Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Á rið 2000 voru fyrstu raunverulegu stjórnarskiptin í Mexíkó í 70 ár þegar Vicente Fox og PAN- flokkurinn sigruðu í forsetakosn- ingunum. Miklar vonir voru bundnar við þessa stjórn, en nú líta margir Mexíkóar svo á að hún hafi ekki getað staðið við loforð sín. Martha Bárcena Coqui, sendi- herra Mexíkó á Íslandi með aðsetur í Dan- mörku, er innt eftir skýringum á því hvers vegna fólk hafi orðið fyrir svo miklum von- brigðum og hvort hún telji þessar tilfinningar þess réttmætar. „Þegar Vicente Fox vann forsetakosning- arnar árið 2000 og kom PRI-flokknum frá voru vissulega miklar vonir bundnar við stjórn hans. Við megum þó ekki líta svo á að þegar hann sigraði í forsetakosningunum, fyrir sex árum hafi það verið hin eina sanna breyting heldur var sigurinn frekar afleiðing þróunar sem hófst miklu fyrr. Kosningalögum í Mexíkó var breytt löngu áður, til dæmis var kommúnistaflokkn- um og öðrum vinstri flokkum leyfð þátttaka. Við sjáum allt frá 1980 að fylgi við PRI- flokkinn dalaði smám saman í kosningum allt þar til PAN-flokkurinn sigraði árið 2000. Hnignun PRI-flokksins hófst í litlum bæjum og í dreifbýlinu. Smám saman fóru bæði PAN og PRD-flokkurinn að vinna sveitarstjórnarkosn- ingar og kosningar til ríkisstjóra, auk þess sem þeir fengu fleiri og fleiri þingsæti. PRI- flokkurinn missti svo þingmeirihluta árið 1997 en í forsetakosningunum 1988, þegar PRI- frambjóðandinn Carlos Salinas varð forseti, mótmælti samfylking vinstri manna niðurstöðu talningarinnar harðlega þar sem hún taldi sig hafa unnið. Stjórnarbreytingin gerðist sem sagt hægt og sígandi en vissulega var sigur PAN og Vicente Fox hápunktur hennar. PRI er þó ennþá stærsti flokkurinn í báðum deildum þingsins, þó hann hafi ekki hreinan meirihluta.“ Efnahagslegur stöðugleiki „Hvað varðar möguleg vonbrigði almenn- ings með nýju stjórnina verðum við að hafa í huga að allar stofnanir ríkisins voru byggðar upp eftir höfði PRI-flokksins og með það í huga að hann réði landinu. Það liggur í augum uppi að það er ærið verkefni að gera nauðsynlegar breytingar á þessum stofnunum, sérstaklega með það fyrir augum að gera verkferla og ákvarðanatöku opnari og lýðræðislegri. Þessar breytingar hafa reynst flóknari en við var bú- ist, sérstaklega þar sem PAN-flokkur Fox hef- ur ekki verið með meirihluta á þinginu og er ekki einu sinni stærsti flokkurinn þar. Sam- starfið á milli forseta og þings var því kannski ekki eins árangursríkt og sumir hefðu viljað og reiknuðu með. Mörg mikilvæg mál fengust samþykkt, en önnur ekki en það sem má ekki gera lítið úr er að undanfarin sex ár hefur verið efnahagslegur stöðugleiki. Ég get skilið að einhverjum finnist að ekki hafi mikið breyst til hins betra þar sem miklar væntingar voru gerðar til Fox og stjórnar hans fyrir sex árum. Kannski er ekki raunhæft að ætlast til þess að hann gæti staðið undir þeim öllum. Ég tel þó að við færumst hægt en þó af- ar örugglega í rétta átt.“ Hvað hefur Vicente Fox helst reynt að gera til umbóta síðastliðin sex ár og hvernig hefur því verið tekið á þinginu? „Helstu umbætur sem forsetinn hefur reynt að gera eru umbætur á skattkerfinu, í orku- geiranum, á vinnulöggjöf og umbætur á eft- irlaunakerfinu í Mexíkó. Á þessum sviðum hafa ekki orðið framfarir að neinu marki, aðallega vegna þess að þetta eru fjögur krítísk svið rík- isins sem erfitt er að ná samstöðu um. Einhverjar breytingar hafa orðið á skatt- kerfinu, en ekki hefur náðst samstaða um nein- ar heildstæðar umbætur. Ástæðan fyrir því er að um er að ræða ágreining um grundvall- aratriði sem ekki hefur tekist að leysa. Á með- an sú stjórn sem nú situr hefur viljað hækka virðisaukaskatt hefur stjórnarandstaðan mót- mælt því og lagt áherslu á að hækka tekju- og eignaskatta á þá sem hafa meiri tekjur. Sem fyrr segir þá höfum við tekið skref í átt til þess að hækka skatta sem er nauðsynlegt því núna innheimtir mexíkóska ríkið afar lítið, eða 11% af landsframleiðslu í skatta en til sam- anburðar innheimtir Danmörk 54% af lands- framleiðslu. Það liggur í augum uppi að ef leggja á fjármagn í nauðsynlega innviði sam- félagsins eins og menntakerfið, heilsugæslu og þess háttar, þá þarf skattbyrðin að hækka ein- hvers staðar, um það er algjör samstaða. Ágreiningurinn snýst um hver á að borga.“ Þrír eiga möguleika Þing- og forsetakosningar fara fram nú um helgina og jafnvel er hægt að tala um fyrstu frjálsu kosningarnar í Mexíkó. Bárcena er spurð að því hvað hún geti sagt um helstu frambjóðendur og um kosningabaráttuna. „Ég er ekki sammála því að þetta verði fyrstu frjálsu kosningarnar í Mexíkó. Kosning- arnar 1994 og árið 2000 voru án efa frjálsar og réttlátar. Ég tel að stofnun IFE árið 1990, sem er eftirlitsstofnun kosningamála og óháð rík- inu, hafi leikið lykilhlutverk í þessum efnum. Það sem helst er gagnrýnivert við kosning- arnar núna er tvennt. Í fyrsta lagi eru engin lög sem setja hámark á hversu miklu stakir fram- bjóðendur mega eyða í prófkjörsbaráttu innan flokkanna né lög sem hafa eftirlit með því hver styrkir frambjóðendurna. IFE fylgist náið með því hversu mikið hver flokkur og hver fram- bjóðandi eyðir í kosningabaráttunni núna auk þess sem flokkarnir verða að gera grein fyrir hvaðan þeir fá sínar tekjur. Engin lög gilda hins vegar ennþá um prófkjör innan flokkanna sjálfra og því fóru þau fram án þess að nokkur vissi hver borgaði fyrir kosningabaráttu þeirra. Í öðru lagi þurfa flokkarnir ekki að gefa það upp ef þeir fá afslátt á auglýsingatíma hjá sjónvarpsstöðvunum. Einhver flokkur gæti því fengið afslátt og rekið sína kosningabaráttu ódýrar en hinir. Í baráttunni um forsetastólinn eru fimm frambjóðendur, þar af þrír sem eiga raunhæf- an möguleika á að vinna; Roberto Madrazo sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Tabasco og for- maður PRI-flokksins, Felipe Calderón, fyrr- verandi orkumálaráðherra í stjórn Vicente Fox sem er frambjóðandi PAN-flokksins, sem segja má að sé hægri-flokkurinn í Mexíkó, og Andrés Manuel Lopez Obrador, fyrrverandi borg- arstjóri í Mexíkóborg sem er frambjóðandi vinstriflokksins PRD og bandalags smærri vinstri flokka. Að lokum má nefna tvo minni flokka undir stjórn Patriciu Mercado og Ro- berto Campa sem bjóða fram í von um að festa sig í sessi, en til þess þurfa þeir að ná að minnsta kosti 2% fylgi. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð og þrír efstu frambjóðendurnir hafa verið með fylgi í kringum 30%. Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun eru López Obrador og Calderón efstir og hnífjafnir og með nokkurt forskot á Madrazo. En eins og við vitum öll þá segja skoðanakannanir ekki alltaf fyrir um úrslit.“ Undanfarin ár hefur nokkur konar vinstri bylgja breiðst út um Rómönsku Ameríku. Ef vinstri frambjóðandinn Lopez Obrador vinnur forsetakosningarnar, væri þá hægt að túlka það sem höfnun íbúa Mexíkó á því opna mark- aðshagkerfi sem hefur verið ríkjandi og Frí- verslunarsamningi Norður-Ameríku? „Það er rétt að svo virðist sem kjósendur í Rómönsku Ameríku séu að kjósa vinstri- sinnaða frambjóðendur, en við verðum líka að gera okkur grein fyrir að það er ekki bara ein vinstri hreyfing í heimsálfunni heldur er um margar hreyfingar að ræða og áherslur þeirra og uppruni er afar mismunandi eftir löndum. Ég held að efnahagsstefnan, sem leggur mikla áherslu á einkavæðingu í hinum ýmsu greinum og frelsi í viðskiptum, hafi að sumu leyti gengið vel og styrkt efnahaginn í álfunni, sérstaklega í Mexíkó. Hins vegar hefur þessi efnahagsstefna ekki verið eins árangursrík á öllum þeim sviðum sem vonast var eftir og að vissu leyti hefur hún fest í sessi og jafnvel breikkað bilið milli þegna landanna í fé- lagslegum og efnahagslegum skilningi. Af þessum sökum finnst mörgum í Rómönsku Ameríku og í Mexíkó að þetta efnahagsmódel nýfrjálshyggjunnar hafi brugðist þar sem lífs- gæði meirihluta íbúanna hafa ekki batnað nema óverulega. Stjórnmálahreyfingar sem leggja áherslu á félagslegar umbætur hafa því átt meiri hljómgrunn meðal kjósenda en áður, þar sem meirihluti íbúa Rómönsku Ameríku er farinn að óttast þessa félagslegu mismunun og skort á tækifærum í eigin landi. Ef vinstrisinnaður frambjóðandi vinnur kosningarnar í sumar þá þýðir það þó alls ekki að kjósendur séu að hafna efnahagsstefnu und- anfarinna ára. Það dettur engum í hug að hverfa til baka og neita kostum markaðarins sem slíkum, en ég held að almenningur vilji umfram allt fara hægar í sakirnar en áður. Enginn forsetaframbjóðenda hefur reynt að halda öðru fram en að heilbrigt efnahagslíf sé frumforsenda þess að hægt sé að bæta lífskjör almennings. Hvað varðar Fríverslunarsamn- ing Norður-Ameríku þá snúast áhyggjur af honum fyrst og fremst um þau neikvæðu áhrif sem hann hefur haft á landbúnaðinn í Mexíkó. Því hefur verið reynt að semja upp á nýtt um ýmis ákvæði sem snerta hann en það er of snemmt að segja til um hvort það muni hafa til- ætluð áhrif.“ Lífshættulegt að fara yfir landamærin til Bandaríkjanna Aukinn straumur mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna hefur verið viðkvæmt mál fyrir bæði ríkisstjórn Mexíkó og Bandaríkj- anna. Hvað finnst þér um það mál? „Eins og þú segir þá er þetta viðkvæmasta málið sem stjórnir landanna eiga við. Mexí- kóska stjórnin hefur lagt mikla áherslu á að fólksflutningar séu ekki vandamál heldur stað- reynd og fylgifiskur hnattvæðingarinnar sem enginn getur stöðvað. Það gengur ekki upp að vörur og þjónusta flæði frjálst á milli landa en ekki vinnuafl, því fólk mun alltaf reyna að flytja sig þangað sem hægt er að fá betur launaða vinnu og þangað sem lífsgæði eru meiri. Ef við horfumst í augu við að fólksflutningar eru stað- reynd og til hagsbóta, þá getum við farið að ræða hvernig við stjórnum þeim. Eins og staðan er núna er lífshættulegt fyrir fólk að fara yfir landamærin. Gæslan hefur ver- ið hert verulega, sérstaklega í Kaliforníu, og reynir meirihluti farandverkamanna að fara fótgangandi yfir eyðimörkina við Arizona þar sem hiti getur farið upp í 50 stig. Það er talið að a.m.k. 300 manns láti lífið á ári við að reyna að finna sér betri vinnu í Bandaríkjunum.“ Getum aukið tengslin við Ísland Hvernig vonast þú til að geta aukið sam- skipti Íslands og Mexíkó? „Við vinnum töluvert með Íslandi og Noregi á sviði orkumála. Við erum nú þegar í samstarfi við Ísland á sviði jarðvarmaorku og miklir möguleikar eru á að auka það samstarf. Við vinnum auk þess mikið með Norðmönnum í málum tengdum olíu- og gasvinnslu og eru orkumálaráðuneyti landanna tveggja mjög ná- in á þessu sviði. Bæði Statoil og Hydro eru með starfsemi í Mexíkó og í samstarfi við mexí- kóska ríkisolíufyrirtækið Pemex. Mér finnst mikilvægt að auka tengsl land- anna á sviði menntunar og menningarmála. Við höfum orðið vör við aukinn áhuga stúdenta á Norðurlöndunum, ekki síst á Íslandi, á að stunda háskólanám í Mexíkó og vilja flestir læra spænsku. Einnig er áhugi á því í Dan- mörku og Noregi að bjóða upp á nám í suður- amerískum fræðum og í Háskólanum í Kaup- mannahöfn eru þegar í boði námskeið í Náhu- atl og Maya sem eru tungumál frumbyggja Mexíkó. Samstarf á milli háskóla í Danmörku, Noregi og Mexíkó hefur aukist og vilji er fyrir hendi til að útvíkka tengslin enn frekar. Há- skóli Íslands á enn sem komið er ekki í form- legu samstarfi við háskóla í Mexíkó en ég von- ast til að það breytist á næstu misserum.“ „Færumst hægt en þó afar örugglega í rétta átt“ Sendiherra Mexíkó á Íslandi með aðsetur í Danmörku, Martha Bárcena Coqui, var nýverið í heimsókn hér á landi. Stefán Svavarsson ræddi við hana um samskipti landanna, stjórnmál í Mexíkó og hinar tvísýnu forsetakosn- ingar sem fara fram þar nú um helgina. Höfundur er sagnfræðingur. Martha Bárcena Coqui hóf störf í utanríkisráðuneyti Mexíkó árið 1979 skömmu eft- ir að hafa lokið háskólaprófi í fjölmiðlafræði. Martha var um skeið ræðismaður Mexíkó í Barcelona auk þess sem hún vann ýmis verkefni á sviði menntunar, menningar og mannrétt- indamála fyrir utanríkisráðuneytið í Mexíkó. Eiginmaður hennar vinnur einnig í utanrík- isráðuneyti Mexíkó en hann var aðalræðismaður Mexíkó í Hong Kong og síðar sendiherra á Ír- landi. Árið 2004 stjórnaði Martha skipulagningu þriðju ráðstefnu ríkja Rómönsku Ameríku og landa Evrópusambandsins sem fram fór í Guadalajara í Mexíkó. Í kjölfarið var hún skipuð sendiherra Mexíkó í Danmörku, Noregi og Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.