Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 29
ggja þeim hærri
utengingum,
ekna með vinnu
ðingum og háum
aðarsinna að
ustu fyrir aldraða.
g skelfilega með
æmdasjóði aldr-
Sjóðurinn er
érstaklega ætl-
unarheimilum, en
verið tekið inn í
við stöndum and-
flokkum, hvað
svæði sem sótt
kjanir en sem
a er ég sér-
jó. Svo þurfum
tóriðjustefnan
ðjan í atvinnu-
að taka mið af
í atvinnumálum,
laga sig að henni
t svo á að sá tími
ju eða stórvirkj-
a lagi ekki veru-
Í öðru lagi eigum
ráðast í virkjanir
hverfissjón-
jög alvarlega.
óðlegar skuld-
að leggja metnað
an Kyoto-
onna aukningu í
að takmarka okk-
eitt álver en ekki
gskúnstir með
er með-
mengun ekki yf-
t Kyoto-
ð af stað. En það
min yfir leyfileg
amsækni Íslend-
ans væri farin
gera þá? Útvega
? Og hver á að
órnvalda?
ð takast á við það
ta meng-
um höfum við
ar um hver megi
ðferðir til að út-
sem hvetja fyr-
salofttegunda.
segja sem svo að
lframleiðslu. Það
ja að þessi stór-
ast út frá atvinnu-
rðan. Þá mætti
þar en álfyr-
a fengi leyfi til að
ramleiðandi sé þá
i fyrir að fá meng-
kyld?
emi sé leyfisskyld
en ég er í sjálfu sér ekki að tala um að fyrirtækin borgi fyrir
kvótann, heldur að þau keppi á jafnræðisgrundvelli um
hvert þeirra fær hann. Í framhaldinu ætti svo að úthluta
með formlegum hætti þeim kvótum sem fyrirtækin nýtanú
þegar. Ef fyrirtækin geta svo dregið úr útblástursmeng-
uninni, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þau geti
búið sér til einhver verðmæti úr þeim kvóta sem losnar.
Þannig búum við til hvata inn í kerfið til að fyrirtækin nýti
sér nýjustu tækni til að draga úr mengun.
Aðalatriðið er að við búum okkur sem fyrst til einhver
skynsamleg stjórntæki sem geta hjálpað okkur við að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Annars verður þetta
bara kapphlaup um það hvaða fyrirtæki geta komið sér í þá
stöðu að fá skuldbindandi samninga um að hefja hér aukna
álframleiðslu, og þar með mengun, og síðan standa stjórn-
völd bara frammi fyrir vandamálinu árið 2013. Enn og aftur
hlýt ég að benda á að stjórnvöld eru ekki að hugsa inn í
framtíðina.“
– Hafa menn ekki einmitt verið að gera áætlanir fyrir
framtíðina með auðlindanefnd og rammaáætlunum þar sem
virkjunarkostum er forgangsraðað?
„Það var sett hér á fót sérstök auðlindanefnd sem skilaði
af sér ágætri skýrslu árið 2000. Nefndin lagði það til að inn í
stjórnarskrána kæmi sérstakt ákvæði um auðlindir í þjóð-
areign. Það hefur ekki enn þá verið gert. Hún gerði tillögur
um að skapaður yrði heilsteyptur lagarammi um hlutverk
og ábyrgð ríkisins á ráðstöfun og nýtingu náttúruauðlinda,
hvort heldur sem um væri að ræða fiskinn í sjónum, vatns-
orkuna, jarðvarma, rafsegulbylgjur eða hvað það nú er. Það
hefur heldur ekkert verið gert í því máli enn þá.
Til hvers var verið að setja á fót stóra nefnd af mjög hæfu
fólki sem vinnur mikla og góða vinnu, ef svo er ekkert gert
við niðurstöðurnar? Þetta átti að vera grunnur að sátt í auð-
lindamálum, og það náðist sameiginleg niðurstaða í nefnd-
inni. En svo hefur ekkert gerst í framhaldinu. Ef eitthvað
er, erum við verr sett en við vorum þegar nefndin var sett á
laggirnar vegna þess að auðlindakapphlaupið fer stöðugt
harðnandi.
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er
annað dæmi um hvernig stjórnvöld skilja allt eftir hálf-
karað. Fyrsti áfangi rammaáætlunarinnar var unninn með
það fyrir augum að leggja grundvöll að forgangsröðun
virkjunarkosta með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Henni
hefur ekki verið gefið neitt formlegt gildi. Í seinni áfanga
rammaáætlunarinnar átti meðal annars að taka inn jarð-
varmavirkjanir. Sá áfangi á langt í land og mun taka áratugi
ef ekki er sett það fjármagn í rannsóknir sem þarf. Ramma-
áætlunin átti að vera tæki sem við gætum notað til að for-
gangsraða virkjunarkostum. Þetta tæki er ekki tiltækt.
Til hvers var farið í alla þessa vinnu? Við erum í sömu
sporum og við vorum fyrir 6–8 árum síðan. Ég held að svar-
ið við þessu sé að niðurstöður auðlindanefndar og ramma-
áætlunin séu ekki nýttar vegna þess að stjórnvöld vilja hafa
alla þræði í sinni hendi, og geta deilt og drottnað. Ráðherr-
arnir vilja ekki hafa skýrar, gagnsæjar reglur sem þeir
þurfa að fara eftir. Þeir vilja hafa þetta á valdi sínu, og geta
haft þetta eftir sínum hentugleika. Þetta er versta stjórn-
arfarið af öllum, vegna þess að það býður heim mismunun
af öllu tagi, spillingu, hentistefnu og geðþóttaákvörðun. Og
það er nákvæmlega þetta sem einkennir öll okkar auðlinda-
og umhverfismál.“
– Nú hefur verið mikil umræða um umhverfismál hér á
landi undanfarin ár. Hefur þessi umræða skilað einhverju?
„Sú umræða sem fór af stað að frumkvæði náttúruvernd-
arsinna og umhverfisverndarfólks er gríðarlega mikilvæg,
og hún hefur haft áhrif bæði á almenningsálitið og stjórn-
málin. Hún hefur til dæmis haft áhrif á minn flokk. Þarna er
að skila sér það sem ég hef oft rætt um, að umræðurnar
skipta máli. Umræðustjórnmálin virka.
Sumir skreyta sig með hugtökum eins og „athafnastjórn-
málamenn“ og senda frá sér þau skilaboð að þeir ætli ekki
að standa í einhverju kjaftæði heldur bara framkvæmda
hlutina. Það lofar ekki góðu. Það er ekkert hættulegra held-
ur en athafnasamir menn sem hafa ekki tekið þátt í umræðu
um það sem þeir ætla að gera. Þeir geta gert mikinn usla og
skaða með athöfnum sínum sem ekki verður aftur tekinn.
Það skiptir gríðarlegu máli að gefa rökræðunni rými og
hlusta eftir andstæðum sjónarmiðum. Mér finnst átak-
anlegur skortur á því í íslenskum stjórnmálum.
Við erum illa haldin af átakahefð, langt umfram það sem
gerist í löndunum í kringum okkur. Það endurspeglast með-
al annars í fjölmiðlaumræðunni og umræðum og störfum
Alþingis. Í þessu felst engin ásökun af minni hálfu því það
er enginn saklaus eða undanþeginn í þessu efni. Það verður
að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að brjótast út úr
þessari skaðræðismenningu.“
– Umræðan um Evrópusambandið (ESB) og evruna hef-
ur alltaf komið upp af og til undanfarið. Hvað eigum við að
ganga langt í tengslum okkar við sambandið, og hvernig
stefnumörkun þurfa íslensk stjórnvöld að vinna?
„Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að ganga í Evrópu-
sambandið. Ég er einnig þeirrar skoðunar að við eigum, í
fyllingu tímans, að taka upp evruna. En ekki núna, við erum
ekki í stakk búin til þess, og það væri varhugavert á þessum
tímapunkti að gera það.
Það eru ekki endilega allir þessarar skoðunar í mínum
flokki. Sumir vilja fara sér hægt og eru efasemdamenn.
Þannig er það líka í þjóðfélaginu, það er ekki sannfæring
fyrir því að hagsmunum okkar sé best borgið í Evrópusam-
bandinu. Það þýðir hins vegar ekki að stjórnmálamenn eigi
ekki að tala fyrir málinu. Það er verkefni okkar stjórnmála-
manna að að draga upp mynd af því hvert við eigum að
stefna, og reyna að fá fólk til að sjá mikilvægi þeirrar
stefnu. En við megum aldrei þvinga henni upp á fólk.
Við verðum að horfast í augu við að Evrópusambandið er
það skipulag sem þjóðir Evrópu hafa valið sínu samstarfi.
Þetta er vandasamt samstarf og sannarlega ekki gallalaust
en það er okkar innlenda stjórnsýsla ekki heldur. Spurn-
ingin er einfaldlega hvort við ætlum að vera með, og reyna
að hafa áhrif á þróun mála, eða hvort við ætlum að vera á
jaðrinum og taka möglunarlaust upp lög og reglur frá Brüs-
sel. Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að vera með,
sitja við samningaborðið og hafa áhrif hvar sem þeir geta
með framtíð þjóðarinnar í huga.
Þetta er pólitísk afstaða mín sem er óháð því hvort við
getum reiknað okkur hugsanlegan fjárhagslegan ávinning
eða útgjöld af aðildinni. Hún byggist einfaldlega á þeirri
bjargföstu skoðun minni að fólk og þjóðir sem hafa lítil völd
megi ekki sitja af sér þau tækifæri sem gefast til að hafa
áhrif. Mér er líka alveg fyrirmunað að skilja hvernig vinstri-
menn geta verið andsnúnir aðild að Evrópusambandinu
þegar þess er gætt að jafnaðarstefnan hefur alltaf verið al-
þjóðlega sinnuð, það liggur í eðli hennar.“
– En hvað þá með evruna, hvers vegna þurfum við á
henni að halda?
„Það er spurning um efnahagslega og pólitíska hagsmuni
Íslendinga. Ég held að í hinu alþjóðlega hagkerfi, þar sem
fjármagnshreyfingar eru svona miklar, fái það ekki staðist
til framtíðar að hin íslenska örþjóð sé með sjálfstæðan
gjaldmiðil.
Við erum háðari utanríkisviðskiptum og samskiptum við
útlönd en flest önnur lönd. Krónan skoppar eins og kork-
tappi í hafsjó alþjóðlegra fjármagnshreyfinga, og það þarf
mjög lítið til að hreyfa hana. Það er mjög auðvelt fyrir öfl-
uga fjármagnseigendur að taka stöðu gegn íslensku krón-
unni, og enginn vandi fyrir þá að hafa áhrif á gengi hennar
ef það er þeirra hagur. Það gæti haft mjög skaðleg áhrif á
íslensk efnahagsmál.
Þess vegna tel ég að með því að líta til evrunnar séum við
að horfa til framtíðar. Það hafa líka verið færð fyrir því rök
að ef erlendir aðilar þekktu þá mynt sem hér er notuð og
treystu íslenska hagkerfinu yrðu þeir viljugri til að fjárfesta
hér á landi. Hér er engin erlend fjárfesting nema vegna
stóriðju. Það er til dæmis tómt mál að tala um að koma hér
upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð, eins og ríkisstjórnin vill
gera, meðan hagsveiflurnar eru jafn miklar og raun ber
vitni.“
– Hvað þá með stefnu ESB í sjávarútvegsmálum, hefur
hún engin áhrif á það hvort við eigum að sækja um eða
ekki? Og missum við ekki mikilvægt hagstjórnartæki ef við
tökum upp evruna?
„Við verðum að láta reyna á sjávarútvegsmálin í samn-
ingum. Menn fá aldrei neina tryggingu fyrir fram frá Evr-
ópusambandinu í því efni. Það eru mörg dæmi um að Evr-
ópusambandið hafi tekið fullt tillit til grundvallarhagsmuna
þjóða í aðildarviðræðum og það er engin ástæða til að ætla
að þeir muni ekki gera það í okkar tilviki líka. Þannig var
tekið fullt tillit til skógarhöggsins í Finnlandi og sjáv-
arútvegsins á Möltu.
Hvað varðar að missa hagstjórnartæki, þá myndum við
augljóslega ekki geta notað gengið til að skerða kjör þjóð-
arinnar á einu bretti. Verðbólgan núna og gengislækkunin
er auðvitað ekkert annað en kjaraskerðing. Stjórnvöld yrðu
að fara aðrar leiðir og gætu ekki leyft sér að það agaleysi í
hagstjórn sem hér hefur viðgengist.“
– Hvað með framtíðarstefnuna í menntamálum, hefur
hún verið nægilega skýr? Hvernig á hún að vera?
„Það eru mjög skýr tengsl milli menntunar og atvinnu. Í
menntakerfinu er auðvitað alltaf leitast við að sinna al-
mennri þekkingarleit sem er tímalaus og enginn veit hvort
eða hvernig skilar efnislegum ávinningi. Hins vegar er
reynt að þróa menntunina þannig að hún nýtist beinlínis til
atvinnu- og verðmætasköpunar í samfélaginu. Þessi tengsl
verða alltaf að vera þarna á milli.
Í framtíðinni mun menntun og þekking skipta æ meira
máli. Þó að menntun komi samfélaginu til góða er hún engu
að síður alltaf einstaklingsbundin gæði og við verðum að
gefa sem flestum hlutdeild í henni. Þeir sem ekki njóta
góðrar menntun við sitt hæfi munu dragast aftur úr öðrum í
lífskjörum.
Skortur á framtíðarstefnu í menntamálum er mér veru-
legt áhyggjuefni, menntunarstig þjóðarinnar er lægra en
annarra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Við er-
um alltaf að tala um okkur sem vel menntaða þjóð, og við
erum það auðvitað að mörgu leyti, en samt höltrum við á
eftir öðrum þjóðum. Hér eru 40% fólks á vinnumarkaðinum
sem ekki eru með framhaldsskólamenntun. Við erum með
miklu stærri hluta fólks á aldrinum 20–24 ára sem ekki hef-
ur lokið formlegu framhaldsnámi og 40% af hverjum ár-
gangi lýkur ekki framhaldsnámi. Þetta er verulegt
áhyggjuefni.
Við verðum að leggja aukna áherslu á menntamál ef við
ætlum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum í nýja þekk-
ingarhagkerfinu. Það sem hefur vantað sérstaklega upp á
hjá okkur, ef til vill af því það kostar peninga, er allt sem
lýtur að verkmenntun, tæknimenntun og starfsnámi. Þar
erum við talsvert á eftir öðrum þjóðum.“
– Nú tók ríkisstjórnin ákvörðun í vikunni um aðgerðir til
að slá á þenslu, og gert var samkomulag við aðila vinnu-
markaðarins nýverið. Í þessu felst m.a. lækkun á hámarks-
lánum og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs, frestun fram-
kvæmda, viðræður við sveitarfélögin um að þau fresti
aðgerðum, minni skattalækkanir en talað var um, og að
hagur þeirra lægst launuðustu verður bættur með hærri
persónuafslætti. Bent hefur verið á að þessar aðgerðir eru
nokkuð í takt við það sem þú talaðir fyrir á flokksstjórn-
arfundi Samfylkingarinnar 10. júní sl. Er ríkisstjórnin að
ganga í smiðju Samfylkingarinnar með viðbrögðum sínum?
„ Mér finnst blasa við að hún er að gera það sem ég lagði
þar til. En ég var nú ekki að segja þetta í fyrsta skipti á
flokksstjórnarfundinum. Ég er margbúin að fara með þessa
þulu á Alþingi. Ég lagðist til dæmis gegn því í apríl þegar
hámarkslán íbúðalánasjóðs voru hækkuð upp í 18 milljónir,
og taldi það ranga ákvörðun.
Ég get í sjálfu sér ekki haft neitt á móti þessum aðgerð-
um sem ríkisstjórnin er að fara í, en þetta er bara allt of
seint í rassinn gripið. Þetta hefði ríkisstjórnin átt að gera
fyrir löngu. En það sem hún er að gera núna, bæði með yf-
irlýsingunni um daginn í tengslum við kjarasamningana, og
svo aftur með ákvörðun um aðgerðir vegna þenslu, er að
reyna að kveða niður draug sem hún vakti sjálf upp með
kosningaloforðum sínum fyrir síðustu kosningar.
Þetta voru aðalkosningaloforðin þeirra. Þeir gerðu út á
4% lækkun tekjuskatts og 90% lán til að reyna að halda sjó í
kosningunum. Og nú er komið í ljós að það var engin inni-
stæða fyrir þessum loforðum.
Þeim var bent á það í kosningabaráttunni að hagstjórnin
yrði vandasöm á þessu kjörtímabili, og ríkisstjórnin yrði að
fara varlega í ríkisfjármálunum. Nú eru þeir að viðurkenna
það, með þessum aðgerðum, að þeir lofuðu meira en þeir
gátu staðið við, og þeir verða auðvitað að svara fyrir þessi
svik gagnvart sínum kjósendum.“
– Hefði verið hægt að fara út í þessar aðgerðir fyrr? Og
duga þessar aðgerðir til að ná verðbólgunni niður?
„Auðvitað vonar maður að þessar aðgerðir virki, og slái
eitthvað á verðbólguna, en auðvitað hefði verið best ef hún
hefði aldrei farið af stað. Þess vegna hefði ríkisstjórnin átt
að grípa til þessara aðgerða á síðasta ári. Verðbólgan er
auðvitað búin að valda verulegum búsifjum hjá fjölda fólks,
til dæmis öllum sem eru með vísitölutryggð íbúðalán.“
– Hvað með frestun framkvæmda, hvernig líst þér á það?
„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvaða fram-
kvæmdir það geti verið sem á að fresta. Framkvæmdir
þessa árs eru flestar þegar samningsbundnar og m.a. þess
vegna hefði þurft að taka þessa ákvörðun miklu fyrr. Land-
spítali – háskólasjúkrahús og Sundabraut eru ekki til fram-
kvæmda á næsta ári svo ekki verður þeim frestað. Auðvitað
er hættan sú að það sem frestist séu einhverjir vegaspottar
hér og þar úti á landi þar sem er engin þensla og fólk jafnvel
búið að bíða eftir þessum framkvæmdum árum saman.
Það sem vantar hins vegar inn í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar eru einhver skilaboð varðandi virkjunar- og álfram-
kvæmdir. Þar liggja stóru upphæðirnar, allt annað eru smá-
aurar í því stóra samhengi. Það er í raun verið að slá ryki í
augun á fólki með því að skera einhverja vegaspotta niður,
en segja ekki orð um fyrirhugaðar ál- og virkjanafram-
kvæmdir. Þar hefði ríkisstjórnin þurft að gefa frá sér skýr
skilaboð um hvað hún ætlaði sér, þannig að hér væru ekki
allir að gera út á væntanlegar stóriðjuframkvæmdir.“
– Að lokum, í gær birti Fréttablaðið niðurstöður skoð-
anakönnunar sem sýnir 10 prósentustiga fylgistap Sam-
fylkingarinnar frá því um miðjan febrúar. Hvernig skýrir
þú þetta? Er þetta gagnrýni á þig sem formann flokksins?
Á Samfylkingin meira inni?
„Það er hæpið að tala um þetta sem 10 prósentustiga
fylgistap vegna þess að almennt höfum við verið að mælast
með í kringum 30% fylgi í könnunum. Það er ef til vill ekki
rétt að taka þær kannanir sem hæst fara og mæla allt tap út
frá því.
En auðvitað er þetta ekki niðurstaða sem ég er sátt við.
Ég hef ekki haft tök á því að velta því mikið fyrir mér hvað
veldur, en þarna koma sjálfsagt að einhverju leyti inn sveit-
arstjórnarkosningarnar. Þarna endurspeglast vonbrigði
flokksmanna með það hversu óvíða Samfylkingin er í meiri-
hluta að þeim loknum, flokksmenn vilja að flokkurinn kom-
ist til áhrifa. Ég tel líka að ímynd flokksins sé ekki nægilega
skýr í huga fólks, og það er þá bara okkar verkefni að skýra
hana.
Ef flokkinum er að fatast flugið hlýt ég að eiga minn þátt
í því. Ég get ekki horft fram hjá því. En það er auðvitað
bara verkefni að vinna úr. Það er enginn vafi í mínum huga
að Samfylkingin á meira inni hjá þjóðinni, ég hef það mjög
sterkt á tilfinningunni að það sé dulin löngun hjá þjóðinni til
að sjá annað stjórnarmynstur að loknum næstu kosningum.
Ef það á að verða að veruleika verður Samfylkingin að
gegna þar lykilhlutverki, og mun gera það.“
efni fyrir stjórn jafnaðarmanna
Morgunblaðið/Eggert
umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkur,“ segir Ingibjörg Sólrún
r.
brjann@mbl.is