
Að sögn Pauls vekja hin nánu
tengsl við þann stað sem verk
verður til á mestan áhuga hans.
Hann telur að það að hann sé
umhverfissálfræðingur hafi áhrif
á hvernig hann skynjar umhverf-
ið og skilgreinir líf sitt. Hann tel-
ur jafnframt að hann hafi á viss-
an hátt einstakt sjónarhorn á
yfirborð og þrívídd sem hann
vonast til að geta miðlað til ann-
arra.
Sýning Pauls stendur – eins og
nafn hennar bendir til – einungis
stutt yfir og lýkur henni sunnu-
daginn 2. júlí. Opið er kl. 14–18.
Grafíksafn Íslands – salur Ís-
lenskrar grafíkur er í Tryggva-
götu 17, hafnarmegin.
Myndlist | Paul Hackett í Grafíksafninu
Verkin eru öll unnin á Íslandi.
Tengsl manns
og umhverfis
Fréttir í tölvupósti