Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 31
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
NÚ ER í undirbúningi verkefnið Hús og fólk sem hefur
það að markmiði að varðveita upplýsingar um hús og
fólk á Flateyri og í Önundarfirði frá síðari hluta 19. aldar
fram til loka 20. aldar. Tilgangurinn er m.a. að miðla
fróðleik til ferðamanna og annarra áhugasamra um
mannlíf, þróun atvinnulífs og menningar á Flateyri og
Önundarfirði.
Upphafskonur verkefnisins eru þær Jóhanna G. Krist-
jánsdóttir og Guðrún Pálsdóttir, báðar búsettar á Flat-
eyri og stjórnarmenn í Íbúasamtökum Önundarfjarðar.
Þær Guðrún og Jóhanna eru báðar ættaðar úr Önund-
arfirði, en langafar þeirra voru bræður, þeir Ebenezer
og Guðmundur Sturlusynir frá Dalshúsum í Valþjófsdal.
Þær hafa umsjón með verkefninu og samstarfsaðilar eru
m.a. Ísafjarðarbær, Önfirðingafélagið og ferðamála-
samtök á Vestfjörðum.
Gagnasöfnun
Nú stendur yfir gagnasöfnun og afrituð verða gögn
sem hafa að geyma upplýsingar um hús og fólk á Flat-
eyri og í Önundarfirði. Verkefnið getur e.t.v. orðið at-
vinnuskapandi á svæðinu og jafnvel dægradvöl fyrir
aldraða í byggðarlaginu sem gætu t.d. lært á tölvu í
tengslum við gagnasöfnun fyrir verkefnið.
Að lokum verður til gagnagrunnur sem getur verið
áhugaverður fyrir ferðafólk sem e.t.v. hefur átt forfeður í
Önundarfirði. Þá getur fólk skráð nafn þess sem það leit-
ar að inn í tölvu og fengið fram mynd af viðkomandi ein-
staklingi og húsinu sem hann bjó í, auk annarra upplýs-
inga ef tiltækar eru. Að mati þeirra Jóhönnu og
Guðrúnar getur verkefnið stuðlað að fjölgun ferðamanna
á svæðið. Markmiðið er einnig að auka tengsl á milli
brottfluttra Önfirðinga og þeirra sem nú búa í firðinum.
Að sögn Jóhönnu verður gagnagrunnurinn ekki á Net-
inu, a.m.k. ekki til að byrja með, heldur verður hann að-
gengilegur ferðamönnum sem koma á svæðið, t.d. í Fé-
lagsbæ eða í Gömlu bókabúðinni við Hafnarstræti.
Enn á byrjunarreit
Hugmyndin að verkefninu vaknaði í samstarfi Guð-
rúnar og Jóhönnu að umhverfisverkefni á árunum 2001 –
2003, vegna þess hve allt var í mikilli niðurníðslu eftir
snjóflóðið 1995, að sögn Jóhönnu. „Við höfðum báðar
kynnst því erlendis hvernig söfn höfðu verið byggð upp
jafnvel aðeins í kring um einstaka atburði og svo var um-
ræðan um menningartengda ferðaþjónustu líka komin
svolítið á blað hér á Íslandi. Við höfum báðar mikinn
áhuga á varðveislu gamalla minja þótt við höfum hvorug
reynslu af því að vinna eða byggja upp söfn eða annað
slíkt. Þetta þróaðist svona smám saman en hefur þó ekki
nema rétt þokast áfram,“ segir hún. Verkefnið er enn á
byrjunarreit og þær hafa ekki haft erindi sem erfiði í
styrkumsóknum. 100 þúsund króna styrkur verður not-
aður til að koma af stað gagnagrunni til að halda utan um
gögnin sem fyrir liggja.
Hús og fólk
ÖNUNDARFJÖRÐUR
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
Ef fólk hefur upplýsingar um hús og fólk í Önundarfirði
sl. 130 ár má snúa sér til Guðrúnar eða Jóhönnu:
Guðrún Pálsdóttir, Drafnargötu 6 -425 Flateyri S.
4567671 – 8637671 netfang: gp@snerpa.is.
Jóhanna Kristjánsdóttir, Eyrarvegi 9 -425 Flateyri S.
4567626 – 8642943; netfang: johanna@snerpa.is.
Íslensk gönguleiðabók
um Kaupmannahöfn
Íslendingum finnst þeir eiga svolítið í
henni Kaupmannahöfn, því þar er ís-
lensk saga á hverju götuhorni. Auk
þess er borgin fögur á fjölbreyttan
hátt og skemmtilegt að rölta um hana.
Til að gera slíka göngutúra innihalds-
meiri er tilvalið að taka með sér nýút-
komna gönguleiðabók Guðlaugs Ara-
sonar sem heitir Kaupmannahöfn –
ekki bara Strikið. Þar er að finna tíu
gönguleiðir, flestar fyrir utan gamla
bæinn og hver þeirra er merkt inn á
kort. Textinn er með áherslu á sögu Ís-
lendinga í Kaupmannahöfn í gegnum
tíðina.
Hver gönguleið er kennd við dýr sem
settu svip sinn á borgina áður fyrr.
Þannig er leið kýrinnar til dæmis frá
Ráðhústorgi, inn í Latínuhverfið og
endar við Jónshús.
Guðlaugur segir bókina hafa mælst
mjög vel fyrir hjá þeim sem hafa notað
hana. „Ég hitti einn slíkan sem ljómaði
af ánægju og sagði að þessi bók ætti
eftir að verða biblía Íslendinga í Kaup-
mannahöfn.“
þá verður m.a. farið til Tíbet og ferðast
þar um í eina viku.
Unnur Guðjónsdóttir hefur nú skipu-
lagt í fyrsta sinn ferð til Kína um jól og
nýár. Segir hún að ferðin, sem er
tveggja vikna ferð, henti þeim vel sem
eiga erfitt með að fara í frí að vori eða
hausti, þegar Kínaferðirnar eru venju-
lega farnar og á það til dæmis við um
kennara. Í ferðinni verður farið til Beij-
ing, Xian og Sjanghæ og gengið á
Kínamúrinn. Verð ferðanna er kr.
350.000 á mann í þriggja vikna ferð-
inni og 250.000 í tveggja vikna ferð-
inni og er þá ALLT innifalið, eins og
alltaf er í ferðum Kínaklúbbs Unnar.
Allir eru velkomnir í ferðirnar.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Unni í
síma 551 2596 og 868 2726 og á vef-
síðunni www.simnet.is/kinaklubbur.
Netfang Kínaklúbbs Unnar er kina-
klubbur@simnet.is.
Haustferðir GB Ferða 2006
Sala er hafin á haustferðum GB Ferða.
Í boði eru golfferðir til þekktra áfanga-
staða hjá GB Ferðum s.s:
1. Orlando (Omni Orlando Resort at
ChampionsGate).
2. England (Foxhills Club & Resort,
Hanbury Manor, The Springs, The
Grove, Worsley Park).
3. Skotland (Rusacks St.Andrews, The
Marine Hotel, North Berwick).
Þeir sem hafa áhuga á að bóka sig eru
hvattir til að gera það strax, því í vor
seldist fljótt upp í allar ferðir GB Ferða.
GB Ferðir bjóða einnig upp á fimm
stjörnu jólaferð til Aspen í Colorado
Tvær Kínaferðir eftir
Af þremur Kínaferðum Kínaklúbbs
Unnar á þessu ári, eru tvær eftir,
haustferð 7.–28. september og jóla-
og nýársferð 21. desember til 2. janúar.
Haustferðin er þriggja vikna ferð, en
frá 19-29 desember (10 nætur) þar
sem gist verður á svítuhótelinu Aspen
Meadows.
Svítuverðið er 200.000 krónur á
mann í Junior svítu og afsláttur fyrir
börnin.
Innifalið er flug með Icelandair til Min-
neapolis, flug með United Airlines til
Denver, flugvallaskattar, 10 nætur í
svítu á Aspen Meadows með morg-
unverði, ferðir í fjöllin og aðgengi að
heilsulind hótelsins.
Takmarkað sætaframboð.
Menningarferð í
miðju Þýskalands
Á vegum Úrvals-Útsýnar er fyrirhuguð
ferð sem verður sambland af léttri
gönguferð um skóga Thüringen, sem
kallað hefur verið hið græna hjarta
Þýskalands, og heimsókna á mikil
menningar- og sögusetur.
Dvalið verður í borginni Arnstadt í viku
og ýmist gengið þar í nágrenninu í hin-
um víðáttumikla Thüringer Wald eða
heimsóttar merkar borgir eða frægir
kastalar. Farið verður í fótspor Bachs,
en hann er fæddur og uppalinn á
þessu svæði. Heimsótt verður safn
um hann í Eisenach, fæðingarborg
hans, og skoðaðar kirkjur í Arnstadt
og Weimar, sem hann starfaði í og ferill
hans rakinn.
Farið á vit Goethes og Schillers í
Weimar og komið við í kastalanum í
Wartburg, þar sem Lúther dvaldi um
skeið og þýddi Nýja testamentið á
þýsku.
Síðan er farin dagsferð til Dresden og
að lokum dvalið í Berlín í tvo daga og
farið í skoðunarferðir hvort í sinn hluta
borgarinnar.
10.–20. ágúst verða léttar gönguferðir
um skógarstíga og heimsóknir á sögu-
fræga staði.
Fararstjóri verður Tryggvi Sigurbjarn-
arson.
Morgunblaðið/Ómar
FYRIR þá sem hafa hug á að
heimsækja stórborgir á Norð-
urlöndunum er gott að hafa í huga
að Stokkhólmur virðist vera ódýr-
asta stórborgin um þessar mundir
en Helsinki er næstódýrust. Þetta
kemur fram á vef Berlingske Ti-
dende þar sem vitnað er í útreikn-
inga frá bandaríska fyrirtækinu
Mercer Human Resources. Sam-
kvæmt þessum lista virðast allar
aðrar höfuðborgir Norðurlanda en
Kaupmannahöfn vera ákjósanlegar
þegar tillit er tekið til buddunnar,
því dýrast er að vera til í Köben.
Reyndar er Kaupmannahöfn átt-
unda dýrasta borg í heiminum öll-
um, samkvæmt þessum lista, að-
eins borgir eins og Tókýó, London
og Moskva eru dýrari. Á þessum
lista eru 200 borgir og þar er
Moskva langdýrust en Asuncion í
Paragvæ er ódýrust.
Útreikningur er gerður með því
að skoða kostnað á ýmsum vörum
og þjónustu, til dæmis áfengi og
tóbaki, fatnaði og skóm, húshjálp,
matvöru, veitingahúsamat, hót-
elkostnaði, samgöngukostnaði,
lækniskostnaði, íþróttum og frí-
stundum.
Vert er að geta þess að listi þessi
er nokkuð breytilegur og borgir
færast til á honum. Til dæmis fær-
ast borgir eins og Dubai, Sao Paolo
og Abu Dhabi hratt upp listann
þessa dagana.
Stokkhólm-
ur er ódýr-
asta borgin
í norðrinu
NORÐURLÖNDIN
Stokkhólmur á góðum degi.
Hópferð á leik Eiðs Smára
Ferðaskrifstofan Express-ferðir ætlar
að efna til hópferðar til Danmerkur í
lok júlí á fyrsta leik Eiðs Smára Guð-
johnsen með Barcelona, en föstudags-
kvöldið 28. júlí mæta Evrópumeistarar
Barcelona danska liðinu AGF Aarhus í
Árósum í sínum fyrsta æfingaleik fyrir
næstu leiktíð.
Ferðaskrifstofan Express-ferðir hefur
tryggt miða á völlinn og skipulagt
stutta ferð fyrir þá, sem vilja verða
vitni að fyrsta leik íslenska landsliðs-
fyrirliðans með hinu sögufræga kata-
lónska knattspyrnuliði, en hann var
keyptur til félagsins í júní.
Flogið verður til Danmerkur 27. júlí.
Verð á mann, með gistingu og miða á
völlinn, er 54.900 krónur miðað við
tvo í herbergi.
www.expressferdir.is
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk
Kaupmannahöfn - La Villa
www.gbferdir.is