Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 23
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 6. eða 13. júlí frá kr. 29.990 Nú bjóðum við frábært tilboð til Benidorm. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. MIKIÐ líf hefur verið í Seyðis- fjarðarhöfn undanfarið og í fyrra- dag mátti sjá skip af mörgum stærðum og gerðum í höfninni. Norræna, sem kom með tæp- lega 1.000 farþega og 350 far- artæki, var rétt farin af stað þeg- ar að skemmtiferðaskipið Clipper Adventurer kom inn. Auk þess var Keilir í höfninni og tvær erlendar skútur. Veðrið lék við gesti og gangandi og var hitinn um 20 stig. Á myndinni er Clipper Ad- venturer við bryggju. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Sumar á Seyðisfirði Fjör við höfnina Akureyri | Árborg | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Á Fljótshlíðarafréttihafa bændurstundað upp- græðslu frá 1971, nú í samstarfi við Landgræðsl- una og Rangárþing eystra. Borið er á á hverju ári. „Frá því þetta hófst höfum við borið á um 10–30 tonn af áburði á hverju ári en síðustu árin um 12–14 tonn,“ segir Kristinn Jóns- son, bóndi á Staðarbakka. „Öll þessi uppgræðsla hefur heilmikla þýðingu, hefur hlíft staðargróðr- inum og gert ásýndina á afréttinum fallegri. Bænd- urnir skaffa traktora, dreifara og vinnuna. Þetta er ekki svo mikil vinna og félagsskapurinn góður,“ segir Kristinn. Sameiginlegt átak í uppgræðslu Samtaka Fljótshlíðarafréttur er á móts við Húsadal. Hjálmar Frey-steinsson heyrðirætt um frestun framkvæmda: Hlotist getur vandi af vinnuþjörkum er velmegunin ógnar þjóðarhag. Ég ætla að leggja mitt að mörkum og mun því ekki gera neitt í dag. Hallmundur Krist- insson orti þá: Bestu karlar hleypa í sig hörkum. Hjálmar til að bæta þjóðarhag leggja vill sem allra mest af mörkum; mun því ekki lækna neinn í dag. Hjálmar orti aftur: Framkvæmdirnar heyrt ég hef háska skapa þjóðinni, fordæmi því fagurt gef og fresta slætti á lóðinni. Af velmegun pebl@mbl.is ♦♦♦ Reykjavík | Á fundi borgarráðs í fyrradag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram til- lögu um endurnýjun og endurskipulagn- ingu Lækjartorgs í tilefni af uppkaupum Landsbankans á húsinu að Hafnarstræti 20. Samfylkingarmenn segja þess skemmst að minnast að báðir hóparnir sem gerðu til- lögur að nýju svæði tónlistar- og ráðstefnu- húss í nýafstaðinni samkeppni lögðu til að húsið viki fyrir spennandi uppbyggingu sem myndi tengjast hinu nýja svæði. Sömu sögu hafi verið að segja um þátttakendur í hugmyndasamkeppni Landsbankans sem haldin var fyrir fáeinum misserum. Upp- kaup Landsbankans á stærstum hluta þess geri að verkum að þessi möguleiki sé nú innan seilingar þar sem það sem upp á vanti sé í eigu Reykjavíkurborgar. Nú ríði á að Reykjavíkurborg bregðist við þannig að uppbygging nýs Lækjartorgs haldist í hendur við uppbygginguna norðan Hafn- arstrætis sem áætlað er að ljúki 2009. Tillagan til borgarráðs var svohljóðandi: „Leitað verði samstarfs við Landsbank- ann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar upp- kaupa Landsbankans/Landsafls á Hafnar- stræti 20. Þannig má nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæ Reykja- víkur og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hið glæsilega tónlistar- og ráðstefnuhús munu rísa á næstu árum.“ Afgreiðslu hennar var frestað að beiðni borgarstjóra. Samfylking- in vill nýtt Lækjartorg Ólafsfjörður | Árleg blúshátíð verður hald- in á Ólafsfirði í sjöunda sinn um næstu helgi, 6.–8. júlí. Þar koma fram allir helstu blústónlistarmenn landsins, ásamt heima- fólki af Tröllaskaga. Sérstakur gestur há- tíðarinnar verður blúsdívan frá Chicago, Zora Young, sem vakti mikla athygli á Blúshátíð í Reykjavík. Hátíðin hefst á fimmtudag kl. 21 með skemmtikvöldi í Tjarnarborg. Sparisjóður Ólafsfirðinga verður vettvangur blústón- leika á föstudag kl. 15 og kl. 21 hefst blús- kvöld í Tjarnarborg, þar sem landsliðið, The Legends Blues Band, kemur fram í fyrsta sinn. Niðurstöður í keppninni um blúsflytjanda ársins 2006 verða kynntar. Sálmatónleikar blúshátíðarinnar í Ólafs- fjarðarkirkju í fyrra verða á laugardag kl. 16.30. Stóra stundin verður svo í Tjarn- arborg kl. 21 á laugardagskvöld þegar Zora Young syngur með The Blue Ice Band. Blúshátíðin í Ólafsfirði er fjölskylduhá- tíð og mikið upp úr því lagt að allir geti skemmt sér vel. Á laugardag lofa hátíð- arhaldarar að bærinn logi af fjöri. Blúshátíð um næstu helgi Framkvæmdasumar er fram undan í Grundarfirði. Parhús, einbýlishús og rað- hús munu rísa enda orðið alkunna að hús- næðisskortur er tilfinnanlegur í Grund- arfirði. Fyrirtækið Smellinn á Akranesi er að reisa 4 íbúða raðhús og hafa forsteyptar einingarnar risið hver af annarri að und- anförnu, útveggir jafnt sem milliveggir. Einstaklingar eru í byggingarhugleið- ingum og framkvæmdir hjá þeim á öllum stigum allt frá nýsamþykktum teikn- ingum og frátekinni lóð upp í hálfkláruð einbýlishús. Við nýfrágenginn botnlanga í Hjaltalínsholti munu rísa parhús þegar líður á sumarið og þannig mætti áfram telja.    Bæjarfélagið lætur ekki sitt eftir liggja í framkvæmdagleðinni, á þess vegum eru mörg járn í eldinum. Á hafnarsvæðinu er langt komið með að auka við landrými norðan við „Stóru- bryggju“ þar sem hafnsækin starfsemi mun koma sér upp margvíslegri aðstöðu. Ný 100 metra „Litla bryggja“ er í far- vatninu og byrjað er á veglagningu í fjöruborðinu frá henni inn að smábáta- höfn. Búið er að byggja við leikskólann og unnið að endurbótum á þeim gamla sem verður sem nýr þegar börnin snúa aftur úr sumarfríi í ágúst. Á iðnaðarsvæðinu sunnan við bæinn er senn lokið uppbygg- ingu gámastöðvar fyrir sorpmóttöku og þar verður einnig gengið frá svokallaðri Geymslulóð með snyrtilegum hætti. Í sumar verður bundið slitlag lagt á nýj- ustu göturnar í bænum og flestar þær gömlu lagfærðar í leiðinni.    Bæjarbúar hafa einnig ýmislegt fyrir stafni. Sólhýsi og útipallar rísa í hverjum garðinum á eftir öðrum víðs vegar um bæinn. Gróðursælla verður eftir því sem sumarið nær meira yfirhöndinni og þó nokkrir eru ákafir í gróðursetning- argírnum einkum eftir að bæjarfélagið hefur gengið á undan með góðu fordæmi og gróðursett 200 tveggja metra háar aspir meðfram innkeyrslunni í bæinn beggja vegna og víðar. Á tveimur lóðum er nú búið að gróð- ursetja allt upp í 5 metra há aspartré fengin hjá sumarbústaðareiganda í Borg- arfirði sem var að grisja hjá sér. Þótt sagt hafi verið um árið að í Grund- arfirði búi Lognið með stórum staf, þá þarf kröftuga stögun til að hin nýgróð- ursettu tré standi fast á sinni rót en síðan leiðir tíminn í ljós hversu vel þau lifa. Úr bæjarlífinu GRUNDARFJÖRÐUR EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON FRÉTTARITARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.