Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „LANDSBANKINN er elsta stór- fyrirtæki landsins. Við erum alltaf varkárir og nefnum hann elsta stór- fyrirtækið því það er einn og einn sparisjóður sem er eldri,“ segir Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans um þau tímamót sem nú eru framundan, en næstkomandi laugardag heldur bankinn upp á 120 ára afmæli sitt. Viðamikil dagskrá hefur nú verið kynnt þar sem alls verða skipulagðir 120 viðburðir hér heima og erlendis. Dagskrá á fjórtán stöðum Upphaf og hápunktur afmælisárs- ins verður laugardagurinn 1. júlí en þá mun bankinn bjóða landsmönnum til veislu. Hún verður haldin á fjórtán stöðum á landinu og hefst á hádegi við höfuðstöðvar bankans þar sem 120 fermetra afmæliskaka verður borin fram. Á þriðja hundrað manns mun koma fram á dagskránni en auk þess mun bankinn koma fyrir leik- tækjum og bjóða upp á þrautir til að skemmta gestum. Auk Reykjavíkur mun dagskrá fara fram í Keflavík, Akranesi, Ólafsvík, Ísafirði, Skaga- strönd, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hornafirði, Hvolsvelli og Selfossi. Hátíðarhöldin verða við útibú bank- ans. Á afmælisdaginn kemur út afmæl- isrit um sögu bankans, í ritstjórn Eggerts Þórs Bernharðssonar sagn- fræðings. Sama dag verður opnaður söguvegur á landsbanki.is. Á sunnu- dag verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi yfirlitssýning á verkum Jó- hannesar Kjarvals í eigu Landsbank- ans. Í haust verður Landsbanka- hlaupið endurvakið um allt land auk þess sem sýning um sögu bankans mun færast á milli útibúa. Starfsmenn með hugmyndir Landsbankinn efndi til samkeppni meðal starfsmanna sinna um kjörorð afmælisins og hvernig halda ætti upp á það. Björgólfur Guðmundsson var að sögn ánægðastur með þá tillögu að allir viðskiptavinir bankans sem yrðu 120 ára á árinu myndu njóta sér- stakra ívilnana, enda ekki ólíklegt að bankinn sleppi við útgjöld af því til- efni! Margar þeirra tillagna sem fram komu í samkeppninni munu þó verða að veruleika en framkvæmd afmæl- isins er ákveðin af sérstakri afmæl- isnefnd undir formennsku Kjartans Gunnarssonar, varaformanns banka- ráðs Landsbankans. Fram- kvæmdastjóri verkefnisins er María Björk Óskarsdóttir. Landsbanki Íslands tók til starfa hinn 1. júlí árið 1886 í Bakarabrekk- unni í Reykjavík, sem nú heitir Bankastræti eftir bankanum. Fyrstu áratugina hafði bankinn ekki úr mikl- um fjármunum að spila og var ekki ósvipaður sparisjóði. Eftir að bankinn endurheimti rétt til seðlaútgáfu á 3. áratugnum og varð þjóðbanki öðl- aðist hann aftur á móti sess sem stærsti banki landsins. Seðlaútgáfan var skilin frá bankanum árið 1961 með tilkomu sérstaks Seðlabanka en starf hans sem viðskiptabanka hélt áfram og útibúum fjölgaði á næstu áratugum. Bankinn var gerður að hlutafélagi árið 1997 og síðasti hlutur ríkisins var seldur árið 2003. Hann starfar nú sem einkabanki í sam- keppni á Íslandi og á dótturfélög í tólf löndum. Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu laugardaginn 1. júlí Afmælisveislan mun standa yfir allt þetta ár Morgunblaðið/Sverrir María Björk Óskarsdóttir, Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunn- arsson á fundi þar sem dagskrá afmælisins var kynnt. Morgunblaðið/Golli Afmælisdagskráin í Reykjavík mun fara fram í nágrenni höfuðstöðva bankans. Einkum á Lækjartorgi, Austurvelli og Ingólfstorgi. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að viðskipti sjálfseignarstofnunarinnar Markar- holts ses. með lóðarréttindi lóðarinn- ar númer 58–62 við Suðurlandsbraut í Reykjavík, sem og þau viðskipti sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélagi ehf., gangi til baka, að því er fram kemur í samþykkt Borgarráðs Reykjavíkur frá 15. júní síðastliðnum. Á fundi borgarráðs var lagt fram bréf Landsbanka Íslands hf. frá 30. maí sl., þar sem óskað var eftir því að borgaryfirvöld samþykktu ann- ars vegar að gerður yrði lóðarleigu- samningur við Landsbanka Íslands hf. um lóðina Suðurlandsbraut 58–62 og hins vegar framsal bankans á lóð- inni til Markarinnar eignarhalds- félags ehf. í framhaldi af gerð lóð- arleigusamningsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri lagði fram tillögu um að fela Stjórnsýslu- og starfsmannasviði og Framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar að leita samstarfs við Lands- banka Íslands hf. um að áformuð uppbygging þjónustuíbúða í Mörk- inni hjá fyrirhuguðu hjúkrunar- heimili nái fram að ganga. Skilyrði að lóðin yrði framseld sjálfseignarstofnuninni á ný „Til að unnt verði að samþykkja framkomna ósk Landsbankans um heimild til framsals lóðarinnar nr. 58–62 við Suðurlandsbraut er nauð- synlegt að viðskipti Markarholts ses. með lóðarréttindin sem og þau viðskipti, sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélgi ehf., gangi til baka,“ sagði m.a. í til- lögu borgarstjórans, sem var sam- þykkt. Í bókun Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa kom fram að F-list- inn styddi einróma samþykkt borg- arráðs á tillögu borgarstjóra um málið. Lóðinni var upphaflega úthlutað til sjálfseignarstofnunarinnar Mark- arholts ses. gegn greiðslu gatna- gerðargjalda. Félagið var stofnað af áhugafólki til að byggja 78 íbúðir fyrir eldra fólk í þremur fjölbýlis- húsum með bílageymslum í kjallara. Landsbankinn fjármagnaði fram- kvæmdirnar og borgarráð sam- þykkti 9. júní 2005 að fara að óskum bankans og Markarholts ses. um að bankinn fengi byggingarréttinn til tryggingar fjármögnun fram- kvæmdanna. Sjálfseignarstofnuninni var breytt í Mörkina eignarhaldsfélag ehf. sem Nýsir keypti og yfirtók þannig verk- ið. Samþykkt borgarráðs um fram- sal byggingarréttarins var hins veg- ar bundin því skilyrði að lóðin yrði framseld sjálfseignarstofnuninni á ný þegar lóðaleigusamningur hefði verið gefinn út og tryggingabréfi vegna lánveitinga þinglýst á lóðina. „Þannig liggur fyrir að óheimilt er að ráðstafa lóðarréttindum sjálfs- eignarstofnunarinnar, sem Lands- bankinn hefur nú tryggingarétt í, út úr sjálfseignarstofnuninni. Viðskipti sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélagi ehf. þurfa því að ganga til baka áður en unnt verður að fallast á ósk Lands- bankans um heimild til framsals lóð- arinnar,“ segir m.a. í greinargerð með tillögu borgarstjóra sem sam- þykkt var 15. júní sl. Borgarráð fjallar um hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut Viðskipti með lóðar- réttindi gangi til baka HELGA Jónsdóttir borgarritari sagði að Markarholtsmálið yrði væntanlega aftur til umfjöllunar í borgarráði í dag. Það væri vilji borgaryfirvalda að á þessu svæði risi hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þjónustuíbúðir eins og ætlunin var. „Nýsir er með verkið núna, í gegnum Mörkina eignarhaldsfélag ehf., en það er ekki óslitin leið frá því sem við vorum búin að ráð- stafa,“ sagði Helga. Hún kvaðst binda vonir við að hægt yrði að ná sátt milli allra aðila um framhald málsins. Hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir Morgunblaðið/Kristinn SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem farið er fram á að stofnunin ítreki við lyf- sala að sjúklingar séu upplýstir um ódýrari samheita- lyf sé verðmunur- inn meiri en 5%. Heilbrigðisráð- herra er með bréfinu að bregð- ast við nýlegri könnun ASÍ á lyfjaverði. Sam- kvæmt reglum er lyfjafræðingum í apótekum skylt að upplýsa sjúklinga um ódýr sam- heitalyf. Auk upplýsinga um þróun lyfja- verðs kemur fram í könnun ASÍ að lyfjafræðingar hjá tveimur lyfsölu- keðjum virðast láta undir höfuð leggjast að sinna skyldum sínum sem skilgreindar eru í reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhend- ingu lyfja með áorðnum breytingum. Í bréfi ráðherra til Lyfjastofnunar segir m.a.: „Í nýlegri könnun ASÍ á lyfjaverði kemur fram að lyfjafræð- ingar hjá þeim tveimur lyfsölukeðj- um sem eru markaðsráðandi hér á landi sinna ekki þessari skyldu sinni. Af þessu tilefni fer ráðuneytið fram á það við Lyfjastofnun að hún ítreki í dreifibréfi umræddar skyldur til apóteka landsins. Jafnframt beinir ráðuneytið því til Lyfjastofnunar að stofnunin ítreki þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissviptingar.“ Vill að reglum um lyf sé fylgt Siv Friðleifsdóttir Eftir Árna Helgason arnihe@mbl.is ARNAR Björnsson og félagar hans á Sýn hafa haft í nógu að snúast und- anfarnar vikur við að lýsa þeirri knattspyrnuveislu sem leikmenn og liðin á heimsmeistaramótinu hafa boðið áhorfendum upp á. Frídagurinn á HM í gær var því kærkominn að sögn Arnars, sem fékk þó ekki meira frí en svo að hann var sestur aftur inn í stúdíó í gær- kvöldi til að lýsa leik í Landsbanka- deildinni í fótbolta. Hann hefur unnið nánast hvern einasta dag í meira en mánuð og þó það taki vissulega á, segir hann að þegar viðburður eins og heimsmeist- arakeppnin sé annars vegar sé erfitt að láta sér leiðast. Hann segir að törnin í kringum heimsmeistaramót- ið í ár hafi verið öllu meiri en oft áður enda hafi ekki verið bætt við mann- skap í lýsingarnar á Sýn og því sé nokkurt álag á þeim sem fyrir eru. Arnar segist hins vegar ætla að taka sér gott frí þegar HM lýkur. Hann segir að keppnin í ár hafi verið sérstaklega skemmtileg og vel heppnuð. Hver stórleikurinn hafi rekið annan og virkilega gaman hafi verið að fylgjast með keppninni. Mögnuð myndvinnsla Myndvinnsla og framleiðsla sjón- varpsmanna á slíkum útsendingum getur skipt miklu máli og segir Arn- ar að myndvinnslan hjá þýsku sjón- varpsmönnunum hafi verið einstak- lega mögnuð og skemmtileg í ár. „Þeir eru með fínar og nákvæmar vélar úti um allan völl og ná ótrúleg- um myndum af leikjunum,“ segir Arnar og bætir við að þeir séu ein- staklega lunknir við að ná skemmti- legum svipbrigðum þjálfara, leik- manna og áhorfenda. Hann segir að þýsku sjónvarpsmennirnir hafi prufukeyrt þá tækni sem notuð sé á Álfukeppninni sem haldin var í fyrra og svo getað fínpússað það sem af- laga fór. „Þetta batnar með hverju mótinu,“ segir Arnar sem mun að sjálfsögðu lýsa úrslitaleik heims- meistarakeppninnar 9. júlí nk. fyrir fótboltaáhugamenn og aðra sem fylgjast með. Reuters Arnar Björnsson segir að myndvinnslan hjá þýsku sjónvarpsmönnunum hafi verið einstaklega mögnuð og skemmtileg í ár. Staðið vaktina í meira en mánuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.