Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar
snemma í júní talaði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingarinnar, fyrir
langtímaaðgerðum sem ný ríkisstjórn jafn-
aðarmanna þyrfti að takast á hendur að lokn-
um næstu alþingiskosningum.
Verkefnin framundan eru að endurreisa velferðarþjón-
ustuna, standa fyrir stefnubreytingu í umhverfismálum og
auka áherslu á menntamál, segir Ingibjörg. Hún gagnrýnir
ríkisstjórnina fyrir skort á framtíðarsýn, og segir aðgerðir
þeirra til að bregðast við verðbólgu og þenslu koma allt of
seint. Ingibjörg situr þó ekki á friðarstóli sem formaður
Samfylkingarinnar, og ný könnun Fréttablaðsins mælir
fylgi flokksins um 24%, en í febrúar mældist það 34%.
– Þú hefur verið nokkuð gagnrýnin á að framtíðarsýn
skorti hjá stjórnvöldum, hvernig finnst þér þetta stefnu-
leysi hafa birst, og hvað myndir þú gera öðruvísi?
„Mér finnst mjög mikilvægt að hér verði skipt um rík-
isstjórn í næstu kosningum því sú sem nú situr hefur hvorki
þrek né hugmyndir til að takast á við aðkallandi verkefni
sem snúa að framtíðinni. Mér finnst átakanlegur skortur á
framtíðarsýn og aðgerðir hennar einkennast af því að tekið
er á málum frá degi til dags. Málum er reddað fyrir horn en
ekkert meira.
Margt af því sem ríkisstjórnin hefur gert á umliðnum ár-
um tel ég vega að stoðum samfélagsins og þar vega velferð-
armálin þyngst. Á þessu ári eru 70 ár síðan alþýðutrygg-
ingum var komið á hér á Íslandi, að frumkvæði
Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Alþýðutrygging-
arnar, hvort heldur sem það er hér á landi eða erlendis, eru
almennt taldar vera helsta djásnið í kórónu jafnaðarmanna.
Þær voru mikilvægasta skrefið í átt til aukins jafnaðar sem
stigið var á síðustu öld. Á þeim grundvallast norræna vel-
ferðarsamfélagið sem er betur heppnað en önnur sam-
félagsform. Það er réttlátara, skapar meira öryggi, og ein-
mitt af þeim sökum hefur það mikla aðlögunarhæfni og
stenst vel hina alþjóðlegu samkeppni. Enn hafa því ekki
komið fram nein efnahagsleg rök sem réttlætt geta að vegið
sé að þessari samfélagsgerð eins og gert hefur verið.
Á undanförnum áratug hefur þetta kerfi smátt og smátt
verið molað niður af núverandi ríkisstjórn og núna hafa
flestir meiri armæðu en ávinning af samskiptum sínum við
almannatryggingakerfið. Ríkisstjórnin hefur þróað velferð-
arkerfið okkar í átt að hinu engilsaxneska kerfi, en um leið
fjarlægst norræna velferðarkerfið. Munurinn á þessum
kerfum er sá að í norræna kerfinu eiga allir skilgreindan
rétt, þó svo settar séu einhverjar takmarkanir sem sigta út
þá allra auðugustu. En okkar kerfi er orðið svo illa farið af
takmörkunum og tekjutengingum að það er bara allra fá-
tækasta fólkið sem nýtur óskertra alþýðutrygginga, sem
áttu að vera fyrir alla og tryggja almennan jöfnuð í sam-
félaginu. Velferðarkerfinu hefur verið breytt í ölm-
usukerfi.“
– Hvar kreppir skórinn helst, og hvar þarf helst að grípa
til aðgerða til að snúa þessari þróun við?
„Það þarf að draga úr tekjutengingum í almannatrygg-
ingakerfinu til að losa fólk úr þeirri fátæktargildru sem það
kemst ekki út úr. Barnabæturnar byrja til dæmis að skerð-
ast við 155 þúsund króna mánaðartekjur hjá hjónum og inn-
an við 80 þúsund króna hjá einstæðu foreldri. Þetta eru svo
lágar tekjur að fólk getur tæpast framfleytt sjálfu sér af
þeim, hvað þá börnunum líka. Tekjutengingarnar hjá ellilíf-
eyrisþegum eru líka svo lágar að um leið og fólk byrjar að
hafa einhverjar örlitlar atvinnutekjur, eða tekjur frá lífeyr-
issjóðum skerðist það sem það fær frá Tryggingastofnun. Í
dag er þriðjungur ellilífeyrisþega með tekjur undir 110 þús-
und krónum á mánuði.
Mér rennur það mjög til rifja að það skuli vera þannig
fyrir íslensku samfélagi komið að aldraðir séu almennt reið-
ir yfir kjörum sínum og aðstæðum. Það er siðferðislega
rangt og það svíður undan því að það skuli vera búið þannig
að þeirri kynslóð sem hefur byggt upp þetta samfélag að
hún þurfi að vera reið yfir kjörum sínum í ellinni. Þessi kyn-
slóð á það sannarlega ekki skilið.
Verkefnin eru því að endurreisa velferðarþjónustuna og
hefja hana til þess vegs og virðingar sem henni ber. Við
verðum að tryggja fólki sem jöfnust tækifæri í samfélaginu,
óháð félagslegri og efnalegri stöðu. Núna er staðan þannig
að fjöldi fólks hér á landi getur ekki leyft sér það sem við
flest teljum til eðlilegra hluta í daglegu lífi. Við þurfum að
endurreisa þetta kerfi, og búa betur að öldruðum, öryrkjum
og barnafólki.
Þetta tekur tíma, og verður ekki gert eins og hendi sé
veifað eftir allt sem á undan er gengið. En það þarf að byrja
þessa vegferð, og það verður eitt brýnasta verkefni nýrrar
ríkisstjórnar jafnaðarsinna.“
– Þú talar um að þetta hafi verið þróunin á síðasta áratug,
hvað tekur þá langan tíma að snúa þessari þróun við?
„Ég þori ekki að segja til um það en við þurfum auðvitað
að forgangsraða í því. Við eigum að byrja á því að taka á
málefnum eldri borgara. Við eigum að tryg
grunnlífeyri, og við eigum að draga úr tekju
þannig að þeir eigi kost á að afla viðbótarte
eða frá lífeyrissjóði án þess að lenda í skerð
jaðarsköttum um leið.
Stóra málið sem bíður ríkisstjórnar jafna
leysa er svo uppbygging á hjúkrunarþjónu
Þar hefur núverandi ríkisstjórn farið alveg
aldraða, með þeim skerðingum á Framkvæ
aðra sem hún hefur staðið fyrir ár eftir ár.
fjármagnaður með nefsköttum sem voru sé
aðir til að fjármagna uppbyggingu á hjúkru
á síðastliðnum 10 árum hafa 40% af því fé v
ríkissjóð.
Þetta tel ég vera stærstu verkefnin sem
spænis á velferðarsviðinu.“
– Hvað með framtíðarsýn í öðrum málafl
þarf t.d. að gera í umhverfismálum?
„Mikilvægast núna er að við verjum þau
er að með framkvæmdir í tengslum við virk
hafa mikið verndargildi til framtíðar. Þarn
staklega með í huga Þjórsárver og Langasj
við að breyta um stefnu í stóriðjumálum. St
hefur á undanförnum árum verið þungamið
stefnu stjórnvalda. Allt annað hefur þurft a
henni, hvort heldur sem er í hagstjórninni,
eða í umhverfismálum. Allt hefur þurft að l
og ruðningsáhrifin hafa verið ómæld. Ég lít
sé liðinn að hún geti haft þennan forgang.
Við eigum ekki að ráðast í frekari stóriðj
anir, nema það sé tryggt að það hafi í fyrsta
leg ruðningsáhrif á aðrar atvinnugreinar. Í
við ekki að gera það nema það sé hægt að r
sem almenn sátt getur náðst um út frá umh
armiðum. Við verðum að taka þann þátt mj
Í þriðja lagi höfum við undirgengist alþjó
bindingar í loftslagsmálum sem við eigum a
okkar í að standa við. Það er ekki rými inna
bókunarinnar fyrir meira en 250 þúsund to
álframleiðslu. Það er það sem við verðum a
ur við fram til ársins 2012. Það þýðir bara e
þrjú eins og nú eru í undirbúningi.
Það er hægt að fara í einhverjar reikning
mengunarkvótann, og segja að ef notaður e
altalsútreikningur fram til ársins 2012 fari
ir þau mörk sem okkur eru sett samkvæmt
bókuninni, og þar af leiðandi geti allir farið
þýðir bara að strax árið 2013 erum við kom
mörk. Það væri ekki til marks um mikla fra
inga í umhverfismálum og ímynd hreinleik
veg allrar veraldar. Og hvað ætla menn að
meiri mengunarkvóta? Hver á að gera það?
borga fyrir hann? Hver verður ábyrgð stjó
Okkur vantar öll tæki hér á Íslandi til að
viðfangsefni að draga úr mengun og úthlut
unarkvótum. Samkvæmt alþjóðasamningu
bara ákveðið magn, og þá vakna spurninga
nýta það og hvernig. Við þurfum að þróa að
hluta takmörkuðum mengunarkvótum og s
irtækin til að draga úr útstreymi gróðurhú
Það væri kannski rétta aðferðin núna að
til sé kvóti sem dugi til 250 þúsund tonna ál
væri þá stjórnvalda að ákveða hvar þau vilj
iðja verði staðsett. Ég tel það skynsamlega
og byggðasjónarmiði að hún verði fyrir nor
taka þá ákvörðun að kvótinn verði nýttur þ
irtækin yrðu að keppa um það hvert þeirra
byggja upp álver fyrir norðan og hvað sá fr
tilbúinn að greiða fyrir þá orku sem þarf.“
– Ertu þá að tala um að fyrirtækin borgi
unarkvóta, og um að stóriðja verði leyfissky
„Mér finnst eðlilegt að mengandi starfse
Viðamikil verke
Íslensk átakahefð, verðbólgudraugur,
mengunarkvótar og Evrópusambandið
var meðal þess sem bar á góma þegar
Brjánn Jónasson ræddi við Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylk-
ingarinnar, um framtíðarsýn flokksins,
athafnastjórnmálamenn, aðgerðir rík-
isstjórnarinnar til að bregðast við þenslu,
og slakt gengi í skoðanakönnunum.
„Við erum illa haldin af átakahefð, langt u
Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar
ÖRYGGI ÍSLANDS
Öryggismál Íslands þarf að takatil rækilegrar endurskoðunar,ekki síst í ljósi þess að varn-
arliðið er nú á leið brott frá landinu. Í
fyrradag var kynnt skýrsla, sem
tveir sérfræðingar Evrópusam-
bandsins í lögreglu- og hryðjuverka-
málum unnu um hryðjuverkavarnir á
Íslandi. Dr. Niels Bracke lögfræð-
ingur og Gerd van den Borg lög-
regluforingi, höfundar matsskýrsl-
unnar, líta svo á að á Íslandi vanti
sérstaka löggæslustofnun, sem rann-
saki glæpastarfsemi og grípi til fyr-
irbyggjandi aðgerða gegn glæpum.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra lét gera skýrsluna og á blaða-
mannafundi þar sem hún var kynnt
kvaðst hann vilja að Íslendingar
gerðu sömu ráðstafanir og aðrar
þjóðir til að koma í veg fyrir tjón, en
biðu ekki þar til eitthvað gerðist. „Ef
menn vilja bíða eftir að eitthvað ger-
ist og skamma svo stjórnvöld fyrir að
hafa ekki gert neitt, þá er það ákveð-
ið viðhorf,“ sagði Björn. „Ég hef ekki
það viðhorf.“
Í skýrslunni er að finna margvís-
legar tillögur, meðal annars um að
stofnuð verði þjóðaröryggisdeild og í
henni starfi 25 til 30 manns með
reynslu af löggæslustörfum og
gagnagrunnsvinnslu. Áhersla er lögð
á að slík deild verði að vinna í skýru
lagaumhverfi þar sem heimildir og
takmörk úrræða verði afmörkuð.
Ljóst er að ekki er seinna vænna
að hefjast handa við að vinna að þess-
um málum. Hryðjuverkamenn gera
ekki boð á undan sér. Þeir gerðu það
ekki í Bandaríkjunum 11. september
2001, Madrid 11. mars 2004 eða
London 7. júlí 2005 og myndu ekki
gera það hér á landi. Það er því nauð-
synlegt að fyrir hendi séu varnir
gegn hryðjuverkum hér á landi. Oft
getur smáatriði orðið til þess að af-
hjúpa ráðagerðir hryðjuverkamanna,
en til þess að það finnist þarf lög-
gæslan að hafa bolmagn til að leita.
Enn á vitaskuld eftir að útfæra með
hvaða hætti þessu skuli háttað og
kemur til kasta starfshóps, sem skip-
aður hefur verið undir forustu Har-
aldar Johannessen, ríkislögreglu-
stjóra, að vinna úr tillögunum, sem
eru í skýrslunni.
Það er auðvelt að tala um varnir Ís-
lands í hálfkæringi, en hafa ber í
huga að Ísland er hluti af umheim-
inum og stendur ekki utan hans. En
um leið þarf að gæta þess að ekki
verði gengið á réttindi einstaklings-
ins og taka fullt tillit til þeirra sjón-
armiða, sem lúta að persónuvernd og
friðhelgi einkalífsins. Baráttan gegn
hryðjuverkum snýst vitaskuld um
mannslíf, en hún lýtur einnig að átök-
um um grundvallaratriði og -gildi. Í
þeirri baráttu má ekki leggja gildin,
sem verið er að verja, fyrir róða.
Skýrsla sérfræðinga Evrópusam-
bandsins er þarft innlegg í um-
ræðuna um öryggismál Íslands og
greinilegt að byggja má á henni. Eins
og dómsmálaráðherra sagði er betra
að koma í veg fyrir að eitthvað gerist
en að bíða eftir því.
ÆVINTÝRI Í VIÐSKIPTUM
Vöxtur lyfjafyrirtækisins Actavis,áður Pharmaco, á undanförnum
sjö árum er ævintýri líkastur. Þó er
ekki hægt að segja að Róbert Wess-
man forstjóri og félagar hans séu
neinir ævintýramenn; þeir hafa þvert
á móti vakið athygli fyrir þaulskipu-
lögð og fagmannleg vinnubrögð. Fé-
lagið hefur vaxið mikið og skilað já-
kvæðri afkomu. Á þessum skamma
tíma hefur Actavis komizt í hóp fimm
stærstu samheitalyfjafyrirtæja í
heimi, m.a. með kaupum á um 20 fyr-
irtækjum víða um heim. Nú er svo
komið að í félaginu starfa um 10.000
manns í 32 löndum. Það er í hópi fárra
íslenzkra fyrirtækja, sem geta raun-
verulega kallazt alþjóðleg.
Fyrir ekki svo mörgum árum höfðu
menn trú á að það yrðu t.d. fyrirtæki í
sjávarútvegi og hagnýtingu jarðhita
eða vatnsorku, sem yrðu í fararbroddi
í útrásinni. Þetta væru atvinnugrein-
ar, þar sem Íslendingar ættu miklar
auðlindir og sérþekkingu, byggða á
áratugalangri reynslu, í að nýta þær.
Staðreyndin er hins vegar sú að það
eru fyrirtæki í þekkingariðnaði, sem
drífa útrásina. Hún byggist fyrst og
fremst á menntun og mannauði; auð-
lind sem allar þjóðir geta ræktað ef
þær vilja. Það er vel menntað, ungt
fólk sem stýrir útrásarfyrirtækjun-
um. Þetta fólk er óhrætt við að taka
ákvarðanir og fullt sjálfstrausts, sem
fyrri kynslóðir athafnamanna höfðu
ekki, til að takast á við stór verkefni í
hinum alþjóðlega viðskiptaheimi.
Nýjustu atburðir hjá Actavis marka
ákveðin kaflaskil í merkilegri sögu út-
rásar íslenzks atvinnulífs. Fyrirtækið
hefur alllengi stefnt að því að ná yf-
irráðum í króatíska lyfjafyrirtækinu
Pliva og hafði áform um það strax
þegar það lagði til atlögu við banda-
ríska fyrirtækið Alpharma síðastliðið
haust. Eftir að stjórn Pliva hafnaði til-
boði Actavis í fyrirtækið lagði síðar-
nefnda félagið til atlögu á ný, að þessu
sinni með svokallaðri fjandsamlegri
yfirtöku. Actavis hefur nú þegar
tryggt sér yfirráð yfir fimmtungi
hlutafjár í Pliva og telur sig geta
stöðvað áform stjórnarinnar um að
taka tilboði bandaríska lyfjafyrirtæk-
isins Barr.
Þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzkt
fyrirtæki í útrás ræðst í fjandsamlega
yfirtöku af þessu tagi. Jafnframt er
þetta í fyrsta sinn, sem slíkt gerist hjá
skráðu fyrirtæki í Króatíu.
Gangi kaup Actavis á Pliva eftir
verður félagið þriðja stærsta sam-
heitalyfjafyrirtæki heims. Starfs-
mennirnir verða um 16.000 og starf-
semin í 40 löndum. Jafnframt yrði
líkast til um stærsta viðskiptasamn-
ing Íslandssögunnar að ræða; tilboð
Actavis hljóðar upp á um 170 millj-
arða króna fyrir félagið allt.
Hvort sem yfirtaka Actavis á Pliva
tekst eða ekki hafa stjórnendur fyr-
irtækisins byrjað á nýjum kafla í sögu
íslenzku útrásarinnar, sem er fyrst og
fremst drifin af hugviti og frum-
kvöðlakrafti.