Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND UM EITT þúsund gestir mættu í Hallormsstaðarskóg á Skógardag- inn mikla síðastliðinn laugardag. Hátíðin var fyrst haldin í fyrra í til- efni 35 ára bændaskógræktar á Fljótsdalshéraði og þótti takast svo vel að ákveðið var að gera hana að árlegum viðburði. Veðrið var eins og best gerist fyr- ir gesti, sól, logn og um 15 stiga hiti en það var ekki jafn þægilegt fyrir hlauparana sem þreyttu skóg- arhlaupið og lögðu af stað á hádegi. Það var þó ekki hitinn sem virtist leggjast verst í hlauparana. „Það var ekkert heitt, þetta var bara bratt,“ sagði einn hlauparanna í samtali við Morgunblaðið. Ólafur Björnsson kom fyrstur í mark í karlaflokki, Dofri Þórðarson varð annar og þriðji Pétur St. Ara- son. Í kvennaflokki hljóp Brynja Baldursdóttir hraðast, Þórveig Há- konardóttir varð önnur og Poula Steingrímsdóttir þriðja. Að hlaupinu loknu hófst fjölbreytt skemmtidagskrá. Hljómsveitin Ice Marimba úr Hafralækjarskóla lék nokkur lög, norska djasssveitin Bodö Rhythmn Group, sem kom fram á Jazzhátíð Egilsstaða á Aust- urlandi, kom einnig fram auk þeirra Sigurlaugar Jónsdóttur og Hjalta Jóns Sverrissonar. Þá skemmtu per- sónur úr Ávaxtakörfunni. Svöngum gestum var boðið upp á heilgrillað naut sem var étið upp til agna. Skrokkurinn sem var grill- aður vó um 150 kg og kveikt var upp í grillinu kvöldið áður. Varði titilinn í skógarhöggi Hápunktur hátíðarinnar var þó Ís- landsmeistaramótið í skógarhöggi. Í fyrri hluta keppninnar þurftu kepp- endur að fella tré úti í skógi og snyrta það. Í síðari hluta keppn- innar, sem fór fram á hátíðarsvæð- inu, áttu keppendur að kljúfa þrjá trjádrumba í fjóra jafnstóra parta og saga þrjár 3 cm langar skífur af trjástofni. Tími keppenda var mæld- ur og refsitími veittur fyrir óná- kvæmni. Svo fór að lokum að Lárus Heiðarsson sigraði annað árið í röð. Annar varð Skúli Björnsson og þriðji Einar Óli Rúnarsson. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Skógardagurinn mikli haldinn hátíðlegur í Hallormsstaðarskógi VINNUFLOKKAR á vegum Imp- regilo og Landsvirkjunar vinna nú, ásamt vinnuflokkum á vegum sveit- arfélaga, að því að hreinsa drasl sem fokið hefur af framkvæmdasvæðum við Kárahnjúka. Ganga vinnuflokk- arnir um svæðið og tína ruslið upp. „Draslið hefur fokið af ákveðnum vinnusvæðum hjá þeim og hefur því miður borist yfir stórt svæði. Sér- staklega berast einangrunarmottur sem lagðar eru yfir steypuna á stífl- unni mjög langt, því þær eru mjög léttar,“ segir Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Austurlands. Heilbrigðiseftirlitið fór í vett- vangskönnun á vinnusvæðið við Kárahnjúka fyrir rúmri viku og hef- ur vinna við hreinsun verið í gangi síðan. Hefur heilbrigðiseftirlitið gef- ið frest til mánaðamóta en á þeim tímapunkti skal tiltekt á geymslu- svæðum og í kringum vinnubúðir vera lokið auk þess sem fokefni á allt að hafa verið fjarlægt. Alveg niður að Brú í Jökuldal Einangrunarmotturnar voru not- aðar þegar steypt var í vatnskápu Kárahnjúkastíflu í vetur. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, fréttarit- ara Morgunblaðsins í Jökuldal, líkj- ast motturnar einna mest þunnum tjalddýnum en mjög lítið beri á þeim í umhverfinu vegna þess að þær séu gráar á litinn. „Motturnar fjúka hérna og verða eftir í gróttum þar sem þær safnast saman. Þær fljóta líka niður með Jökulsánni. Ég hef séð þessar mott- ur alveg heim að Brú í Jökuldal.“ Vinnuflokkar hreinsa drasl í nágrenni Kárahnjúkavirkjunar Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Einangrunarmottur sem notaðar voru við stíflubyggingu á Kárahnjúkum hafa fokið af svæðinu og meðal annars borist að Brú í Jökuldal. Unnið er að tiltekt drasls sem fokið hefur af framkvæmdasvæðinu. FRESTUR til að skila inn athuga- semdum við aðalskipulag Akureyrar- bæjar 2005 til 2018 rann út síðdegis í gær. Nokkur hópur fólks mætti af því tilefni við ráðhús bæjarins og hafði undir höndum undirskriftalista þar sem athugasemdum var komið á framfæri. Hjörleifur Hallgríms, fyrir hönd svonefndra Vallarvina, hafði í sínum fórum undirskriftir 736 einstaklinga sem skora á bæjarstjórn að sjá til þess að Akureyrarvöllur og umhverfi hans verði byggt upp sem íþróttaleik- vangur og að þar geti verið hvers konar útisamkomur, hátíðahöld af öllu tagi, tónleikar og jafnvel útileik- hús. „Það væri nær,“ segir Hjörleifur „fremur en að leggja þetta fallega og góða svæði í hjarta bæjarins undir verslunarmiðstöð.“ Nægt pláss væri annars staðar í bænum undir slíka starfsemi, glapræði að fórna vellin- um. Baráttan staðið í 30 ár Þá kom fulltrúi hóps sem kallar sig „Dalsbraut út úr aðalskipulagi,“ Sig- fús Karlsson, og afhenti undirskriftir 1477 íbúa bæjarins. Sá hópur er eins og nafnið bendir til á móti því að Dals- braut verði lögð, frá Þingvallastræti og suður í Naustahverfi, framhjá Lundarskóla og íþróttahúsi KA. Undirskriftum var einkum safnað meðal íbúa í Lunda- og Gerðahverfi, en fleiri bæjarbúar lögðu málefninu einnig lið, að sögn Sigfúsar. Hann segir að barátta íbúanna fyrir því að fá Dalsbrautina út úr aðalskipulagi hafi staðið í um 30 ár. Mönnum hafi því þótt merkum áfanga náð fyrir réttu ári, 14. júní í fyrra, þegar bæj- arstjórn samþykkti að fella brautina út úr skipulaginu og leggja þess í stað göngu- og hjólreiðastíg í götustæðið. Nú í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninga var svo vikið af leið úti í miðri á, eins og Sigfús orðaði það „sem við teljum vera afar dapurt.“ Hann bendir á að þegar Reykjavík- urborg áætli land undir tengibrautir sé það allt að 60 metrar, Dalsbraut- arstæðið fari allt niður í 35 metra þar sem það er þrengst. Lög um hljóð- vistir telur hann einnig verða brotin verði af lagningu brautarinnar „lög og reglur um hljóðvistir verða brotn- ar samkvæmt mælingum sem liggja fyrir og götustæðið verður skelfilegt ásýndum með hljóðmönum út um allt og lítið pláss nema þá rétt fyrir bíla- umferð. Götustæðið er hreinlega orð- ið of lítið.“ Við þá u-beygju sem tekin var við gerð þess aðalskipulags sem nú ligg- ur fyrir segir Sigfús að mönnum hafi orðið tíðrætt um íbúalýðræði, að farið yrði að vilja íbúa bæjarins. „Við telj- um það ekki samræmast íbúalýðræði að fólk í öðrum hverfum, jafnvel fólk sem ekki býr á Akureyri skuli hafa úrslitavald um það að leggja tengi- braut, svo nálægt byggð, svo nálægt Sitt sýnist hverjum Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, taka við tveimur undirskriftalist- um. Sigfús Karlsson vill Dalsbraut og afhendir sinn lista á myndinni vinstra megin. Bjarni Sigurðsson, hægra megin, vill hins vegar ekki sjá Dalsbraut. Dalsbraut eða ekki Dalsbraut Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur íþróttahúsi, svo nálægt grunnskóla, svo nálægt endurhæfingarstöð fatl- aðra og raun ber vitni,“ segir Sigfús. Bjarni Sigurðsson, fulltrúi hóps sem nefnir sig Áhugahóp um bætta umferðarmenningu á Akureyri, af- henti undirskriftalista sem var þess efnis að krafist er þess að gerð Dals- brautar hafi algeran forgang. „Dals- braut er brýnasta framkvæmd um- ferðarmannvirkja á Akureyri,“ segir Bjarni. „Hún er ein megintenging Naustahverfis við efri hluta brekk- unnar, Glerárhverfi, Háskólann, Glerártorg og svæði við Tryggva- braut og mun jafnframt jafna um- ferðarálagi af götum sem í dag bera allt of mikla umferð og eru ekki til þess gerðar,“ segir Bjarni. Benti hann einnig á niðurstöðu könnunar sem leiddi í ljós að meirihluti Akur- eyringa vill að Dalsbraut verði lögð. Hópurinn vill að afstaða bæjarbúa verði könnuð, t.d. með því að kjósa um það, á þann hátt fengi íbúalýðræði að njóta sín. VEL gekk að hreinsa upp olíu sem flaut um á Strandgötu, á móts við BSO, undir hádegi í gær. Litlum olíubíl hafði verið ekið eftir Strandgötu og beygt til suðurs inn á Glerárgötu. Í beygjunni vildi svo illa til að olíukar fór af stað aftur í bílnum og braut sér leið út um afturdyrnar. Karinu hvolfdi á göt- unni og 60–70 lítrar af olíu fóru þar með forgörðum, lentu úti á götunni. Brugðist var skjótt við og hreinsun hófst þegar. Fenginn var þar til gerður dælubíll frá Verk- vali og vatni spúlað fram og til baka þar til öll ummerki höfðu svo til verið afmáð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Um 70 lítr- ar af olíu á götuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.