Morgunblaðið - 01.07.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 01.07.2006, Síða 4
Morgunblaðið/RAX MIKIL ógn hefur steðjað að hinum nýju íbú- um Kringlunnar 1, tjaldsungunum Kringlu, Móa og Stræti, þar sem nokkrir mávar hafa sveimað yfir hreiðri þeirra með hungurssvip. Foreldrar þeirra hafa varið hreiður þeirra af mikilli hörku og hafa þeir meðal annars fært það um stað og gefa mávunum ekkert eftir í gargi, enda baráttan um börnin hörð. Reykjavíkurborg áformar að fara í átak gegn mávum í borginni og er ljóst að Styrmir og frú munu taka því átaki með feginshendi, enda mjög í mun að koma ungunum sínum á legg. Styrmir og frú marseruðu á Morgunblaðshúsinu sem aldrei fyrr í kringum ungana og vörðust ágangi mávanna. Lífi tjaldsunganna ógnað Hungrið skein af mávinum þegar hann sveimaði yfir tjaldana. NOKKRIR starfsmenn Morg- unblaðsins láta af störfum nú þeg- ar starfsemi blaðsins flyst úr Kringlunni 1 að Hádegismóum 2. Þau eiga flest áratuga löng störf að baki á ólíkum sviðum útgáfu blaðsins. Lengstan starfsaldur á Karl Pétur Hauksson prentsmiður sem hóf störf 13. desember 1958. Und- anfarin ár hefur Karl Pétur annast prófarkalestur í auglýsingadeild. Guðmundur Einarsson prent- smiður kom fyrst til starfa hjá Morgunblaðinu 7. júní 1961. Und- anfarin ár hefur hann unnið við umbrot og uppsetningu blaðsins. Baldur Garðarsson prentsmiður hóf störf hjá Morgunblaðinu 2. janúar 1964. Hann hefur að und- anförnu unnið á skannadeild við myndvinnslu. Magnús Finnsson, fulltrúi rit- stjóra, var fastráðinn blaðamaður 1. júní 1964. Hann var um árabil fréttastjóri og einnig starfs- mannastjóri ritstjórnar um tíma. Undanfarin ár hefur hann m.a. annast móttöku aðsendra greina. Magnús Sigurðsson hóf störf haustið 1964 sem þingfréttaritari og vann síðan sem fastráðinn blaðamaður í nokkur ár. Hann starfaði við lögmannsstörf í sjö ár en sneri sér aftur að blaða- mennsku á Morgunblaðinu snemma á 9. áratug 20. aldar. Magnús hefur verið umsjón- armaður Fasteignablaðsins frá því það fór að koma út. Hann er nú í veikindaleyfi en lætur af störfum á árinu. Kristín Magnúsdóttir matráðs- kona hóf störf í október 1977. Síð- an hefur hún unnið óslitið við mötuneyti Morgunblaðsins. Jóhann Hjálmarsson rithöf- undur hóf að rita greinar og gagn- rýni fyrir Morgunblaðið rúmlega tvítugur að aldri. Hann varð fast- ráðinn blaðamaður 1. janúar 1990 og skrifaði einkum um listir og menningu, auk bókmennta- gagnrýni. Morgunblaðið færir öllum þess- um starfsmönnum bestu þakkir fyrir dygga þjónustu og árnar þeim heilla og velfarnaðar. Hætta eftir áratuga störf á Morgunblaðinu Morgunblaðið/Eggert F.v.: Magnús Finnsson, Baldur Garðarsson, Guðmundur Einarsson (fremst), Kristín Magnúsdóttir og Karl Pétur Hauksson. Magnús Sigurðsson Jóhann Hjálmarsson 4 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEIMSSÝN, hreyfing sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, stendur fyr- ir norrænni ráðstefnu á Nesjavöllum og Laugarvatni dagana 28.–30. júlí nk. í samvinnu við norrænu sam- tökin Frit Norden. Ráðstefnan, Nor- rænn þjóðfundur 2006 (Nordisk Folkriksdag 2006), fer nú fram í fyrsta sinn hér á landi, en hefur áður verið haldin til skiptis í Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku árlega síðan 1990. Þegar hafa yfir 50 manns á öllum aldri frá hinum Norðurlöndunum skráð sig til þátttöku auk Íslend- inga, en gert er ráð fyrir að heild- arfjöldi þátttakenda á ráðstefnunni verði um 70–80 manns. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða m.a. staða Norðurlandanna í heim- inum, sérstaða Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja utan Evrópu- sambandsins, aukin norræn sam- vinna sem annar valkostur við aðild að sambandinu og íslensk/norræn saga og menning. Meðal framsögu- manna á ráðstefnunni verða frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti Ís- lands, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Laila Frei- valds, fyrrv. utanríkisráðherra Svía, Mininnguaq Kleist frá Grænlandi, Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra, og Ragnar Arn- alds, fyrrv. fjármálaráðherra. Aðgangseyrir að ráðstefnunni er enginn, en þar sem húsrými er tak- markað eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig til þátttöku sem fyrst. Norrænn þjóð- fundur á Íslandi UNDIRBÚNINGUR Vaðlaheið- arganga gengur vel og er stefnt að því að opna göngin í desember árið 2010, að því er fram kom á aðal- fundi Greiðrar leiðar ehf., fram- kvæmdarfélags um gerð ganganna, í fyrradag. Hlutafé í fyrirtækinu er nú 75,5 milljónir króna en heimild er til að auka það upp í allt að 100 milljónir. Til að fá gleggri mynd af jarðlögum á gangaleiðinni hófust rafseg- ulmælingar nú í vor og verður þeim haldið áfram í sumar. Unnið er að skoðun á lausum jarðlögum við eystri gangamunnann skammt frá Skógum í Fnjóskadal og eru fyrstu niðurstöður þeirra athugana já- kvæðar. Þá er einnig unnið að því að skoða mögulegar fornleifar í og við gangamunnann. Fram kom í máli Péturs Þórs Jónassonar, stjórnarformanns Greiðrar leiðar, að félagið biði nú afstöðu Skipulagsstofnunar varð- andi kynningarskýrslu um fram- kvæmdina. Þá yrði að sækja um framkvæmdarleyfi til þeirra sveit- arfélaga sem göngin liggja um. Stefna á að opna Vaðlaheiðargöng í desember 2010 STUÐNINGUR við ríkisstjórnina hefur aukist um átta prósentustig milli mánaða, að því er fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Mælist stuðningur við stjórnina 56% í júní en var 48% í maí. Þá eykur Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt um þrjú prósentustig, fengi 43% nú en stuðningur við flokkinn mældist 40% í maí. Samfylkingin tapar nokkru fylgi, fengi 25% nú en var með 29% í maí. Vinstri grænir fengju 19% en voru með 17% í maí, Framsókn missir eitt prósentustig milli mánaða og mælist með 10% fylgi nú en 9% í maí. Þá standa Frjálslyndir í stað með 4% fylgi. Könnunin var unnin dagana 27. maí til 28. júní og var úrtakið 3853 en svarhlutfall 61%. Fylgi smærri flokkanna eykst Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, sækja litlu flokkarnir þrír í sig veðrið en þeir stærri hafa tapað fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar mældist aðeins 24,2% sem er rúmum fjórum prósentustigum minna en í síðustu könnun. Miðað við þessa mælingu myndi Samfylkingin því missa 4–5 þingmenn af 20. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar einnig lítillega frá síðustu mælingu og mælist hann nú með 42,5%. Vinstri græn mælast með tæp 15% sem er næstum fimm prósentustig- um meira en í síðustu könnun. Frjálslyndir hafa aukið fylgi sitt um næstum helming og mælast nú með 6,2% og Framsóknarflokkurinn er með 10,6% sem er rúmum fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun. Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst EINAR K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðir Norðmanna gegn skipinu Joana, en fyrr í vik- unni ákvað norska strandgæslan að færa til hafnar í Noregi skipið Joana sem var að veiðum á al- þjóðlegu hafsvæði norður af Nor- egi. Samkvæmt upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytinu er skipið þjóðernislaust, það siglir ekki undir fána neins ríkis og á því eru engar merkingar um heima- höfn eða skráningarnúmer. Sjávarútvegsráðherra hefur komið þeim skilaboðum til hins norska starfsbróður síns að hann hafi fullan skilning á aðgerðum Norðmanna gegn skipinu Joana og styðji þær heils hugar. Leggur hann áherslu á að nauðsynlegt sé að grípa til harðra aðgerða gegn ólöglegum og óábyrgum fisk- veiðum. Sjávarútvegs- ráðherra styður aðgerðir Norðmanna NÝ lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir taka gildi í dag. Í lögunum felast margháttaðar réttarbætur fyrir fólk sem er at- vinnulaust og í atvinnuleit, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnumálastofnun, sem annast framkvæmd atvinnuleysistrygginga- kerfisins. Þannig má sem dæmi nefna að nú geta einstaklingar sótt um tekjutengdar atvinnuleysisbæt- ur fyrstu þrjá mánuðina í atvinnu- leysi sem munu nema 70% af heild- arlaunum á ákveðnu viðmiðunartímabili, en þó aldrei meira en 185.400 krónum á mánuði. Af öðrum breytingum má nefna að svokallaðri stimplun verður hætt en í staðinn koma regluleg samskipti við ráðgjafa hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar. Bótatímabil mun styttast úr fimm árum í þrjú og atvinnuleysisbætur verða greiddar út einu sinni í mánuði í stað hálfs- mánaðarlega. Með lögunum verða gerðar meiri kröfur til þeirra sem fá greiddar at- vinnuleysisbætur um virkni í at- vinnuleit og öll skilvirkni atvinnu- leysistryggingakerfisins á að vera bætt með lögunum. Ný lög um greiðslur til foreldra langveikra barna Í dag taka einnig gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Þar er kveðið á um rétt foreldra sem eru launamenn eða sjálfstætt starfandi einstaklingar á innlendum vinnu- markaði til greiðslna er börn þeirra greinast með alvarlegan og lang- vinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun. Gert er ráð fyrir að foreldrar geti sameiginlega átt rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Réttarbæt- ur fyrir at- vinnulausa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.