Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
AUSTURLAND
UM EITT þúsund gestir mættu í
Hallormsstaðarskóg á Skógardag-
inn mikla síðastliðinn laugardag.
Hátíðin var fyrst haldin í fyrra í til-
efni 35 ára bændaskógræktar á
Fljótsdalshéraði og þótti takast svo
vel að ákveðið var að gera hana að
árlegum viðburði.
Veðrið var eins og best gerist fyr-
ir gesti, sól, logn og um 15 stiga hiti
en það var ekki jafn þægilegt fyrir
hlauparana sem þreyttu skóg-
arhlaupið og lögðu af stað á hádegi.
Það var þó ekki hitinn sem virtist
leggjast verst í hlauparana. „Það var
ekkert heitt, þetta var bara bratt,“
sagði einn hlauparanna í samtali við
Morgunblaðið.
Ólafur Björnsson kom fyrstur í
mark í karlaflokki, Dofri Þórðarson
varð annar og þriðji Pétur St. Ara-
son. Í kvennaflokki hljóp Brynja
Baldursdóttir hraðast, Þórveig Há-
konardóttir varð önnur og Poula
Steingrímsdóttir þriðja.
Að hlaupinu loknu hófst fjölbreytt
skemmtidagskrá. Hljómsveitin Ice
Marimba úr Hafralækjarskóla lék
nokkur lög, norska djasssveitin
Bodö Rhythmn Group, sem kom
fram á Jazzhátíð Egilsstaða á Aust-
urlandi, kom einnig fram auk þeirra
Sigurlaugar Jónsdóttur og Hjalta
Jóns Sverrissonar. Þá skemmtu per-
sónur úr Ávaxtakörfunni.
Svöngum gestum var boðið upp á
heilgrillað naut sem var étið upp til
agna. Skrokkurinn sem var grill-
aður vó um 150 kg og kveikt var upp
í grillinu kvöldið áður.
Varði titilinn í skógarhöggi
Hápunktur hátíðarinnar var þó Ís-
landsmeistaramótið í skógarhöggi. Í
fyrri hluta keppninnar þurftu kepp-
endur að fella tré úti í skógi og
snyrta það. Í síðari hluta keppn-
innar, sem fór fram á hátíðarsvæð-
inu, áttu keppendur að kljúfa þrjá
trjádrumba í fjóra jafnstóra parta
og saga þrjár 3 cm langar skífur af
trjástofni. Tími keppenda var mæld-
ur og refsitími veittur fyrir óná-
kvæmni. Svo fór að lokum að Lárus
Heiðarsson sigraði annað árið í röð.
Annar varð Skúli Björnsson og
þriðji Einar Óli Rúnarsson.
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Skógardagurinn mikli haldinn
hátíðlegur í Hallormsstaðarskógi
VINNUFLOKKAR á vegum Imp-
regilo og Landsvirkjunar vinna nú,
ásamt vinnuflokkum á vegum sveit-
arfélaga, að því að hreinsa drasl sem
fokið hefur af framkvæmdasvæðum
við Kárahnjúka. Ganga vinnuflokk-
arnir um svæðið og tína ruslið upp.
„Draslið hefur fokið af ákveðnum
vinnusvæðum hjá þeim og hefur því
miður borist yfir stórt svæði. Sér-
staklega berast einangrunarmottur
sem lagðar eru yfir steypuna á stífl-
unni mjög langt, því þær eru mjög
léttar,“ segir Helga Hreinsdóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Austurlands.
Heilbrigðiseftirlitið fór í vett-
vangskönnun á vinnusvæðið við
Kárahnjúka fyrir rúmri viku og hef-
ur vinna við hreinsun verið í gangi
síðan. Hefur heilbrigðiseftirlitið gef-
ið frest til mánaðamóta en á þeim
tímapunkti skal tiltekt á geymslu-
svæðum og í kringum vinnubúðir
vera lokið auk þess sem fokefni á allt
að hafa verið fjarlægt.
Alveg niður að Brú í Jökuldal
Einangrunarmotturnar voru not-
aðar þegar steypt var í vatnskápu
Kárahnjúkastíflu í vetur. Að sögn
Sigurðar Aðalsteinssonar, fréttarit-
ara Morgunblaðsins í Jökuldal, líkj-
ast motturnar einna mest þunnum
tjalddýnum en mjög lítið beri á þeim
í umhverfinu vegna þess að þær séu
gráar á litinn.
„Motturnar fjúka hérna og verða
eftir í gróttum þar sem þær safnast
saman. Þær fljóta líka niður með
Jökulsánni. Ég hef séð þessar mott-
ur alveg heim að Brú í Jökuldal.“
Vinnuflokkar hreinsa
drasl í nágrenni
Kárahnjúkavirkjunar
Ljósmynd/Einar Bragi Bragason
Einangrunarmottur sem notaðar voru við stíflubyggingu á Kárahnjúkum
hafa fokið af svæðinu og meðal annars borist að Brú í Jökuldal. Unnið er að
tiltekt drasls sem fokið hefur af framkvæmdasvæðinu.
FRESTUR til að skila inn athuga-
semdum við aðalskipulag Akureyrar-
bæjar 2005 til 2018 rann út síðdegis í
gær.
Nokkur hópur fólks mætti af því
tilefni við ráðhús bæjarins og hafði
undir höndum undirskriftalista þar
sem athugasemdum var komið á
framfæri.
Hjörleifur Hallgríms, fyrir hönd
svonefndra Vallarvina, hafði í sínum
fórum undirskriftir 736 einstaklinga
sem skora á bæjarstjórn að sjá til
þess að Akureyrarvöllur og umhverfi
hans verði byggt upp sem íþróttaleik-
vangur og að þar geti verið hvers
konar útisamkomur, hátíðahöld af
öllu tagi, tónleikar og jafnvel útileik-
hús.
„Það væri nær,“ segir Hjörleifur
„fremur en að leggja þetta fallega og
góða svæði í hjarta bæjarins undir
verslunarmiðstöð.“ Nægt pláss væri
annars staðar í bænum undir slíka
starfsemi, glapræði að fórna vellin-
um.
Baráttan staðið í 30 ár
Þá kom fulltrúi hóps sem kallar sig
„Dalsbraut út úr aðalskipulagi,“ Sig-
fús Karlsson, og afhenti undirskriftir
1477 íbúa bæjarins. Sá hópur er eins
og nafnið bendir til á móti því að Dals-
braut verði lögð, frá Þingvallastræti
og suður í Naustahverfi, framhjá
Lundarskóla og íþróttahúsi KA.
Undirskriftum var einkum safnað
meðal íbúa í Lunda- og Gerðahverfi,
en fleiri bæjarbúar lögðu málefninu
einnig lið, að sögn Sigfúsar. Hann
segir að barátta íbúanna fyrir því að
fá Dalsbrautina út úr aðalskipulagi
hafi staðið í um 30 ár. Mönnum hafi
því þótt merkum áfanga náð fyrir
réttu ári, 14. júní í fyrra, þegar bæj-
arstjórn samþykkti að fella brautina
út úr skipulaginu og leggja þess í stað
göngu- og hjólreiðastíg í götustæðið.
Nú í aðdraganda sveitarstjórnar-
kosninga var svo vikið af leið úti í
miðri á, eins og Sigfús orðaði það
„sem við teljum vera afar dapurt.“
Hann bendir á að þegar Reykjavík-
urborg áætli land undir tengibrautir
sé það allt að 60 metrar, Dalsbraut-
arstæðið fari allt niður í 35 metra þar
sem það er þrengst. Lög um hljóð-
vistir telur hann einnig verða brotin
verði af lagningu brautarinnar „lög
og reglur um hljóðvistir verða brotn-
ar samkvæmt mælingum sem liggja
fyrir og götustæðið verður skelfilegt
ásýndum með hljóðmönum út um allt
og lítið pláss nema þá rétt fyrir bíla-
umferð. Götustæðið er hreinlega orð-
ið of lítið.“
Við þá u-beygju sem tekin var við
gerð þess aðalskipulags sem nú ligg-
ur fyrir segir Sigfús að mönnum hafi
orðið tíðrætt um íbúalýðræði, að farið
yrði að vilja íbúa bæjarins. „Við telj-
um það ekki samræmast íbúalýðræði
að fólk í öðrum hverfum, jafnvel fólk
sem ekki býr á Akureyri skuli hafa
úrslitavald um það að leggja tengi-
braut, svo nálægt byggð, svo nálægt
Sitt sýnist hverjum Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, taka við tveimur undirskriftalist-
um. Sigfús Karlsson vill Dalsbraut og afhendir sinn lista á myndinni vinstra megin. Bjarni Sigurðsson, hægra megin, vill hins vegar ekki sjá Dalsbraut.
Dalsbraut eða ekki Dalsbraut
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur íþróttahúsi, svo nálægt grunnskóla,
svo nálægt endurhæfingarstöð fatl-
aðra og raun ber vitni,“ segir Sigfús.
Bjarni Sigurðsson, fulltrúi hóps
sem nefnir sig Áhugahóp um bætta
umferðarmenningu á Akureyri, af-
henti undirskriftalista sem var þess
efnis að krafist er þess að gerð Dals-
brautar hafi algeran forgang. „Dals-
braut er brýnasta framkvæmd um-
ferðarmannvirkja á Akureyri,“ segir
Bjarni. „Hún er ein megintenging
Naustahverfis við efri hluta brekk-
unnar, Glerárhverfi, Háskólann,
Glerártorg og svæði við Tryggva-
braut og mun jafnframt jafna um-
ferðarálagi af götum sem í dag bera
allt of mikla umferð og eru ekki til
þess gerðar,“ segir Bjarni. Benti
hann einnig á niðurstöðu könnunar
sem leiddi í ljós að meirihluti Akur-
eyringa vill að Dalsbraut verði lögð.
Hópurinn vill að afstaða bæjarbúa
verði könnuð, t.d. með því að kjósa
um það, á þann hátt fengi íbúalýðræði
að njóta sín.
VEL gekk að hreinsa upp olíu sem
flaut um á Strandgötu, á móts við
BSO, undir hádegi í gær. Litlum
olíubíl hafði verið ekið eftir
Strandgötu og beygt til suðurs inn
á Glerárgötu. Í beygjunni vildi svo
illa til að olíukar fór af stað aftur
í bílnum og braut sér leið út um
afturdyrnar. Karinu hvolfdi á göt-
unni og 60–70 lítrar af olíu fóru
þar með forgörðum, lentu úti á
götunni.
Brugðist var skjótt við og
hreinsun hófst þegar. Fenginn var
þar til gerður dælubíll frá Verk-
vali og vatni spúlað fram og til
baka þar til öll ummerki höfðu svo
til verið afmáð.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Um 70 lítr-
ar af olíu
á götuna