Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÓHÆTT er að segja að dagskrá Tí-
brár, tónleikaraðar Salarins í Kópa-
vogi, verður með veglegasta móti
næsta vetur.
Jónas Ingimundarson er tónlist-
arráðunautur Kópavogsbæjar: „Ár-
lega eru haldnir í Kópavogi hátt í
150 tónleikar og er Tíbrár-
tónleikaröðin meginstoðin í því tón-
listarstarfi. Fyrstu Tíbrár-
tónleikarnir eru haldnir 7. sept-
ember ár hvert, á afmælisdegi Sig-
fúsar Halldórssonar tónskálds og
heiðursborgara Kópavogsbæjar, en
síðustu tónleikarnir 11. maí, þegar
við fögnum afmælisdegi Kópavogs,“
segir Jónas.
„Við höldum samfellda tónleika-
veislu – um það bil ferna tónleika á
mánuði – þar sem fram kemur frá-
bært tónlistarfólk. Árlega berast
okkur umsóknir frá hátt á annað
hundrað listamönnum en aðeins
hluti þeirra sem sækja um komast
að.“
Hver öðrum betri
Jónasi er ómögulegt að gera upp á
milli tónleika komandi vetrar, en þó
er óhætt að gera nokkrum stjörnum
sérstök skil:
Fyrstan má nefna Vesselin Sta-
nev: „Hann er píanóvirtúós af bestu
gerð, hefur tekið þátt í samkeppnum
um píanóspil á virtustu stöðum í ver-
öldinni og hvarvetna fengið gríð-
arlega lofsamleg ummæli. Það er
ekki spurning að fengur er fyrir
okkur að fá hann til að opna Tíbrána
í haust,“ segir Jónas.
Tónleikar Vesselin Stanev verða
haldnir í boði Morgunblaðsins og
svissneska vélaframleiðandans Fe-
rag. Á efnisskrá tónleikanna verða
verk eftir Scarlatti, Schumann, Scri-
abin og Liszt.
Miklós Dalmay mun halda ferna
tónleika þar sem leiknar verða pí-
anósónötur Mozarts í heild sinni:
„Sá hluti dagskrárinnar er í tilefni af
þessu mikla Mozart-ári, þegar 250
ár eru frá fæðingu tónskáldsins, en
tónleikar Miklósar verða í nóvember
og desember. Þessir tónleikar eru
haldnir með stuðningi frá Hruna-
mannahreppi, MS og Osta-og smjör-
sölunni.“
Í byrjun desember heimsækir
landið stórstjarnan Inessa Galante
sópran: „Þetta er frábær söngkona.
Zubin Mehta lét þau orð falla um
hana að fáar söngkonur í veröldinni
skörtuðu slíkri rödd sem hún, og
verða það að teljast góð meðmæli,“
segir Jónas.
Þá mun Hyperion-tríóið halda
tónleika þar sem meðal annars verð-
ur frumflutt nýtt verk eftir Atla
Heimi Sveinsson.
Skólakór Kársness fagnar í ár 30
ára starfsafmæli. Í maí heldur kór-
inn veglega hátíðartónleika og mun
Emilíana Torrini vera sérstakur
gestur á tónleikunum en hún var í
kórnum á sínum yngri árum.
Þá má nefna að Kanadískir dagar
verða haldnir í Kópavogi í október
og mun Angela Hewitt stórpíanisti
halda tónleika á þeirri hátíð, ásamt
ýmsum stórstirnum öðrum auk þess
sem haldnar verða listsýningar og
fleira.
Tónlist | Vel yfir þrjátíu tónleikar á Tíbrár-tónleikaröð Salarins í Kópavogi næsta vetur
Glæsileg Tíbrá í vændum
Vesselin Stanev.
Inessa Galante.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
„Við höldum samfellda tónleikaveislu.“ Jónas Ingimundarson, tónlist-
arráðunautur Kópavogs.
Emiliana Torrini. Miklos Dalmay.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
FYRSTA stóra einkasýning Jóníar
Jónsdóttur verður opnuð í Gallery
Turpentine í dag kl. 16. Hún er lík-
lega þekktust fyrir að vera ein
þríeykisins í Gjörningaklúbbnum
eða The Icelandic Love Corporation,
eins og þær kalla sig á ensku.
„Við erum allar stelpurnar í
Gjörningaklúbbnum að halda einka-
sýningar á þessu ári og ég ríð á vað-
ið,“ segir Jóní. „Það er partur af
okkar þroska að fara aðeins út fyrir
það samstarf og yfir í sjálfið.“
Lærði að gera draumafangara
Jóní útskrifaðist frá skúlptúrdeild
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1996 og stundaði framhaldsnám í
Konunglegu listaakademíunni í
Kaupmannahöfn 1997–1999.
Sýningin byggir að hennar sögn á
hugmyndum og stemningum úr
raunverulegum ferðalögum og innri
ferðum, jafnvel draumum. Yfirskrift
sýningarinnar er Að fanga drauma,
sem vísar í senn til þess að fanga
drauminn um að halda sýningu og
sérstaks fyrirbæris úr reynsluheimi
Jóníar.
Á ferðalagi sínu um Kanada lærði
Jóní að gera svokallaða draumafang-
ara að sið frumbyggja Ameríku.
Slíkir draumafangarar er hringlaga
vefnaður sem þjóðtrú frumbyggja
segir að fangi drauma og skilji á
milli martraða og góðra drauma.
Draumafangarinn er á sýningunni
persónugerður í samnefndri mynd.
Þar má sjá konu ásamt tveimur
dætrum. „Myndin sýnir móðurina
ásamt dætrunum í venjulegu um-
hverfi, þegar ekki er verið að fanga
drauma. Upprunalegi draumafang-
arinn er orðin gildran hennar,“ segir
Jóní.
Hægt er að greina kunnugleg
tákn úr sögunni af Adam og Evu á
myndinni, snák og epli. Yfir mynd-
inni er óræð stemmning, hálfgerður
óróleiki, en einnig ákveðin vísun til
nútímans. „Draumafangarinn er
þarna bara í rólegheitunum með
snákinn í höfðinu að skera niður epli.
Dæturnar eru þarna líka en þá vakn-
ar spurningin: „Hvar er Adam?“ Á
myndinni er þessi einstæða móðir en
enginn draumafangarapabbi.“
Náttúran í fyrirrúmi
Ljósmyndir eru áberandi á sýn-
ingunni, en þar verða einnig innsetn-
ing og skúlptúrar. „Innsetningin er
manngerður og draumkenndur
skógur sem heitir Svartljósaskógur.
Ég vil að fólk upplifi þá stemmningu
að koma inn í skrýtinn drauma-
skóg.“
Jóní staðsetur einnig drauma-
fangaramæðgurnar í skóginum, sem
hún segir vera hugmynd sem hafi
blundað í henni frá ferðalagi hennar
um regnskóga Ástralíu.
„Það er mikil náttúra í þessum
verkum. Eins og verið sé að reyna að
fanga náttúruna í handavinnunni og
búningunum.“ Sem dæmi nefnir
Jóní að upp úr draumafangaranum
vaxi trjágreinar. „Náttúran er alltaf
besti vinur manns þegar maður er
að gera listaverk og vonandi fær hún
að vera það áfram. Vonandi verður
henni ekki drekkt,“ segir Jóní og
hlær.
Sýningin gengur hins vegar að
sögn Jóníar minna út á pólitík og
meira út á persónulega fagurfræði.
„Þetta er að vissu leyti kannski svo-
lítið sjálfselsk sýning. Mig langar
bara til að gera eitthvað fallegt sem
tengist sjálfri mér, náttúrunni,
manninum. Vonandi finnst fólki það
fallegt líka.“
Myndlist | Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu í Gallery Turpentine
Fangar drauma og ferðalög
Morgunblaðið/Eggert
Náttúran er áberandi á sýningu Jóníar Jónsdóttur sem verður opnuð í dag.
Sýning Jóníar í Gallery Turpentine
stendur yfir næstu þrjár vikur, til
23. júlí.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
7. september: Opnunartónleikar: Vesselin Stanev
14. september: Djasshljómsveit Eyjólfs Þorleifssonar
20. september: Píanótónleikar: Peter Maté
26. september: Sembaltónleikar: Smiljka Isakovic
8. október: Söngur og píanó: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Víkingur
Heiðar Ólafsson
25. október: Astor, Heitor og Albert: Pamela de Sensi, Sigurður
Halldórsson, Daníel Þorsteinsson
28. október: Óperugala: Eteri Gvazava, Alin Dubik, Gunnar
Guðbjörnsson, Bjarni Thor, Jónas Ingimundarson
3. nóvember: Fiðla og píanó: Réka Szilvay og Heini Kärkkäinen
5. nóvember: Tíu selló: Sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands
13. nóvember: Mozart með Miklós á mánudögum, fyrsti hluti: Miklós
Dalmay
15. nóvember: Sjostakovitz fyrir píanó I: Elizaveta Kopelman
17. nóvember: Sjostakovitz fyrir píanó II: Elizaveta Kopelman
20. nóvember. Mozart með Miklós á mánudögum, annar hluti
27. nóvember: Mozart með Miklós á mánudögum, þriðji hluti
1. desember: Tónlist Árna Björnssonar: Sigrún Eðvaldsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson, Jónas Ingimundarson
4. desember: Mozart með Miklós á mánudögum, fjórði hluti
8. desember: Söngur og píanó: Inessa Galante og Jónas
Ingimundarson
10. desember: Jólatónleikar: Ólafur Kjartan Sigurðsson o.fl.
9. janúar: Sellótónleikar: Sæunn Þorsteinsdóttir
13. janúar: Nýárstónleikar: Hanna Dóra Sturludóttir, Lothar Odinus,
Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar
19. janúar: Flauta og píanó: Stefán Höskuldsson og
Elisaveta Kopelman
27. janúar: Söngtónleikar: Bjarni Thor, Jónas Ingimundarson
6. febrúar: Selló og píanó: Margrét Árnadóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir
15. febrúar: Terem kvartettinn (með fyrirvara)
16. febrúar: Suðrænir tónar og kabarettstemning: Sesselja
Kristjánsdóttir og Guðríður Th. Sigurðardóttir
28. febrúar: Fiðla, flygill, feðgin: Elva Rún Kristinsdóttir og Kristinn
Örn Kristinsson
6. mars: Söngtónleikar: Viðar Gunnarsson og Jónas Ingimundarson
20. mars: Píanótónleikar: Valgerður Andrésdóttir
24. mars: Heimþrá og útþrá: Hlín Pétursdóttir og Hrefna
Eggertsdóttir
1. apríl: Hyperion tríóið: Oliver Klipp, Katarina Troe, Hagen
Schwarzrock
11. apríl: Frönsk lýrík og litbrigði: Hallfríður Ólafsdóttir og John
Robilette
5. maí: Skólakór Kársness 30 ára, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir
6. maí: Sigfús í ljúfri sveiflu: Jón Páll Bjarnason, Reynir Sigurðsson,
Gunnar Hrafnsson
11. maí: Píanótónleikar: Víkingur Heiðar Ólafsson
Dagskrá Tíbrár
veturinn 2006–2007