Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 8

Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reyndu svo að lita ekki mikið út fyrir, Bjössi litli. Ein stærsta ferða-helgi ársins ergengin í garð, en fyrsta helgin í júlí hefur í talsverðan tíma verið talin næststærsta ferðahelgi ársins á eftir verslunar- mannahelginni sem er um mánuði síðar. Framboð á hátíðum og annarri skipu- lagðri dagskrá er fjöl- breytt og hefur framboðið dreifst á fleiri helgar yfir sumartímann en áður var, þegar nánast allt framboð á skipulagðri dagskrá var um verslunarmannahelgina. Mikið um hátíðahöld Skipulagðar skemmtanir eru víðast hvar á landinu um helgina. Stærsta hátíðin er án nokkurs vafa Landsmót hestamanna sem haldið er á Vindheimamelum í Skagafirði, en þar voru á milli 6.500–7.000 manns samankomnir í gær og taldi Guðrún H. Valdi- marsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, að um helgina myndu á bilinu 12–15 þúsund manns vera þar samankomnir. Í samtalinu sagði Guðrún að búið væri að reisa myndarlega fellihýsa-, hjólhýsa- og tjaldhýsaborg á svæðinu og góð stemning. Öll gisting á svæðinu og í kringum landsmótssvæðið væri fyrir löngu upppöntuð en nægt pláss væri fyrir þá sem hygðust nýta sér fellihýsi, hjólhýsi eða önnur tjaldhýsi. Guðrún sagði ennfremur að reynt hefði verið að skipta upp svæðinu þ.e. að fjöl- skyldufólk sé á einu svæði og þeir sem vilja vaka aðeins lengur séu á öðru svæði. Önnur hátíðahöld eru þó ekki eins fjölmenn og landsmótið. Lár- us Einarsson, upplýsingafulltrúi Færeyskra daga, sagðist eiga von á 5.500 manns, á Shellmótinu í Eyjum eru um 1.500 manns sam- ankomnir, stúdentar koma saman í Hallgeirsey á Suðurlandi og er búist við um 500 manns þar auk þess sem Humarhátíðin á Horna- firði er haldin og búist er við nokkrum fjölda manns þar. Má því leiða líkur að því að yfir 20 þúsund manns muni bregða undir sig betri fætinum og ferðast um land- ið, eða um 7% þjóðarinnar. Umferðin að jafnast út Óli H. Þórðarson hjá Umferð- arráði sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa tekið eftir þessari þróun, þ.e. að umferð hefur dreifst yfir fleiri ferðahelgar á árinu: „Jú, þeta hefur breyst gríðarlega mik- ið. Meðal annars er aukin sumar- húsaeign skýring á því. Menn eru orðnir mun óháðari veðrinu eins og áður var. Hér áður fyrr mið- aðist þetta miklu meira við tjald- útilegur, sem er að sjálfsögðu enn þann dag í dag, en það er mun háð- ara veðri. En ég vona þó að sum- arið fari að láta sjá sig,“ sagði Óli í léttum tón. Óli sagðist einnig hafa tekið eft- ir því að umferðin hefði dreifst yfir á vetrarmánuðina: „Þetta byrjar um páskana og meira að segja dreifist þetta yfir veturinn með til- komu sumarhúsanna. Skipulögð dagskrá hefur líka mikið að segja, þegar líður á sumarið er mun meira um skipulagða dagskrá, t.d. um helgina eru nokkrar skipu- lagðar samkomur og við lítum á fyrstu helgina í júlí sem helgi númer 2 hvað umferðarmagn varðar en verslunarmannahelgin er enn sú drýgsta. En umferðin hefur jafnast mjög mikið á und- anförnum árum,“ bætti Óli við og taldi líklegt að mörg ungmenni flykktust í útilegu, enda margir sumarstarfsmenn að fá sína fyrstu útborgun um mánaðamótin. Þrátt fyrir að umferðin hafi dreifst svona mikið sagði Óli ekk- ert hafa dregið úr henni: „Nei, hún hefur örugglega aukist. En þetta voru ofboðslegir toppar um versl- unarmannahelgi og fyrstu helgina í júlí, en hafa meira jafnast út. En fyrst og fremst þurfa ökumenn að slaka á og ég minni á slagorðið Betra er að halda lífi en áætlun.“ Mun öruggari ökutæki í dag Óli sagði að ökumenn væru mun öruggari í umferðinni nú en áður. „Hér áður fyrr á malarvegunum gerðu menn ráð fyrir að það spryngi að minnsta kosti einu sinni í ferðinni, jafnvel oftar. Nú eru margir sem vita ekki einu sinni hvar tjakkurinn er. En þrátt fyrir að við séum aldrei fullkom- lega ánægð með ökumenn, þá fara þeir batnandi með ári hverju og svo eru þeir á miklu öruggari bíl- um og eru á öruggari vegum. Þetta hjálpast allt að en það er mannlegi þátturinn sem við erum í mestum vandræðum með.“ Allar helgar stórar Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík, tók í sama streng og Óli H. og sagði að um- ferð hefði dreifst mikið: „Við lítum svo á að allar helgar séu stórar umferðarhelgar og má rekja það til gífurlegrar aukningar á sumar- húsaeign. T.d. má benda á að um- ferð út úr borginni síðustu helgina í mars sl. var lítið minni en versl- unarmannahelgina á síðasta ári. En við reynum eftir bestu getu að greiða úr umferðinni og tryggja öryggi vegfarenda.“ Fréttaskýring | Önnur stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð Ferðamynstur landans breytt Allar helgar eru að verða stórar ferða- helgar skv. Umferðarráði og lögreglu Margir verða á ferðinni um helgina. Tjöldin að hverfa, sumar- bústaðaeign að aukast  Óli H. Þórðarson hjá Umferð- arráði og Guðbrandur Sigurðs- son hjá lögreglunni í Reykjavík, töldu að aukin sumarhúsaeign gerði það að verkum að umferð um allar helgar ársins hefði stór- aukist. Einnig hafi notkun á hefðbundnum tjöldum snarm- innkað og sagði Guðrún Valdi- marsdóttir hjá Landsmóti hesta- manna að þar væri fólk aðallega í hjólhýsum og fellihýsum og þ.a.l. settu slæm veðurskilyrði ekki einst stórt strik í reikning- inn. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.