Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                        !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3       %   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %      !" & * =;220   -1>" -0%*  ! #$  %  5?=@ -A0   0 0                  / / / / ; %" 1 ;  0 0   / / /  / / /  / / / / / / / / / / / B CD B CD / B  CD B CD / B /CD B CD B CD / B CD B /CD B /CD B  CD B / CD / / B /CD / / / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -                               /  / / /                 /   / / /                   /    / /  < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0            /  / / / 6 *G -H8   C C &:-= ! I     C C ? ? J,I    C C J,I ( % 6    C C 5?=I  !K L%    C C ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,83% í Kauphöll Íslands í gær og var gildi hennar við lok viðskipta 5.479,71 stig. Töluverð velta var á hlutabréfamarkaði eða fyrir rúma 6,3 milljarða króna. Mest hækkuðu bréf Alfesca eða um 2,6%, bréf Kaupþings hækkuðu um 2,4% og Bakkavör um 2,3%. Straumur-Burðarás lækkaði um 2,8% og Icelandic Group lækkaði um 1,8% Hlutabréf hækka ● GENGI krónunnar styrktist um 0,1% í miklum viðskiptum í gær eða fyrir 20,6 milljarða króna. Gengisvísitalan stóð í 133,95 stig- um við opnun markaða en við lok viðskipta endaði hún í 133,80 stigum. Gengi Bandaríkjadals er 76,05 krónur, evran er 97,15 krónur og breska pundið er 140,5 krónur. Mikil viðskipti með krónur ● Lífeyrissjóðirnir Lífiðn og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn hafa verið sameinaðir undir nafninu Stafir líf- eyrissjóður og verður hann sá fimmti stærsti á landinu. Sameiningin var tilkynnt í gær en á stofnfundi nýs sjóðs í gær var tekin ákvörðun um nafn. Ársfundir beggja sjóðanna höfðu áður samþykkt samning um sam- runa þeirra. Heildareignir Stafa eru áætlaðar um 67 milljarðar króna og eru greiðandi sjóðsfélagar um 10 þúsund, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Gert er ráð fyrir að rekstr- arhagræði sem hlýst af samruna sjóðanna hafi í för með sér hækkun á ellilífeyrisgreiðslum þegar litið er til framtíðar. Á stofnfundi sjóðsins voru meðal annars samþykktar viljayfirlýsingar sem snúa að því að auka lýðræði, auka fjölskyldubætur og að iðgjaldi verið að hluta varið til öflunar lífeyr- isréttinda í séreign og að hluta í sam- eign. Guðmundur Hjaltason verður stjórnarformaður en Haraldur Jóns- son varaformaður. Ólafur Sigurðsson verður framkvæmdastjóri Stafa en hann hefur verið framkvæmdastjóri Lífiðnar. Tveir lífeyrissjóðir sameinast undir nafninu Stafir Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur þannig svarað tilboðinu sem Actav- is lagði fram á fimmtudaginn var. Ljóst er að átökin um Pliva fara harðnandi með hverjum deginum, en eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hefur Actavis fest kaup á rúmum 20% hlut í Pliva og hyggst þannig ná félaginu með fjandsam- legri yfirtöku. Tilboð Barr frá því í gær hljóð- aði upp á 755 króatískar kúnur og er 2,8% hærra en tilboð Actavis. Halldór Kristmannsson, upplýs- ingafulltrúi Actavis, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvert næsta skref Actavis verði, en að fé- lagið vinni enn fullum fetum að því að eignast Pliva að fullu. „Ég á von á því að draga muni til tíðinda um miðja næstu viku,“ segir Halldór. „Stríð hafið um Pliva“ Greiningadeildir viðskiptabank- anna þriggja fjölluðu ítarlega um kapphlaupið um Pliva í gær. Grein- ingadeild KB banka skrifar þannig að ljóst sé að stríð, eða a.m.k. skæruhernaður, sé hafið um Pliva og að erfitt sé að sjá hvor aðilinn standi betur að vígi að svo stöddu. Deildin segir að 20% eignarhlutur Actavis og 20% hlutur króatíska ríkisins muni gera Barr erfitt fyr- ir, þar sem ólíklegt sé að ríkið taki afstöðu með öðrum aðilanum. Barr þurfi því á stuðningi nánast allra eigenda núverandi útistandandi hluta að halda. Þeir séu hins vegar líklega allir stofnanafjárfestar og því líklegt að hæsta boð muni hreppa þessi atkvæði. Greiningardeild Glitnis segir að möguleikar Barr fari þverrandi. Takist Barr yfirtakan gæti Actavis reynst erfiður meðeigandi sem mögulega gæti hindrað mikilvægar ákvarðanir í krafti 20% eignarhlut- ar síns. Þá segir að líklega muni Actavis þurfa að hækka tilboð sitt enn frekar, mögulega upp í 770- 800 kúnur. Tilboðin í hærri kantinum Vegna þess hve tilboð Barr er litlu hærra en tilboð Actavis álykt- ar greiningardeild Landsbankans að tilboðin séu komin í hærri kant- inn. Deildin telur það Actavis í vil hve stutt sé í yfirtökuskyldu hjá félaginu, sem skv. króatískum lög- um myndast við 25% eignarhlut. Auk þess sé kauptilboð Actavis án fyrirvara samþykki samkeppnisyf- irvalda, ólíkt tilboði Barr. Þá virð- ist meiri hagræðingarmöguleikar með sameiningu Actavis og Pliva en sameiningu Barr og Pliva. Hins vegar telur deildin það Ac- tavis í óhag að framkvæmdastjórn Pliva hafi unnið markvisst gegn Actavis frá upphafi. Auk þess telur deildin að þar sem heimfæra megi tilboð Actavis yfir á fjandsamlega yfirtöku, gæti það haft áhrif á vilja króatíska ríkisins til þess að selja hlut sinn í Pliva. Átökin um PLIVA harðna  Barr hækkar tilboð sitt  Búist við að Actavis svari á næstu dögum Tvísýn barátta Greiningardeildir viðskiptabankanna telja að 20% eign- arhlutur Actavis styrki félagið í kapphlaupinu um króatíska félagið Pliva. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is segja heldur minna frá því sem við erum að gera, heldur setja okkur ákveðin markmið og birta þau,“ segir Magnús og bendir á að ekki allir geri sér grein fyrir því hvað sveiflan sé mikil þegar verið sé að færa fjölda farþega yfir tvö tíma- bil. „Við erum nýir á markaðnum og verðum að sanna okkur. Það er eðlilegt. Þegar þetta er búið að fara einn hring skilja menn þetta betur þegar við getum borið saman sambærilega hluti á næsta ári.“ Á fundinum kom einnig fram að Avion Group á í alvarlegum við- ræðum við þriðja aðila um sölu á 51% hlutafjár í Avion Aircraft Trading. Verðmat félagsins í samn- ingaviðræðunum er yfir 100 millj- ónir dala en bókfært virði félagsins er 5 milljónir dala. Ef af sölunni verður kemur hún til með að hafa mikil áhrif á afkomu Avion Group á TAP samstæðu Avion Group fyrstu sex mánuði síns fjárhagsárs nam um 72 milljónum dollara, tæp- lega 5,5 milljörðum króna, samkvæmt árshlutareikn- ingi Avion Group sem mið- ast við 1. nóvember 2005 til 30. apríl 2006. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi fyrir hluthafa og markaðs- aðila í höfuðstöðvum Avion Group í gær. Á fundinum sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Avion Group, rekstrarafkomu samstæð- unnar fyrstu sex mánuði ársins vera í takt við væntingar. Greiningardeildir bank- anna telja hins vegar að uppgjörið sé undir væntingum. Magnús lagði áherslu á að hagn- aður félagsins myndaðist á seinni helmingi ársins og að samanburð- artölur frá fyrra ári sýndu Avion Group áður en kaupin á Exel Air- ways Group voru fullkláruð og áð- ur en mikilvægar yfirtökur á fé- lögum á borð við Eimskip, Travel City Direct og Star Airlines áttu sér stað. Þá kom fram í máli Magn- úsar að stjórn Avion Group hefði trú á framtíðarmöguleikum þess og að spá um 165 milljónir dala í EBITDA (heildarvirði) á yfirstand- andi ári stæðist. Verðum að sanna okkur „Í heildina erum við ánægðir með það sem við erum að gera og erum á réttri leið með allt sem við höfum gert. Við höfum reynt að yfirstandandi fjárhagsári sem lýkur 31. október 2006. Að sögn Magnúsar má búast við því að salan gangi í gegn á næstu vik- um. Bakfærsla vegna Excel og Alpha Í kjölfar rannsóknar sem stjórn Avion Group óskaði eftir á tilteknum viðskiptasamningum milli Excel Airways Group og Alpha Airports Group, sem ekki er að fullu lokið, hefur verið ákveðið, með tilliti til varúðarsjónar- miða, að bakfæra að fullu framangreinda samninga með því að leiðrétta árs- reikning Excel Airways Group fyrir fjárhagsárið 2005 um 10 milljónir dala að frádregnum sköttum. Á fundinum kom fram að bakfærslan hefur engin áhrif á sjóðsstöðu, áætlanir né fjárhags- legar niðurstöður fyrir yfirstand- andi rekstrarár Avion Group. Að sögn Magnúsar fór rannsókn- in fram vegna þess að Alpha taldi að ákveðnir samningar sem voru gerðir á milli fyrirtækjanna hefðu ekki þá viðskiptalegu þýðingu sem talið hafði verið. „Við komumst að því að það væri rétt að taka varúðarniðurfærslu því þegar betur var að gáð gætu viðskiptalegir hagsmunir félagsins af þessum samningum ekki verið það sem haldið var. [...] Það hefur enginn einstakur aðili hagnast á þessu en þetta er eins konar túlk- unaratriði um færslu á viðskipta- samningum,“ segir Magnús Þor- steinsson. Segir tap Avion Group í takt við væntingar Viðræður um sölu á Avion Aircraft fyrir 100 milljónir dollara Morgunblaðið/Eyþór Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Sala í spilunum Magnús segir að viðræður standi yfir um sölu á 51% hlutafjár í Avion Aircraft Trading. ICELANDIC USA, dótturfyr- irtæki Icelandic Group í Banda- ríkjunum, hefur gengið frá sölu á frystigeymslu sinni í nágrenni Boston. Söluverð er um sjö millj- ónir evra, eða um 660 milljónir króna, og nemur söluhagnaður um þremur milljónum, um 280 milljónum króna. Í tilkynningu til Kauphallar segir að salan sé liður í end- urskipulagningu á birgðahaldi Icelandic USA. Frá sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland hafi félagið rekið fjórar birgðastöðvar. Frá og með 10. júlí nk. verði allar birgðir félagsins í frystigeymslu í Newport News við hlið verksmiðju félagsins þar. Með þessu náist umtalsverð hag- ræðing í geymslu og dreifingu á vörum og sé liður í stefnu félags- ins að lækka birgðir og kostnað við dreifingu. Icelandic USA selur frystigeymslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.